Innlent

Boða átak gegn einkavæðingu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja boðar átak gegn einkavæðingu og ætlar í herferð undir kjörorðunum "Eflum almannaþjónustuna - eflum lýðræðið".

Fulltrúa starfsmanna hins opinbera luku nú undir kvöld þriggja daga þingi sem haldin eru þriðja hvert ár. Þarna segja menn að öflug almannaþjónusta sé í þágu lýðræðis og hana þurfi að verja.

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að almannaþjónustan sé einkavætt og seld og færð undir forræði fjármálaafla. Þar með sé þrengt að lýðræðinu. Hann segir að barist verði á mörgum vígstöðvum. Markaðsöflin séu að færa sig inn eftir spítalaganginum og inn í menntakerfið. Þetta sé alþjóðleg barátta og BSRB verði í samfloti með erlendum systursamtökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×