Innlent

Rifbeinsbraut lögregluþjón

Maður sem tekinn var fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt brákaði rifbein í lögreglumanni. Eftir að hann hafði verið færður inn í lögreglubíl reyndi maðurinn að flýja út úr bílnum en náðist á hlaupum. Hann sló til lögregluþjónsins með þessum afleiðingum.

Annar maður, sem líka var tekinn fyrir ölvunarakstur, sinnti ekki stöðvunarmerkjum og reyndi að stinga lögregluna af. Hann náðist svo í botngötu á Seltjarnarnesi án þess að til mikils hraðaksturs kæmi. Mennirnir gistu báðir fangageymslur í nótt. Þrír aðrir voru teknir í nótt í Reykjavík, grunaðir um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×