Fleiri fréttir Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. 27.10.2006 12:30 Tvö prófkjör um helgina Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. 27.10.2006 12:12 Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 27.10.2006 12:05 Formannsskipti hjá Landssambandi hestamannafélaga Í dag hefst þing Landssambands hestamannafélaga í Borgarnesi. Það er í boði Hestamannafélagsins Skugga og stendur fram á seinnipart laugardags. 27.10.2006 11:30 Boðin lögregluvernd í Ástralíu vegna hvalveiða Ingu Árnadóttur, ræðismanni Íslands í Ástralíu. var var boðin lögregluvernd vegna viðbragða þar í landi við hvalveiðum Íslendinga. Í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun sagði Inga frá því að henni hefðu borist þúsundir skeyta, vegna hvalveiðanna. 27.10.2006 11:07 Brotist inn um hábjartan dag Brotist var inn í íbúð í Njarðvík um hábjartan dag í gær. Heimilisfólkið var í vinnu á meðan þjófarnir létu greipar sópa um íbúðina sem er á fyrstu hæð í fjölbýli. Farið var inn með því að spenna upp svalahurð og var fartölvu, vídeótæki, stafrænni myndavél og fleiri tækjum stolið. Lögreglan rannsakar málið en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. 27.10.2006 10:20 Alnæmissamtökin fræða unglinga í vetur Alnæmissamtökin hefja nú um mánaðamótin fræðslu- og forvarnarátak sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunnskólum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá samtökinum að þetta sé í þriðja sinn sem þau skipuleggi fræðslu um HIV-smit, alnæmi og kynsjúkdóma. 27.10.2006 10:16 NATO staðfestir að 12 óbreyttir borgarar hafi fallið Atlantshafsbandalagið hefur viðurkennt að að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum bandalagsins í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan á þriðjudag. 27.10.2006 10:05 Gögn Þjóðskjalasafns um hleranir birt á vefnum Þjóðskjalasafnið hefur birt á vef sínum þau gögn sem eru þar í vörslu og varða dómsmál um hleranir á kaldastríðsárunum. 26.10.2006 23:45 Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins misnotaðir Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. 26.10.2006 22:30 Dæmdur fyrir áfengisauglýsingu Stjórnarformaður Karls K. Karlssonar var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna áfengisauglýsingar sem birt var í tímaritinu Gestgjafanum árið 2003. 26.10.2006 22:15 Engar breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili Engar breytingar verða gerðar á hlutverki Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili, aðrar en þær sem áður hefur verið lýst, þ.e. breytingar til að laga stöðu sjóðsins að ríkisstyrkjareglum EES-samningsins og hugsanlegar breytingar til að fara eftir tillögum stýrihóps um málefni Íbúðalánasjóðs. Þetta kom fram í ræðu Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra, á ársfundi ASÍ í dag. Hann segir að samkvæmt tillögum stýrihópsins sé m.a. lagt til að Íbúðalánasjóði verði heimilað að fjármagna útlán sín með öðrum hætti en verið hafi og geti þannig lánað án ríkisábyrgðar. 26.10.2006 22:00 Félag vélstjóra og málmtæknimanna inn í ASÍ Nýtt sameinað félag, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, var samþykkt sem aðildarfélag Alþýðusambands Íslands á ársfundi ASÍ, sem var settur í morgun. 26.10.2006 21:45 ASÍ: Hagkerfið nær mjúkri lendingu Samkvæmt hagspá Hagdeildar ASÍ fyrir næstu tvo ár er gert ráð fyrir að við lok núverandi stóriðjuframkvæmda nái hagkerfið mjúkri lendingu sem feli í sér að ekki verði harkalegur samdráttur þó verulega hægi á. Í frétt á vefsíðu ASÍ segir að aðlögunin að jafnvægi verði þó alls ekki sársaukalaus því kaupmáttur margra dragist saman og gjaldþrotum fjölgi. Á næsta ári verði hagvöxtur lítill og atvinnuleysi muni aukast. Þá muni gengið veikjast, stýrivextir lækka samhliða lækkandi verðbólgu og draga úr viðskiptahallanum. 26.10.2006 21:30 Ekki til skoðunar að breyta opnunartíma skemmtistaða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni. 26.10.2006 21:15 Krefjst 26 milljóna í skaðabætur Alcoa krefst 26 milljóna króna í bætur af 12 mótmælendum sem eru ákærðir fyrir að hafa farið í óleyfi inn á virkjanasvæðið við Kárahnjúka. Fólkið er ákært fyrir að hafa brotið hegningarlög með því að leggjast á vegi og stöðva umferð og vinnu á svæðinu. Aðalmeðferð hófst í málinu í dag. 26.10.2006 21:00 Gefur ekki upp hvorn hann styður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki gefa upp hvort hann styðji Björn Bjarnason eða Guðlaug Þór Þórðarson í annað sætið í Reykjavík. Vilhjálmur hefur lýst opinberlega yfir stuðningi við Guðlaug Þór en prýðir einnig forsíðu kosningabæklings Björns. 26.10.2006 20:45 Dæmdur fyrir nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri var í héraðsdómi í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tvítugri stúlku á göngustíg í Breiðholti í sumar. 26.10.2006 20:30 Malaví býður íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum Ísland er nú í 95. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. 26.10.2006 19:29 Hvalveiðar skaða Icelandair Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. 26.10.2006 19:23 Óánægðir með að vera kallaðir "jeppagengi" Íslenskir starfsmenn friðargæslunnar í Afganistan eru afar óánægðir með tal utanríkisráðherra um að þeir hafi starfað í "jeppagengjum", en ráðherrann vill mýkja ásýnd friðargæslunnar. Íslensk hjúkrunarkona og ljósmóðir eru nú í Afganistan og hefja störf á laugardag. Þær verða ávallt í fylgd vopnaðra fylgdarmanna. 26.10.2006 19:17 Skjöl um símahleranir 1949 til 1968 verða birt Þjóðskjalasafnið hefur ákveðið að birta skjöl um símhleranir frá árunum 1949 til 1968. Safnið segir að ákvörðunin sé tekin í samræmi við þá skoðun Menntamálaráðuneytisins sem birtist í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Kjartans Ólafssonar, að veita skuli aðgang að gögnunum meðal annars að teknu tilliti til 71. gr. stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins. 26.10.2006 18:30 Umhverfisslys yfirvofandi á Frakkastígsreit Umhverfisslys er yfirvofandi á horni Frakkastígs og Laugavegar, segir borgarfulltrúi frjálslyndra sem gagnrýnir það hvernig nýtt deiliskipulag er kynnt - kynningarferlið, segir hann, er alltof veikt. 26.10.2006 18:23 FL Group styrkir BUGL Á annað hundrað barna í sjálfsvígshættu njóta góðs af ákvörðun FL Group og Sinfóníuhljómsveitar Íslands að styrkja BUGL um allt að tuttugu milljónir á næstu fjórum árum. 26.10.2006 18:15 Fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni á sex ára tímabili, eða þegar hún var átta ára og þar til hún var fjórtán ára. Með þessu staðfesti rétturinn dóm hérðasdóms. 26.10.2006 16:57 Fimm sinnum tekinn fullur á tæpum tveimur mánuðum Hæstiréttur Íslands dæmi í dag karlmann á fimmtugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur. Maðurinn ók bifreið sinni undir áhrifum áfengis og var sviptur ökurétti fimm sinnum á tímabilinu frá 5. desember 2005 til 21. janúar 2006. 26.10.2006 16:37 HS samþykkir 10 milljóna dollara tilboð bandaríska hersins Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að samþykkja tilboð frá bandaríska hernum um 10 milljóna dollara greiðslu, jafnvirði um 680 milljóna, til að jafna ágreining vegna uppsagnar hitaveitusamnings í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. 26.10.2006 16:08 Möguleikinn til náms mikilvægasti þáttur samstarfs Íslendingar telja að möguleikinn til náms og rannsókna í öðrum norrænum ríkjum sé mikilvægasti þáttur norræns samstarfs. Nærri 40 prósent þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar en einungis á bilinu 6-11 prósent eru sammála þessu í hinum norrænu ríkjunum. 26.10.2006 15:47 Borgarstjóri reiddist dómsmálaráðherra Það hefur vakið athygli að í Fréttablaðinu, í dag, er heilsíðu auglýsing þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hvetur sjálfstæðismenn til þess að kjósa Guðlaug Þór Þórðarson, í prófkjörinu um helgina. 26.10.2006 15:21 Valgerður fundaði með Ivanov Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með rússneskum starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi. 26.10.2006 15:19 Reglur um innihald og magn vökva í flugi breytast Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007. 26.10.2006 15:05 Lífeyrisgreiðslur TR 44 milljarðar á næsta ári Búist er við að lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar verði 44 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að miðað við þetta hafi útgjöld til lífeyristrygginga aukist um 84 prósent á árunum 1998 til 2007 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. 26.10.2006 14:59 Lést í slysi á Vopnafirði Fullorðin kona lést þegar bíll hennar fór fram af klettum við heilsugælsustöðina í Vopnafirði og hafnaði út í sjó um klukkan ellefu í morgun. 30-40 menn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði voru kallaðir á vettvang og notuðu þeir bæði slöngubáta og björgunaskip við leit að konunni. 26.10.2006 14:43 Skora á Sturlu að beita sér fyrir því að hvalveiðar verði stöðvaðar Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, að hlutast til um að hvalveiðar verði stöðvaðar og málið tekið upp að nýju innan ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum í dag. 26.10.2006 14:24 Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. 26.10.2006 13:58 Sjávarútvegsráðherra Breta segir hvalveiðarnar sorglegar Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands ítrekaði í morgun andstöðu Breta við atvinnuhvalveiðar Íslendinga og sagði engin rök fyrir ákvörðun Íslendinga. Hann og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, funduð í morgun um málið að ósk Bradshaw. 26.10.2006 13:57 Slysið á Vopnafirði alvarlegt Lögregla og björgunarsveitir á Vopnafirði hafa náð konu upp úr sjónum skammt frá heilsugæslustöðinni í bænum en bíll hennar fór út af bakka þar í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hennar en ljóst er að slysið er alvarlegt. Verið er að vinna að því að ná bílnum upp úr sjónum en tildrög slyssins eru ókunn. 26.10.2006 13:31 Ókeypis í Þjóðmenningarhúsið um helgina Ókeypis aðgangur verður að öllum sýningum í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af því að handrit Skarðsbókar postulasagna er nú sýnt þar í fyrsta skipti. Handritið er sýnt til að minnast þess að 18. október voru liðin 40 ár síðan dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri afhenti íslensku þjóðinni bókina. 26.10.2006 13:16 Húsavíkursmyglið hugsanlega angi af stórum smyglhring Grunur leikur á að smyglmál, sem uppvíst varð um í rússnesku frystiskipi á Húsavík, sé aðeins angi af víðtæku smyglkerfi, sem tengist innflytjendum hér á landi. Liðsauki frá Ríkislögreglustjóra og fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar verður væntanlega sendur norður í dag til að gera allsherjarleit í skipinu. 26.10.2006 12:15 Bíll í sjóinn við Vopnafjörð Lögregla og björgunarsveitir á Vopnafirði hafa verið kallaðar út vegna bíls sem fór sjóinn skammt frá höfn bæjarins. Kona mun hafa verið í bílnum og er unnið að því að bjarga henni. 26.10.2006 11:30 Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sumar nauðgað tvítugri stúlku á göngustíg í Breiðholti. 26.10.2006 11:06 Kirkjuþing samþykkir stefnumótun á sviði kærleiksþjónustu Kirkjuþing samþykkti í morgun stefnumótum á sviði kærleiksþjónustu og hjálparstarfs en með því eru sóknir hvattar til að huga sérstaklega að þeim þætti í þjónustu kirkjunnar er lítur að stuðningi við fólk í erfiðum aðstæðum og leggja sérstaka áherslu á vinaheimsóknir til þeirra sem eru einangraðir. 26.10.2006 10:22 Mun langdrægari metanbílar Sex nýir metanbílar verða afhentir Sorpu við hátíðlega athöfn í dag. Þessir bílar eru af nýrri kynslóð metanbíla sem eru mun langdrægari en fyrri metanbílar. Árni Þórður Jónsson, kynningarfulltrúi, segir bílana draga allt að 430 kílómetra á einum tanki, sem auki möguleikana á almennri notkun til muna. 60 metanbílar eru í notkun í Reykjavík í dag, flest fyrirtækjabílar. 26.10.2006 10:00 Kviknaði í dæluskúr Eldur kviknaði í dæluskúr Hitaveitu Akureyrar við Laugaland í Eyjafjarðarsveit rétt um kl. 20 í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en skúrinn er ónýtur að sögn lögreglu. Lögregla telur líklegt að kviknað hafi í skúrnum út frá rafmagni. 25.10.2006 23:45 Kveikt í rusli í gamla Hampiðjuhúsinu Eldur kviknaði í rusli í stigagangi gamla Hampiðjuhússins við Brautarholt í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Tilkynning barst lögreglu kl. 20:22 og gekk greiðlega að slökkva eldin og slökkvistarfi lokið 26 mínútum síðar. Enginn var í hættu. Fjölmörg útköll hafa borist slökkviliði vegna elds í húsinu síðustu mánuði. 25.10.2006 23:30 Sjá næstu 50 fréttir
Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. 27.10.2006 12:30
Tvö prófkjör um helgina Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. 27.10.2006 12:12
Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 27.10.2006 12:05
Formannsskipti hjá Landssambandi hestamannafélaga Í dag hefst þing Landssambands hestamannafélaga í Borgarnesi. Það er í boði Hestamannafélagsins Skugga og stendur fram á seinnipart laugardags. 27.10.2006 11:30
Boðin lögregluvernd í Ástralíu vegna hvalveiða Ingu Árnadóttur, ræðismanni Íslands í Ástralíu. var var boðin lögregluvernd vegna viðbragða þar í landi við hvalveiðum Íslendinga. Í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun sagði Inga frá því að henni hefðu borist þúsundir skeyta, vegna hvalveiðanna. 27.10.2006 11:07
Brotist inn um hábjartan dag Brotist var inn í íbúð í Njarðvík um hábjartan dag í gær. Heimilisfólkið var í vinnu á meðan þjófarnir létu greipar sópa um íbúðina sem er á fyrstu hæð í fjölbýli. Farið var inn með því að spenna upp svalahurð og var fartölvu, vídeótæki, stafrænni myndavél og fleiri tækjum stolið. Lögreglan rannsakar málið en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. 27.10.2006 10:20
Alnæmissamtökin fræða unglinga í vetur Alnæmissamtökin hefja nú um mánaðamótin fræðslu- og forvarnarátak sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunnskólum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá samtökinum að þetta sé í þriðja sinn sem þau skipuleggi fræðslu um HIV-smit, alnæmi og kynsjúkdóma. 27.10.2006 10:16
NATO staðfestir að 12 óbreyttir borgarar hafi fallið Atlantshafsbandalagið hefur viðurkennt að að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum bandalagsins í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan á þriðjudag. 27.10.2006 10:05
Gögn Þjóðskjalasafns um hleranir birt á vefnum Þjóðskjalasafnið hefur birt á vef sínum þau gögn sem eru þar í vörslu og varða dómsmál um hleranir á kaldastríðsárunum. 26.10.2006 23:45
Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins misnotaðir Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. 26.10.2006 22:30
Dæmdur fyrir áfengisauglýsingu Stjórnarformaður Karls K. Karlssonar var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna áfengisauglýsingar sem birt var í tímaritinu Gestgjafanum árið 2003. 26.10.2006 22:15
Engar breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili Engar breytingar verða gerðar á hlutverki Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili, aðrar en þær sem áður hefur verið lýst, þ.e. breytingar til að laga stöðu sjóðsins að ríkisstyrkjareglum EES-samningsins og hugsanlegar breytingar til að fara eftir tillögum stýrihóps um málefni Íbúðalánasjóðs. Þetta kom fram í ræðu Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra, á ársfundi ASÍ í dag. Hann segir að samkvæmt tillögum stýrihópsins sé m.a. lagt til að Íbúðalánasjóði verði heimilað að fjármagna útlán sín með öðrum hætti en verið hafi og geti þannig lánað án ríkisábyrgðar. 26.10.2006 22:00
Félag vélstjóra og málmtæknimanna inn í ASÍ Nýtt sameinað félag, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, var samþykkt sem aðildarfélag Alþýðusambands Íslands á ársfundi ASÍ, sem var settur í morgun. 26.10.2006 21:45
ASÍ: Hagkerfið nær mjúkri lendingu Samkvæmt hagspá Hagdeildar ASÍ fyrir næstu tvo ár er gert ráð fyrir að við lok núverandi stóriðjuframkvæmda nái hagkerfið mjúkri lendingu sem feli í sér að ekki verði harkalegur samdráttur þó verulega hægi á. Í frétt á vefsíðu ASÍ segir að aðlögunin að jafnvægi verði þó alls ekki sársaukalaus því kaupmáttur margra dragist saman og gjaldþrotum fjölgi. Á næsta ári verði hagvöxtur lítill og atvinnuleysi muni aukast. Þá muni gengið veikjast, stýrivextir lækka samhliða lækkandi verðbólgu og draga úr viðskiptahallanum. 26.10.2006 21:30
Ekki til skoðunar að breyta opnunartíma skemmtistaða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni. 26.10.2006 21:15
Krefjst 26 milljóna í skaðabætur Alcoa krefst 26 milljóna króna í bætur af 12 mótmælendum sem eru ákærðir fyrir að hafa farið í óleyfi inn á virkjanasvæðið við Kárahnjúka. Fólkið er ákært fyrir að hafa brotið hegningarlög með því að leggjast á vegi og stöðva umferð og vinnu á svæðinu. Aðalmeðferð hófst í málinu í dag. 26.10.2006 21:00
Gefur ekki upp hvorn hann styður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki gefa upp hvort hann styðji Björn Bjarnason eða Guðlaug Þór Þórðarson í annað sætið í Reykjavík. Vilhjálmur hefur lýst opinberlega yfir stuðningi við Guðlaug Þór en prýðir einnig forsíðu kosningabæklings Björns. 26.10.2006 20:45
Dæmdur fyrir nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri var í héraðsdómi í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tvítugri stúlku á göngustíg í Breiðholti í sumar. 26.10.2006 20:30
Malaví býður íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum Ísland er nú í 95. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. 26.10.2006 19:29
Hvalveiðar skaða Icelandair Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. 26.10.2006 19:23
Óánægðir með að vera kallaðir "jeppagengi" Íslenskir starfsmenn friðargæslunnar í Afganistan eru afar óánægðir með tal utanríkisráðherra um að þeir hafi starfað í "jeppagengjum", en ráðherrann vill mýkja ásýnd friðargæslunnar. Íslensk hjúkrunarkona og ljósmóðir eru nú í Afganistan og hefja störf á laugardag. Þær verða ávallt í fylgd vopnaðra fylgdarmanna. 26.10.2006 19:17
Skjöl um símahleranir 1949 til 1968 verða birt Þjóðskjalasafnið hefur ákveðið að birta skjöl um símhleranir frá árunum 1949 til 1968. Safnið segir að ákvörðunin sé tekin í samræmi við þá skoðun Menntamálaráðuneytisins sem birtist í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Kjartans Ólafssonar, að veita skuli aðgang að gögnunum meðal annars að teknu tilliti til 71. gr. stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins. 26.10.2006 18:30
Umhverfisslys yfirvofandi á Frakkastígsreit Umhverfisslys er yfirvofandi á horni Frakkastígs og Laugavegar, segir borgarfulltrúi frjálslyndra sem gagnrýnir það hvernig nýtt deiliskipulag er kynnt - kynningarferlið, segir hann, er alltof veikt. 26.10.2006 18:23
FL Group styrkir BUGL Á annað hundrað barna í sjálfsvígshættu njóta góðs af ákvörðun FL Group og Sinfóníuhljómsveitar Íslands að styrkja BUGL um allt að tuttugu milljónir á næstu fjórum árum. 26.10.2006 18:15
Fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni á sex ára tímabili, eða þegar hún var átta ára og þar til hún var fjórtán ára. Með þessu staðfesti rétturinn dóm hérðasdóms. 26.10.2006 16:57
Fimm sinnum tekinn fullur á tæpum tveimur mánuðum Hæstiréttur Íslands dæmi í dag karlmann á fimmtugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur. Maðurinn ók bifreið sinni undir áhrifum áfengis og var sviptur ökurétti fimm sinnum á tímabilinu frá 5. desember 2005 til 21. janúar 2006. 26.10.2006 16:37
HS samþykkir 10 milljóna dollara tilboð bandaríska hersins Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að samþykkja tilboð frá bandaríska hernum um 10 milljóna dollara greiðslu, jafnvirði um 680 milljóna, til að jafna ágreining vegna uppsagnar hitaveitusamnings í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. 26.10.2006 16:08
Möguleikinn til náms mikilvægasti þáttur samstarfs Íslendingar telja að möguleikinn til náms og rannsókna í öðrum norrænum ríkjum sé mikilvægasti þáttur norræns samstarfs. Nærri 40 prósent þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar en einungis á bilinu 6-11 prósent eru sammála þessu í hinum norrænu ríkjunum. 26.10.2006 15:47
Borgarstjóri reiddist dómsmálaráðherra Það hefur vakið athygli að í Fréttablaðinu, í dag, er heilsíðu auglýsing þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hvetur sjálfstæðismenn til þess að kjósa Guðlaug Þór Þórðarson, í prófkjörinu um helgina. 26.10.2006 15:21
Valgerður fundaði með Ivanov Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með rússneskum starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi. 26.10.2006 15:19
Reglur um innihald og magn vökva í flugi breytast Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007. 26.10.2006 15:05
Lífeyrisgreiðslur TR 44 milljarðar á næsta ári Búist er við að lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar verði 44 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að miðað við þetta hafi útgjöld til lífeyristrygginga aukist um 84 prósent á árunum 1998 til 2007 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. 26.10.2006 14:59
Lést í slysi á Vopnafirði Fullorðin kona lést þegar bíll hennar fór fram af klettum við heilsugælsustöðina í Vopnafirði og hafnaði út í sjó um klukkan ellefu í morgun. 30-40 menn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði voru kallaðir á vettvang og notuðu þeir bæði slöngubáta og björgunaskip við leit að konunni. 26.10.2006 14:43
Skora á Sturlu að beita sér fyrir því að hvalveiðar verði stöðvaðar Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, að hlutast til um að hvalveiðar verði stöðvaðar og málið tekið upp að nýju innan ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum í dag. 26.10.2006 14:24
Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. 26.10.2006 13:58
Sjávarútvegsráðherra Breta segir hvalveiðarnar sorglegar Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands ítrekaði í morgun andstöðu Breta við atvinnuhvalveiðar Íslendinga og sagði engin rök fyrir ákvörðun Íslendinga. Hann og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, funduð í morgun um málið að ósk Bradshaw. 26.10.2006 13:57
Slysið á Vopnafirði alvarlegt Lögregla og björgunarsveitir á Vopnafirði hafa náð konu upp úr sjónum skammt frá heilsugæslustöðinni í bænum en bíll hennar fór út af bakka þar í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hennar en ljóst er að slysið er alvarlegt. Verið er að vinna að því að ná bílnum upp úr sjónum en tildrög slyssins eru ókunn. 26.10.2006 13:31
Ókeypis í Þjóðmenningarhúsið um helgina Ókeypis aðgangur verður að öllum sýningum í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af því að handrit Skarðsbókar postulasagna er nú sýnt þar í fyrsta skipti. Handritið er sýnt til að minnast þess að 18. október voru liðin 40 ár síðan dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri afhenti íslensku þjóðinni bókina. 26.10.2006 13:16
Húsavíkursmyglið hugsanlega angi af stórum smyglhring Grunur leikur á að smyglmál, sem uppvíst varð um í rússnesku frystiskipi á Húsavík, sé aðeins angi af víðtæku smyglkerfi, sem tengist innflytjendum hér á landi. Liðsauki frá Ríkislögreglustjóra og fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar verður væntanlega sendur norður í dag til að gera allsherjarleit í skipinu. 26.10.2006 12:15
Bíll í sjóinn við Vopnafjörð Lögregla og björgunarsveitir á Vopnafirði hafa verið kallaðar út vegna bíls sem fór sjóinn skammt frá höfn bæjarins. Kona mun hafa verið í bílnum og er unnið að því að bjarga henni. 26.10.2006 11:30
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sumar nauðgað tvítugri stúlku á göngustíg í Breiðholti. 26.10.2006 11:06
Kirkjuþing samþykkir stefnumótun á sviði kærleiksþjónustu Kirkjuþing samþykkti í morgun stefnumótum á sviði kærleiksþjónustu og hjálparstarfs en með því eru sóknir hvattar til að huga sérstaklega að þeim þætti í þjónustu kirkjunnar er lítur að stuðningi við fólk í erfiðum aðstæðum og leggja sérstaka áherslu á vinaheimsóknir til þeirra sem eru einangraðir. 26.10.2006 10:22
Mun langdrægari metanbílar Sex nýir metanbílar verða afhentir Sorpu við hátíðlega athöfn í dag. Þessir bílar eru af nýrri kynslóð metanbíla sem eru mun langdrægari en fyrri metanbílar. Árni Þórður Jónsson, kynningarfulltrúi, segir bílana draga allt að 430 kílómetra á einum tanki, sem auki möguleikana á almennri notkun til muna. 60 metanbílar eru í notkun í Reykjavík í dag, flest fyrirtækjabílar. 26.10.2006 10:00
Kviknaði í dæluskúr Eldur kviknaði í dæluskúr Hitaveitu Akureyrar við Laugaland í Eyjafjarðarsveit rétt um kl. 20 í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en skúrinn er ónýtur að sögn lögreglu. Lögregla telur líklegt að kviknað hafi í skúrnum út frá rafmagni. 25.10.2006 23:45
Kveikt í rusli í gamla Hampiðjuhúsinu Eldur kviknaði í rusli í stigagangi gamla Hampiðjuhússins við Brautarholt í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Tilkynning barst lögreglu kl. 20:22 og gekk greiðlega að slökkva eldin og slökkvistarfi lokið 26 mínútum síðar. Enginn var í hættu. Fjölmörg útköll hafa borist slökkviliði vegna elds í húsinu síðustu mánuði. 25.10.2006 23:30