Innlent

Stórgrýti féll á veginn um Óshlíð

MYND/Bæjarins besta

Mikið grjóthrun varð á Óshlíð, við Sporhamar innan Óshólavita, síðdegis í gær og í gærkvöldi. Geirs Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir í samtali við blaðið Bæjarins besta, að stórt grjót hafi komið niður hlíðina og yfir veginn og skemmt vegrið.

Þá lokaðist önnur akgreinin, vegurinn allur lokaðist aldrei alveg. Mjög bratt er fyrir ofan veginn þar sem hrunið varð og er því ekki hægt að koma þar fyrir netgirðingum. Vegagerðin hefur varað ökumenn við að vera á ferð um Óshlíð að ástæðulausu enda hafa miklar rigningar verið hér vestra undanfarin sólarhring. Í gær mældist úrkoman 24 mm í Bolungarvík.

Vegurinn um Óshlíð er stórhættulegur við aðstæður sem þessar og bíða því Bolvíkingar og nágrannar spenntir eftir því að hafist verði handa við gerð jarðganga undir Óshlíð, segir í Bæjarins besta.

Vefur Bæjarins besta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×