Innlent

FL Group gæti hagnast um 20 milljarða

MYND/Anton Brink

Eignarhaldsfélagið FL-Group gæti hagnast um 20 milljarða króna með sölu á Icelandair, eða Flugleiðum, að mati markaðssérfræðinga. Icelandair mun vera skráð á átta og hálfan milljarð í efnahagsreikningi FL Group, en fyrir nokkrum dögum var félagið metið á 26 milljarða og jafnvel á rúmlega 30 milljarða, eftir því hvernig staðið yrði að kaupunum.

Bankar eru taldir líklegustu kaupendurnir en síðan kæmu kjölfestufjárfestar til sögunnar. Morgunblaðið nefnir til sögunnar hópa undir forystu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa annarsvegar, og undir stjórn Finns Ingólfssonar og fleiri, hinsvegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×