Fleiri fréttir

Gerir kröfu í bú sakborninga

Hæstiréttur Íslands staðfesti á þriðjudaginn úrskurð Héraðsdóms um að bú Ragnars Orra Benediktssonar yrði tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Símans hf.

Hert lög um hvíldartíma

Á seinustu starfsdögum Alþingis voru samþykktar breytingar á lögum sem varða reglur um hvíldartíma bílstjóra hópferða- og farmflutningabíla.

Vilja meiri umræðu í skólum

Æskilegt er að skólar nýti skýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa ásamt öðrum skýrslum um umferðaröryggismál í verkefna- og rannsóknarvinnu nemenda

Vísað í ólögmætt samráð

Samkeppnis­eftirlitið gerði húsleit hjá Kredit­kortum hf., sem hefur umboð fyrir Mastercard á Íslandi, á þriðjudag í kjölfar húsleitar stofnunarinnar hjá Visa Ísland.

Stofninn lítill og ræfilslegur

Geitungastofninn á Íslandi er mjög illa á sig kominn það sem af er sumars. Búin eru lítil og fá og geitungarnir sjálfir eru ræfilslegir. Að sögn Róberts Ólafssonar meindýraeyðis er ástæðan fyrir þessu hrun stofnsins síðasta sumar þegar tvísýnt var um að hann lifði yfirleitt af, en líklegast þykir að einhvers konar sveppasýking hafi verið þar á ferðinni.

Íslenskar bækur kynntar

Ísland tók þátt í hinni árlegu Madrídarbókakaupstefnu sem stóð frá 26. maí til 11. júní. Kaupstefnan var haldin undir berum himni og voru íslenskar bókmenntir kynntar í Norðurlandabásnum. Þetta er tíunda árið í röð sem íslenskar bækur eru á boðstólunum á hátíðinni.

Skora á ráðherra að banna hvalveiðar á hvalaskoðunarsvæðum

Samtök ferðaþjónustunnar skora á sjávarútvegsráðherra að beina hvalveiðum út fyrir auglýst hvalaskoðunarsvæði til að minnka árekstra milli þeirra sem hafa lifibrauð sitt af að skoða hvali og þeirra sem finnst nauðsynlegt að skjóta þá. Samtökin segja óásættanlegt að hvalveiðimenn skjóti gæfustu hrefnurnar sem einmitt sé mesti fengurinn fyrir hvalaskoðara að sjá.

Búið að opna í Kerlingarfjöllum

Útivistarsvæðið í Kerlingarfjöllum opnaði formlega nú um helgina þar sem nú er búið að opna fyrir umferð um Kjalveg í báðar áttir og er hann nýheflaður og í góðu standi. Að sögn staðarhaldara hefur umferð til Kerlingarfjalla farið stigvaxandi frá því að skíðaiðkun var þar aflögð árið 2002 og farið að markaðssetja svæðið sem almennt útivistarsvæði yfir sumartímann.

25 athugasemdir vegna frummatsskýrslu Fjarðaráls

25 athugasemdir bárust vegna frummatsskýrslu Alcoa Fjarðaráls á umhverfisáhrifum álvers á Reyðarfirði, frá náttúruverndarsamtökum og einstaklingum. Skýrslan gerir meðal annars úttekt á mengun frá álverinu í lofti sem á láði og er það niðurstaða skýrslunnar að með þurrhreinsibúnaði einvörðungu verði öll mengun frá álverinu undir viðmiðunarmörkum.

Icelandair semur við sænska ríkið

Icelandair hefur náð samningum við sænska ríkið um að fljúga með starfsmenn þess á milli Svíþjóðar og Íslands annars vegar, og hins vegar á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Að sögn Sigmundar Halldórssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Icelandair, er samningurinn stór áfangi fyrir félagið.

Miklar breytingar á sendiherraskipan

Miklar breytingar verða gerðar á sendiherraskipan íslensku utanríkisþjónustunnar á næstunni. Ráðuneytið sendi frá tilkynningu síðdegis þar sem greint er frá þeim sem nú þegar hafa verið ákveðnar.

Karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni

Karlmaður á fimmtugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni. Maðurinn átti að hafa lagst ofan á dóttur sína, sem þá var tíu ára gömul, girt niður um hana og sett getnaðarlim sinn í leggöng hennar. Maðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu. Í dómnum kemur fram að orð standi gegn orði hjá stúlkunni og föður hennar.

Íslensk börn of feit

Eitt af hverjum tíu íslenskum börnum á aldrinum þriggja til sex ára er of feitt. Þróunin versnar eftir því sem börnin verða eldri. Á grunnskólaaldri er allt að fjórðungur barna of þungur. Fleiri þjást af offitu í heiminum en vannæringu.

Hjólamennirnir komnir heim

Fjórum veðurbörnum slökkviliðsmönnum var fagnað innilega við komuna heim til Reykjanesbæjar í dag, eftir að þeir höfðu hjólað hringinn í kringum landið til styrktar Umhyggju, félags foreldra langveikra barna. Mennirnir höfðu þá hreppt öll veður sem boðið er upp á á Íslandi í júní.

Mótmæla fyrirhuguðum hrefnuveiðum

Hvalaskoðunarsamtök Íslands mótmæla harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á 50 hrefnum hér við land á þessu ári. Greint var frá þessari ákvörðun sjávarútvegsráðherra í gær og eiga veiðarnar að hefjast á næstu dögum.

Föroyabanki PF skráður í Kauphöll Íslands

Föroyabanki PF er frá og með deginum í dag skráður í Kauphöll Íslands. Er þess vænst að í kjölfarið muni viðskipti með færeysk bréf aukast. Kauphallaraðilar eru með þessu orðnir 25, en fimm af þeim eru erlendir. Føroya Banki P/F verður aðili að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar.

Þurfa ekki að bera vitni í Baugsmálinu

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að settur ríkissaksóknari og dómstjóri Hérðasdóms Reykjavíkur, þyrftu ekki að vera vitni í Baugsmálinu.

Danskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af fríblaði

Danskir stjórnmálamenn virðast hafa nokkrar áhyggjur af fríblaðinu sem Dagsbrún er að hrinda af stokkunum, í Danmörku. Margir danskir þingmenn eru sagðir tilbúnir til þess að endurskoða stuðning við hin hefðbundnu dagblöð.

Samingur Eiðs kynntur fyrir fjölmiðlum innan skamms

Blaðamannafundur spænska knattspyrnuliðsins Barcelona vegna samningsins við Eið Smára Guðjohnsen hefst klukkan fjögur. Fundurinn átti upprunalega að vera klukkan þrjú, en honum var frestað um klukkustund vegna leiks Spánverja og Úkraínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þar á að kynna fjögra ára samning Eiðs Smára við Evrópumeistara Barcelona.

Stefnir í harkalega lendingu

Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir.

Bakslag í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að gríðarlegt bakslag hafi orðið í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar við kjör í nefndir, ráð, stjórnir og hverfaráð í gær. Í átta megin ráð borgarstjórnar hafi meirihlutinn kosið konur til formennsku í aðeins tveimur.

25 milljónir í sekt og 7 mánuði í fangelsi

Karlmaður var í gær dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot. Manninum er einnig gert að greiða 25 milljónir króna í sekt. Greiði hann ekki sekt sína innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í sex mánuði.

Verið að laga Kjalveg

Verið er að laga Kjalveg og verður hann væntanlega opnaður fyrir helgi, fyrir jeppa að minnstakosti. Komið hefur í ljós að talsvert mikið hefur runnið úr afleggjaranum í Kerlingafjöll í vatnavöxtum í vetur, og þarf að lagfæra hann nokkuð. Einhver tími mun þó líða þar til vegurinn um Sprengisand verður opnaður.

Fjórir grunaðir um ölvunarakstur á sama bílnum

Fjórir ölvaðir menn eru grunaðir um að hafa ekið einum og sama bílnum í Reykjavík undir morgun. Lögreglan kom að mönnunum við bílinn og var enginn undir stýri, en greinilegt var að bíllinn hafði nýlega numið staðar. Engin mannanna kannast hinsvegar við að hafa ekið honum og liggja þeir því allir undir grun.

Spáir harkalegri lendingu íslenska hagkerfisins

Poul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings sagði á fundi í London í gær að vaxandi líkur væri á að íslenska hagkerfið stefndi í harkalega lendingu. Það var Fitch Ratings, sem breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar, í febrúar síðastliðnum.

Þróa byltingarkennda aðferð

Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla um víðtækt samstarf um rannsóknir og kennslu var undirritaður í gær. Með samningnum er verið að formgera samstarf skólanna sem hefur þróast á undanförnum árum. Áhersla verður lögð á verkefni á sviði loftslagsbreytinga.

Segja kjötverð ekki hafa ýtt undir verðbólgu

Bændasamtök Íslands blása á þær fullyrðingar forsvarsmanna matvælakeðjanna að kjötskortur og þar af leiðandi hærra kjötverð hafi ýtt undir hækkanir á neysluverðsvísitölu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir verð á mjólkurvörum hafi hækkað mun meira þrátt fyrir að framleiðendur hafi ekki hækkað verð til smásala síðustu mánuði.

Hlutabréf féllu um allan heim

Hlutabréf féllu um allan heim í gær af ótta við frekari vaxtahækkanir sem draga munu úr hagvexti og hagnaði fyrirtækja. Flestar hlutabréfavísitölur heims eru komnar undir það gildi sem þær stóðu í um áramót eftir miklar hækkanir framan af ári.

Hefur efasemdir um getu Seðlabankans

Gylfi Zoëga, prófessor í þjóðhagfræði, telur að ríkisstjórnin hafi ekki sinnt hagstjórninni nægilega vel. Seðlabankinn hafi staðið einn í baráttunni. Hætta sé á að hann hafi misst trúverðugleika og hafi lítil áhrif á ákvörðun gengis.

Veiðimenn hætt komnir

Vatnsmagn í Norðurá í Borgarfirði hefur sveiflast undanfarna daga og var yfirborðið á tímabili tveimur metrum hærra en þegar það var sem lægst í maí. Svo hörð var áin í fyrradag að hún hreif með sér bát með fjórum veiðimönnum niður foss, en betur fór en á horfðist og sluppu mennirnir ómeiddir.

Unnið samkvæmt álitsgerð

Jón Kristjánsson, fráfarandi félagsmálaráðherra, segir vinnu við breytingar á Íbúðalánasjóði vera vel á veg komna en líklegt má telja að breytingarnar nái fram að ganga á þessu ári.

Mikilvægur áfangifyrir Háskóla Íslands

Háskóli Íslands gerði í gær samkomulag við Jarðarstofnun hins bandaríska Kólumbíuháskóla um fjölþætt samstarf. Áhersla verður lögð á rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga þar sem íslenskir vísindamenn eru í fararbroddi.

Telur upptökin hjá samkeppnisaðila

"Mér fannst ég vera staddur í ríki sem hefði eitthvað annað réttarfar en við," sagði Halldór Guðbjarnarson, forstjóri Visa Ísland um húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði hjá fyrirtækinu í gærmorgun samkvæmt dómsúrskurði.

Fimmtíu hrefnur verða veiddar í ár

Ákveðið hefur verið að veiða 50 hrefnur á þessu ári en ekki 39 eins og í fyrra. Skynsamlegt að flýta rannsóknunum, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Markmiðið er að kanna hlutverk hrefnu í vistkerfinu við landið.

Stefnt að sátt um samninga í vikunni

Halldór Ásgrímsson vonast til þess að samkomulag náist um kjarasamninga fyrir vikulok. Ríkisstjórnin hafnaði kröfum Alþýðusambandsins um nýtt skattþrep og breytingar á eftirlaunakerfi æðstu embættismanna um helgina.

Gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar verða mislæg

Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða, lækkun leikskólagjalda, útgáfa frístundakorta, opnun gæsluvalla og skipulagning íbúðabyggðar í Örfirisey er meðal þess sem nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að gera á kjörtímabilinu. Þá á að hefja og ljúka framkvæmdum

Enn skortur á svínakjöti

Skortur er á kjöti og ekki víst að úr rætist þó að landbúnaðarráðuneytið hafi heimilað innflutning á tæplega 320 þúsund kílóum af kjöti.

Braut rifbein, borð og rúðu

Karlmaður á sextugsaldri var á mánudag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir líkams­árásir­ og eignaspjöll, skilorðsbundið til tveggja ára.

Kaupmenn tala um kjötskort

Matvörukarfan verður stöðugt dýrari. Þetta kemur fram í verðbólgumælingu Hagstofunnar sem kynnt var í gær. Verðbólgan er nú átta prósent og er það fyrst og fremst vegna þess að viðhald á eigin húsnæði er dýrara og svo hefur verð á mat- og drykkjarvörum hækkað verulega.

Sjá næstu 50 fréttir