Fleiri fréttir Árangurinn kom Ásthildi á óvart Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. 22.1.2006 12:14 Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa. 22.1.2006 12:03 Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor. 22.1.2006 12:00 Fjórtán ára tekinn á bíl Fjórtán ára piltur var stöðvaður í Sandgerði snemma í morgun þar sem hann ók um á bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heima hjá sér. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu fyrr en eftir nokkra eftirför lögreglu. 22.1.2006 11:30 Uppnám meðal Frjálslyndra demókrata Uppnám ríkir í Frjálslynda demókrataflokknum í Bretlandi eftir að dagblaðið News of the World birti í morgun fréttir þess efnis að Mark Oaten, sem fer með innanríkismál í skuggaráðuneyti frjálslyndra, hefði ítrekað greitt 23 ára manni fyrir kynlíf. 22.1.2006 11:00 Viðbúnaður á Suðurnesjum vegna roks Uppsláttur að húsi í Innri-Njarðvík féll niður í miklu hvassviðri í gærkvöldi. Tréplötur fukur á hús og bíl í nágrenninu og varð tjón á bílnum. Í Sandgerði var björgunarsveit kölluð út þar sem óttast var að hús í byggingu fyki og tókst að koma í veg fyrir það. Þá fuku nokkrar þakplötur úr porti BYKO en ekki er vitað um skemmdir vegna þess. 22.1.2006 10:37 Sameining samþykkt Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor. 22.1.2006 10:32 Gunnsteinn vann baráttuna um annað sætið Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttuna um að skipa annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þrír karlmenn skipa efstu sætin eftir prófkjör í gær og konur urðu í næstu sjö sætunum. 22.1.2006 10:29 Víða óveður og ófærð Óveður og ófærð gera vegfarendum lífið leitt á vegum víða á vestan- og norðanverðu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Óveður er á Holtavörðuheiði og víða éljagangur á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er ófært og óveður á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi auk þess sem þungfært er og stórhríð á Hálfdán. 22.1.2006 08:44 Sautján vilja á lista Samfylkingar Sautján gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar í vor, tíu karlmenn og sjö konur. 21.1.2006 17:29 Lítið um óhöpp þrátt fyrir mikla hálku Mikil hálka hefur verið á vegum víðast hvar eins og sjá má á þessu korti. Þrátt fyrir þetta fengust þær upplýsingar hjá lögregluembættum víðs vegar um landið nú síðdegis að hálkan hefði ekki valdið neinum óhöppum að ráði. 21.1.2006 17:03 Búist við stormi suðvestanlands í nótt Búist er við stormi með ströndum suðvestanlands í nótt og úti við norður- og austurströndina á morgun en í dag verður yfirleitt fremur hæg suðlæg átt. 21.1.2006 14:00 Opið í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað klukkan eitt og verður opið fyrir skíðamenn til klukkan sex síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki skíðasvæðisins hefur veður skánað mjög og er útlitið fyrir seinnipart dags ágætt hvað veður og færð varðar. 21.1.2006 13:30 Aldrei fleiri ferðamenn en í fyrra Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið til landsins á einu ári og í fyrra, eða tæplega 370 þúsund talsins. Ferðamönnum til landsins hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár en á síðustu þremur árum hefur ferðamönnum fjölgað um 30%. 21.1.2006 12:30 Mikil spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna 306 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi klukkan tólf. Mikil barátta stendur um hver skipar annað sæti listans fjórir stefna að því marki og hefur flokksmönnum í Kópavogi fjölgað um nær þriðjung síðustu daga. 21.1.2006 12:15 Sjö teknir við ölvunarakstur Sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík í nótt. Að öðru leiti var nóttin hefðbundin hjá lögreglunni og gistu nokkrir fangageymslur. Engin innbrot hafa verið tilkynnt í höfuðborginni enn sem komið er. 21.1.2006 12:11 Fimmtán í framboði Fimmtán taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar en kjörstaðir opnuðu klukkan níu. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri gefur einn kost á sér í fyrsta sætið en fjögur keppa um annað sætið á listanum. 21.1.2006 09:26 Kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga Íbúar Húsavíkur, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps kjósa í dag um sameiningu sveitarfélaganna. Íbúar þessara fjögurra sveitarfélaga samþykktu sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum síðasta haust en þá var sameiningu hafnað í þremur sveitarfélögum og því féll tillagan. 21.1.2006 08:55 Hálka um allt land Ökumenn um allt land eru varaðir við hálku eða hálkublettum á vegum úti. Vegagerðin varar sérstaklega við því að flughált er í uppsveitum Árnessýslu, um Bröttubrekku, á öllum Vestfjörðum og í nágrenni hvort tveggja Sauðárkróks og Kirkjubæjarklausturs. 21.1.2006 08:52 Bæjarstarfsmannafélög lýsa yfir vonbrigðum með Launamálaráðstefnu Samflot bæjarstarfsmannafélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi verið gefin skýr skilaboð eftir launamálaráðstefnu sveitarfélaga um hvernig leysa eigi þann hnút sem launamál sveitarfélaganna eru í. 20.1.2006 22:49 Akureyringar vilja Hagkaup í stað knattspyrnuvallar Drjúgur meirihluti Akureyringa vill leggja niður Akureyrarvöll, aðal knattspyrnuvöll bæjarins. Ríflega helmingi bæjarbúa líst vel á að þar rísi Hagkaupsverslun og þorri þeirra vill að hluti svæðisins fari undir almenningsgarð. 20.1.2006 22:03 Samstarf um upplýsingamiðlun úr ökutækjaskrá Samstarf hefur verið tekið upp á milli Umferðarstofu og ríkisskattstjóra um upplýsingamiðlun úr ökutækjaskrá Umferðarstofu á vefsíðu ríkisskattstjóra. 20.1.2006 22:03 Verðmæti Avion Group jókst um 12,7 milljarða Verðmæti Avion Group jókst um 12,7 milljarða króna á fyrsta degi félagsins í kauphöll Íslands í dag. Fyrirtækið er það stærsta sem skráð hefur verið í Kauphöllina og segir forstjóri hennar að skráningin styrki hana í samkeppni við aðrar kauphallir. 20.1.2006 21:47 Krefjast þess að gögnin verði gerð opinber Eftirlitsstofnun EFTA aflétti í dag trúnaði af skjölum sem varða umfjöllun stofnunarinnar um frumvarp sem menntamálaráðherra lagið fram um ríkisútvarpið á vorþingi 2005. Stjórnarandstaðan krafðist þess að gögnin yrðu gerð opinber. 20.1.2006 21:33 Það er þrengt að hestamönnum í höfuðborginni segir formaður LH Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambands hestamanna hefur áhyggjur af því hversu þrengt er að hestamönnum á höfuðborgarsvæðinu og segir hann að sveitarfélög verði að taka harðar á þessum málum annars stefni í óefni. 20.1.2006 21:24 Vill sjá skólabúninga víðar Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og formaður fjölskyldunefndar, er hlynntur því að skólabúningar verði teknir upp hér á landi. 20.1.2006 21:22 Hátt verð á raforku og hátt gengi krónunnar orsakar lokun Sæsilfurs Samherji á Akureyri hefur ákveðið að loka laxeldistöð sinni í Mjóafirði árið 2008, eða þegar búið verður að slátra þeim laxi sem þar er í uppeldi. 20.1.2006 21:15 Samstaða náðist á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna um að hækka allra lægstu launin verulega Eftir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag stendur ekki til að opna kjarasamninga heldur er lagt upp með að sveitarfélögum verði heimilt að greiða laun umfram kjarasamninga. Samstaða náðist um að hækka allra lægstu launin verulega. Um eitthundrað leikskólakennarar mættu við upphaf ráðstefnunnar til að minna á slök launakjör sín. 20.1.2006 21:08 Fá bílastæði ráðgerð við nýja stúdentagarða Háskólastúdentar, sem vilja búa á nýjum stúdentagörðum sem eru að rísa í miðborg Reykjavíkur, eiga að taka strætó í skólann. Það er að minnsta kosti vilji borgaryfirvalda, sem gera ráð fyrir fáum, sem engum, bílastæðum við nýju stúdentagarðana. Þeir sem eiga bíl verða að leggja í bílastæðahúsum og greiða fyrir það fullu verði. 20.1.2006 21:04 Úrskurður Kjaradóms felldur úr gildi Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. 20.1.2006 20:42 Gera þarf rannsóknir á stærð loðnustofnsins áður en talað er um hrun Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, þar sem fyrstu loðnu ársins þar í bæ var landað í dag, segir að gera þurfi rannsóknir á áhrifum flotveiða og stærð loðnustofnsins áður en sleggjudómar um hrun stofnsins séu settir fram. 20.1.2006 19:54 Lögregla og sýslumaður banna Klámkvöld á Traffic Lögregla og sýslumaður í Reykjanesbæ hafa bannað skemmtistaðnum Traffic að halda klámkvöld sem vera átti annað kvöld. Skipuleggjendur kvöldsins harma bannið og segja ekkert ólöglegt eiga sér stað á klámkvöldinu. Þeir eru þó ekki af baki dottnir og hafa í hyggju að halda samskonar kvöld á öðrum skemmtistað í bænum. 20.1.2006 19:52 Aldrei fleiri ferðamenn til landsins Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið til landsins á einu ári og í fyrra eða tæplega 370.000 ferðamenn. Ferðamönnum til landsins hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár en á síðustu þremur árum hefur ferðamönnum fjölgað um 30%. 20.1.2006 18:03 Trúnaði aflétt af skjölum ESA um RÚV-frumvarpið Trúnaði hefur verið aflétt af skjölum sem tengjast umfjöllun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um frumvarp sem menntamálaráðherra lagði fram á Alþingi um Ríkisútvarpið á síðasta vorþingi. 20.1.2006 17:15 Björg Jónsdóttir ÞH 321 landaði í dag fyrstu loðnu ársins í Neskaupstað Í morgun kom Björg Jónsdóttir ÞH 321 með fyrstu loðnu ársins til Neskaupstaðar en Björg hafði verið á veiðum á loðnumiðunum norður af Langanesi. Þar hefur góð veiði verið síðustu daga en skipstjórar segja töluverða loðnu vera á miðunum. 20.1.2006 16:56 Stefnubreyting frá dómvenju í máli konu er rann í hálku gegn ACO Tæknivali Kona vann í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn ACO Tæknivali og er um að ræða skýra stefnubreytingu frá dómvenju þar sem fyrirtækið var dæmt fyrir saknæma vanrækslu á því að hindra hálkumyndun fyrir utan verslun BT í Skeifunni. 20.1.2006 16:21 Kjaradómslögin samþykkt Kjaradómslögin voru samþykkt á Alþingi fyrir stundu. Tuttugu og sex greiddu atkvæði með lögunum en sautján sátu hjá. Með lögunum er úrskurður Kjaradóms frá því rétt fyrir áramót felldur úr gildi og laun þingmanna þannig hækkuð um 2,5 prósent, en ekki 8 prósent eins og Kjaradómur ákvað. 20.1.2006 16:11 Fíkniefnaneytandi dæmdur í 12 mánaða fangelsi 24 ára karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af tíu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 300 grömm af hassi, eignaspjöll á umferðarljósum og þjófnað úr lyfjakistu í báti. Maðurinn hefur áður gerst brotlegur við lög og braut fyrra skilorð. Hann hefur átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. 20.1.2006 15:45 Um hundrað leikskólakennarar minna sig Um eitt hundrað leikskólakennarar voru mættir við upphaf launamálaráðstefnu sveitarfélaganna um klukkan eitt til að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt launakjör. 20.1.2006 14:14 Hegningarlagabrotum snarfækkar Hegningarlagabrotum hefur fækkað um 55 prósent í Hafnarfirði frá því í ársbyrjun 2003 þegar lögreglan þar setti sér fyrst stefnu og markmið. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði sem Lögreglan í Hafnarfirði hefur birt. 20.1.2006 13:18 Krydd innkallað Tvær kryddtegundir hafa verið innkallaðar eftir að í ljós kom að ólöglegt litarefni var að finna í þeim. Um er að ræða Rajah Mild Madras Curry Poweder og Rajah Hot Madras Curry Powder í hundrað gramma dósum. 20.1.2006 13:02 Tugir leikskólakennara mættir Fjöldi leikskólakennarar er mættur í hús Orkuveitu Reykjavíkur þar sem launaráðstefna sveitarfélaganna er í þann mund að hefjast. Með nærveru sinni vilja leikskólakennarar þrýsta á um að kjör þeirra verði bætt. 20.1.2006 12:49 Öllu laxeldi hætt í Mjóafirði Dótturfélag Samherja og Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur ákveðið að hætta öllu laxeldi í Mjóafirði, en þar er nú yfir helmingur alls laxeldis í landinu. Vísbendingar eru um að laxeldið sé að taka aðra kollsteypu. 20.1.2006 12:45 Hörð samkeppni Íslendinga erlendis Allt stefnir í harða samkeppni íslenskra fyrirtækja á fasteignamarkaðnum á meginlandi Evrópu þar sem Baugur og Straumur-Burðarás munu takast á. 20.1.2006 12:30 Sammála um að hætta viðræðum Iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að ekki séu lengur forsendur fyrir frekari viðræðum um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun. 20.1.2006 12:29 Sjá næstu 50 fréttir
Árangurinn kom Ásthildi á óvart Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. 22.1.2006 12:14
Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa. 22.1.2006 12:03
Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor. 22.1.2006 12:00
Fjórtán ára tekinn á bíl Fjórtán ára piltur var stöðvaður í Sandgerði snemma í morgun þar sem hann ók um á bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heima hjá sér. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu fyrr en eftir nokkra eftirför lögreglu. 22.1.2006 11:30
Uppnám meðal Frjálslyndra demókrata Uppnám ríkir í Frjálslynda demókrataflokknum í Bretlandi eftir að dagblaðið News of the World birti í morgun fréttir þess efnis að Mark Oaten, sem fer með innanríkismál í skuggaráðuneyti frjálslyndra, hefði ítrekað greitt 23 ára manni fyrir kynlíf. 22.1.2006 11:00
Viðbúnaður á Suðurnesjum vegna roks Uppsláttur að húsi í Innri-Njarðvík féll niður í miklu hvassviðri í gærkvöldi. Tréplötur fukur á hús og bíl í nágrenninu og varð tjón á bílnum. Í Sandgerði var björgunarsveit kölluð út þar sem óttast var að hús í byggingu fyki og tókst að koma í veg fyrir það. Þá fuku nokkrar þakplötur úr porti BYKO en ekki er vitað um skemmdir vegna þess. 22.1.2006 10:37
Sameining samþykkt Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor. 22.1.2006 10:32
Gunnsteinn vann baráttuna um annað sætið Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttuna um að skipa annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þrír karlmenn skipa efstu sætin eftir prófkjör í gær og konur urðu í næstu sjö sætunum. 22.1.2006 10:29
Víða óveður og ófærð Óveður og ófærð gera vegfarendum lífið leitt á vegum víða á vestan- og norðanverðu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Óveður er á Holtavörðuheiði og víða éljagangur á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er ófært og óveður á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi auk þess sem þungfært er og stórhríð á Hálfdán. 22.1.2006 08:44
Sautján vilja á lista Samfylkingar Sautján gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar í vor, tíu karlmenn og sjö konur. 21.1.2006 17:29
Lítið um óhöpp þrátt fyrir mikla hálku Mikil hálka hefur verið á vegum víðast hvar eins og sjá má á þessu korti. Þrátt fyrir þetta fengust þær upplýsingar hjá lögregluembættum víðs vegar um landið nú síðdegis að hálkan hefði ekki valdið neinum óhöppum að ráði. 21.1.2006 17:03
Búist við stormi suðvestanlands í nótt Búist er við stormi með ströndum suðvestanlands í nótt og úti við norður- og austurströndina á morgun en í dag verður yfirleitt fremur hæg suðlæg átt. 21.1.2006 14:00
Opið í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað klukkan eitt og verður opið fyrir skíðamenn til klukkan sex síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki skíðasvæðisins hefur veður skánað mjög og er útlitið fyrir seinnipart dags ágætt hvað veður og færð varðar. 21.1.2006 13:30
Aldrei fleiri ferðamenn en í fyrra Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið til landsins á einu ári og í fyrra, eða tæplega 370 þúsund talsins. Ferðamönnum til landsins hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár en á síðustu þremur árum hefur ferðamönnum fjölgað um 30%. 21.1.2006 12:30
Mikil spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna 306 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi klukkan tólf. Mikil barátta stendur um hver skipar annað sæti listans fjórir stefna að því marki og hefur flokksmönnum í Kópavogi fjölgað um nær þriðjung síðustu daga. 21.1.2006 12:15
Sjö teknir við ölvunarakstur Sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík í nótt. Að öðru leiti var nóttin hefðbundin hjá lögreglunni og gistu nokkrir fangageymslur. Engin innbrot hafa verið tilkynnt í höfuðborginni enn sem komið er. 21.1.2006 12:11
Fimmtán í framboði Fimmtán taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar en kjörstaðir opnuðu klukkan níu. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri gefur einn kost á sér í fyrsta sætið en fjögur keppa um annað sætið á listanum. 21.1.2006 09:26
Kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga Íbúar Húsavíkur, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps kjósa í dag um sameiningu sveitarfélaganna. Íbúar þessara fjögurra sveitarfélaga samþykktu sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum síðasta haust en þá var sameiningu hafnað í þremur sveitarfélögum og því féll tillagan. 21.1.2006 08:55
Hálka um allt land Ökumenn um allt land eru varaðir við hálku eða hálkublettum á vegum úti. Vegagerðin varar sérstaklega við því að flughált er í uppsveitum Árnessýslu, um Bröttubrekku, á öllum Vestfjörðum og í nágrenni hvort tveggja Sauðárkróks og Kirkjubæjarklausturs. 21.1.2006 08:52
Bæjarstarfsmannafélög lýsa yfir vonbrigðum með Launamálaráðstefnu Samflot bæjarstarfsmannafélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi verið gefin skýr skilaboð eftir launamálaráðstefnu sveitarfélaga um hvernig leysa eigi þann hnút sem launamál sveitarfélaganna eru í. 20.1.2006 22:49
Akureyringar vilja Hagkaup í stað knattspyrnuvallar Drjúgur meirihluti Akureyringa vill leggja niður Akureyrarvöll, aðal knattspyrnuvöll bæjarins. Ríflega helmingi bæjarbúa líst vel á að þar rísi Hagkaupsverslun og þorri þeirra vill að hluti svæðisins fari undir almenningsgarð. 20.1.2006 22:03
Samstarf um upplýsingamiðlun úr ökutækjaskrá Samstarf hefur verið tekið upp á milli Umferðarstofu og ríkisskattstjóra um upplýsingamiðlun úr ökutækjaskrá Umferðarstofu á vefsíðu ríkisskattstjóra. 20.1.2006 22:03
Verðmæti Avion Group jókst um 12,7 milljarða Verðmæti Avion Group jókst um 12,7 milljarða króna á fyrsta degi félagsins í kauphöll Íslands í dag. Fyrirtækið er það stærsta sem skráð hefur verið í Kauphöllina og segir forstjóri hennar að skráningin styrki hana í samkeppni við aðrar kauphallir. 20.1.2006 21:47
Krefjast þess að gögnin verði gerð opinber Eftirlitsstofnun EFTA aflétti í dag trúnaði af skjölum sem varða umfjöllun stofnunarinnar um frumvarp sem menntamálaráðherra lagið fram um ríkisútvarpið á vorþingi 2005. Stjórnarandstaðan krafðist þess að gögnin yrðu gerð opinber. 20.1.2006 21:33
Það er þrengt að hestamönnum í höfuðborginni segir formaður LH Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambands hestamanna hefur áhyggjur af því hversu þrengt er að hestamönnum á höfuðborgarsvæðinu og segir hann að sveitarfélög verði að taka harðar á þessum málum annars stefni í óefni. 20.1.2006 21:24
Vill sjá skólabúninga víðar Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og formaður fjölskyldunefndar, er hlynntur því að skólabúningar verði teknir upp hér á landi. 20.1.2006 21:22
Hátt verð á raforku og hátt gengi krónunnar orsakar lokun Sæsilfurs Samherji á Akureyri hefur ákveðið að loka laxeldistöð sinni í Mjóafirði árið 2008, eða þegar búið verður að slátra þeim laxi sem þar er í uppeldi. 20.1.2006 21:15
Samstaða náðist á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna um að hækka allra lægstu launin verulega Eftir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag stendur ekki til að opna kjarasamninga heldur er lagt upp með að sveitarfélögum verði heimilt að greiða laun umfram kjarasamninga. Samstaða náðist um að hækka allra lægstu launin verulega. Um eitthundrað leikskólakennarar mættu við upphaf ráðstefnunnar til að minna á slök launakjör sín. 20.1.2006 21:08
Fá bílastæði ráðgerð við nýja stúdentagarða Háskólastúdentar, sem vilja búa á nýjum stúdentagörðum sem eru að rísa í miðborg Reykjavíkur, eiga að taka strætó í skólann. Það er að minnsta kosti vilji borgaryfirvalda, sem gera ráð fyrir fáum, sem engum, bílastæðum við nýju stúdentagarðana. Þeir sem eiga bíl verða að leggja í bílastæðahúsum og greiða fyrir það fullu verði. 20.1.2006 21:04
Úrskurður Kjaradóms felldur úr gildi Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. 20.1.2006 20:42
Gera þarf rannsóknir á stærð loðnustofnsins áður en talað er um hrun Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, þar sem fyrstu loðnu ársins þar í bæ var landað í dag, segir að gera þurfi rannsóknir á áhrifum flotveiða og stærð loðnustofnsins áður en sleggjudómar um hrun stofnsins séu settir fram. 20.1.2006 19:54
Lögregla og sýslumaður banna Klámkvöld á Traffic Lögregla og sýslumaður í Reykjanesbæ hafa bannað skemmtistaðnum Traffic að halda klámkvöld sem vera átti annað kvöld. Skipuleggjendur kvöldsins harma bannið og segja ekkert ólöglegt eiga sér stað á klámkvöldinu. Þeir eru þó ekki af baki dottnir og hafa í hyggju að halda samskonar kvöld á öðrum skemmtistað í bænum. 20.1.2006 19:52
Aldrei fleiri ferðamenn til landsins Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið til landsins á einu ári og í fyrra eða tæplega 370.000 ferðamenn. Ferðamönnum til landsins hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár en á síðustu þremur árum hefur ferðamönnum fjölgað um 30%. 20.1.2006 18:03
Trúnaði aflétt af skjölum ESA um RÚV-frumvarpið Trúnaði hefur verið aflétt af skjölum sem tengjast umfjöllun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um frumvarp sem menntamálaráðherra lagði fram á Alþingi um Ríkisútvarpið á síðasta vorþingi. 20.1.2006 17:15
Björg Jónsdóttir ÞH 321 landaði í dag fyrstu loðnu ársins í Neskaupstað Í morgun kom Björg Jónsdóttir ÞH 321 með fyrstu loðnu ársins til Neskaupstaðar en Björg hafði verið á veiðum á loðnumiðunum norður af Langanesi. Þar hefur góð veiði verið síðustu daga en skipstjórar segja töluverða loðnu vera á miðunum. 20.1.2006 16:56
Stefnubreyting frá dómvenju í máli konu er rann í hálku gegn ACO Tæknivali Kona vann í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn ACO Tæknivali og er um að ræða skýra stefnubreytingu frá dómvenju þar sem fyrirtækið var dæmt fyrir saknæma vanrækslu á því að hindra hálkumyndun fyrir utan verslun BT í Skeifunni. 20.1.2006 16:21
Kjaradómslögin samþykkt Kjaradómslögin voru samþykkt á Alþingi fyrir stundu. Tuttugu og sex greiddu atkvæði með lögunum en sautján sátu hjá. Með lögunum er úrskurður Kjaradóms frá því rétt fyrir áramót felldur úr gildi og laun þingmanna þannig hækkuð um 2,5 prósent, en ekki 8 prósent eins og Kjaradómur ákvað. 20.1.2006 16:11
Fíkniefnaneytandi dæmdur í 12 mánaða fangelsi 24 ára karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af tíu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 300 grömm af hassi, eignaspjöll á umferðarljósum og þjófnað úr lyfjakistu í báti. Maðurinn hefur áður gerst brotlegur við lög og braut fyrra skilorð. Hann hefur átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. 20.1.2006 15:45
Um hundrað leikskólakennarar minna sig Um eitt hundrað leikskólakennarar voru mættir við upphaf launamálaráðstefnu sveitarfélaganna um klukkan eitt til að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt launakjör. 20.1.2006 14:14
Hegningarlagabrotum snarfækkar Hegningarlagabrotum hefur fækkað um 55 prósent í Hafnarfirði frá því í ársbyrjun 2003 þegar lögreglan þar setti sér fyrst stefnu og markmið. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði sem Lögreglan í Hafnarfirði hefur birt. 20.1.2006 13:18
Krydd innkallað Tvær kryddtegundir hafa verið innkallaðar eftir að í ljós kom að ólöglegt litarefni var að finna í þeim. Um er að ræða Rajah Mild Madras Curry Poweder og Rajah Hot Madras Curry Powder í hundrað gramma dósum. 20.1.2006 13:02
Tugir leikskólakennara mættir Fjöldi leikskólakennarar er mættur í hús Orkuveitu Reykjavíkur þar sem launaráðstefna sveitarfélaganna er í þann mund að hefjast. Með nærveru sinni vilja leikskólakennarar þrýsta á um að kjör þeirra verði bætt. 20.1.2006 12:49
Öllu laxeldi hætt í Mjóafirði Dótturfélag Samherja og Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur ákveðið að hætta öllu laxeldi í Mjóafirði, en þar er nú yfir helmingur alls laxeldis í landinu. Vísbendingar eru um að laxeldið sé að taka aðra kollsteypu. 20.1.2006 12:45
Hörð samkeppni Íslendinga erlendis Allt stefnir í harða samkeppni íslenskra fyrirtækja á fasteignamarkaðnum á meginlandi Evrópu þar sem Baugur og Straumur-Burðarás munu takast á. 20.1.2006 12:30
Sammála um að hætta viðræðum Iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að ekki séu lengur forsendur fyrir frekari viðræðum um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun. 20.1.2006 12:29