Fleiri fréttir Nemendur Suðvesturkjördæmis bestir í stærðfræði Niðurstöður úr samræmdum prófum nemenda í 4. og 7. bekk liggja nú fyrir í vefriti Menntamálaráðuneytisins. Þar kemur fram að nemendur í Suðvesturkjördæmi eru sterkastir yfir landið í stærðfræði, bæði í 4. og 7. bekk. Í Íslensku eru nemendur 4. bekkjar í Reykjavík og Norðausturkjördæmi bestir, en í 7. bekk eru bestu Íslenskunemendurnir í Norðausturkjördæmi. 5.2.2007 10:30 Vel heppnað Fjölskylduþing í Reykjanesbæ Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölskylduþingi um síðustu helgi og var markmið þess að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins. Í fréttatilkynningu segir að þingið hafi verið afar vel heppnað en þar voru fjölskyldutengd verkefni úr framtíðaarsýn bæjarins til ársins 2010 kynnt. Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri kynnti forvarnarverkefni Reykjanesbæjar, en Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri kynnti fjölskyldustefnuna. 5.2.2007 10:20 Engin slys á fólki í árekstri þriggja jeppa Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar þrír jeppar rákust saman á Vesturlandsvegi skammt norðan við Hvalfjarðargöng um fimmleytið í dag. Flughált var á veginum og lentu bílarnir allir utan vegar. Tveir þeirra reyndust óökuhæfir eftir áreksturinn. 4.2.2007 21:12 Stjórnvöld kærulaus um stera Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. 4.2.2007 19:21 Losið ykkur við krónuna og bankastjórana Bandaríski auðkýfingurinn Steve Forbes hvetur Íslendinga til að skipta um gjaldmiðil hið fyrsta og leysa bankastjóra Seðlabankans frá störfum. 4.2.2007 19:03 Segja stóriðjustefnuna í forgangi Formaður vinstri grænna átelur ríkisstjórnina fyrir ábyrgðarleysi í umhverfismálum og segir stóriðjustefnuna forgangsatriði í málflutningi hennar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir enga raunverulega stefnu í loftslagsmálum til hérlendis 4.2.2007 19:00 Enginn Íslendingur í liði heimsmeistaramótsins Enginn Íslendingur er í liði heimsmeistaramótsins í handknattleik sem tilkynnt var rétt í þessu en tveir Pólverjar, tveir Þjóðverjar og Rússi, Frakki og Dani. Lið mótsins er þannig skipað: 4.2.2007 18:22 Vill að þingið rannsaki okurlánastarfsemi Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að skipuð verði þingnefnd til að rannsaka okur á Íslandi. Hún segir slíka rannsókn nauðsynlega í ljósi ofsagróða bankanna, okurvaxta á útlánum og hárra þjónustugjalda. Jóhanna lét þessi orð falla í þættinum Silfri Egils í umræðu um góða afkomu bankanna. 4.2.2007 18:20 Ráherrar farið frjálslega með framkvæmdasjóðinn Stjórn Landssambands eldri borgara ætlar á morgun að ræða, á fundi sínum, fréttir um að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hafi notað fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að prenta og dreifa bæklingi um framtíðarsýn sína í öldrunarmálum. 4.2.2007 18:12 Tók skýrslu af stúlkum sem numdar voru á brott Lögreglan á Húsavík tók í dag skýrslur af stúlkunum þremur í Laugaskóla, sem teknar voru nauðugar úr rúmum sínum aðfararnótt föstudags á heimavist skólans. Farið var með stúlkurnar í hús í nágrenninu og, samkvæmt því sem fram kemur á bloggsíðum nemenda, var einni þeirra stungið ofan í klósett. 4.2.2007 17:58 Guðjón Valur markahæstur á HM Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur heimsmeistaramótsins í handknattleik í Þýskalandi með 66 mörk. Þetta var ljóst eftir að keppninni lauk í dag. Fimm Íslendingar eru í hópi tólf markahæstu manna á heimsmeistaramótinu. 4.2.2007 17:52 Þriggja bíla árekstur í hálku norðan Hvalfjarðarganga Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi skammt norðan við Hvalfjarðargöng nú fyrir stundu. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort einhver sé alvarlega slasaður en lögregla í Borgarnesi segir flughált frá Hvalfjarðargöngum og upp í Borgarnes. 4.2.2007 16:06 Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu nærri Grundartanga Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af Vesturlandsvegi um einn kílómetra norðan við afleggjarann að Grundartanga um tvöleytið í dag. Tvennt var í bílnum og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr honum. 4.2.2007 14:52 Vilja leggja nýjan Kjalveg með einkaframkvæmd Félagið Norðurvegur vill hefja lagningu nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd og áætlar að kostnaður við framkvæmdina verði um 4,2 milljarðar króna. 4.2.2007 14:10 Karíus og Baktus mæta í Borgarleikhúsið Sýningar á hinu sívinsæla verki um Karíus og Baktus, sem Leikfélag Akureyrar hefur sett upp, hefjast í Borgarleikhúsinu í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélagi Akureyrar er gríðarlegur áhugi fyrir sýningunni og er þegar uppselt á allar sýningar í febrúar og mars. 4.2.2007 13:15 Fjölgaði um 80 prósent í strætó þegar gjaldtöku var hætt Farþegum með almenningsvögnum í Reykjanesbæ fjölgaði um áttatíu prósent þegar gjaldtöku var hætt í vögnunum. Árni Sigfússon bæjarstjóri telur að reynslan af ókeypis strætó sé afar jákvæð. 4.2.2007 12:45 Of lítill stuðningur í baráttunni við stera Birgir Guðjónsson, læknir og meðlimur í lyfjanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, segir að stjórnvöld hafi of lítið stutt við baráttu gegn misnoktun stera hér á landi. 4.2.2007 12:30 Nýtt pólitískt afl á hægri vængnum í burðarliðnum Nýtt afl er að koma fram á sjónarsviðið í íslenskum stjórnmálum eftir því sem segir á bloggsíðu Margrétar Sverrisdóttur. Þar segir Margrét að fundað hafi verið í gær og að á næstunni verði sett fram skýr markmið framboðs sem sé hægra megin við miðju í pólitísku litrófi stjórnmálanna. 4.2.2007 12:27 Skýrslutökur halda áfram vegna brottnáms stúlkna Skýrslutökur halda áfram hjá lögreglunni á Húsavík í dag vegna máls sem kom upp í Laugaskóla aðfararnótt föstudags. Þá fóru nokkrir eldri nemar í hópi drengja við skólann inn á herbergi þriggja ungra stúlkna þar sem þær sváfu fáklæddar á heimavist, tóku þær nauðugar af vistinni og tróðu þeim í skottið á bíl. 4.2.2007 12:15 Álögur auknar á fjármagnstekjufólk Ríkisstjórnin undirbýr frumvarp sem kveður á um að þeir sem hafa einungis fjármagnstekjur skuli greiða í framkvæmdasjóð aldraðra. Þá hefur frumvarpið sjálfkrafa í för með sér að nýr nefskattur Ríkisútvarpsins verður lagður á fjármagnstekjufólkið. 4.2.2007 12:00 Harður árekstur í Reykjanesbæ í gærkvöld Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Reykjanesbæ um sjöleytið í gærkvöld. Lögregla og sjúkralið fóru á vettvang og voru tveir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl þeirra voru minni háttar. 4.2.2007 11:30 Reyndu að ræna sígarettum og morgunkorni Tveir svangir og sígarettulausir ungir menn brutust inn í verslun á Akureyri í nótt og höfðu á brott með sér þær nauðsynjar sem þeir þurftu til að mæta sínum þörfum. Ekki komust þeir langt því lögregla greip þá þar sem þeir voru á hlaupum frá innbrotsstað. 4.2.2007 10:45 Slegist á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt líkt og fyrrinótt og voru allar fangageymslur fullar í morgun. Að sögn lögreglu var mikið um pústra og átök í tengslum við þorrablót víða um höfuðborgarsvæðið en engin alvarleg líkamsárás var þó gerð. 4.2.2007 10:15 Sjúkrabíll í hörðum árekstri í útkalli Harður árekstur varð á Eyrarbakkavegi um fimmleytið í nótt þegar fólksbíl var ekið í veg fyrir sjúkrabíl á leið til Þorlákshafnar. Lögregla hafði kallað á sjúkrabílinn vegna líkamsárásar sem átti sér stað á dansleik í Þorlákshöfn en þar var meðal annars sparkað í höfuð manns. 4.2.2007 09:53 Tvennt flutt á sjúkrahús eftir árekstur jeppa í Grímsnesi Tvennt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að tveir jeppar sem komu úr gangstæðri átt rákust saman á Biskupstungnabraut sunnan við Borg í Grímsnesi um hálfsexleytið í dag. Að sögn lögreglu voru fimm í öðrum jeppanum og þrír í hinum og mun hluti hópsins leitað sjálfur til læknis til skoðunar. 3.2.2007 19:47 Hlýnun bætir nýtingu virkjana Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. 3.2.2007 19:00 Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. 3.2.2007 18:47 Framkvæmdasjóður aldraðra borgaði framtíðarsýn heilbrigðisráðherra Heilbrigðisráðherra fékk eina og hálfa milljón úr framkvæmdasjóði aldraðra til að prenta og dreifa bæklingi um sýn ráðherrans í öldrunarmálum. Ráðherrar heilbrigðismála hafa sótt fé til óskilgreindra þróunarverkefna úr framkvæmdasjóði aldraðra á liðnum árum. 3.2.2007 18:43 Segja skólabræður sína hafa rænt sér Hópur unglingsstúlkna segir skólabræður sína hafa rænt sér á aðfaranótt föstudags. Öll ungmennin stunda nám í framhaldsskólanum á Laugum. Lögreglan segir málið litið alvarlegum augum enda virðast stúlkurnar hafa verið beittar valdi. Þá má búast við kæru vegna kynferðisbrots. 3.2.2007 18:31 Varað við hálku í uppsveitum Árnessýslu Lögreglan á Selfossi varar ökumenn á leið um umdæmi hennar við mikilli hálku á vegum. Tilkynnt hefur verið um fjóra bíla í dag sem ekið hafa út af en engin slys hafa orðið á fólki. 3.2.2007 16:41 Ekki fyllilega sáttur við áttunda sætið Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist ekki alfarið ósáttur við að ná 8. sætinu á HM í handbolta eftir 36-40 tap í leiknum um sjöunda sætið við Spánverja og segir leikinn við Dani hafa ráðið gríðarlega miklu um niðurstöðuna. Hann segir skort á breidd hafa verið helstu hindrunina fyrir íslenska liðið á mótinu. 3.2.2007 15:29 Engar sérstakar ráðstafanir hér á landi vegna fuglaflensu í Suffolk Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að ekki verði gripið til neinna sérstakra ráðstafana hér á landi vegna frétta af því að fuglaflensa af H5N1-stofni hafi greinst á bóndabýli í Suffolk í Englandi. 3.2.2007 15:21 Íslendingar töpuðu fyrir Spánverjum - enduðu í áttunda sæti Íslendingar enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi en liðið tapaði fyrir Spánverjum í dag, 40-36. Staðan í leikhléi var 19-13 fyrir Spánverja og tókst íslenska liðinu aldrei að vinna upp forystu sem Spánverjar náðu um miðbik fyrri hálfleiks. 3.2.2007 14:20 Íslendingar sex mörkum undir í hálfleik Íslenska landsliðið er sex mörkum undir, 19-13, þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureigninni við Spánverja um sjöunda sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Þýskalandi. 3.2.2007 13:38 Fundu 30 þúsund steratöflur í gær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund steratöflur á nokkrum stöðum í borginni. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn í tengslum við málið en hluti taflnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, er þetta líklega mesta magn sterataflna sem hald hefur lagt á hér á landi. 3.2.2007 13:17 Athugar hvort minnka þurfi sandburð vegna svifryks Formaður framkvæmdaráðs á Akureyri segir til skoðunar að minnka sandburð í hálku en vill ekki skipta sandinum út fyrir salt. Bærinn þarf að finna leiðir til að minnka svifryksmengun. 3.2.2007 13:00 Dúettinn Já féll úr leik í X-factor í gærkvöld Dúettinn Já, sem skipaður er systkinunum Ásdísi og Hans Júlíusi, féll úr leik í Hæfileikakeppninni X-Factor í gærkvöldi. Í síðustu viku féll Tinna úr leik og því er Einar Bárðarson sá eini af dómurunum þremur sem ekki hefur misst keppanda úr sínum hópi. 3.2.2007 12:15 Forseti skuldar ekki Alþingi skýringar Forsetinn skuldar Alþingi engar skýringar vegna setu sinnar í Þróunarráði Indlands að mati Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins. Segir hann að þau indversku stórfyrirtæki sem annist rekstur Þróunarráðs Indlands fylgi öll metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum og standast þau fyllilega samanburð við stefnu Alcoa í Reyðarfirði 3.2.2007 12:10 Mikill munur á afstöðu karla og kvenna í skoðanakönnunum Miklu munar á afstöðu karla og kvenna í þeim skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi flokkanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur hefur reiknað út að munur á afstöðu kynjanna til flokka ráðist af því hvort konur séu í forsvari flokkanna og sé hlutfallslega mestur hér í samanburði við önnur Norðurlönd. 3.2.2007 11:59 Viðurkennir íkveikju í húsí í Þorlákshöfn Karlmaður á þrítugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í nærri tvær vikur vegna íkveikju í Þorlákshöfn þann 20. janúar, hefur játað að hafa brotist inn í húsið, stolið þaðan ýmsum munum og síðan borið eld að því. 3.2.2007 11:15 Hálka og éljagangur víða um land Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku og éljagangi á á Sandskeiði, Þrengslum og Hellisheiði. Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir og þá er hálka á öllum vegum á Vesturlandi og auk þess éljagangur á Holtavörðuheiði. 3.2.2007 11:00 Vesturlandsvegur verði tvöfaldaður frá Kjalarnesi til Borgarness Gert er ráð fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar frá Kjalarnhesi til Borgarness í drögum að vegaáætlun sem nú er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Þetta hefur Skessuhorn eftir heimildarmönnum sínum. 3.2.2007 10:52 Breyting á aðalskipulagi auglýst vegna álvers í Helguvík Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar verður auglýst en breytingin er gerð vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls við Helguvík. Samþykkt var að auglýsa skipulagsbreytinguna á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í gær. 3.2.2007 10:45 Tennur slegnar úr manni í átökum í nótt Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru allar fangageymslur fullar eftir skemmtanahald næturinnar. Ein líkamsárás var kærð eftir slagsmál í miðborginni og gékk þar einn lemstraður af velli, tveimur tönnum fátækari. Einn af gestum fangageymslu tengist því máli. 3.2.2007 10:30 Bíll valt út í Hörgá í gærkvöld Ökumaður fólksbíls slapp með lítils háttar meiðsl þegar bíll hans rann út af veginum í Hörgárdal og endaði á hvolfi ofan í Hörgá um áttaleytið í gærkvöld. Ökumanninum tókst sjálfum að komast út úr bílnum og var hann kominn upp á veg þegar lögreglu bar að. 3.2.2007 09:59 Sjá næstu 50 fréttir
Nemendur Suðvesturkjördæmis bestir í stærðfræði Niðurstöður úr samræmdum prófum nemenda í 4. og 7. bekk liggja nú fyrir í vefriti Menntamálaráðuneytisins. Þar kemur fram að nemendur í Suðvesturkjördæmi eru sterkastir yfir landið í stærðfræði, bæði í 4. og 7. bekk. Í Íslensku eru nemendur 4. bekkjar í Reykjavík og Norðausturkjördæmi bestir, en í 7. bekk eru bestu Íslenskunemendurnir í Norðausturkjördæmi. 5.2.2007 10:30
Vel heppnað Fjölskylduþing í Reykjanesbæ Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölskylduþingi um síðustu helgi og var markmið þess að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins. Í fréttatilkynningu segir að þingið hafi verið afar vel heppnað en þar voru fjölskyldutengd verkefni úr framtíðaarsýn bæjarins til ársins 2010 kynnt. Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri kynnti forvarnarverkefni Reykjanesbæjar, en Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri kynnti fjölskyldustefnuna. 5.2.2007 10:20
Engin slys á fólki í árekstri þriggja jeppa Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar þrír jeppar rákust saman á Vesturlandsvegi skammt norðan við Hvalfjarðargöng um fimmleytið í dag. Flughált var á veginum og lentu bílarnir allir utan vegar. Tveir þeirra reyndust óökuhæfir eftir áreksturinn. 4.2.2007 21:12
Stjórnvöld kærulaus um stera Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. 4.2.2007 19:21
Losið ykkur við krónuna og bankastjórana Bandaríski auðkýfingurinn Steve Forbes hvetur Íslendinga til að skipta um gjaldmiðil hið fyrsta og leysa bankastjóra Seðlabankans frá störfum. 4.2.2007 19:03
Segja stóriðjustefnuna í forgangi Formaður vinstri grænna átelur ríkisstjórnina fyrir ábyrgðarleysi í umhverfismálum og segir stóriðjustefnuna forgangsatriði í málflutningi hennar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir enga raunverulega stefnu í loftslagsmálum til hérlendis 4.2.2007 19:00
Enginn Íslendingur í liði heimsmeistaramótsins Enginn Íslendingur er í liði heimsmeistaramótsins í handknattleik sem tilkynnt var rétt í þessu en tveir Pólverjar, tveir Þjóðverjar og Rússi, Frakki og Dani. Lið mótsins er þannig skipað: 4.2.2007 18:22
Vill að þingið rannsaki okurlánastarfsemi Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að skipuð verði þingnefnd til að rannsaka okur á Íslandi. Hún segir slíka rannsókn nauðsynlega í ljósi ofsagróða bankanna, okurvaxta á útlánum og hárra þjónustugjalda. Jóhanna lét þessi orð falla í þættinum Silfri Egils í umræðu um góða afkomu bankanna. 4.2.2007 18:20
Ráherrar farið frjálslega með framkvæmdasjóðinn Stjórn Landssambands eldri borgara ætlar á morgun að ræða, á fundi sínum, fréttir um að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hafi notað fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að prenta og dreifa bæklingi um framtíðarsýn sína í öldrunarmálum. 4.2.2007 18:12
Tók skýrslu af stúlkum sem numdar voru á brott Lögreglan á Húsavík tók í dag skýrslur af stúlkunum þremur í Laugaskóla, sem teknar voru nauðugar úr rúmum sínum aðfararnótt föstudags á heimavist skólans. Farið var með stúlkurnar í hús í nágrenninu og, samkvæmt því sem fram kemur á bloggsíðum nemenda, var einni þeirra stungið ofan í klósett. 4.2.2007 17:58
Guðjón Valur markahæstur á HM Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur heimsmeistaramótsins í handknattleik í Þýskalandi með 66 mörk. Þetta var ljóst eftir að keppninni lauk í dag. Fimm Íslendingar eru í hópi tólf markahæstu manna á heimsmeistaramótinu. 4.2.2007 17:52
Þriggja bíla árekstur í hálku norðan Hvalfjarðarganga Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi skammt norðan við Hvalfjarðargöng nú fyrir stundu. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort einhver sé alvarlega slasaður en lögregla í Borgarnesi segir flughált frá Hvalfjarðargöngum og upp í Borgarnes. 4.2.2007 16:06
Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu nærri Grundartanga Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af Vesturlandsvegi um einn kílómetra norðan við afleggjarann að Grundartanga um tvöleytið í dag. Tvennt var í bílnum og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr honum. 4.2.2007 14:52
Vilja leggja nýjan Kjalveg með einkaframkvæmd Félagið Norðurvegur vill hefja lagningu nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd og áætlar að kostnaður við framkvæmdina verði um 4,2 milljarðar króna. 4.2.2007 14:10
Karíus og Baktus mæta í Borgarleikhúsið Sýningar á hinu sívinsæla verki um Karíus og Baktus, sem Leikfélag Akureyrar hefur sett upp, hefjast í Borgarleikhúsinu í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélagi Akureyrar er gríðarlegur áhugi fyrir sýningunni og er þegar uppselt á allar sýningar í febrúar og mars. 4.2.2007 13:15
Fjölgaði um 80 prósent í strætó þegar gjaldtöku var hætt Farþegum með almenningsvögnum í Reykjanesbæ fjölgaði um áttatíu prósent þegar gjaldtöku var hætt í vögnunum. Árni Sigfússon bæjarstjóri telur að reynslan af ókeypis strætó sé afar jákvæð. 4.2.2007 12:45
Of lítill stuðningur í baráttunni við stera Birgir Guðjónsson, læknir og meðlimur í lyfjanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, segir að stjórnvöld hafi of lítið stutt við baráttu gegn misnoktun stera hér á landi. 4.2.2007 12:30
Nýtt pólitískt afl á hægri vængnum í burðarliðnum Nýtt afl er að koma fram á sjónarsviðið í íslenskum stjórnmálum eftir því sem segir á bloggsíðu Margrétar Sverrisdóttur. Þar segir Margrét að fundað hafi verið í gær og að á næstunni verði sett fram skýr markmið framboðs sem sé hægra megin við miðju í pólitísku litrófi stjórnmálanna. 4.2.2007 12:27
Skýrslutökur halda áfram vegna brottnáms stúlkna Skýrslutökur halda áfram hjá lögreglunni á Húsavík í dag vegna máls sem kom upp í Laugaskóla aðfararnótt föstudags. Þá fóru nokkrir eldri nemar í hópi drengja við skólann inn á herbergi þriggja ungra stúlkna þar sem þær sváfu fáklæddar á heimavist, tóku þær nauðugar af vistinni og tróðu þeim í skottið á bíl. 4.2.2007 12:15
Álögur auknar á fjármagnstekjufólk Ríkisstjórnin undirbýr frumvarp sem kveður á um að þeir sem hafa einungis fjármagnstekjur skuli greiða í framkvæmdasjóð aldraðra. Þá hefur frumvarpið sjálfkrafa í för með sér að nýr nefskattur Ríkisútvarpsins verður lagður á fjármagnstekjufólkið. 4.2.2007 12:00
Harður árekstur í Reykjanesbæ í gærkvöld Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Reykjanesbæ um sjöleytið í gærkvöld. Lögregla og sjúkralið fóru á vettvang og voru tveir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl þeirra voru minni háttar. 4.2.2007 11:30
Reyndu að ræna sígarettum og morgunkorni Tveir svangir og sígarettulausir ungir menn brutust inn í verslun á Akureyri í nótt og höfðu á brott með sér þær nauðsynjar sem þeir þurftu til að mæta sínum þörfum. Ekki komust þeir langt því lögregla greip þá þar sem þeir voru á hlaupum frá innbrotsstað. 4.2.2007 10:45
Slegist á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt líkt og fyrrinótt og voru allar fangageymslur fullar í morgun. Að sögn lögreglu var mikið um pústra og átök í tengslum við þorrablót víða um höfuðborgarsvæðið en engin alvarleg líkamsárás var þó gerð. 4.2.2007 10:15
Sjúkrabíll í hörðum árekstri í útkalli Harður árekstur varð á Eyrarbakkavegi um fimmleytið í nótt þegar fólksbíl var ekið í veg fyrir sjúkrabíl á leið til Þorlákshafnar. Lögregla hafði kallað á sjúkrabílinn vegna líkamsárásar sem átti sér stað á dansleik í Þorlákshöfn en þar var meðal annars sparkað í höfuð manns. 4.2.2007 09:53
Tvennt flutt á sjúkrahús eftir árekstur jeppa í Grímsnesi Tvennt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að tveir jeppar sem komu úr gangstæðri átt rákust saman á Biskupstungnabraut sunnan við Borg í Grímsnesi um hálfsexleytið í dag. Að sögn lögreglu voru fimm í öðrum jeppanum og þrír í hinum og mun hluti hópsins leitað sjálfur til læknis til skoðunar. 3.2.2007 19:47
Hlýnun bætir nýtingu virkjana Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. 3.2.2007 19:00
Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. 3.2.2007 18:47
Framkvæmdasjóður aldraðra borgaði framtíðarsýn heilbrigðisráðherra Heilbrigðisráðherra fékk eina og hálfa milljón úr framkvæmdasjóði aldraðra til að prenta og dreifa bæklingi um sýn ráðherrans í öldrunarmálum. Ráðherrar heilbrigðismála hafa sótt fé til óskilgreindra þróunarverkefna úr framkvæmdasjóði aldraðra á liðnum árum. 3.2.2007 18:43
Segja skólabræður sína hafa rænt sér Hópur unglingsstúlkna segir skólabræður sína hafa rænt sér á aðfaranótt föstudags. Öll ungmennin stunda nám í framhaldsskólanum á Laugum. Lögreglan segir málið litið alvarlegum augum enda virðast stúlkurnar hafa verið beittar valdi. Þá má búast við kæru vegna kynferðisbrots. 3.2.2007 18:31
Varað við hálku í uppsveitum Árnessýslu Lögreglan á Selfossi varar ökumenn á leið um umdæmi hennar við mikilli hálku á vegum. Tilkynnt hefur verið um fjóra bíla í dag sem ekið hafa út af en engin slys hafa orðið á fólki. 3.2.2007 16:41
Ekki fyllilega sáttur við áttunda sætið Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist ekki alfarið ósáttur við að ná 8. sætinu á HM í handbolta eftir 36-40 tap í leiknum um sjöunda sætið við Spánverja og segir leikinn við Dani hafa ráðið gríðarlega miklu um niðurstöðuna. Hann segir skort á breidd hafa verið helstu hindrunina fyrir íslenska liðið á mótinu. 3.2.2007 15:29
Engar sérstakar ráðstafanir hér á landi vegna fuglaflensu í Suffolk Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að ekki verði gripið til neinna sérstakra ráðstafana hér á landi vegna frétta af því að fuglaflensa af H5N1-stofni hafi greinst á bóndabýli í Suffolk í Englandi. 3.2.2007 15:21
Íslendingar töpuðu fyrir Spánverjum - enduðu í áttunda sæti Íslendingar enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi en liðið tapaði fyrir Spánverjum í dag, 40-36. Staðan í leikhléi var 19-13 fyrir Spánverja og tókst íslenska liðinu aldrei að vinna upp forystu sem Spánverjar náðu um miðbik fyrri hálfleiks. 3.2.2007 14:20
Íslendingar sex mörkum undir í hálfleik Íslenska landsliðið er sex mörkum undir, 19-13, þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureigninni við Spánverja um sjöunda sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Þýskalandi. 3.2.2007 13:38
Fundu 30 þúsund steratöflur í gær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund steratöflur á nokkrum stöðum í borginni. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn í tengslum við málið en hluti taflnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, er þetta líklega mesta magn sterataflna sem hald hefur lagt á hér á landi. 3.2.2007 13:17
Athugar hvort minnka þurfi sandburð vegna svifryks Formaður framkvæmdaráðs á Akureyri segir til skoðunar að minnka sandburð í hálku en vill ekki skipta sandinum út fyrir salt. Bærinn þarf að finna leiðir til að minnka svifryksmengun. 3.2.2007 13:00
Dúettinn Já féll úr leik í X-factor í gærkvöld Dúettinn Já, sem skipaður er systkinunum Ásdísi og Hans Júlíusi, féll úr leik í Hæfileikakeppninni X-Factor í gærkvöldi. Í síðustu viku féll Tinna úr leik og því er Einar Bárðarson sá eini af dómurunum þremur sem ekki hefur misst keppanda úr sínum hópi. 3.2.2007 12:15
Forseti skuldar ekki Alþingi skýringar Forsetinn skuldar Alþingi engar skýringar vegna setu sinnar í Þróunarráði Indlands að mati Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins. Segir hann að þau indversku stórfyrirtæki sem annist rekstur Þróunarráðs Indlands fylgi öll metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum og standast þau fyllilega samanburð við stefnu Alcoa í Reyðarfirði 3.2.2007 12:10
Mikill munur á afstöðu karla og kvenna í skoðanakönnunum Miklu munar á afstöðu karla og kvenna í þeim skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi flokkanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur hefur reiknað út að munur á afstöðu kynjanna til flokka ráðist af því hvort konur séu í forsvari flokkanna og sé hlutfallslega mestur hér í samanburði við önnur Norðurlönd. 3.2.2007 11:59
Viðurkennir íkveikju í húsí í Þorlákshöfn Karlmaður á þrítugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í nærri tvær vikur vegna íkveikju í Þorlákshöfn þann 20. janúar, hefur játað að hafa brotist inn í húsið, stolið þaðan ýmsum munum og síðan borið eld að því. 3.2.2007 11:15
Hálka og éljagangur víða um land Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku og éljagangi á á Sandskeiði, Þrengslum og Hellisheiði. Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir og þá er hálka á öllum vegum á Vesturlandi og auk þess éljagangur á Holtavörðuheiði. 3.2.2007 11:00
Vesturlandsvegur verði tvöfaldaður frá Kjalarnesi til Borgarness Gert er ráð fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar frá Kjalarnhesi til Borgarness í drögum að vegaáætlun sem nú er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Þetta hefur Skessuhorn eftir heimildarmönnum sínum. 3.2.2007 10:52
Breyting á aðalskipulagi auglýst vegna álvers í Helguvík Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar verður auglýst en breytingin er gerð vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls við Helguvík. Samþykkt var að auglýsa skipulagsbreytinguna á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í gær. 3.2.2007 10:45
Tennur slegnar úr manni í átökum í nótt Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru allar fangageymslur fullar eftir skemmtanahald næturinnar. Ein líkamsárás var kærð eftir slagsmál í miðborginni og gékk þar einn lemstraður af velli, tveimur tönnum fátækari. Einn af gestum fangageymslu tengist því máli. 3.2.2007 10:30
Bíll valt út í Hörgá í gærkvöld Ökumaður fólksbíls slapp með lítils háttar meiðsl þegar bíll hans rann út af veginum í Hörgárdal og endaði á hvolfi ofan í Hörgá um áttaleytið í gærkvöld. Ökumanninum tókst sjálfum að komast út úr bílnum og var hann kominn upp á veg þegar lögreglu bar að. 3.2.2007 09:59