Innlent

Búið að slökkva eld í nótaskipinu Beiti

Búið er að slökkva eld sem logaði um borð í nótaskipinu Beiti NK 123 þar sem það var statt um tólf sjómílur út af Reyðarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni tókst áhöfn að einangra eldinn og slökkva hann og er nú verið að reykhreinsa. 14 manns eru í áhöfn. Eldurinn logaði í vélarrúmi skipsins. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu verður skipinu líkast til siglt til Eskifjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×