Innlent

Þjóðkirkju ber að virða jafnréttislögin

Konur eru í miklum minnihluta í prestastéttinni.
Konur eru í miklum minnihluta í prestastéttinni. MYND/Stefán Karlsson

Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir Þjóðkirkjuna ekki geta vikið sér undan jafnréttislögunum með því að velja sóknarpresta með leynilegri kosningu, eins og sagt var frá í fréttum NFS í gær.

Þar kom fram að kirkjuráð myndi leggja til nýtt valferli við kirkjuþing. Eftir að brauð sé auglýst skipi kirkjuþing valnefnd sem velji þrjá hæfustu umsækjendurna. Sérskipuð kjörnefnd níu fulltrúa úr prestakallinu kjósi síðan á milli þessara þriggja í leynilegri kosningu og niðurstöðu hennar verði ekki áfrýjað. Þetta segir kirkjuráð gert til að koma í veg fyrir fjárkröfur á hendur biskupi fyrir meint brot á jafnréttislögum.

María segir að jafnréttislög eigi jafnt yfir alla að ganga: Þjóðkirkjuna sem og aðra atvinnuveitendur, og enginn aðili geti sett reglur sem minnka vægi jafnréttislaganna. Eftir sem áður beri vinnuveitendum að taka tillit til kyns þegar tveir eða fleiri umsækjendur þykja jafnhæfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×