Innlent

Krónan og Bónus ríða á vaðið

Krónan og Bónus hafa þegar lækkað verð á matvöru til samræmis við fyrirhugaða lækkun stjórnvalda á virðisaukaskatti um mánaðamótin.

Samkvæmt boðun stjórnvalda mun virðisaukaskattur af öllum matvörum, sem bera 24,5 prósenta virðisaaukaskatt og 14 prósent, lækka niður í sjö prósent þann fyrsta mars . Bónus og Krónan riðu hins vegar á vaðið og lækkuðu verðið til samræmis við 7 prósenta virðisaukaskatt - strax í dag. Óformleg skoðanakönnun fréttastofu leiddi þó í ljós að viðskiptavinirnir voru ekkert sérlega upprifnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×