Fleiri fréttir

67 teknir á meira en 190 í ágúst

Tugir bíla mældust á yfir 190 kílómetra hraða í ágústmánuði. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir hraðann aukast í takt við velsæld þjóðfélagsins.

Gæti hagnast um 20 milljarða við sölu á Icelandair

Eignarhaldsfélagið FL Group gæti hagnast um tuttugu milljarða króna með fyrirhugaðri sölu á Icelandair, eða Flugleiðum, að mati markaðssérfræðinga. Það yrði einhver mesti söluhagnaður á svo skömmum tíma sem um getur hér á landi.

Forsætisráðherra kynnir varnarsamkomulag

Geir H. Haarde forsætisráðherra er þessa stundina að gera fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna grein fyrir niðurstöðum samningaviðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um brottflutning Varnarliðsins. Greint er frá þeim opinberlega síðar í dag.

Þjóðkirkju ber að virða jafnréttislögin

Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir Þjóðkirkjuna ekki geta vikið sér undan jafnréttislögunum með því að velja sóknarpresta með leynilegri kosningu, eins og sagt var frá í fréttum NFS í gær.

Ísland færist upp um tvö sæti á lista WEF um samkeppnishæfni

Ísland er fjórtánda samkeppnishæfasta land í heimi og færist upp um tvö sæti frá því í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna Wold Economic Forum. Sviss er samkepnnishæfasta hagkerfi heimsins en þar á eftir koma Finnland, Svíþjóð og Danmörk.

Trúir ekki að Steingrímur hafi ekki spurt um leyniþjónustu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að það væri með miklum ólíkindum ef embættismenn hefðu ekki upplýst Steingrím Hermannsson, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra og forsætisráðherra um ráðstafanir lögreglunnar til að gæta öryggis ríkisins. Hafi Steingrími ekki verið sagt frá þessum grundvallaratriðum að fyrra bragði trúi hann ekki öðru en jafnathugull maður og Steingrímur hafi spurt.

Bækur, vefsíður og spjall í tilefni af tungumáladeginum

Evrópski tungumáladagurinn er haldinn hátíðlegur í dag víða í skólum landsins. Sérstök hátíðardagskrá verður víða á vegum tungumálastofnana og í skólum landsins. Meðal annars er gefin út ljóðabók sem inniheldur ljóð þýsks höfundar á fjórum tungumálum, opnaður námsgagnavefur á átta tungumálum og í HR getur fólk spjallað við skiptinema.

Taka undir kröfur sjúkraliða á LSH um nýjan stofnanasamning

Sjúkraliðar á sjúkrahúsi og heilsugæslu Akranes og sjúkraliðar á Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa sent frá sér ályktanir þar sem tekið er undir kröfur sjúkraliða á Landspítalans um að gengið verði frá nýjum stofnanasamningi við sjúkraliða tafarlaust.

Jökulsárgöngur á þremur stöðum á landinu

Fjölmargir hafa áhuga á því að ganga með Ómari Ragnarssyni niður Laugaveg, frá Hlemmi á Austurvöll klukkan átta í kvöld. Systurgöngur hafa verið skipulagðar á Akureyri og á Ísafirði. Á öllum stöðunum verða ræðuhöld og jafnvel fjöldasöngur. Ómar leggur til að hætt verði við að reka tappann í Hálslón eins og stendur til að verði gert, líklega á fimmtudagsmorgun.

Bryndís Ísfold stefnir á 6. sætið í Reykjavík

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Bryndís situr nú í framkvæmdastjórn flokksins og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hans.

Sextán manns vakta varnarsvæðið þegar herinn fer

Búið er að ráða tólf öryggisverði til að starfa með fjórum lögreglumönnum við að vakta varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli eftir að síðustu varnarliðsmennirnir yfirgefa svæðið um helgina.

Varað við hálku á Holtavörðuheiði

Vegagerðin varar við hálku á Holtavörðuheiði, og er þetta líklega fyrsta hálkuviðvörunin í haust. Þá er varað við steinkasti á Hellisheiðinni frá Skíðaskálanum í Hveradölum að Kömbunum og eins efst í Þrengslunum vegna klæðningarvinnu.

Spreyjaði á norðurvegg Stjórnarráðsins

Lögreglan í Reykjavík leitar manns sem sprautaði úr úðabrúsum á norðurgafl Stjórnarráðsins við Lækjartorg í gærkvöldi. Vegfarandi tilkynnti um athæfi mannsins en hann var horfinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann var í bláum vinnugalla með endurskinsrönd, og með rauða húfu á höfði, að sögn vitnis.

FL Group gæti hagnast um 20 milljarða

Eignarhaldsfélagið FL-Group gæti hagnast um 20 milljarða króna með sölu á Icelandair, eða Flugleiðum, að mati markaðssérfræðinga. Icelandair mun vera skráð á átta og hálfan milljarð í efnahagsreikningi FL Group, en fyrir nokkrum dögum var félagið metið á 26 milljarða og jafnvel á rúmlega 30 milljarða, eftir því hvernig staðið yrði að kaupunum.

Grímseyingar biðla til stóru verslanakeðjanna

Ákveðið var á borgarafundi í Grímsey i gærkvöldi, þar sem nær allir eyjarskeggjar voru saman komnir, að leita til stóru verslanakeðjanna um verslunarrekstur í Grímsey. Einu matvöruversluninni þar verður lokað innan tíðar og verður eyjarskeggjum þá allar bjargir bannaðar nema með því að sigla eða fljúga til meginlandsins til innkaupa.

Nýr formaður Vinstri-grænna í Reykjavík

Hermann Valsson var í kvöld kosinn nýr formaður Reykjavíkurfélags Vinstri-grænna. Hermann er kennari og varaborgarfulltrúi en hann tekur við af Þorleifi Gunnlaugssyni.

Fundað um vetni

Sjötti fundur stýrinefndar Alþjóðavetnissamstarfsins verður haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 26. og 27. september.

Óvissa um byggingu menningarhúss í Skagafirði

Algjör óvissa ríkir um byggingu menningarhúss í Skagafirði eftir deilur og aðdróttanir á síðasta sveitastjórnarfundi. Sóknarpresturinn í Glaumbæ krefst afsökunarbeiðni og stefnir í dómsmál.

Tófan á ferð

Illa leikin ær fannst á túni bóndans á Stað í Súgandafirði fyrir skömmu. Svo virðist sem tófan hafi verið að verki en ærin lifði þó árásina af.

Stúlkan fundin

Sigrún Mjöll Jóhannesardóttir, stúlkan sem Lögreglan í Kópavogi lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundin. Hún fannst rétt fyrir klukkan níu í verslunarmiðstöð í Hafnarfirðinum.

Vestfirsk Jökulsárganga

Vestfirskt áhugafólk um verndun hálendisins ætlar á morgun að mótmæla yfirvofandi náttúruspjöllum á austfjarðarhálendinu með því að ganga.

Kúabændur gagnrýna hugmyndir um lækkun matvælaverðs

Landssamband kúabænda gagnrýnir harðlega hugmyndir Samfylkingarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð. Í yfirlýsingu sem samtökin hafa sent frá sér er bent á afleiðingar þess ef stefnunni verði hrint í framkvæmd.

Þvertaka fyrir að hafa vitað af rekstri leyniþjónustu

Tveir dómsmálaráðherrar Framsóknarflokksins á tímum kalda stríðsins, Steingrímur Hermannsson og Jón Helgason, þvertaka fyrir að hafa vitað af rekstri leyniþjónustu hjá undirstofnunum sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra.

Listaverk og skrímsli í Faxaskála

Vinnuvélar, sem minna einna helst á skrímsli úr vísindaskáldsögu, rífa nú í sig leifarnar af Faxaskála við Reykjavíkurhöfn. Aðkoman á vinnusvæðinu líkist heimkynnum skrímslanna í slíkri sögu eða jafnvel vígvelli.

Niðurgreitt flug til Eyja?

Flug til Eyja verður niðurgreitt af ríkinu ef ekki finnst á næstu 6 mánuðum flugfélag sem treystir sér til að halda úti flugi milli Eyja og Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum.

Val á prestum ekki undir jafnréttislög

Kirkjuráð ætlar að leggja til við Kirkjuþing í október að prestar verði kosnir leynilegri kosningu, meðal annars til að tryggja að valið falli ekki undir jafnréttislög.

Fær ekki aðstoð barnaverndaryfirvalda

Móðir af erlendum uppruna fær ekki aðstoð barnaverndaryfirvalda á Álftanesi til að sækja barn sitt til forsjárlauss föður sem hefur haldið barninu í leyfisleysi frá því í ágúst. Drengurinn átti að byrja í skóla fyrir mánuði.

Ráðherra seig úr þyrlu

Öryggisvika sjómanna var sett í dag í rjómablíðu út við sundin blá. Í vikunni verða sjómenn hvattir til að þjálfa viðbrögð við slysum og sjávarháska.

Eignir íslenskra heimila hækka

Eignir íslenskra heimila hækkuðu að verðmæti í ágúst eftir nánast stöðugan samdrátt frá því í mars ef miðað er við eignaverðsvísitölu greiningardeildar KB banka. Vísitalan hækkaði um 4,3% í mánuðinum og fór vöxtur vísitölunnar síðustu tólf mánuðina þar með úr 2,3% í 5,6% að raunvirði.

Leigusamningur vegna tækja líklega framlengdur

Leigusamningur milli íslenskra og bandarískra stjónvalda vegna tækjabúnaðar á Keflavíkurflugvelli verður hugsanlega framlengdur um fjögur ár til viðbótar því ári sem samið verður um. Frá þessu er greint á vef Víkurfétta.

Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku

Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur. Sigrún Mjöll fór frá heimili sínu í Kópavogi á síðastliðið föstudagskvöld og hefur hún ekkert látið vita af sér síðan þá. Sést hefur þó til hennar bæði í Kópavogi og í Reykjavík.

Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í dag dæmdur í mánaðarlangt fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa í sumar skallað annan mann á veitingastað á Reyðarfirði með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga og skurð á kinnbeini.

Bryndís sækist eftir fjórða sæti í Kraganum

Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, gefur kost á sér í fjórða til fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingkosningar. Bryndís starfar sem verkefnisstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun.

Hvalfjarðargöng lokuð næstu tvær nætur

Vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum verða göngin lokuð yfir nóttina frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfaranætur þriðjudags 26. og miðvikudags 27. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Stofnað til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík

Ákveðið var á fyrsta fundi nýs leikskólaráðs 22. september að stofna til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík, sambærileg þeim sem veitt eru árlega til grunnskóla í borginni. Hvatningarverðlaunin verða veitt sex skólum ár hvert eftir því sem segir í tilkynningu frá menntasviði.

Tveggja ára fangelsi fyrir að hafa banað manni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa verið valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæi í desember 2004.

Varað við steinkasti á Hellisheiði

Vegagerðin varar við hættu á steinkasti á Hellisheiðinni frá Skíðaskálanum í Hveradölum að Kömbunum og eins efst í Þrengslunum. Verið er að klæða veginn og eru vegfarendur beðnir að virða hraðatakmarkanir.

Birna stefnir ofarlega á lista sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Birnu segir að þar sem ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti verður raðað á lista flokksins telji hún ótímabært að tiltaka ákveðið sæti, en hún bjóði sig fram ofarlega á listann.

Sala á áfengi og dagvöru eykst milli ára

Landsmenn vörðu mun meira til kaupa á dagvöru og áfengi í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum rannsóknarseturs verslunarinnar. Velta í dagvöruverslun var 8,8 prósentum meiri í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi.

Sjá næstu 50 fréttir