Innlent

Prófkjör hjá Samfylkingu í Hafnarfirði

Samfylkingarmenn í Hafnarfirði ganga til prófkjörs á morgun. Kjörfundur hefst klukkan tíu og eru rúmlega tvö þúsund félagar á kjörskrá. Úrslitin verða tilkynnt um ellefu leytið annað kvöld.

Kjörfundi lýkur klukkan sex og hefst þá talning. Búist er við að talningu ljúki um klukkan ellefu og verða úrslitin tilkynnt í Fjörukránni í Hafnarfirði ef allt gengur eftir áætlun.

Frambjóðendur eru tuttugu og einn talsins og keppast þeir um átta efstu sætin á lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum.

Þórður Sveinsson er varaformaður kjörnefndar. Hann segir að 2.057 félagar séu á kjörskrá og megi búast við að flokksmönnum fjölgi á morgun því að fólk geti gengið í Samfylkinguna og greitt atkvæði í prófkjörinu.

Nokkrir tugir manna hafa greitt atkvæði utan kjörfundar síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×