Fleiri fréttir Stakk af eftir að hafa ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda á Frakkastíg í Reykjavík á fimmta tímanum. Ekki er vitað um meiðsl hans að svo stöddu en hann var fluttur á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Ökumaður bílsins stakk af en lögreglan hafði þó fljótt upp á honum og handtók hann. 29.1.2007 17:26 Leggja fram frumvarp um lengri starfstíma Alþingis í þriðja sinn Þrír þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp í þriðja sinn um lengri starfstíma Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að Alþingi komi saman 15. september að hausti og að reglulegum þingstörfum verði lokið fyrir 15. júní. 29.1.2007 16:51 ASK Arkitektar sigruðu í samkeppni um miðbæ Árborgar ASK Arkitektar báru sigur úr býtum í samkeppni um miðbæjarskipulag á Selfossi sem bæjarstjórn Árborgar stóð fyrir. Alls bárust tíu tillögur að skipulagi í miðbænum en tillaga ASK var samkvæmt umsögn dómnefndar vel unnin og skýr og gaf fyrirheit um spennandi miðbæ. 29.1.2007 16:39 Leggur fram frumvarp um stofnfrumurannsóknir Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun sem miðar að því að heimila nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga. 29.1.2007 16:21 Eimskip eignast alla hluti í Norðurfrakt Eimskip hefur keypt alla hluti í Norðufrakt ehf. á Siglufirði en fyrir átti félagið 52 prósenta hlut. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu eru seljendur Árni Helgason á Ólafsfirði og Ásmundur H. Einarsson á Siglufirði. 29.1.2007 15:59 Spurt hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu stefnu frjálslyndra Kallað var eftir því á Alþingi í dag hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu hugmyndir Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum sem greint hefði verið frá á landsfundi flokksins um helgina. 29.1.2007 15:40 Mótmæli fyrirhuguð vegna Herjólfshækkunar Hækkun á fargjöldum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs mælist illa fyrir í Eyjum. Að sögn Frétta í Eyjum hefur hópur fólks ákveðið að efna til mótmælastöðu við Herjólf áður en skipið fer seinni ferðina kl. 16.00 á miðvikudaginn. Gjaldskrá Herjólfs hækkar 1. febrúar um 11,49% að meðaltali. Almennt fargjald fyrir fullorðinn hækkur úr 1800 krónum í 2000 krónur. 29.1.2007 15:24 Fimmtán teknir fyrir ölvunarakstur um helgina Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar af fjórtán karlar eftir því fram kemur á vef lögreglunnar. Tíu voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Álftanesi 29.1.2007 15:03 Vara fólk við vafasamri markaðssetningu fæðubótarefna Neytendasamtökin vara fólk við varasamri markaðssetningu fæðubótarefna og afeitrunarmeðferða og þeim hræðsluáróðri sem stundum ríkir gegn venjulegum mat eins og það er orðað á heimasíðu samtakanna. 29.1.2007 14:53 Flugnema dæmdar bætur vegna flugslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag flugkennara og flugskóla til þess að greiða flugnema um 3,8 milljónir króna í skaðabætur vegna flugslyss sem hann lenti í í æfingaflugi árið 2003. 29.1.2007 14:42 Nemendur sendir heim í mótmælaskyni Kennarar í barnaskólanum á Eyrarbakka sendu í morgun um áttatíu börn í efstu bekkjum skólans heim til sín um tíuleytið til þess að mótmæla því sem þeir kalla sleifarlag við framkvæmdir á skólalóðinni á Eyrarbakka. 29.1.2007 13:57 Eiður skorar til stuðnings veikum börnum Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðisins í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, skrifaði í gær undir samstarfssamning við Eimskipafélag Íslands til þriggja ára bæði á sviði kynningar- og góðgerðamála. 29.1.2007 13:41 Líðan vélsleðamanns fer batnandi Líðan mannsnis sem lenti í snjóflóði norðan við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fer batnandi. Að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri er hann þó enn í öndunarvél. 29.1.2007 13:15 Keflavíkurflugvöllur notaður sem umskipunarhöfn Keflavíkurflugvöllur var um helgina notaður sem eins konar umskipunarhöfn fyrir flutning frá Texas til Sádi-Arabíu. Það voru Antonov-flutningavélar frá Rússlandi sem önnuðust flutninginn sem var sérhæfður búnaður til borunar eftir olíu. 29.1.2007 13:00 Dagur Kári hlýtur verðlaun á Sundance Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri var einn fjögurra hugsjónamanna í kvikmyndagerð sem hlutu verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni á laugardag. Verðlaunin nema tæplega 700 þúsund krónum í framleiðslustyrk, auk aðstoðar við dreifingu. Það var handrit Dags Kára “The good heart” sem tryggði honum verðlaunin. Auk peningaverðlaunanna eru myndinni tryggðar sýningar í japönsku sjónvarpi. 29.1.2007 12:51 Rætt um alþjóðlegan háskóla á Keflavíkurflugvelli Alþjóðlegur háskóli, tengdur þekkingarsetri og rannsóknastofnunum, er meðal þeirra hugmynda, sem áhugi er á að gera að veruleika á Keflavíkurflugvelli. 29.1.2007 12:30 Ingibjörg Sólrún hefur enga trú á því að Jón Baldvin bjóði fram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur enga trú á því að Jón Baldvin Hannibalsson geri alvöru í því að bjóða fram nýjan lista í alþingiskosningum. Hann skilji manna best að menn megi ekki stökkva frá borði þrátt fyrir ágjöf. Það viti þeir best sem sjálfir hafi staðið í brúnni. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins orðaði möguleikann á slíku framboði í Silfri Egils í gær. 29.1.2007 12:18 120 vitni kölluð fyrir í aðalmeðferð Baugsmáls Við fyrirtöku í morgun í Baugsmálinu, sem enn er komið í héraðsdóm, kom fram að vænta má þess að 120 vitni verði kölluð fyrir í aðalmeðferð málsins í næsta mánuði. Á þessu stigi málsins er verið að fjalla um ákæruliði sem áður hafði verið vísað frá héraðsdómi og Hæstarétti. 29.1.2007 12:15 Þrír hafa gefið sig fram Þrír menn af þeim fjórum sem gengu í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss þegar þeir héldu sig vera að fara á fund þrettán ára stúlkubarns hafa gefið sig fram við lögreglu. Enn er óljóst hvernig ákæruvaldið mun taka á málum mannanna. 29.1.2007 12:00 Stálu bílum í Reykjavík og á Skeiðum Bíræfnir bílaþjófar voru á ferðinni í Reykjavík og á Skeiðum í síðustu viku eftir því sem segir á vef lögreglunnar á Selfossi. Lögregla fékk tilkynningu um að bíl hefði verið stolið af sveitabæ á Skeiðum aðfaranótt þriðjudags en hann fannst næsta dag við fjölbýlishús í Laugarneshverfi í Reykjavík. 29.1.2007 11:27 Margrét ákveður næstu skref í dag Margrét Sverrisdóttir ákveður á fundi í dag klukkan sex hver næstu skref hennar á vettvangi stjórnmálanna verða. Þá fundar hún með sínu nánasta samstarfsfólki úr Frjálslynda flokknum um þá stöðu sem upp er komin eftir að hún laut í lægra haldi fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni í varaformannskjöri á landsfundi flokksins um helgina. 29.1.2007 11:08 Vegfarandi varð fyrir bílhurð Lögregla á Ísafirði rannsakar nú mál sem upp kom í gær en þá varð gangandi vegfarandi fyrir hurð á bifreið sem var ekið fram hjá honum á Skutulsfjarðarbraut. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni meiddist vegfarandinn ekki alvarlega en bifreiðinni var ekið á brott eftir atvikið. 29.1.2007 10:56 Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. 28.1.2007 19:45 Þúfnapólitík réði úrslitum Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér. 28.1.2007 19:30 Deilt um friðlandið á Hornströndum Bæjarstjórinn á Ísafirði vill stækka friðland Hornstranda - en hópur landeigenda vill minnka það. Eina friðunin á Hornströndum hefur verið friðun tófunnar, segir einn landeigenda. 28.1.2007 18:54 Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum 28.1.2007 18:45 Læknir á slysadeild varð fyrir árás Læknir á slysadeild Landsspítalans tognaði á hendi þegar ráðist var á hann í nótt. Fjórir ungir menn voru handteknir fyrir slagsmál og læti á biðstofu slysadeildarinnar. 28.1.2007 18:45 Dýrafjörður fullur af hafís Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær. 28.1.2007 18:25 Íslendingar töpuðu Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins. 28.1.2007 16:09 Mikill hafís í Dýrafirði Hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum. Nær hann langt inn fyrir Þingeyri. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna. Dýrafjörður er nú lokaður fyrir skipaumferð vegna hafíss. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug fyrr í dag en enn á eftir að koma úr því. 28.1.2007 15:52 Umferðaróhapp við Hítará á Mýrum Jepplingur og fólksbíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Hítará á Mýrum. Einhver slys urðu á fólki en ekki alvarleg. Á þessari stundu er ekki vitað hversu margir voru í bílunum tveimur. Báðir bílar skemmdust mikið og þurfti að draga þá á brott. 28.1.2007 15:28 Ísland sex mörkum undir Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum. 28.1.2007 15:09 Hreiðar kemur inn fyrir Roland Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á HM í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Roland Vals Eradze, sem hvílir að þessu sinni. Búist er við því að Alfreð geri talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu. 28.1.2007 13:32 Margrét ætlar að kæra framkvæmd kosninga Margrét Sverrisdóttir ætlar sér að kæra framkvæmd varaformannskosninga í Frjálslynda flokknum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði hún enn fremur að það væri ekki spurning um hvort heldur hvar og hvernig hún legði fram kæruna. 28.1.2007 12:26 Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum dagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir dagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. 27.1.2007 22:54 Ástargarður opnar á Ítalíu Á Ítalíu, í landi heitra ástríðna, á ungt fólk nú til dags í erfiðleikum með að finna næði til þess að vera innilegt við hvort annað. Einn þessara ungu manna ákvað því að opna ástargarð. Í ástargarðinu má fólk haga sér eins og það vill og þar er beinlínis ætlast til þess að það sé innilegt við hvort annað. 27.1.2007 20:26 Hitafundur hjá Framsókn á Selfossi Skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, Helga Sigrún Harðardóttir, verður í þriðja sæti lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það var samþykkt á fjölmennum hitafundi á Hótel Selfossi í dag. 27.1.2007 18:49 Segir Baugsmálið hneyksli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir Baugsmálið réttarfarslegt hneyksli og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi att ákæruvaldinu á Baug. Hún segir ástæðuna fyrir lélegu fylgi Samfylkingarinnar í könnunum vera að flokkurinn sé of pólitískur. 27.1.2007 18:42 Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum, 32-31, í viðureign liðanna á HM sem var að ljúka rétt í þessu og tryggðu sér þar með öruggt sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Íslenska liðið er nú komið með sex stig í milliriðli 1 og er í efsta sæti riðilsins þegar aðeins einn leikur er eftir. 27.1.2007 18:27 Framsóknarmenn í Árborg samþykkja framboðslista Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið var í dag á Hótel Selfoss var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipar fyrsta sætið, Bjarni Harðarson er í öðru sæti og Helga S. Harðardóttir í því þriðja. 27.1.2007 18:00 Tugir þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum Tugir þúsunda mótmæltu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag. Fólkið var að mótmæla stríðsrekstrinum í Írak og krafðist þess að hersveitirnar yrðu sendar heim á leið. Mótmælendur báru slagorð gegn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og friðarorð. Ættingjar og vinir hermanna sem létust í Írak tóku einnig þátt í mótmælunum. 27.1.2007 17:42 Magnús Þór kosinn varaformaður Frjálslyndra Magnús Þór Hafsteinsson sigraði í varaformannskjöri Frjálslynda flokksins í dag. Mjótt varð á munum í kosningunni en Margrét Sverrisdóttir sóttist einnig eftir embættinu. Atkvæðin féllu þannig að Magnús fékk 369 atkvæði, eða 54% þeirra, en Margrét fékk 314, eða 46%. Alls kusu 686 manns. Þrír seðlar voru ógildir. 27.1.2007 17:23 Ísland og Slóvenía eigast við Ísland og Slóvenía eigast nú við á heimsmeistaramótinu í handbolta. Staðan er 7 - 4 fyrir Íslandi eftir tíu mínútna leik. Lið Íslendinga er óbreytt frá leiknum á móti Slóvenum og því sitja Hreiðar Levý Guðmundsson og Einar Jónsson sem fastast á meðal áhorfenda. 27.1.2007 17:01 Öngþveiti á landsfundi Frjálslyndra Töluvert öngþveiti ríkir á landsfundi Frjálslynda flokksins sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum en um eitt þúsund manns eru á fundinum. Guðjón Arnar Kristjánsson var sjálfkjörinn í embætti formanns þar sem hann var einn í framboði. Enn er verið að kjósa í varaformannsembætti og til ritara. 27.1.2007 15:51 Samfylkingin mun ekki þegja um Evrópumál Samfylkingin ætlar sér ekki að taka þátt í hinu ólýðræðislega þagnarbandalagi Sjálfstæðismanna um Evrópumál. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í dag. 27.1.2007 15:17 Sjá næstu 50 fréttir
Stakk af eftir að hafa ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda á Frakkastíg í Reykjavík á fimmta tímanum. Ekki er vitað um meiðsl hans að svo stöddu en hann var fluttur á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Ökumaður bílsins stakk af en lögreglan hafði þó fljótt upp á honum og handtók hann. 29.1.2007 17:26
Leggja fram frumvarp um lengri starfstíma Alþingis í þriðja sinn Þrír þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp í þriðja sinn um lengri starfstíma Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að Alþingi komi saman 15. september að hausti og að reglulegum þingstörfum verði lokið fyrir 15. júní. 29.1.2007 16:51
ASK Arkitektar sigruðu í samkeppni um miðbæ Árborgar ASK Arkitektar báru sigur úr býtum í samkeppni um miðbæjarskipulag á Selfossi sem bæjarstjórn Árborgar stóð fyrir. Alls bárust tíu tillögur að skipulagi í miðbænum en tillaga ASK var samkvæmt umsögn dómnefndar vel unnin og skýr og gaf fyrirheit um spennandi miðbæ. 29.1.2007 16:39
Leggur fram frumvarp um stofnfrumurannsóknir Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun sem miðar að því að heimila nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga. 29.1.2007 16:21
Eimskip eignast alla hluti í Norðurfrakt Eimskip hefur keypt alla hluti í Norðufrakt ehf. á Siglufirði en fyrir átti félagið 52 prósenta hlut. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu eru seljendur Árni Helgason á Ólafsfirði og Ásmundur H. Einarsson á Siglufirði. 29.1.2007 15:59
Spurt hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu stefnu frjálslyndra Kallað var eftir því á Alþingi í dag hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu hugmyndir Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum sem greint hefði verið frá á landsfundi flokksins um helgina. 29.1.2007 15:40
Mótmæli fyrirhuguð vegna Herjólfshækkunar Hækkun á fargjöldum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs mælist illa fyrir í Eyjum. Að sögn Frétta í Eyjum hefur hópur fólks ákveðið að efna til mótmælastöðu við Herjólf áður en skipið fer seinni ferðina kl. 16.00 á miðvikudaginn. Gjaldskrá Herjólfs hækkar 1. febrúar um 11,49% að meðaltali. Almennt fargjald fyrir fullorðinn hækkur úr 1800 krónum í 2000 krónur. 29.1.2007 15:24
Fimmtán teknir fyrir ölvunarakstur um helgina Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar af fjórtán karlar eftir því fram kemur á vef lögreglunnar. Tíu voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Álftanesi 29.1.2007 15:03
Vara fólk við vafasamri markaðssetningu fæðubótarefna Neytendasamtökin vara fólk við varasamri markaðssetningu fæðubótarefna og afeitrunarmeðferða og þeim hræðsluáróðri sem stundum ríkir gegn venjulegum mat eins og það er orðað á heimasíðu samtakanna. 29.1.2007 14:53
Flugnema dæmdar bætur vegna flugslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag flugkennara og flugskóla til þess að greiða flugnema um 3,8 milljónir króna í skaðabætur vegna flugslyss sem hann lenti í í æfingaflugi árið 2003. 29.1.2007 14:42
Nemendur sendir heim í mótmælaskyni Kennarar í barnaskólanum á Eyrarbakka sendu í morgun um áttatíu börn í efstu bekkjum skólans heim til sín um tíuleytið til þess að mótmæla því sem þeir kalla sleifarlag við framkvæmdir á skólalóðinni á Eyrarbakka. 29.1.2007 13:57
Eiður skorar til stuðnings veikum börnum Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðisins í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, skrifaði í gær undir samstarfssamning við Eimskipafélag Íslands til þriggja ára bæði á sviði kynningar- og góðgerðamála. 29.1.2007 13:41
Líðan vélsleðamanns fer batnandi Líðan mannsnis sem lenti í snjóflóði norðan við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fer batnandi. Að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri er hann þó enn í öndunarvél. 29.1.2007 13:15
Keflavíkurflugvöllur notaður sem umskipunarhöfn Keflavíkurflugvöllur var um helgina notaður sem eins konar umskipunarhöfn fyrir flutning frá Texas til Sádi-Arabíu. Það voru Antonov-flutningavélar frá Rússlandi sem önnuðust flutninginn sem var sérhæfður búnaður til borunar eftir olíu. 29.1.2007 13:00
Dagur Kári hlýtur verðlaun á Sundance Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri var einn fjögurra hugsjónamanna í kvikmyndagerð sem hlutu verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni á laugardag. Verðlaunin nema tæplega 700 þúsund krónum í framleiðslustyrk, auk aðstoðar við dreifingu. Það var handrit Dags Kára “The good heart” sem tryggði honum verðlaunin. Auk peningaverðlaunanna eru myndinni tryggðar sýningar í japönsku sjónvarpi. 29.1.2007 12:51
Rætt um alþjóðlegan háskóla á Keflavíkurflugvelli Alþjóðlegur háskóli, tengdur þekkingarsetri og rannsóknastofnunum, er meðal þeirra hugmynda, sem áhugi er á að gera að veruleika á Keflavíkurflugvelli. 29.1.2007 12:30
Ingibjörg Sólrún hefur enga trú á því að Jón Baldvin bjóði fram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur enga trú á því að Jón Baldvin Hannibalsson geri alvöru í því að bjóða fram nýjan lista í alþingiskosningum. Hann skilji manna best að menn megi ekki stökkva frá borði þrátt fyrir ágjöf. Það viti þeir best sem sjálfir hafi staðið í brúnni. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins orðaði möguleikann á slíku framboði í Silfri Egils í gær. 29.1.2007 12:18
120 vitni kölluð fyrir í aðalmeðferð Baugsmáls Við fyrirtöku í morgun í Baugsmálinu, sem enn er komið í héraðsdóm, kom fram að vænta má þess að 120 vitni verði kölluð fyrir í aðalmeðferð málsins í næsta mánuði. Á þessu stigi málsins er verið að fjalla um ákæruliði sem áður hafði verið vísað frá héraðsdómi og Hæstarétti. 29.1.2007 12:15
Þrír hafa gefið sig fram Þrír menn af þeim fjórum sem gengu í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss þegar þeir héldu sig vera að fara á fund þrettán ára stúlkubarns hafa gefið sig fram við lögreglu. Enn er óljóst hvernig ákæruvaldið mun taka á málum mannanna. 29.1.2007 12:00
Stálu bílum í Reykjavík og á Skeiðum Bíræfnir bílaþjófar voru á ferðinni í Reykjavík og á Skeiðum í síðustu viku eftir því sem segir á vef lögreglunnar á Selfossi. Lögregla fékk tilkynningu um að bíl hefði verið stolið af sveitabæ á Skeiðum aðfaranótt þriðjudags en hann fannst næsta dag við fjölbýlishús í Laugarneshverfi í Reykjavík. 29.1.2007 11:27
Margrét ákveður næstu skref í dag Margrét Sverrisdóttir ákveður á fundi í dag klukkan sex hver næstu skref hennar á vettvangi stjórnmálanna verða. Þá fundar hún með sínu nánasta samstarfsfólki úr Frjálslynda flokknum um þá stöðu sem upp er komin eftir að hún laut í lægra haldi fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni í varaformannskjöri á landsfundi flokksins um helgina. 29.1.2007 11:08
Vegfarandi varð fyrir bílhurð Lögregla á Ísafirði rannsakar nú mál sem upp kom í gær en þá varð gangandi vegfarandi fyrir hurð á bifreið sem var ekið fram hjá honum á Skutulsfjarðarbraut. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni meiddist vegfarandinn ekki alvarlega en bifreiðinni var ekið á brott eftir atvikið. 29.1.2007 10:56
Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. 28.1.2007 19:45
Þúfnapólitík réði úrslitum Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér. 28.1.2007 19:30
Deilt um friðlandið á Hornströndum Bæjarstjórinn á Ísafirði vill stækka friðland Hornstranda - en hópur landeigenda vill minnka það. Eina friðunin á Hornströndum hefur verið friðun tófunnar, segir einn landeigenda. 28.1.2007 18:54
Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum 28.1.2007 18:45
Læknir á slysadeild varð fyrir árás Læknir á slysadeild Landsspítalans tognaði á hendi þegar ráðist var á hann í nótt. Fjórir ungir menn voru handteknir fyrir slagsmál og læti á biðstofu slysadeildarinnar. 28.1.2007 18:45
Dýrafjörður fullur af hafís Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær. 28.1.2007 18:25
Íslendingar töpuðu Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins. 28.1.2007 16:09
Mikill hafís í Dýrafirði Hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum. Nær hann langt inn fyrir Þingeyri. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna. Dýrafjörður er nú lokaður fyrir skipaumferð vegna hafíss. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug fyrr í dag en enn á eftir að koma úr því. 28.1.2007 15:52
Umferðaróhapp við Hítará á Mýrum Jepplingur og fólksbíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Hítará á Mýrum. Einhver slys urðu á fólki en ekki alvarleg. Á þessari stundu er ekki vitað hversu margir voru í bílunum tveimur. Báðir bílar skemmdust mikið og þurfti að draga þá á brott. 28.1.2007 15:28
Ísland sex mörkum undir Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum. 28.1.2007 15:09
Hreiðar kemur inn fyrir Roland Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á HM í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Roland Vals Eradze, sem hvílir að þessu sinni. Búist er við því að Alfreð geri talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu. 28.1.2007 13:32
Margrét ætlar að kæra framkvæmd kosninga Margrét Sverrisdóttir ætlar sér að kæra framkvæmd varaformannskosninga í Frjálslynda flokknum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði hún enn fremur að það væri ekki spurning um hvort heldur hvar og hvernig hún legði fram kæruna. 28.1.2007 12:26
Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum dagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir dagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. 27.1.2007 22:54
Ástargarður opnar á Ítalíu Á Ítalíu, í landi heitra ástríðna, á ungt fólk nú til dags í erfiðleikum með að finna næði til þess að vera innilegt við hvort annað. Einn þessara ungu manna ákvað því að opna ástargarð. Í ástargarðinu má fólk haga sér eins og það vill og þar er beinlínis ætlast til þess að það sé innilegt við hvort annað. 27.1.2007 20:26
Hitafundur hjá Framsókn á Selfossi Skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, Helga Sigrún Harðardóttir, verður í þriðja sæti lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það var samþykkt á fjölmennum hitafundi á Hótel Selfossi í dag. 27.1.2007 18:49
Segir Baugsmálið hneyksli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir Baugsmálið réttarfarslegt hneyksli og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi att ákæruvaldinu á Baug. Hún segir ástæðuna fyrir lélegu fylgi Samfylkingarinnar í könnunum vera að flokkurinn sé of pólitískur. 27.1.2007 18:42
Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum, 32-31, í viðureign liðanna á HM sem var að ljúka rétt í þessu og tryggðu sér þar með öruggt sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Íslenska liðið er nú komið með sex stig í milliriðli 1 og er í efsta sæti riðilsins þegar aðeins einn leikur er eftir. 27.1.2007 18:27
Framsóknarmenn í Árborg samþykkja framboðslista Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið var í dag á Hótel Selfoss var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipar fyrsta sætið, Bjarni Harðarson er í öðru sæti og Helga S. Harðardóttir í því þriðja. 27.1.2007 18:00
Tugir þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum Tugir þúsunda mótmæltu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag. Fólkið var að mótmæla stríðsrekstrinum í Írak og krafðist þess að hersveitirnar yrðu sendar heim á leið. Mótmælendur báru slagorð gegn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og friðarorð. Ættingjar og vinir hermanna sem létust í Írak tóku einnig þátt í mótmælunum. 27.1.2007 17:42
Magnús Þór kosinn varaformaður Frjálslyndra Magnús Þór Hafsteinsson sigraði í varaformannskjöri Frjálslynda flokksins í dag. Mjótt varð á munum í kosningunni en Margrét Sverrisdóttir sóttist einnig eftir embættinu. Atkvæðin féllu þannig að Magnús fékk 369 atkvæði, eða 54% þeirra, en Margrét fékk 314, eða 46%. Alls kusu 686 manns. Þrír seðlar voru ógildir. 27.1.2007 17:23
Ísland og Slóvenía eigast við Ísland og Slóvenía eigast nú við á heimsmeistaramótinu í handbolta. Staðan er 7 - 4 fyrir Íslandi eftir tíu mínútna leik. Lið Íslendinga er óbreytt frá leiknum á móti Slóvenum og því sitja Hreiðar Levý Guðmundsson og Einar Jónsson sem fastast á meðal áhorfenda. 27.1.2007 17:01
Öngþveiti á landsfundi Frjálslyndra Töluvert öngþveiti ríkir á landsfundi Frjálslynda flokksins sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum en um eitt þúsund manns eru á fundinum. Guðjón Arnar Kristjánsson var sjálfkjörinn í embætti formanns þar sem hann var einn í framboði. Enn er verið að kjósa í varaformannsembætti og til ritara. 27.1.2007 15:51
Samfylkingin mun ekki þegja um Evrópumál Samfylkingin ætlar sér ekki að taka þátt í hinu ólýðræðislega þagnarbandalagi Sjálfstæðismanna um Evrópumál. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í dag. 27.1.2007 15:17