Fleiri fréttir

Fiðurfénaður aftur í Húsdýragarðinn

Tíu íslenskar hænur og þrír stoltir hanar eru komin í Húsdýragarðinn eftir að öllum fuglum var lógað þar fyrir þremur mánuðum vegna ótta við að einhvers konar fuglaflensa hefði borist í fuglana þar.

Lögreglurannsókn gerð af minna tilefni

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir lögreglurannsókn hafa verið gerða af minna tilefni aðspurður um nafnlaust bréf sem fjölmörgum aðilum tengdum Baugsmálinu hefur verið sent. Afrit af bréfinu fylgir fréttinni.

Landsfundur Vinstri - grænna settur í dag

Vinstri - græn halda í dag og á morgun sinn fimmta landsfund á Grand Hótel Reykjavík sem segja má að marki upphaf kosningabaráttu flokksins fyrir þingkosninganna. Fundurinn hefst klukkann 16.30 en þá flytur Steigrímur J. Sigfússon ræðu sína.

Vill fund vegna nafnlauss bréfs tengdu Baugsmáli

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur óskað eftir fundi með verjendum og dómara vegna bréfs frá nafnlausum aðila sem sent hefur verið til margra sem að málinu koma. Afrit af bréfinu fylgir fréttinni.

Áberandi ölvaður undir stýri

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði um klukkan fimm í dag mann sem grunaður er um ölvunarakstur í Kollafirði á leið inn í Mosfellsbæ. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn áberandi ölvaður og ók kantanna á milli. Ekki er vitað hvaðan maðurinn var að koma eða hvort hann hafði verið lengi á ferð.

Bílvelta í Skorradal

Bíll valt í Skorradal í kvöld í hálku með þeim afleiðingum að klippa þurfti ökumanninn út úr bílnum. Maðurinn var einn í bílnum sem talinn er gjörónýtur. Ökumaðurinn slapp þó með skrámur.

Tekinn á tvöföldum hámarkshraða

Borgarneslögreglan tók í dag fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur, þrjá fyrir utan bæinn en þar ók einn á 125 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þá voru tveir stöðvaðir innanbæjar í Borgarnesi en annar þeirra ók á 99 kílómetra hraða þar sem hraðast má aka á 50.

Grunuð um lyfjaakstur með meint þýfi

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í kvöld konu á leið suður Norðurárdal sem grunuð er um að hafa ekið undir áhrifum lyfja. Ekki er talið að hún hafi verið ölvaður en að sögn lögreglu rásaði bíllinn um veginn og fór meðal annars yfir blindhæð á öfugum vegarhelmingi. Einnig fannst meint þýfi í bílnum. Þegar lögregla grunar menn um lyfjaakstur þarf að taka blóð- og þvagsýni og tekur 10-15 daga að fá niðurstöður rannsókna á sýnunum.

Tóku Austurríkismenn á ofsahraða

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í kvöld för þriggja Austurríkismanna á bílaleigubíl sem virtust heldur vera að flýta sér um landið. Þeir mældust á 137 kílómetra hraða rétt sunnan við Blönduós. Ökumaðurinn þurfti að greiða 45 þúsund krónur í sekt og var gengið frá því á staðnum, enda lögreglan með posavél í bílnum. Ætla má að þar sem mennirnir eru frá Austurríki hafi þeir aldrei heyrt um hárnákvæmar starfsaðferðir Blönduóslöggunnar.

Dagný Ósk formaður Stúdentaráðs

Dagný Ósk Aradóttir var í dag kjörinn nýr formaður Stúdentaráðs HÍ á skiptafundi ráðsins. Dagný var oddviti á lista Röskvu til Stúdentaráðs á síðasta ári. Dagný er sjötta konan til að gegna embætti formanns Stúdentaráðs en hún gengdi embætti ritara ráðsins á nýliðnu starfsári. Röskva hlaut hreinan meirihluta í kosningum í Háskólanum fyrr í mánuðinum en hafði síðast hreinan meirihluta árið 2002.

Bretar krefjast endurgreiðslu

Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu.

Hatur og bókhaldsbrot

Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð.

Klámframleiðendum vísað frá

Stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvað í dag að vísa frá 150 manna hópi framleiðenda og dreifingaraðila klámefnis sem bókað höfðu gistingu á hótelinu í byrjun mars. Forsvarsmaður hópsins mótmælir harðlega og spyr hvernig Íslendingar geti drepið hvali með góðri samvisku en bannað fólki úr klámiðnaðinum að skemmta sér hér á landi.

Aðstoð við Byrgisfólk takmörkuð

Móðir stúlku sem kært hefur Guðmund í Byrginu segir það hneyksli hversu hægt gangi að veita fyrrverandi vistmönnum þá aðstoð sem forsætisráðherra lofaði í síðustu viku.

Eignarnám vegna virkjana í þágu stóriðju stangast á við lög

Er réttlætanlegt að taka heimili fólks og jarðir við Þjórsá eignarnámi til að ríkisfyrirtæki geti framleitt rafmagn fyrir stóriðju? Umhverfisráðherra var spurður að þessu á Alþingi í dag. Jónína Bjartmarz sagðist ekki telja að almannahagsmunir væru til grundvallar slíku eignarnámi, eins og lög gerðu ráð fyrir. Málið væri þó ekki á borði stjórnvalda.

Skógrækt ríkisins kærir framkvæmdir í Heiðmörk

Skógrækt ríkisins hefur kært framkvæmdir í Heiðmörk á vegum Kópavogsbæjar vegna fyrirhugaðrar lagningar á vatnslögn. Fram kemur á heimasíðu Skógræktarinnar að forsendur kærunnar séu þær að umræddar framkvæmdir séu brot á 6. og 7 gr. skógræktarlaga.

Marel lokar starfsstöð á Ísafirði í haust

Forsvarsmenn Marels, sem þróar hátæknibúnað fyrir matvælaiðnað, hefur ákveðið að loka starfsstöð sinni á Ísafirði frá og með 1. september í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá féaginu.

Mildaði dóm vegna árásar á lögreglumann

Hæstiréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa ráðist gegn lögreglumanni og kýlt hann ítrekað þar sem þeir voru í lögreglubíl.

Veittist að sýslumanni

Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Hæstarétti dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að veitast að sýslumanninum á Selfossi. Með brotinu rauf hann skilorð.

Bensínþjófar á ferð

Lögreglan hafði afskipti af tveimur bensínþjófum í gær. Liðlega þrítugur karlmaður tók eldsneyti fyrir tvö þúsund krónur á bensínstöð í Vogahverfi og keyrði á brott án þess að greiða fyrir það. Maðurinn bar við minnisleysi þegar lögreglan sótti hann heim og fór fram á greiðslu skuldarinnar. Hann lét síðan til leiðast, fór á bensínstöðina og gerði upp.

Baugsmál sambland af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds

Skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem sakbornings lauk nú á fjórða tímanum en hann var kallaður fyrir réttinn aftur í dag þar sem dómari hafði stöðvað settan saksóknara í spurningum sínum til Jóns Ásgeirs fyrir viku.

Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka

Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Skiptar skoðanir voru um það á fundinum hvort skipta ætti um gjaldmiðil.

Sakar efnahagsnefnd um að ganga erinda tryggingafélaga

Læknafélag Íslands sakar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda vátryggingafélaga í umsögn um breytingartillögur nefndarinnnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga.

Verðlag hér lægra eða sambærilegt

Í verðkönnun á fjölmörgum innfluttum vörutegundum á Íslandi og sömu vörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi kemur í ljós að verð hér er mjög oft lægra, eða sambærilegt. Þegar verðmunur er Íslandi í óhag skýrist hann yfirleitt af háum verndartollum. Félag íslenskra stórkaupmanna lét framkvæma könnunina dagana 9.-14. febrúar.

207 milljónir í rekstur íþróttadeildar RÚV

Rekstur íþróttadeildar Ríkisútvarpsins kostar 207 milljónir króna á þessu ári samkvæmt svari menntmálaráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins. Þar kemur einnig fram að samanlagður rekstarskostnaður deildarinnar árin 2004-2007 er 787 milljónir króna.

Eldorgel opnar Vetrarhátíð í Reykjavík

Tilkomumikill gjörningur með eldorgeli verður opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á Austurvelli kl. 20 í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en henni lýkur á laugardagskvöld. Það er franski tónlistar- og sjónlistarmaðurinn Michel Moglia sem fremur gjörninginn, en með honum verða Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson, Gísli Galdur og Herdís Þorvaldsdóttir.

Segist hafa tapað þúsundum dollara

Scott Hjorleifsson, Vestur-Íslendingurinn sem stendur á bak við netsíðuna sleazydream.com og ætlaði að koma hingað til lands í fyrirhugaða ferð klámframleiðenda, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að hætt hefur verið við ferðina.

Þingflokkar Alþingis harma klámráðstefnu

Þingflokkar Alþingis harma að Reykjavíkurborg verði vettvangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla um miðjan marsmánuð. Tilkynning þessa efnis barst frá þinglokkunum rétt í þann mund sem skýrt var frá að hætt hefði verið við ráðstefnuna.

Þriðjungur ungmenna stefnir ekki í menntastörf

Rúmlega þriðjungur fimmtán ára unglinga á íslandi býst ekki við að stunda störf sem krefjast menntunar um þrítugt. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þessi niðurstaða er ekki í samræmi við könnun Námsmatsstofnunar sem sýnir að 76 prósent nemenda í 10. bekk stefna á háskólanám.

Klámframleiðendur hætta við ferð til Íslands

Aðstandendur ferðar klámframleiðenda sem fyrirtækið FreeOnes hugðist standa fyrir hingað til lands 7.-11. mars hafa ákveðið að hætta við ferðina eftir að stjórn Bændasamtakanna, sem á Hótel Sögu, ákvað að vísa hópnum frá hótelinu þar sem hann hafði bókað gistingu fyrir um 150 manns.

Hótel Saga vísar klámráðstefnugestum frá

Stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga hótel Sögu, hefur ákveðið að vísa frá gestum sem bókað höfðu gistingu á Radissan SAS hóteli Sögu vegna klámráðstefnu. Gestirnir höfðu bókað gistingu dagana 7.-11. mars. Rekstraraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar, Rezidor Hotel styður ákvörðunina. Bændasamtökin segjast með þessu vilja lýsa vanþóknun sinni á starfsemi þeirri sem hópurinn tengist.

Fresta því að leggja fram kæru

Engar varúðarmerkingar voru við jarðrask verktaka Kópavogsbæjar í Heiðmörk þegar Vinnueftirlit ríkisins gerði úttekt á svæðinu í gær. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur frestað að leggja fram kæru vegna rasksins en Náttúruverndarsamtökin kæra Kópavogsbæ fyrir brot á náttúruverndarlögum.

Lýst eftir vitnum að hugsanlegum kappakstri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir vitnum að umferðaróhappi á Reykjanesbraut á móts við Garðheima í Mjódd í gærkvöld klukkan 20.14. Þá var svartri Honda Civic fólksbifreið ekið suður Reykjanesbraut og leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið í kappakstri við annan ökumann.

Kærum KB banka vísað frá siðanefnd í Danmörku

Siðanefnd danskra fjölmiðla hefur vísað á bug kærum KB banka og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns hans, á hendur danska Extrablaðinu vegna skrifa blaðsins um starfsemi bankans síðastliðið haust.

Viðurkennir aðild að bókhaldsbroti

Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi við yfirheyrslur í morgun að hafa stuðlað að bókhaldsbroti í Baugsmálinu. Hann hafnar því hins vegar að upphaf Baugsmálsins megi rekja til kvennamála eins og Baugsmenn hafi haldið fram. Þvert á móti mætti rekja það til vanefnda á samningum en mælirinn hefði orðið fullur þegar Jón Ásgeir hefði stigið í vænginn við eiginkonu hans.

Sérkennurum fjölgar

Kennurum hefur fjölgað um 120 frá síðasta skólavetri eða um tvö og hálft prósent og eru nú tæplega fimm þúsund. Fjölgunina má aðallega rekja til sérkennara, en almennum grunnskólakennurum fækkar milli ára. Almennt fjölgar því kennurum þótt nemendum fækki en þeim hefur fækkað um 461 á tímabilinu.

75% vilja áherslu á náttúru- og umhverfismál

Mikill meirihluti vill að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og leiðir í ljós að 75 prósent eru fylgjandi málefninu. Einungis tæp fimm prósent töldu að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál.

Fagna yfirlýsingu borgarstjóra

Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún fagnar yfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík og ályktun borgarstjórnar. Þar segir að ráðstefna framleiðenda klámefnis í borginni sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda. Skýlaus stefna Reykjavíkurborgar sé að vinna gegn klámvæðingu og vændi.

Geir fagnar heimköllun herliðs Breta og Dana

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði fulla ástæðu til að fagna þeirri þróun í Írak sem leitt hefði til þess að Bretar og Danir hefðu ákveðið að fækka í eða kalla heim herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í umræðu um störf þingsins sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf við upphaf þingfundar.

Rauða ljónið verður dauða ljónið

Kráin Rauða ljónið fær ekki áfram starfsleyfi á Eiðistorgi á Seltjarnarnarnesi eftir því sem fram kemur á vef Seltjarnarnesbæjar. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi ekki getað fallist á framlengingu veitingaleyfis fyrir staðinn á grundvelli upplýsinga lögreglu um ítrekuð brot á áfengislögum og settum skilyrðum fyrri leyfisveitinga.

Sjá næstu 50 fréttir