Fleiri fréttir Fleiri taka þátt í setuverkfalli Starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, hafa bæst í hóp þeirra starfsmanna sem ætla að mótmæla lélegum kjörum með setuverkfalli á morgun og á föstudag. Hópur þessa starfsfólks mun koma saman í Alþingishúsinu á morgun klukkan eitt, til að afhenda fjármálaráðherra undirskriftarlista, þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við ástandinu á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins. 5.4.2006 17:30 Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku og er það bókaútgáfan Nov Zlatorog sem gefur ljóðasafnið út. Nov Zlatorog tók til starfa 1990 og er eitt virtasta útgáfufyrirtæki Búlgaríu. Henni var upphaflega komið á fót á sovéttímanum sem neðanjarðarfyrirtæki Kiril Kadiiski sem er eitt fremsta skáld Búlgaríu en hann fékk nýlega frönsku Max Jacob verðlaunin fyrir höfundarverk sitt. 5.4.2006 17:15 Markaðurinn á fleygiferð Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp tvö prósent í dag eftir miklar lækkanir að undanförnu. Mest hækkuðu bréf Flögu eða um 24 prósent og er óhætt að segja að hlutabréfamarkaðurinn hafi verið á fleygiferð að undanförnu, aðallega þó niður á við eftir neikvæða umræðu erlendra banka um íslenskt efnahagslíf. Í gær sendi matsfyrirtækið Moody's síðan frá sér tvær skýrslur þar sem lánshæfismat ríkisins annars vegar, og stóru bankanna þriggja hins vegar, er staðfest. 5.4.2006 17:00 Björgunarskip í viðbragðsstöðu Björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði og á Patreksfirði voru sett í viðbragðsstöðu eftir hádegið í dag, að beiðni Vaktstöðvar siglinga, eftir að 3 bátar lentu í miklum sjó út af Arnarfirði. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum. Bátarnir komust í var inn á Dýrafjörð heilu og höldnu og beiðnin afturkölluð skömmu síðar. 5.4.2006 16:53 Málsókn gegn Norðmönnum eina leiðin Málsókn gegn Norðmönnum virðist eina leiðin til að binda endi á ofríki þeirra við Svalbarða sagði utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Ekki er þó ljóst hvenær af málsókn verður. 5.4.2006 16:50 Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Ölfusi Samfylkingin og óháðir í Ölfusi hafa sent frá sér framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 27. maí næstkomandi. Fyrsta sætið skipar Dagbjört Hannesdóttir, viðskiptafræðingur, í öðru sæti er Hróðmar Bjarnason, framkvæmdarstjóri og í því þriðja er Elín Björg Jónsdóttir. 5.4.2006 16:34 Vilja endurskoðun á verkferlum á Kárahnjúkum Rafiðnaðarsamband Íslands, Starfsgreinasamband Íslands, Samiðn og Alþýðusamband Íslands segja aukna tíðni slysa og veikinda við Kárahnjúka á undanförnum mánuðum kalla á endurskoðun á öllum verkferlum hvað varðar framkvæmd eftirlits með öryggismálum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem landsamböndin hafa sent frá sér. 5.4.2006 16:00 Hart deilt á utanríkisráðherra Stjórnarandstæðingar deildu á utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa ekki nægilegt samráð um gang mála í varnarviðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherra sagði að það mætti ef til vill saka sig um margt en ekki þó það að hafa ekki nægilegt samráð við þingnefndir. 5.4.2006 15:58 Bílvelta við Landakot Bíll valt við Landakotsspítalann í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Engi slys urðu á fólki en bílstjórinn var einn í bílnum. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en ekki reyndist þörf á honum. Ekki er vitað hvernig slysið bar til, en bíllinn var á leið vestureftir Túngötu, þegar hann rakst utan í v egrið og valt á toppinn. Túngötunni var lokað um tíma á meðan lögregan rannsakaði vettvang. 5.4.2006 15:37 Óshlíðarvegur og Súðarvíkurvegur lokaðir Slæmt ferðaveður er víða um land. Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir og éljagangur og það er strekkingsvindur á heiðinni. Þá er óveður á Fróðárheiði og á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður. Búið er að loka veginum um Óshlíð og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu en fólk er jafnframt beðið að vera ekki á ferð milli bæjarkjarnanna í Ísafjarðarbæ, þ.e. Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar. 5.4.2006 15:22 Bílvelta við Landakot Bílvelta varð við Landakotstún nú rétt fyrir klukkan þrjú. Að sögn lögreglu var sjúkrabíll sendur á staðinn og lögreglan er á vettvangi. Ekki er vitað að svo stöddu hvort slys urðu á fólki eða hver tildrög slyssins eru. Við segjum nánar slysinu síðar í dag. 5.4.2006 14:59 Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Stokkseyri Eldur kom upp í herbergi í íbúðarhúsi á Stokkseyri rétt fyrir klukkan tvö. Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn stuttu eftir útkall. Húsráðendur lokuðu herbergishuðinni þegar eldsins varð vart og komu þar með í veg fyrir að eldurinn næði að breiðast út áður en slökkvilið kom á staðinn. 5.4.2006 14:02 Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. 5.4.2006 14:00 Þjóðverjar áhugasamir um stangveiði Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær. Það byggir á því að skipstjórarnir sitja heima í stofu og horfa á þýska ferðamenn veiða fyrir sig og borga ferðamennirnir meira að segja fyrir það. 5.4.2006 12:45 Dómarar ósáttir um röðun umsækjenda Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara, en dómarar eru ekki á eitt sáttir um að raða upp umsækjendum. 5.4.2006 12:30 Hagnaður FL Group um 12 milljarðar króna FL Group hefur selt tæplega 17 prósenta hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna. Félagið hagnast um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. 5.4.2006 12:15 Vandinn liggur í slakri upplýsingagjöf Vandi íslenskra fyrirtækja er miklu frekar fólginn í slakri upplýsingagjöf en slökum stjórnarháttum, segir fjármálastjóri Danske Bank. Hann segir þann vanda engum nema stjórnendum sjálfum að kenna. 5.4.2006 12:00 Lagt til að öryggi borgarbúa verði eflt Miðborgargæsla um helgar og efling öryggis í hverfum borgarinnar er meðal þess sem viðræðurhópur um löggæslumálefni í Reykjavík hefur lagt til. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði hópinn í ágúst árið 2003 sem hefur síðan þá verið samstarfsvettvangur dóms og krikjumálaráðuneytis, lögreglu og borgaryfirvalda um löggæslumál í Reykjavík. 5.4.2006 11:20 Aðeins níu karlmenn skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum Aðeins níu karlmenn eru skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum en hvergi á landinu eru eins fáir karlmenn skráðir atvinnulausir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að í byrjun árs hafi 20 karlmenn verið skráðir en þeim hafi fækkað jafnt og þétt. 5.4.2006 10:43 Gistinóttum á hótelum fjölgar um 5,5% í febrúar Gistinóttum á hótelum í febrúar fjölgaði um 5,5% milli ára samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar yfir gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 3.300 í 5.600 milli ára eða um 68%. 5.4.2006 10:11 Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Á Hellisheiði eru hálkublettir og éljagangur. Hálkublettir eru í uppsveitum Árnessýslu og á stöku stað á Vesturlandi. Þá er hálka og hálkublettir á Vestfjörðum. Á Norður,- Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur. 5.4.2006 09:32 Leki kom að bát í Ólafsvíkurhöfn Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út að höfninni í Ólafsvík á áttunda tímaum í morgun en leki hafði komið að bát í höfninni. Báturinn var kominn því sem næst á hliðina þegar hafnarstarfsmenn tóku eftir honum við eftirlit og kölluðu á slökkvilið. 5.4.2006 09:13 Icelandair styrkir Listahátíð Reykjavíkur Forsvarsmenn Listahátíðar og Icelandair fögnuðu í gær 25 ára starfsafmæli með undirritun nýs samstarfssamnings. Stjórnandi Listahátíðar fullyrðir að hátíðin hefði ekki komist á laggirnar ef ekki væri fyrir samstarfið. 5.4.2006 08:45 Hiti yfir meðallagi fimmta mánuðinn í röð Meðalhiti í Reykjavík í mars mánuði var tæplega eitt stig, sem er tæpu hálfu stigi yfir meðallagi, samkvæmt samantekt Veðurstofunnar og var mars fimmti mánuðurinn í röð, sem hitinn var yfir meðallagi. Óvenju skörp veðraskil voru í mánuðinum, þar skiptust á kuldakaflar og óvenju hlýr hlákukafli, Í heild var mánuðurinn þurrviðrasamur. 5.4.2006 08:30 Efnt til hönnunarsamkeppni á þjónustumiðstöð Snæfellsbær og Umhverfisstofnun hafa ákveðið að efna til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hellissandi og fer samkeppnin fram samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands. 5.4.2006 08:00 Hálka og hálkublettir víða um land Hálkublettir eru víða á þjóðvegum í uppsveitum Árnessýslu og á stöku stað á Vesturlandi. Hálka og hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum. Á Norður-Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur. 5.4.2006 08:00 Kvóti nýttur til sjóstangaveiða Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær þegar níu Þjóðverjar réru til fiskjar á nokkrum hraðfiskibátum og veiddu af kvótum þeirra, en útgerðarmennirnir sátu heima í stofu og horðu á. 5.4.2006 07:30 Fl Group selur hlut sinn í easyJet FL Group er að selja tæplega 17% hlut sinn i lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna og hagnast félagið um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. 5.4.2006 07:15 Páll talinn hæfastur umsækjenda Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara. Allir umsækjendurnir séu hæfir en næst komi Hjördís Hákonaróttir dómstjóri og sigríður Ingvarsdóttir og loks Þorgeir Ingi Njálsson. 5.4.2006 07:02 97 tillögur bárust um nafn á nýju sveitafélagi Alls bárust 97 tillögur um nafn á hið nýja sameinaða sveitafélag á Ólafsfirði og Siglufirði. Fréttavefurinn Dagur greinir frá því að nokkrar tillögur hafi verið að sama nafni svo það eru rúmlega 70 nöfn sem nafnanefndin þarf að taka afstöðu til. Nafnanefndin mun funda í dag og að þeim fundi loknum verða nafnatillögurnar upplýstar. 5.4.2006 06:39 Enn rætt um RÚV-frumvarp á þingi Önnur umræða um frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið stendur enn á Alþingi en hún hófst um klukkan eitt í dag. Fimm manns hafa tekið til máls frá því að umræðan hófst en skömmu fyrir klukkan tíu voru tólf á mælendaskrá og því líklegt að þingfundur standi að minnsta kosti til miðnættis. Umræðunni lýkur þó varla í kvöld. 4.4.2006 22:45 Hlutfall vinnuslysa á Austurlandi eykst umtalsvert Um þriðjungur vinnuslysa hér á landi hefur verið á Austurlandi undanfarin tvö ár samkvæmt tölum Vinnueftirlitsins. Hefur hlutfall þeirra af öllum vinnuslysum í landinu aukist umtalsvert frá aldamótum. Þá leiða tölur Vinnueftirlitsins í ljós að byggingariðnaðurinn er hættulegasta starfsgreinin. 4.4.2006 22:21 Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. 4.4.2006 22:00 Bókasafn Hafnarfjarðar mun hýsa þýska bóksafnið fyrir Goethe-Zentrum Bókasafn Hafnarfjarðar mun framvegis hýsa þýska bóksafnið fyrir Goethe-Zentrum á Íslandi. Um er að ræða bækur, geisladiska, hljóðsnældur og myndbönd á þýskri tungu, alls 6.500 titla. 4.4.2006 20:40 Listahátíð og Icelandair undirrita nýjan samstarfssamning Forsvarsmenn Listahátíðar og Icelandair fögnuðu í dag 25 ára starfsafmæli með undirritun nýs samstarfssamnings. Stjórnandi Listahátíðar fullyrðir að hátíðin hefði ekki komist á laggirnar ef ekki væri fyrir samstarfið. 4.4.2006 20:28 Óeðlilegt að námsmönnum sé ekki ætlaður aðgangur að háskólaráðum Bandalag íslenskra námsmanna segir óeðlilegt að námsmönnum sé ekki ætlaður aðgangur að Háskólaráði samkvæmt frumvarpi til háskólalaga sem nú liggur fyrir á Alþingi. 4.4.2006 20:26 Myndum þurfa að veiða margfalt fleiri dýr Íslendingar myndu þurfa að veiða margfalt fleiri hrefnur en nú er gert til að draga úr stofnstærð hrefnunnar og hemja ágang hennar í fiskinn á Íslandsmiðum eins og sjávarútvegsráðherra leggur til. Einar K. Guðfinnsson segir að við myndum þurfa að veiða um 200 hrefnur á ári til að draga úr fjölgun hrefnunnar og enn fleiri ef ætlunin er að minnka stofninn. 4.4.2006 20:19 Frumvarp um Ríkisútvarpið tryggir ekki starfsfrið Stjórnarandstaðan segir frumvarp um Ríkisútvarpið ekki tryggja starfsfrið sem stofnuninni sé nauðsynlegur. Varhugavert sé að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag, en slíkt leiði oft til sölu fyrirtækja. 4.4.2006 20:13 Fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. 4.4.2006 18:25 Funda á morgun með heilbrigðisráðherra Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. 4.4.2006 18:23 Mikil mengun vegna sinubruna Rykmengunin af sinubrunanum á Mýrum er jafnvel hundraðföld árleg rykmengun frá tvöhundruðþúsund tonna álveri. Magn ýmissa gróðurhúsalofttegunda, sem fór út í loftið meðan á brunanum stóð, getur slagað hátt í helming árlegrar losunar slíkra efna frá álveri. 4.4.2006 18:21 Úrvalsvísitala hefur lækkað um rúmt fjögur og hálft prósent Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um rúmt fjögur og hálft prósent það sem af er degi. Mest er lækkunin í Flögu en hlutabréf í Flögu hafa lækkað um rúm tuttugu prósent. Næst mest er lækkunin í Landsbankanum og KB-banka eða tæp sex prósent. 4.4.2006 18:19 Tveggja manna leitað Lögreglan í Reykjavík rannsakar frásögn ungrar stúlku sem segir tvo menn hafa rænt sér og annar þeirra hafi reynt að nauðga sér, skammt utan við borgina. 4.4.2006 18:13 Moody’s segir að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausafjárstöðu Íslands Í skýrslu sem birtist í dag, kemst matsfyrirtækið Moody’s að þeirri niðurstöðu að Ísland standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem nýlega hefur gætt í viðskipta- og fjármálaumhverfi landsins. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa. 4.4.2006 17:01 Þýska safnið komið til Hafnarfjarðar Bókasafn Hafnarfjarðar mun framveigis hýsa þýska bóksafnið fyrir Goethe-Zentrum á Íslandi. Um er að ræða bækur, geisladiska, hljóðsnældur og myndbönd á þýskri tungu, alls 6500 titla. 4.4.2006 17:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fleiri taka þátt í setuverkfalli Starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, hafa bæst í hóp þeirra starfsmanna sem ætla að mótmæla lélegum kjörum með setuverkfalli á morgun og á föstudag. Hópur þessa starfsfólks mun koma saman í Alþingishúsinu á morgun klukkan eitt, til að afhenda fjármálaráðherra undirskriftarlista, þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við ástandinu á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins. 5.4.2006 17:30
Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku og er það bókaútgáfan Nov Zlatorog sem gefur ljóðasafnið út. Nov Zlatorog tók til starfa 1990 og er eitt virtasta útgáfufyrirtæki Búlgaríu. Henni var upphaflega komið á fót á sovéttímanum sem neðanjarðarfyrirtæki Kiril Kadiiski sem er eitt fremsta skáld Búlgaríu en hann fékk nýlega frönsku Max Jacob verðlaunin fyrir höfundarverk sitt. 5.4.2006 17:15
Markaðurinn á fleygiferð Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp tvö prósent í dag eftir miklar lækkanir að undanförnu. Mest hækkuðu bréf Flögu eða um 24 prósent og er óhætt að segja að hlutabréfamarkaðurinn hafi verið á fleygiferð að undanförnu, aðallega þó niður á við eftir neikvæða umræðu erlendra banka um íslenskt efnahagslíf. Í gær sendi matsfyrirtækið Moody's síðan frá sér tvær skýrslur þar sem lánshæfismat ríkisins annars vegar, og stóru bankanna þriggja hins vegar, er staðfest. 5.4.2006 17:00
Björgunarskip í viðbragðsstöðu Björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði og á Patreksfirði voru sett í viðbragðsstöðu eftir hádegið í dag, að beiðni Vaktstöðvar siglinga, eftir að 3 bátar lentu í miklum sjó út af Arnarfirði. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum. Bátarnir komust í var inn á Dýrafjörð heilu og höldnu og beiðnin afturkölluð skömmu síðar. 5.4.2006 16:53
Málsókn gegn Norðmönnum eina leiðin Málsókn gegn Norðmönnum virðist eina leiðin til að binda endi á ofríki þeirra við Svalbarða sagði utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Ekki er þó ljóst hvenær af málsókn verður. 5.4.2006 16:50
Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Ölfusi Samfylkingin og óháðir í Ölfusi hafa sent frá sér framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 27. maí næstkomandi. Fyrsta sætið skipar Dagbjört Hannesdóttir, viðskiptafræðingur, í öðru sæti er Hróðmar Bjarnason, framkvæmdarstjóri og í því þriðja er Elín Björg Jónsdóttir. 5.4.2006 16:34
Vilja endurskoðun á verkferlum á Kárahnjúkum Rafiðnaðarsamband Íslands, Starfsgreinasamband Íslands, Samiðn og Alþýðusamband Íslands segja aukna tíðni slysa og veikinda við Kárahnjúka á undanförnum mánuðum kalla á endurskoðun á öllum verkferlum hvað varðar framkvæmd eftirlits með öryggismálum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem landsamböndin hafa sent frá sér. 5.4.2006 16:00
Hart deilt á utanríkisráðherra Stjórnarandstæðingar deildu á utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa ekki nægilegt samráð um gang mála í varnarviðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherra sagði að það mætti ef til vill saka sig um margt en ekki þó það að hafa ekki nægilegt samráð við þingnefndir. 5.4.2006 15:58
Bílvelta við Landakot Bíll valt við Landakotsspítalann í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Engi slys urðu á fólki en bílstjórinn var einn í bílnum. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en ekki reyndist þörf á honum. Ekki er vitað hvernig slysið bar til, en bíllinn var á leið vestureftir Túngötu, þegar hann rakst utan í v egrið og valt á toppinn. Túngötunni var lokað um tíma á meðan lögregan rannsakaði vettvang. 5.4.2006 15:37
Óshlíðarvegur og Súðarvíkurvegur lokaðir Slæmt ferðaveður er víða um land. Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir og éljagangur og það er strekkingsvindur á heiðinni. Þá er óveður á Fróðárheiði og á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður. Búið er að loka veginum um Óshlíð og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu en fólk er jafnframt beðið að vera ekki á ferð milli bæjarkjarnanna í Ísafjarðarbæ, þ.e. Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar. 5.4.2006 15:22
Bílvelta við Landakot Bílvelta varð við Landakotstún nú rétt fyrir klukkan þrjú. Að sögn lögreglu var sjúkrabíll sendur á staðinn og lögreglan er á vettvangi. Ekki er vitað að svo stöddu hvort slys urðu á fólki eða hver tildrög slyssins eru. Við segjum nánar slysinu síðar í dag. 5.4.2006 14:59
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Stokkseyri Eldur kom upp í herbergi í íbúðarhúsi á Stokkseyri rétt fyrir klukkan tvö. Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn stuttu eftir útkall. Húsráðendur lokuðu herbergishuðinni þegar eldsins varð vart og komu þar með í veg fyrir að eldurinn næði að breiðast út áður en slökkvilið kom á staðinn. 5.4.2006 14:02
Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. 5.4.2006 14:00
Þjóðverjar áhugasamir um stangveiði Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær. Það byggir á því að skipstjórarnir sitja heima í stofu og horfa á þýska ferðamenn veiða fyrir sig og borga ferðamennirnir meira að segja fyrir það. 5.4.2006 12:45
Dómarar ósáttir um röðun umsækjenda Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara, en dómarar eru ekki á eitt sáttir um að raða upp umsækjendum. 5.4.2006 12:30
Hagnaður FL Group um 12 milljarðar króna FL Group hefur selt tæplega 17 prósenta hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna. Félagið hagnast um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. 5.4.2006 12:15
Vandinn liggur í slakri upplýsingagjöf Vandi íslenskra fyrirtækja er miklu frekar fólginn í slakri upplýsingagjöf en slökum stjórnarháttum, segir fjármálastjóri Danske Bank. Hann segir þann vanda engum nema stjórnendum sjálfum að kenna. 5.4.2006 12:00
Lagt til að öryggi borgarbúa verði eflt Miðborgargæsla um helgar og efling öryggis í hverfum borgarinnar er meðal þess sem viðræðurhópur um löggæslumálefni í Reykjavík hefur lagt til. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði hópinn í ágúst árið 2003 sem hefur síðan þá verið samstarfsvettvangur dóms og krikjumálaráðuneytis, lögreglu og borgaryfirvalda um löggæslumál í Reykjavík. 5.4.2006 11:20
Aðeins níu karlmenn skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum Aðeins níu karlmenn eru skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum en hvergi á landinu eru eins fáir karlmenn skráðir atvinnulausir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að í byrjun árs hafi 20 karlmenn verið skráðir en þeim hafi fækkað jafnt og þétt. 5.4.2006 10:43
Gistinóttum á hótelum fjölgar um 5,5% í febrúar Gistinóttum á hótelum í febrúar fjölgaði um 5,5% milli ára samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar yfir gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 3.300 í 5.600 milli ára eða um 68%. 5.4.2006 10:11
Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Á Hellisheiði eru hálkublettir og éljagangur. Hálkublettir eru í uppsveitum Árnessýslu og á stöku stað á Vesturlandi. Þá er hálka og hálkublettir á Vestfjörðum. Á Norður,- Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur. 5.4.2006 09:32
Leki kom að bát í Ólafsvíkurhöfn Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út að höfninni í Ólafsvík á áttunda tímaum í morgun en leki hafði komið að bát í höfninni. Báturinn var kominn því sem næst á hliðina þegar hafnarstarfsmenn tóku eftir honum við eftirlit og kölluðu á slökkvilið. 5.4.2006 09:13
Icelandair styrkir Listahátíð Reykjavíkur Forsvarsmenn Listahátíðar og Icelandair fögnuðu í gær 25 ára starfsafmæli með undirritun nýs samstarfssamnings. Stjórnandi Listahátíðar fullyrðir að hátíðin hefði ekki komist á laggirnar ef ekki væri fyrir samstarfið. 5.4.2006 08:45
Hiti yfir meðallagi fimmta mánuðinn í röð Meðalhiti í Reykjavík í mars mánuði var tæplega eitt stig, sem er tæpu hálfu stigi yfir meðallagi, samkvæmt samantekt Veðurstofunnar og var mars fimmti mánuðurinn í röð, sem hitinn var yfir meðallagi. Óvenju skörp veðraskil voru í mánuðinum, þar skiptust á kuldakaflar og óvenju hlýr hlákukafli, Í heild var mánuðurinn þurrviðrasamur. 5.4.2006 08:30
Efnt til hönnunarsamkeppni á þjónustumiðstöð Snæfellsbær og Umhverfisstofnun hafa ákveðið að efna til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hellissandi og fer samkeppnin fram samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands. 5.4.2006 08:00
Hálka og hálkublettir víða um land Hálkublettir eru víða á þjóðvegum í uppsveitum Árnessýslu og á stöku stað á Vesturlandi. Hálka og hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum. Á Norður-Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur. 5.4.2006 08:00
Kvóti nýttur til sjóstangaveiða Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær þegar níu Þjóðverjar réru til fiskjar á nokkrum hraðfiskibátum og veiddu af kvótum þeirra, en útgerðarmennirnir sátu heima í stofu og horðu á. 5.4.2006 07:30
Fl Group selur hlut sinn í easyJet FL Group er að selja tæplega 17% hlut sinn i lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna og hagnast félagið um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. 5.4.2006 07:15
Páll talinn hæfastur umsækjenda Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara. Allir umsækjendurnir séu hæfir en næst komi Hjördís Hákonaróttir dómstjóri og sigríður Ingvarsdóttir og loks Þorgeir Ingi Njálsson. 5.4.2006 07:02
97 tillögur bárust um nafn á nýju sveitafélagi Alls bárust 97 tillögur um nafn á hið nýja sameinaða sveitafélag á Ólafsfirði og Siglufirði. Fréttavefurinn Dagur greinir frá því að nokkrar tillögur hafi verið að sama nafni svo það eru rúmlega 70 nöfn sem nafnanefndin þarf að taka afstöðu til. Nafnanefndin mun funda í dag og að þeim fundi loknum verða nafnatillögurnar upplýstar. 5.4.2006 06:39
Enn rætt um RÚV-frumvarp á þingi Önnur umræða um frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið stendur enn á Alþingi en hún hófst um klukkan eitt í dag. Fimm manns hafa tekið til máls frá því að umræðan hófst en skömmu fyrir klukkan tíu voru tólf á mælendaskrá og því líklegt að þingfundur standi að minnsta kosti til miðnættis. Umræðunni lýkur þó varla í kvöld. 4.4.2006 22:45
Hlutfall vinnuslysa á Austurlandi eykst umtalsvert Um þriðjungur vinnuslysa hér á landi hefur verið á Austurlandi undanfarin tvö ár samkvæmt tölum Vinnueftirlitsins. Hefur hlutfall þeirra af öllum vinnuslysum í landinu aukist umtalsvert frá aldamótum. Þá leiða tölur Vinnueftirlitsins í ljós að byggingariðnaðurinn er hættulegasta starfsgreinin. 4.4.2006 22:21
Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. 4.4.2006 22:00
Bókasafn Hafnarfjarðar mun hýsa þýska bóksafnið fyrir Goethe-Zentrum Bókasafn Hafnarfjarðar mun framvegis hýsa þýska bóksafnið fyrir Goethe-Zentrum á Íslandi. Um er að ræða bækur, geisladiska, hljóðsnældur og myndbönd á þýskri tungu, alls 6.500 titla. 4.4.2006 20:40
Listahátíð og Icelandair undirrita nýjan samstarfssamning Forsvarsmenn Listahátíðar og Icelandair fögnuðu í dag 25 ára starfsafmæli með undirritun nýs samstarfssamnings. Stjórnandi Listahátíðar fullyrðir að hátíðin hefði ekki komist á laggirnar ef ekki væri fyrir samstarfið. 4.4.2006 20:28
Óeðlilegt að námsmönnum sé ekki ætlaður aðgangur að háskólaráðum Bandalag íslenskra námsmanna segir óeðlilegt að námsmönnum sé ekki ætlaður aðgangur að Háskólaráði samkvæmt frumvarpi til háskólalaga sem nú liggur fyrir á Alþingi. 4.4.2006 20:26
Myndum þurfa að veiða margfalt fleiri dýr Íslendingar myndu þurfa að veiða margfalt fleiri hrefnur en nú er gert til að draga úr stofnstærð hrefnunnar og hemja ágang hennar í fiskinn á Íslandsmiðum eins og sjávarútvegsráðherra leggur til. Einar K. Guðfinnsson segir að við myndum þurfa að veiða um 200 hrefnur á ári til að draga úr fjölgun hrefnunnar og enn fleiri ef ætlunin er að minnka stofninn. 4.4.2006 20:19
Frumvarp um Ríkisútvarpið tryggir ekki starfsfrið Stjórnarandstaðan segir frumvarp um Ríkisútvarpið ekki tryggja starfsfrið sem stofnuninni sé nauðsynlegur. Varhugavert sé að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag, en slíkt leiði oft til sölu fyrirtækja. 4.4.2006 20:13
Fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. 4.4.2006 18:25
Funda á morgun með heilbrigðisráðherra Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. 4.4.2006 18:23
Mikil mengun vegna sinubruna Rykmengunin af sinubrunanum á Mýrum er jafnvel hundraðföld árleg rykmengun frá tvöhundruðþúsund tonna álveri. Magn ýmissa gróðurhúsalofttegunda, sem fór út í loftið meðan á brunanum stóð, getur slagað hátt í helming árlegrar losunar slíkra efna frá álveri. 4.4.2006 18:21
Úrvalsvísitala hefur lækkað um rúmt fjögur og hálft prósent Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um rúmt fjögur og hálft prósent það sem af er degi. Mest er lækkunin í Flögu en hlutabréf í Flögu hafa lækkað um rúm tuttugu prósent. Næst mest er lækkunin í Landsbankanum og KB-banka eða tæp sex prósent. 4.4.2006 18:19
Tveggja manna leitað Lögreglan í Reykjavík rannsakar frásögn ungrar stúlku sem segir tvo menn hafa rænt sér og annar þeirra hafi reynt að nauðga sér, skammt utan við borgina. 4.4.2006 18:13
Moody’s segir að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausafjárstöðu Íslands Í skýrslu sem birtist í dag, kemst matsfyrirtækið Moody’s að þeirri niðurstöðu að Ísland standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem nýlega hefur gætt í viðskipta- og fjármálaumhverfi landsins. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa. 4.4.2006 17:01
Þýska safnið komið til Hafnarfjarðar Bókasafn Hafnarfjarðar mun framveigis hýsa þýska bóksafnið fyrir Goethe-Zentrum á Íslandi. Um er að ræða bækur, geisladiska, hljóðsnældur og myndbönd á þýskri tungu, alls 6500 titla. 4.4.2006 17:00