Innlent

Prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi hafið

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hófst nú á hádegi. Kosið er á sextán stöðum í kjördæminu og verður opið til klukkan sex í dag og aftur á morgun á milli klukkan tíu og tólf. Fimm gefa kost á sér í fyrsta sæti listans og ætla má að slagurinn verði harður. Sveinn Kristinsson bíður sig aðeins fram í fyrsta sætið. Í fyrsta til annað sætið bjóða sig fram Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Guðbjartur Hannesson og séra Karl Matthíasson. Sigurður Pétursson bíður sig fram í fyrsta til fjórða sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×