Innlent

Spreyjaði á norðurvegg Stjórnarráðsins

Starfsmenn Stjórnarráðsins voru fljótir til og kölluðu á málara í bítið í morgun.
Starfsmenn Stjórnarráðsins voru fljótir til og kölluðu á málara í bítið í morgun. MYND/HS

Lögreglan í Reykjavík leitar manns sem sprautaði úr úðabrúsum á norðurgafl Stjórnarráðsins við Lækjartorg í gærkvöldi. Vegfarandi tilkynnti um athæfi mannsins en hann var horfinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann var í bláum vinnugalla með endurskinsrönd, og með rauða húfu á höfði, að sögn vitnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×