Innlent

Grímseyingar biðla til stóru verslanakeðjanna

Grímseyingar þurfa að sigla í 4 klst eða fljúga í hálftíma með tilheyrandi kostnaði eftir salti í grautinn ef ekki kemur búð í stað hinnar sem hættir.
Grímseyingar þurfa að sigla í 4 klst eða fljúga í hálftíma með tilheyrandi kostnaði eftir salti í grautinn ef ekki kemur búð í stað hinnar sem hættir.

Ákveðið var á borgarafundi í Grímsey i gærkvöldi, þar sem nær allir eyjarskeggjar voru saman komnir, að leita til stóru verslanakeðjanna um verslunarrekstur í Grímsey. Einu matvöruversluninni þar verður lokað innan tíðar og verður eyjarskeggjum þá allar bjargir bannaðar nema með því að sigla eða fljúga til meginlandsins til innkaupa.

Nýverið hlupu Samkaup undir bagga með Þórshafnarbúum, þega einu matvöruversluninni þar var lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×