Fleiri fréttir

Tæplega 30 milljarðar á höfuðborgarsvæðið

Um tuttugu og átta milljarðar fara í vegaframkvæmdir í Reykjavík og nágrenni samkvæmt samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi eftir helgina. Fjármunir verða tryggðir svo hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyri þannig að farþegaþotur geti tekið þar á loft fullfermdar.

Sauðfjárbóndi fær yfir níu milljónir frá ríkinu

Tugir sauðfjárbænda fá yfir fjórar milljónir króna úr ríkissjóði á hverju ári, en sá sem mest hefur, fær árlega rúmar níu milljónir króna í sinn hlut. Bróðurpartur þeirra fær þó miklu minna en sex af hverjum tíu sauðfjárbænum nær ekki milljón í opinbera styrki.

Átök innan Framtíðarlandsins

Átök eru innan stjórnar Framtíðarlandsins um hvort ráðist verður í framboð á vegum félagsins fyrir alþingiskosningar í vor. Félagsmenn koma væntanlega saman á fundi á þriðjudagskvöldið til að ræða framboðsmálin. Á þriðja þúsund félagar eru í Framtíðarlandinu.

Framkvæmdastjóri Strætó bs. lætur af störfum

Ásgeir Eiríksson hefur ákveðið í samráði við stjórn byggðasamlagsins að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Strætó bs. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Strætó bs. sendi frá sér í dag.

Andri Snær og Ólafur Jóhann fá Íslensku bókmenntaverðlaunin

Andri Snær Magnason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir Draumalandið og Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Aldingarðinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin á Bessastöðum síðdegis.

Nýr sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar

Ragnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts hefur verið ráðinn sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkti ráðninguna samhljóða á fundi í gær. Ragnar er með MA próf í stjórnun með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun frá Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Hann er einnig menntaður kennari í grunn- og framhaldsskóla frá KHÍ og með BS próf í landafræði og jarðfræði frá HÍ.

Ölvun á framhaldsskólaböllum

Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð.

Umdeildu hafsvæði loks skipt

Samskipti Íslands og Færeyja voru rædd á hádegisverðarfundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra í dag og Jóannesar Eidesgaard lögmanns Færeyja. Undirritaður var samningur um skiptingu umdeilds hafsvæðis milli landanna og sérstaklega farið yfir stöðu og framkvæmd Hoyvíkursamningsins, sem er fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja.

Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag.

Ríkiseinokun bjór- og vínsölu aflétt?

Frumvarp um að aflétta ríkiseinokun af sölu á víni og bjór var lagt fram á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður lagði frumvarpið fram og sagði að það hafi komið honum á óvart hversu margir tóku þátt í umræðunni, en flutningsmenn voru 14. Frumvarpið leggur til að aldurstakmark sölufólks verði 20 ár eins og kaupendanna.

Áhrifaleysi Seðlabankans vex

Aukin notkun erlendra gjaldmiðla á íslenska markaðnum stuðlar að áhrifaleysi Seðlabanka Íslands. Þetta sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu í dag. Hann sagði að áhrifasvæði vaxtastefnu Seðlabankans í dag væri líklega 13% peningamarkaðarins. Þannig vísaði hann til álits Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins.

Viðskiptasendinefnd og nýtt sendiráð í S-Afríku

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun leiða viðskiptasendinefnd Útflutningsráðs til S-Afríku í lok mánaðarins. Um 15 fyrirtæki hafa staðfest þátttöku í ferðinni. Í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði íslands kemur fram að skráningarfrestur hafi verið framlengdur til 7. febrúar. Það sé gert til að gefa fleiri fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í ferðinni og nýta sér þetta tækifæri til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri við rétta aðila í S-Afríku.

Fagaðstoð fyrir heyrnarlaus fórnarlömb ábótavant

Félag heyrnarlausra segja tvö dómsmál og ábendingar vera kveikju að könnun um kynferðislega misnotkun heyrnarlausra á Íslandi. Kristinn Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra segir í fréttatilkynningu að könnunin hafi verið gerð til viðmiðunar fyrir aukin og markviss úrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Hún hafi ekki verið unnin í þeim tilgangi að finna sökudólga.

Stórauknar tekjur og fjölgun starfa

Skatttekjur af álverinu í Straumsvík munu aukast um allt að þrjá milljarða á ári, þar af um milljarð til Hafnarfjarðar, við stækkun þess. Beinum og óbeinum störfum fjölgar um tæplega tólf hundruð en við hvert starf í álverinu verða til 2,5 störf annars staðar, að mati Samtaka atvinnulífsins. Talsmaður Sólar í Straumsvík segir nær að styðja við bakið á annarri og minna mengandi starfsemi.

Blaðamannasamtök undrast skipan ráðherra

Þing norrænu blaðamannasamtakanna hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bréf vegna skipunar fulltrúa í stjórn Norræna blaðamannaskólans, NJC, í Árósum. Að sögn Örnu Schram formanni Blaðamannafélags Íslands tilnefndi félagið tvo aðila að beiðni ráðuneytisins í stjórnina. Menntamálaráðherra skipaði hins vegar aðra aðila í stjórn skólans.

Gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi tvo menn á þrítugsaldri í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á innflutningi fíkniefna. Annar maðurinn fékk úrskurð um gæsluvarðhald til fostudagsins 9. febrúar og hinn til þriðjudagsins 6. febrúar. Lögreglan í Árnessýslu fer með rannsókn málsins en gefur ekki frekari upplýsingar á þessu stigi.

Netsímaþjónusta í fyrsta sinn hérlendis

Lággjaldasímafyrirtækið SKO hefur nú slegist í hóp þeirra sem bjóða upp á svokallaða netsímaþjónustu. Netsíminn verður að sögn Ragnhildar Ágústsdóttur framkvæmdastjóra ódýrari valkostur á netsímamarkaði hérl á landi. Með nýju þjónustunni geta viðskiptavinir SKO hringt og tekið á móti símtölum í tölvum og lækkað þannig símkostnað sinn.

Deep Purple og Uriah Heep í Höllinni

Hljómsveitirnar fornfrægu Deep Purple og Uriah Heep munu leika á tónleikum hérlendis í Laugardalshöll þann 27. maí næstkomandi. Það er tónleikafyrirtækið Concert sem stendur fyrir tónleikunum. Böndin voru bæði upp á sitt besta fyrir yfir 30 árum en liðsmenn hafa engu gleymt.

Þýskaland og Pólland mætast í úrslitum HM

Þýskaland og Pólland leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta en Ísland mætir Spánverjum í leik um sjöunda sætið. Báðir undanúrslitaleikir keppninnar í gær voru tvíframlangdir. Þjóðverjar lögðu Frakka í æsispennandi leik sem þurfti að framlengja tvívegis. Eftir fyrri framlenginguna, var staðan 29-29 þar sem Florian Kehrmann náði að jafna fyrir Þjóðverja á síðustu stundu eftir að Frakkar misnotuðu tækifæri á að komast tveimur mörkum yfir.

Verkakar byrjaðir á Djúpvegi

Framkvæmdir eru hafnar við Djúpveg í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem boðið hefur verið út í vegagerð hérlendis en samningsupphæðin við verktakana KNH og Vestfirska verktaka er um milljarður króna. Innifalið í verkinu eru þrjár brýr, sú stærsta á Mjóafirði en hún verður um 130 metra löng.

Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran

Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag.

Stúlkan fundin

Sigríður Hugrún Sigurðardóttir, stúlkan sem hefur verið leitað að síðan á laugardaginn 27. janúar, er fundin. Lögregla skýrði frá þessu í kvöld. Hún vildi einnig koma þökkum á framfæri fyrir aðstoðina.

Skattur lagður á nagladekk?

Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklegust

Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að núverandi stjórnarflokkar endurnýi samstarf sitt að loknum kosningum, fái þeir til þess traustan meirihluta. Að öðrum kosti myndi Sjálfstæðisflokkur ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2.

Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál

Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða.

Fjármunir verði teknir frá hátæknisjúkrahúsi í vegagerð

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, vill að framkvæmdum við hátæknisjúkrahús verði frestað og fjármunirnir settir í staðinn í vegagerð. Stjórnarandstaðan þrýstir á að samgönguáætlun verði lögð fram og að í henni verði gert ráð fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.

Utanríkisráðherra ekki ofboðið af forseta Íslands

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra telur að ekki verði neinir eftirmálar af því að forseti Íslands settist í þróunarráð Indlands, án samráðs við utanríkisráðuneytið, en telur að brýna þurfi samskiptareglur forsetans og ráðuneytisins. Formaður utanríkismálanefndar hefur kallað utanríkisráðherra á fund nefndarinnar vegna forsetans.

Ruglingur að matarverð lækki um 16%

Ríkisstjórnin hefur horfið frá fullyrðingu sinni um tæplega sextán prósenta lækkun matarverðs. Búist er við að matarverð lækki um níu til ellefu prósent. Samræmdar aðgerðir ýmissa aðila eiga að sjá til þess að lækkun matarverðs nái fram að ganga.

Tap fyrir Rússum

Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag.

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur.

3 mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota

Ung kona var í dag dæmd í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa tívegis ekið án ökuréttinda. Í annað skiptið var hún undir áhrifum áfengis. Þyngd dómsins er tilkomin vegna fyrri dóma um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda.

Nauðgaði stúlku á tjaldsvæðinu á Laugarvatni

Tuttugu og sex ára karlmaður var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlku í bifreið á tjaldsvæðinu á Laugarvatni í júlí 2004 en stúlkan gat ekki spornað við sökum ölvunar og svefndrunga.

Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum.

Tollar á ónegld dekk verði felld niður

Niðurfelling tolla á ónegld dekk og aukin kynning á þeim er meðal þess sem starfshópur umhverfisráðuneytisins leggur til sem mögulegar leiðir til úrbóta vegna svifryksmengurnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi umhverfisráðherra á Akureyri í dag.

Eldur í húsi í Keflavík

Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldi sem logaði glatt á efri hæð hús við Kirkjuteig í Keflavík. Brunavarnir Suðurnesja voru á fjórða tímanum kallaðar út vegna eldsins sem þá logaði út um glugga. Enginn var í húsinu þegar eldsins varð vart. Slökkviðliðsmenn eru nú að slökkva í glæðum.

Rannsóknaðferðir eins og í lögregluríkjum

Félag íslenskra stórkaupmanna mótmælir því harðlega að Samkeppnieftirlitið hvetji starfsfólk fyrirtækja sem vinni við framleiðslu, dreifingu og sölu á matvörum til að tilkynna um hugsanleg brot á samkeppnislögum og segir slíkar rannsóknaraðferðir aðeins tíðkast í lögregluríkjum.

Fangaverðir ósáttir við þvinganir

Fangaverðir eru ósáttir við að þvinga eigi þá til að vinna hálfu ári lengur en venjubundinn uppsagnarfrestur gerir ráð fyrir. Um helmingur fangavarða hefur sagt upp stöfum og hyggst Fangelsismálastofnun nýta sér lagaheimild til að lengja uppsagnarfrest þeirra haldi þeir uppsögnum sínum til streitu.

Rangt greint frá meðaltalssölu Morgunblaðsins

Upplagseftirlit Viðskiptaráðs Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að mistök hafi átt sér stað þegar tilkynning var send út í gær. Þar var sagt að í júlí til desember 2005 hefði meðaltalssala Morgunblaðsins verið 52.321 eintök en hið rétta sé að þau voru 50.312. Biðst Upplagseftirlitið velvirðingar á þessum mistökum.

Lögregla leitar enn 16 ára stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir sextán ára stúlku, Sigríði Hugrúnu Sigurðardóttur en síðast sást til hennar í Fossvogi laugardaginn 27. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að Sigríður Hugrún glími við veikindi og þurfi að taka lyf af þeim sökum.

Atvinnuástand á Vestfjörðum gott þrátt fyrir stórt gjaldþrot

Langfæstir eru á atvinnuleysisskrá á Vestfjörðum um þessar mundir á landinu eftir því sem segir á vef svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða. Þar er bent að þrátt fyrir allstórt gjaldþrot hjá trésmíðaverkstæði Ágústs og Flosa á Ísafirði þar sem um 30 manns unnu sé atvinnuástandið almennt gott á Vestfjörðum og mikil eftirspurn eftir iðnaðarmönnum.

Skilorðsbundinn dómur og sekt fyrir skattsvik

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að skjóta undan virðisaukaskatti, greiða ekki opinber gjöld og fyrir bókhaldsbrot.

Dæla beint í flugvélar frá Helguvík

Öllum flutningum á þotueldsneyti um höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbraut til Keflavíkurflugvallar verður hætt eftir að Esso tók við eldsneytissölunni á Keflavíkurflugvelli á miðnætti. Þess í stað verður því dælt frá olíuhöfninni í Helguvík og beint á flugvélarnar.

Sjá næstu 50 fréttir