Fleiri fréttir

Gretti mistókst Drangeyjarsund

Grettir hefur í annað sinn reynt við Drangeyjarsund. Að þessu sinni var það kuldaskræfan Grettir, sem komst þó aðeins örfáa metra þrátt fyrir að vera í þurrbúningi.

Sunndlendingar ekki endilega mestu skúrkarnir

Ætla mætti að Sunnlendingar séu mestu lögbrjótar landsins, en ákærumál miðað við íbúatölu eru tvöfalt fleiri þar en í öðrum landshlutum. Sýslumaðurinn á Selfossi segir að skýra megi þetta með góðri löggæslu og eftirfylgni en bendir þó á að mikil sumarhúsabyggð og gegnumstreymi fólks geti legið að baki.

Hugað að breyttri nýtingu á Keflavíkurflugvelli

Íslenskar farþegaþotur eru á ný farnar að leggja við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Talsmaður Flugmálastjórnar segir svæðið þar í kring afar verðmætt fyrir flugstarfsemi. Þá er áformað að opna þriðju flugbraut vallarins, sem myndi bæta enn frekar rekstraröryggi flugs, ekki síst innanlandsflugs.

Jakob Frímann hættur í Samfylkingunni

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og varaþingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í Silfri Egils á Stöð 2 í dag að hann hefði sagt sig úr flokknum. Hann skipaði 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður við síðustu þingkosningar og hefur eini sinni tekið sæti á Alþingi.

Steingrímur J. vill netlöggu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlöggu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. Steingrímur lét þessi orð falli í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Það var verið að ræða um klámráðstefnuna sem ekki fékk inni á Íslandi, og Egill spurði Steingrím hvort hann vildi þá ekki ganga lengra og skera upp herör gegn öllu klámi.

Vilja að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag að skora á þjóðina að nýta það sögulega tækifæri sem gefst í vor til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands. Verði af því lofar Kvennahreyfingin henni fullum stuðningi til þess meðal annars að; · Gera jafnréttissjónarmið að rauðum þræði í allri stefnumótun stjórnvalda og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á þeim málaflokki.

Stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar

Vinstri græn vanda ekki ríkisstjórninni kveðjurnar í landsfundarályktun sinni. Talað er um valdahroka og ólýðræðisleg vinnubrögð hennar og að hún hafi ráðists í miklar virkjunarframkvæmdir með geigvænlegum afleiðingum fyrir íslenska náttúru og efnahagslíf, til þess að selja raforku á útsöluverði til erlendra álhringa. Vinstri græn boða betri tíð ef þau komast í ríkisstjórn, og er þar af ýmsu að taka.

Jakob Frímann úr Samfylkingunni

Jakob Frímann Magnússon tónlistamaður og varaþingmaður tilkynnti í sjónvarpsþættinum Silfur Egils í dag að hann hefði sagt sig úr Samfylkingunni. Jakob Frímann, sem kunnastur er fyrir að vera einn af Stuðmönnum, hefur einu sinni tekið sæti á Alþingi, í desember árið 2004.

Sjálfsagt að skoða bankana

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur sjálfsagt að skoða samkeppni bankanna hér á landi í ljósi þess að gjaldtaka þeirra af lánveitingum er miklu hærri hérlendis en í útibúum sömu banka í Svíþjóð og Noregi.

Markar stefnu Evrópuráðsins

Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, hefur verið skipaður formaður í stefnumörkunarnefnd ráðherranefndar Evrópuráðins. Skipun þessi fór fram samkvæmt ósk fastafulltrúa San Marínó sem nú gegnir formennsku í Evrópuráðinu.

Kolbrún leiðir Frjálslynda í SV kjördæmi

Kolbrún Stefánsdóttir ritari Frjálslynda flokksins mun leiða lista flokksins í Suðvestur kjördæmi. Kolbrún starfar nú sem framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hún var kjörin ritari Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins sem haldið var í lok mars á síðasta ári.

Varðskip með bilað loðnuskip í drætti

Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú með loðnuskipið Antares VE-18 í drætti, á leið til Akraness. Um miðjan dag í gær varð vélarbilun í aðalvél loðnuskipsins um 6 sjómílur norður af Óðninsboða á Húnaflóa og rak skipið í átt að boðanum. Skipið var á leið til Þórshafnar á Langanesi með um 1000 tonn af loðnu.

Skógrækt og landgræðsla gegn mengun

Skógrækt á Íslandi gæti orðið gróðafyrirtæki þegar mengunarkvótar verða markaðsvara, að mati sérfræðings Skógræktar ríkisins. Hann segir að með aukinni skógrækt og landgræðslu ætti að vera unnt að binda tvo þriðju hluta af útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis.

Framtíð starfmanna Marels á Ísafirði óljós

Framtíð starfsmanna Marels á Ísafirði er óljós eftir að fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að það myndi hætta allri starfsemi í bænum. Tuttugu manns missa vinnuna og ljóst að ekki fá allir atvinnu við sitt hæfi á Ísafirði.

Moody´s: Lánshæfismat stóru íslensku bankanna hækkað

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat stóru íslensku bankanna þriggja og gefur þeim nú öllum bestu einkunn. Þetta er gert í samræmi við breytta aðferðafræði fyrirtækisins. Hástökkvarinn er Landsbankinn.

Hass í Hörgárdal

Lögreglan á Akureyri hafði í nótt afskipti af manni og konu, þar sem þau voru í Hörgárdal á leið til Akureyrar. Grunur vaknaði um að þau gætu verið með fíkniefni í fórum sínum og við leit í bifreiðinni fannst böggull, sem talinn er geyma rúm 700 grömm af hassi.

Fækkar í grunnskólum -fjölgar í einkaskólum

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur grunnskólanemendum fækkað um 461 frá síðasta skólaári eða um 1,0%. Aftur á móti hefur nemendum í einkaskólum fjölgað um 100 frá fyrra ári, eða 21,2%. Gera má ráð fyrir að grunnskólanemendum haldi áfram að fækka því þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámennari en þeir árgangar sem ljúka munu grunnskólanámi.

Ingibjörg Sólrún vill stytta vinnutíma

Konur í baráttuhug var rauði þráðurinn á ársfundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, sem hófst í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði þar að pólitíkin sé ennþá karlaheimur og hin pólitíska menning og leikreglur mótaðar af aldalöngu forræði karla.

Vilja stækka í Straumsvík

Félag vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Þetta var samþykkt á fundi félagsins í dag.

Björk Vilhelmsdóttir í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar

Fyrrverandi liðsmaður Vinstri-grænna, Björk Vilhelmsdóttir, hefur gengið til liðs við Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar. Björk sagði sig úr Vinstri-grænum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og fór í óháð framboð í samstarfi við Samfylkinguna.

Vel sótt í sjóð Orkuveitunnar

Nýjum umhverfis- og orkurannsóknarsjóði hjá Orkuveitu Reykjavíkur bárust alls 95 umsóknir um styrki. Umsóknirnar eru samtals að upphæð um 450 milljónir króna og því ljóst að stjórnar sjóðsins bíður vandasamt verkefni, en stjórn Orkuveitunnar hefur lagt 100 milljónir króna til sjóðsins.

,,Allt annað líf"

Í dag fer fram málefnastarf á öðrum degi Landsfundar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem stendur yfir á Grand Hótel Reykjavík, undir yfirskriftinni ,,Allt annað líf". Meðal þess sem finna má í drögum að samþykktum landsfundarins eru rótttækar aðgerðir í jafnfréttismálum þar sem lagt er til að bundið verði í stjórnarskrá jafnt hlutfall kvenna og karla á Alþingi og í sveitarstjórnum. Jafnframt er lagt til að lögbinda jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir að launaleynd verði afnumin.

Moody´s hækkar lánshæfismat íslensku bankanna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hækkaði í dag lánshæfismat íslensku bankanna. Allir fá þeir hæstu eikunn. Landsbankinn er hástökkvarinn og fer upp úr þriðja styrkleikaflokk en Glitnir og Kaupþing úr öðrum.

Málverki stolið af Reykjalundi

Málverki eftir Tolla var stolið frá endurhæfingastöð SÍBS, Reykjalundi í Mosfellsbæ. Athæfið átti sér líklega stað um síðustu helgi en málverkið er engin smásmíð, um 140x120 cm að stærð. Þeir sem geta veitt upplýdingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000

Færð á vegum

Greiðfært er á Suðurlandi. Það eru hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum eru hálkublettir og éljagangur á heiðum, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðaheiði og ófært yfir Eyrarfjall. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Sviptur á staðnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann á þrítugsaldri í ofsaakstri um klukkan hálf eitt í nótt á Hringbraut á móts við Bjarkargötu. Hann mældist á hundrað þrjátíu og þriggja kílómetra hraða en hámarkshraði á þessum stað er 50 kílómetrar. Hann var sviptur ökuskírteininu á staðnum.

Öllum eldhústækjunum stolið

Brotist var inn í íbúðarhús í byggingu í Vallahverfi í Hafnarfirði í dag. Innbrotsþjófarnir höfðu á brott með sér ískáp, helluborð og önnur eldhústæki, öll ný. Lögregla veit ekki hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Þá var ökumaður stöðvaður ölvaður undir stýri á Nýbýlavegi í Kópavogi um tíuleytið í kvöld. Virtist hann lítilsháttar ölvaður samkvæmt öndunarsýni en nógu ölvaður þó til þess að hann var tekinn í blóðprufu. Þá var lögreglu tilkynnt um sinubruna í Norðurbænum í Hafnarfirði í dag, eldurinn hafði kviknað í grasbala neðan við Kaupfélagsblokkina svokölluðu við Miðvang. Vel gekk að slökkva eldinn.

Höfðust við í neyðarskýli

Tveir bílar með sex manns innanborðs veðurtepptust á Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi í dag. Fólkið náði sambandi við Vaktstöð siglinga í gegnum talstöð og fóru björgunarsveitarmenn frá Koðra í Súðavík af stað að hjálpa fólkinu sem hafðist við í neyðarskýli á fjallinu. Vel gekk að losa bílana úr snjónum og komu þeir til byggða í fylgd björgunarsveita nú undir kvöld.

Saka viðskiptaráðherra um að ganga erinda tryggingafélaga

Forsvarsmenn Læknafélags Íslands saka viðskiptaráðherra og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda tryggingafélaganna. Formaður félagsins segir það sína persónulegu skoðun að verið sé að lögfesta mannréttindabrot. Samtök fjármálafyrirtækja saka læknafélagið um fordóma. Viðskiptaráðherra segist ekki trúa því að Læknafélagið standi að baki fullyrðingum framkvæmdastjóra félagsins.

Nafnlausa bréfið skaðar sókn málsins

Nafnlaust bréf sem barst lykilmönnum í Baugsmálinu og hæstaréttardómurum skaðar sókn málsins að mati setts ríkissaksóknara. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir lögreglurannsókn hafa verið gerða af minna tilefni. Afrit af bréfinu fylgir fréttinni.

Segir ummæli Hjartar guðlast

Hörð ummæli fríkirkjuprests í Kompásþætti í garð Þjóðkirkjunnar hafa vakið hastarleg viðbrögð. Þannig segir sóknarprestur í Landakirkju að ásakanirnar feli í sér guðlast.

Krónan og Bónus ríða á vaðið

Krónan og Bónus hafa þegar lækkað verð á matvöru til samræmis við fyrirhugaða lækkun stjórnvalda á virðisaukaskatti um mánaðamótin.

Steingrímur: „Þjóðin vill breytingar“

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði í ræðu sinni við setningu landsfundar flokksins síðdegis að meginverkefni komandi kosninga væri stjórnarandstöðunnar að fella ríkisstjórnina. „Þjóðin vill breytingar", sagði Steingrímur.

Funduðu um nafnlausa bréfið

Verjendur, settur saksóknari og dómarar í Baugsmálinu funduð seinni partinn um nafnlaust bréf sem sent var Hæstaréttardómurum og öðrum. Í bréfinu koma fram aðdróttanir um hlutdrægni og annarlega hvatir á bak við Baugsmálið hjá dómstólum og fyrri ráðamönnum.

Leikskólabörn í skrúðgöngu með lögreglunni

Leikskólabörn fóru með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í skrúðgöngu frá Hlemmi og að Miklatúni í dag. Á fjórða hundrað börn og fullorðnir tóku þátt í göngunni sem farin var í tilefni Vetrarhátíðar sem stendur yfir í Reykjavík.

Myndatökur og gestabækur bannaðar

Myndatökur og gestabækur voru bannaðar um borð í Viking bátunum samkvæmt framburði Jóns Geralds Sullenberger í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ýmsir nafngreindir menn úr viðskiptalífinu komu í bátana og keyptu Baugsmenn meðal annars golfsett fyrir einn þeirra.

Tilbúnar að takast á við loftlagsvandamál

Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins fagna fram kominni stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og lýsa sig tilbúnar til stórra aðgerða á þessu sviði til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar.

Efni nafnlausa bréfsins

Í bréfinu fjallar hinn nafnlausi bréfritari um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu hingað til og segir það vekja athygli lögfræðinga hversu úrlausnir Hæstaréttar Íslands hafi verið sakborningum í Baugsmálinu hagstæðar. Hann lýsir þeim dómum og frávísunum sem þegar hafa gengið í Baugsmálinu með orðunum "með eindæmum", "furðuleg vinnubrögð", "meira en lítið skrítið" og "kostulegt" og getur sér til um hugsanlegar ástæður fyrir þeim niðurstöðum.

Þurfti að elta uppi ölvaða ökumenn

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt, þar af 21 árs piltur sem reyndi að stinga lögregluna af eftir að hann hafði lent í umferðaróhappi Vesturlandsvegi.

Harma fordóma í garð vátryggingastarfsemi

Samtök fjármálafyrirtækja harma fordóma í garð vátryggingastarfsemi á Íslandi sem koma fram í umsögn Læknafélags Íslands til efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um vátryggingarsamninga.

Sjá næstu 50 fréttir