Fleiri fréttir Bíll lenti úti í Norðurá Maður á sextugsaldri lést eftir að bíll hans fór útaf veginum í Norðurárdal í Borgarfirði í gærdag skammt ofan við bæinn Sveinatungu og endaði úti í Norðurá. 21.11.2005 06:30 Tveir drengir í Grafarvogi hætt komnir vegna elds Tveir þrettán ára drengir voru hætt komnir þegar eldfimt efni fuðraði upp í höndum þeirra í Bryggjuhverfinu við Grafarvog í gærkvöldi. Eldur læstist í föt þeirra, einkum annars, og hljóp hann logandi í sjóinn. Fjölmennt björgunarlið var kallað á staðinn og voru piltarnir fyrst fluttir á Slysadeild og þaðan á brunadeild Landsspítalans, þar sem þeir dvelja. 21.11.2005 06:24 Ofdrykkja unglinga vaxandi vandi í Danmörku Alltof margir danskir unglingar þjást oft og illa af timburmönnum að mati danskra heilbrigðisyfirvalda. Sjötti hver karl og sjöunda hver kona á aldrinum fimmtán til nítján ára innbyrða of mikið áfengi og hafa þurft læknishjálp vegna áfengiseitrunar. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að sporna við ofdrykkju með látlausum auglýsingum undanfarin ár en segja það lítið gagn gera því á umliðnum tíu árum hafa áttatíu þúsund danir verið hætt komnir vegna áfengiseitrunar. 21.11.2005 06:00 Ólafur Guðmundsson læknir fékk viðurkenningu Barnaheilla Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Í þetta sinn var hún veitt Ólafi Guðmundssyni, yfirlækni á Barna- og unglingeðdeild, fyrir að hafa um margra ára skeið verið ötull talsmaður barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. 20.11.2005 17:00 Vaxandi hálka víða á vegum Á Vestfjörðum er éljagangur og vaxandi hálka er á vegum, einkum á heiðum. Á Hrafseyrarheiði er færð farin að spillast, þar er þæfingsfærð. Kólnandi veður er um allt land og vaxandi hálka er mjög víða á vegum. 20.11.2005 16:45 Alvarlegt slys ofan Sveinatungu Alvarlegt umferðarslys varð í Norðurárdal í Borgarfirði nú á þriðja tímanum þegar fólksbíll hafnaði út í Norðurá, skammt ofan Sveinatungu. Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi. 20.11.2005 16:30 Avion tekur við framsækniverðlaunum Avion Group hlaut í gær viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu árið 2005. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tók við verðlaununum í Barcelona fyrir hönd fyrirtækisins. 20.11.2005 16:30 Bíll út í Norðurá í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar og köfunarmenn voru fyrr í dag kölluð út vegna bíls sem lent hafði ofan í Norðurá í Borgarfirði. Beiðni um hjálp var hins vegar afturkölluð en læknir, sjúkrabíll og lögregla munu vera komin á vettvang. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu margir voru í bílnum og hvert ástand þeirra er. 20.11.2005 15:23 Löng bið hjá Greiningarstöð ríkisins Grunnskólabörn þurfa að bíða í um og yfir tvö ár eftir greiningu hjá Greingar- og ráðgjafarmiðstöð ríkisins. Forstöðumaður stofnunarinnar segir ástandið ekki viðunandi og horfir fram á vanda næstu árin. Styrktartónleikar fyrir Greiningarmiðstöðina verða haldnir í Landakotskirkju í dag klukkan fjögur. 20.11.2005 14:13 Mikil stemmning á vínsýningu í Smáralind Mikil stemmning er á Vínsýningu 2005 sem fram fer þessa helgi í Vetrargarðinum í Smáralind en í dag er hún opin milli klukkan eitt og sex. 20.11.2005 13:00 Vatnstjón í fjölbýlishúsi á Akureyri Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í bænum í gær en þar hafði vatn flætt um húsið eftir að húsráðandi á fjórðu hæð hafði gleymt að skrúfa fyrir krana. Vatnsskemmdirnar reyndust mestar í hans eigin íbúð en einnig urðu nokkrar skemmdir á íbúðum á neðri hæðum vegna vatnsflaumsins. 20.11.2005 12:30 Nefnd um flugvöll skilar áliti næsta sumar Nefnd sem meta á framtíð Reykjavíkurflugvallar, hefur brett upp ermar og áformar að skila áliti sínu næsta sumar. 20.11.2005 12:15 Valgerður tekur ekki sæti á listanum Valgerður Sigurðardóttir, sem sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í gær en tókst ekki ætlunarverk sitt, ætlar ekki að taka sæti á listanum. 20.11.2005 11:17 Réðst á lögreglumenn í miðborginni Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt, annar fyrir ölvunarakstur en hinn fyrir ólæti. Sá síðarnefndi, sem var ölvaður, hafði þá ráðist á dyraverði skemmtistaðar í miðborginni. Þegar lögreglumenn hugðust róa hann og keyra hann heim réðst hann á þá og var hann því færður í fangageymslur þar sem hann var látinn sofa úr sér ölvímuna. 20.11.2005 11:15 Tveir harðir árekstrar í borginni í gær Harður árekstur varð á mótum Kleppsvegar og Súðarvogar í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöld. Engin slys urður á fólki en ung stúlka í öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús í losti. Þá varð harður árekstur í Kópavogi á Hafnarfjarðarvegi til móts við Kársnesbraut í gærkvöld. 20.11.2005 10:30 Haraldur Þór sigraði í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í gær. Haraldur hlaut 921 atkvæði í fyrsta sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. 20.11.2005 09:58 Þær horfa til Evrópu Í umræðu á Alþingi um utanríkismál leynast forvitnilegar yfirlýsingar. Framsóknarflokkurinn gæti verið að hallast að Evrópusambandinu og Samfylkingin að nýjum lausnum ef upp úr varnarsamstarfi slitnar við Bandaríkjamenn. 20.11.2005 08:00 Samruni 365 og Saga film skilyrtur Algjörs aðskilnaðar reksturs og stjórnunar 365 ljósvakamiðla ehf. og Saga film ehf. er krafist í nýrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, fagnar úrskurðinum og segir hann í samræmi við stefnu fyrirtækisins. 20.11.2005 08:00 Óvissa um framhaldið Jóna Hrönn Bolladóttir tekur við starfi sóknarprests í Garðabæ og Álftanesi þann 1. desember og lætur þá af störfum sem miðborgarprestur og segir því verkefni að ljúka. 20.11.2005 08:00 Góðverk í stað jólaskreytinga Íbúar í húsinu Gimli sem stendur við Miðleiti 5-7 í Reykjavík afréðu, að athuguðu máli, að sleppa því að prýða sameign hússins jólaljósum þetta árið en gefa þess í stað fimmtíu þúsund krónur til hjálpar- og uppbyggingarstarfsins í Pakistan. 20.11.2005 07:45 Meðalverð um 30 milljónir Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku nam 5,4 milljörðum króna og var upphæð hvers þinglýsts kaupsamnings 30,2 milljónir að meðaltali sem er metupphæð. 20.11.2005 07:15 Kvótinn seldur til að fjármagna kaupin Forstjóri Brims neitar því að eigendur selji aflaheimildir til þess að fjármagna kaupin á félaginu. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að undanfarin tvö ár hafi 22 þúsund þorskígildistonn ekki nýst á Akureyri. 20.11.2005 07:00 Haraldur Ólason í fyrsta sæti 20.11.2005 07:00 Haraldur Þór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í dag. Haraldur hlaut 921 atkvæði í 1. sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra. 19.11.2005 23:05 Haraldur Þór efstur í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason hefur forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þegar ríflega helmingur atkvæða, eða þúsund, hafa verið talin. Haraldur Þór hefur fengið 505 atkvæði í fyrsta sæti en keppninautur hans um annað sætið, Valgerður Sigurðardóttir, hefur fengið 453 atkæði í 1. - 2. sæti. 19.11.2005 21:09 Kjörsókn sögð góð í prófkjöri í Hafnarfirði Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer senn að ljúka og hefur kjörsókn verið góð samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um klukkan fimm höfðu um 1300 manns neytt atkvæðisréttar síns og eru þar með talin utankjörfundaratkvæði. 19.11.2005 18:15 Íhugar að sækjast eftir fyrsta sæti Óskar Bergsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, íhugar að gefa kost á sér í efsta sæti á lista framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en prófkjör flokksins fer fram snemma á næsta ári. Í samtali við NFS sagði Óskar að fjölmargir hefðu komið að máli sig og hvatt hann til að gefa kost á sér, en Óskar starfaði innan Reykjavíkurlistans á árunum 1994-2002. 19.11.2005 17:04 Árásarmaður af skemmtistað gaf sig fram Maðurinn sem réðst á annan mann og skar hann illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt gaf sig fram við lögreglu um hádegisbil í dag. Maðurinn braut glas og lagði til fórnalambsins sem fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. 19.11.2005 16:17 Utanríkisráðherra opnaði listahátíð í Köln Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln í gær. Um er að ræða stærstu og fjölbreyttustu kynningu á íslenskri nútímalist og menningu sem fram hefur farið í Þýskalandi. Kynningin, sem stendur fram í janúar, nær til myndlistar, ljósmyndunar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar og hönnunar en rúmlega 100 íslenskir listamenn eru í Köln og kynna verk sín. 19.11.2005 15:45 Handtekinn vegna fíkniefnasölu Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld mann sem grunaður var um sölu fíkniefna. Við húsleit á heimili hans fundust um 170 grömm af hassi og þá fundust 3 grömm af sams konar fíkniefnum í bifreið mannsins. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja þessi fíkniefni. Málið telst upplýst og var maðurinn frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni. 19.11.2005 15:15 Íbúð og stigagangur fylltust af reyk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á þriðja tímanum vegna hugsanlegs elds í fjölbýlishúsi í vesturbænum. Þegar slökkvilið mætti á vettvang kom í ljós að pottur hafi gleymst á eldavél í einni íbúð hússins. Bæði íbúðin og stigagangur hússins fylltust af reyk en engum varð meint af. Verið er að reykræsta húsið. 19.11.2005 15:07 Blóðbankinn verðlaunaður fyrir góða íslensku Blóðbankinn hlaut í dag verðlaun fyrir góða íslenska auglýsingu á Málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem fram fór í Hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun. Auglýsingin „Ert þú gæðablóð?"“ er hluti af samstarfi Og Vodafone og Blóðbankans. 19.11.2005 15:00 Anna fagnar framboði Björns Inga Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar því að Björn Ingi Hrafnsson skuli bjóða sig fram til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, en hún hefur sjálf lýst því yfir að hún stefni á efsta sæti hjá flokknum fyrir kosningar í vor. Anna segist enn fremur vona að fleiri bjóði sig fram og það skapist áhugi og stemmning fyrir prófkjöri framsóknarmanna á næsta ári. 19.11.2005 14:37 Björn Ingi vill leiða framsóknarmenn í borginni Björn Ingi Hrafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tilkynnti fyrir stundu í beinni útsendingu á NFS að hann hygðist sækjast eftir að leiða lista framsóknarmanna í borginni. 19.11.2005 14:15 Samið um sjúkraflutninga á Akureyri Skrifað var undir tvo samninga um sjúkraflutninga í slökkvistöðinni á Akureyri í morgun. Annars vegar var um að ræða samning við Mýflug um rekstur sjúkraflugs á norðursvæði næstu fimm árin, en það tekur nú til Vestfjarða, Norðurlands og Austfjarða. Hins vegar var gengið frá samningi við Akureyrarbæ um sjúkraflutninga á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri til næstu fjögurra ára. 19.11.2005 13:30 Fjölgað mikið í sjálfstæðisfélaginu í Hafnarfirði fyrir prófkjör Búist er við harðri baráttu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar á næsta ári sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttur bjóða sig fram til fyrsta sætis en alls slást 16 frambjóðendur um átta efstu sætin á lista sjálfstæðismanna. 19.11.2005 12:45 Eldur í gardínum út frá sprittkerti Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsi á Seltjarnarnesi í gærkvöld en þar hafði kviknað í gardínum út frá sprittkerti. Betur fór en á horfðist og höfðu íbúar í húsinu að mestu náð að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eins og gefur að skilja eyðilögðust gardínurnar og þá skemmdust gluggakarmarnir eitthvað auk þess sem nokkurt sót var í íbúðinni. 19.11.2005 12:30 Flytja úr landi ef ekkert breytist Íslensk hátæknifyrirtæki munu flytja starfsemi sína úr landi í stórum stíl ef ekkert verður að gert. Aðstæður hér á landi til reksturs slíkra fyrirtækja eru afar slæmar, meðal annars vegan sveiflna á gengi krónunnar. Þetta segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. 19.11.2005 12:15 Grunaður um að hafa hjólað ölvaður Til kasta lögreglu kom í heldur óvenjulegu máli í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar rákust saman maður á reiðhjóli og bíll við Hverfisgötuna án þess þó að alvarleg slys yrðu á fólki en bíll og hjól skemmdust eitthvað. 19.11.2005 11:45 Lét ófriðlega fyrir utan partí í Grafarvogi Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi í Grafavogi á miðnætti í gær en þar fór fram unglingapartí. Foreldrar veisluhaldarans voru ekki heima og fór partíið úr böndunum þegar maður vopnaður felgulykli og hnífi fór að berja á húsinu þar sem honum var vörnuð innganga í partíið. 19.11.2005 11:15 Þrjú afbrigði tölvuvírusar í dreifingu Að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum svokallaða eru nú í dreifingu á Netinu með tölvupósti. Ormurinn verður virkur við að móttakandi opnar sýkt viðhengi. 19.11.2005 10:45 Skorinn illa á háls á skemmtistað Ráðist var á mann og hann skorinn illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt. Árásarmaðurinn hafði brotið glas og lagði til mannsins en hann fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og voru saumuð tuttugu spor í hálsinn á honum en hann mun þó ekki vera í lífshættu. 19.11.2005 10:30 Harka hlaupin í prófkjörið Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. 19.11.2005 10:08 Heimilislausir á Íslandi Milli 45 og 55 manns eru heimilislausir á hverjum tíma í Reykjavík. Þessir einstaklingar eru flestir einhleypir karlmenn milli þrítugs og fimmtugs. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu samráðshóps um heimilislausa sem gefin var út á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Flestir heimilislausra eru öryrkjar og eiga við stórfelld heilsuvandamál að stríða ásamt áfengis- og vímuefnavanda. Þá eru vísbendingar um að stór hluti þeirra eigi einnig við geðræn vandamál að stríða. 19.11.2005 10:00 Langtímaskuldir Hafnarfjarðar lækka Langtímaskuldir Hafnarfjarðar hafa lækkað um 1,5 milljarða króna samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem lagt var fram í bæjarráði í vikunni. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins, segir í tilkynningu, en fyrstu níu mánuði ársins er 683 milljóna króna afgangur af rekstri bæjarins, en það er sagt umtalsvert betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. 19.11.2005 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Bíll lenti úti í Norðurá Maður á sextugsaldri lést eftir að bíll hans fór útaf veginum í Norðurárdal í Borgarfirði í gærdag skammt ofan við bæinn Sveinatungu og endaði úti í Norðurá. 21.11.2005 06:30
Tveir drengir í Grafarvogi hætt komnir vegna elds Tveir þrettán ára drengir voru hætt komnir þegar eldfimt efni fuðraði upp í höndum þeirra í Bryggjuhverfinu við Grafarvog í gærkvöldi. Eldur læstist í föt þeirra, einkum annars, og hljóp hann logandi í sjóinn. Fjölmennt björgunarlið var kallað á staðinn og voru piltarnir fyrst fluttir á Slysadeild og þaðan á brunadeild Landsspítalans, þar sem þeir dvelja. 21.11.2005 06:24
Ofdrykkja unglinga vaxandi vandi í Danmörku Alltof margir danskir unglingar þjást oft og illa af timburmönnum að mati danskra heilbrigðisyfirvalda. Sjötti hver karl og sjöunda hver kona á aldrinum fimmtán til nítján ára innbyrða of mikið áfengi og hafa þurft læknishjálp vegna áfengiseitrunar. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að sporna við ofdrykkju með látlausum auglýsingum undanfarin ár en segja það lítið gagn gera því á umliðnum tíu árum hafa áttatíu þúsund danir verið hætt komnir vegna áfengiseitrunar. 21.11.2005 06:00
Ólafur Guðmundsson læknir fékk viðurkenningu Barnaheilla Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Í þetta sinn var hún veitt Ólafi Guðmundssyni, yfirlækni á Barna- og unglingeðdeild, fyrir að hafa um margra ára skeið verið ötull talsmaður barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. 20.11.2005 17:00
Vaxandi hálka víða á vegum Á Vestfjörðum er éljagangur og vaxandi hálka er á vegum, einkum á heiðum. Á Hrafseyrarheiði er færð farin að spillast, þar er þæfingsfærð. Kólnandi veður er um allt land og vaxandi hálka er mjög víða á vegum. 20.11.2005 16:45
Alvarlegt slys ofan Sveinatungu Alvarlegt umferðarslys varð í Norðurárdal í Borgarfirði nú á þriðja tímanum þegar fólksbíll hafnaði út í Norðurá, skammt ofan Sveinatungu. Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi. 20.11.2005 16:30
Avion tekur við framsækniverðlaunum Avion Group hlaut í gær viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu árið 2005. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tók við verðlaununum í Barcelona fyrir hönd fyrirtækisins. 20.11.2005 16:30
Bíll út í Norðurá í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar og köfunarmenn voru fyrr í dag kölluð út vegna bíls sem lent hafði ofan í Norðurá í Borgarfirði. Beiðni um hjálp var hins vegar afturkölluð en læknir, sjúkrabíll og lögregla munu vera komin á vettvang. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu margir voru í bílnum og hvert ástand þeirra er. 20.11.2005 15:23
Löng bið hjá Greiningarstöð ríkisins Grunnskólabörn þurfa að bíða í um og yfir tvö ár eftir greiningu hjá Greingar- og ráðgjafarmiðstöð ríkisins. Forstöðumaður stofnunarinnar segir ástandið ekki viðunandi og horfir fram á vanda næstu árin. Styrktartónleikar fyrir Greiningarmiðstöðina verða haldnir í Landakotskirkju í dag klukkan fjögur. 20.11.2005 14:13
Mikil stemmning á vínsýningu í Smáralind Mikil stemmning er á Vínsýningu 2005 sem fram fer þessa helgi í Vetrargarðinum í Smáralind en í dag er hún opin milli klukkan eitt og sex. 20.11.2005 13:00
Vatnstjón í fjölbýlishúsi á Akureyri Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í bænum í gær en þar hafði vatn flætt um húsið eftir að húsráðandi á fjórðu hæð hafði gleymt að skrúfa fyrir krana. Vatnsskemmdirnar reyndust mestar í hans eigin íbúð en einnig urðu nokkrar skemmdir á íbúðum á neðri hæðum vegna vatnsflaumsins. 20.11.2005 12:30
Nefnd um flugvöll skilar áliti næsta sumar Nefnd sem meta á framtíð Reykjavíkurflugvallar, hefur brett upp ermar og áformar að skila áliti sínu næsta sumar. 20.11.2005 12:15
Valgerður tekur ekki sæti á listanum Valgerður Sigurðardóttir, sem sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í gær en tókst ekki ætlunarverk sitt, ætlar ekki að taka sæti á listanum. 20.11.2005 11:17
Réðst á lögreglumenn í miðborginni Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt, annar fyrir ölvunarakstur en hinn fyrir ólæti. Sá síðarnefndi, sem var ölvaður, hafði þá ráðist á dyraverði skemmtistaðar í miðborginni. Þegar lögreglumenn hugðust róa hann og keyra hann heim réðst hann á þá og var hann því færður í fangageymslur þar sem hann var látinn sofa úr sér ölvímuna. 20.11.2005 11:15
Tveir harðir árekstrar í borginni í gær Harður árekstur varð á mótum Kleppsvegar og Súðarvogar í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöld. Engin slys urður á fólki en ung stúlka í öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús í losti. Þá varð harður árekstur í Kópavogi á Hafnarfjarðarvegi til móts við Kársnesbraut í gærkvöld. 20.11.2005 10:30
Haraldur Þór sigraði í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í gær. Haraldur hlaut 921 atkvæði í fyrsta sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. 20.11.2005 09:58
Þær horfa til Evrópu Í umræðu á Alþingi um utanríkismál leynast forvitnilegar yfirlýsingar. Framsóknarflokkurinn gæti verið að hallast að Evrópusambandinu og Samfylkingin að nýjum lausnum ef upp úr varnarsamstarfi slitnar við Bandaríkjamenn. 20.11.2005 08:00
Samruni 365 og Saga film skilyrtur Algjörs aðskilnaðar reksturs og stjórnunar 365 ljósvakamiðla ehf. og Saga film ehf. er krafist í nýrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, fagnar úrskurðinum og segir hann í samræmi við stefnu fyrirtækisins. 20.11.2005 08:00
Óvissa um framhaldið Jóna Hrönn Bolladóttir tekur við starfi sóknarprests í Garðabæ og Álftanesi þann 1. desember og lætur þá af störfum sem miðborgarprestur og segir því verkefni að ljúka. 20.11.2005 08:00
Góðverk í stað jólaskreytinga Íbúar í húsinu Gimli sem stendur við Miðleiti 5-7 í Reykjavík afréðu, að athuguðu máli, að sleppa því að prýða sameign hússins jólaljósum þetta árið en gefa þess í stað fimmtíu þúsund krónur til hjálpar- og uppbyggingarstarfsins í Pakistan. 20.11.2005 07:45
Meðalverð um 30 milljónir Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku nam 5,4 milljörðum króna og var upphæð hvers þinglýsts kaupsamnings 30,2 milljónir að meðaltali sem er metupphæð. 20.11.2005 07:15
Kvótinn seldur til að fjármagna kaupin Forstjóri Brims neitar því að eigendur selji aflaheimildir til þess að fjármagna kaupin á félaginu. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að undanfarin tvö ár hafi 22 þúsund þorskígildistonn ekki nýst á Akureyri. 20.11.2005 07:00
Haraldur Þór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í dag. Haraldur hlaut 921 atkvæði í 1. sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra. 19.11.2005 23:05
Haraldur Þór efstur í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason hefur forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þegar ríflega helmingur atkvæða, eða þúsund, hafa verið talin. Haraldur Þór hefur fengið 505 atkvæði í fyrsta sæti en keppninautur hans um annað sætið, Valgerður Sigurðardóttir, hefur fengið 453 atkæði í 1. - 2. sæti. 19.11.2005 21:09
Kjörsókn sögð góð í prófkjöri í Hafnarfirði Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer senn að ljúka og hefur kjörsókn verið góð samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um klukkan fimm höfðu um 1300 manns neytt atkvæðisréttar síns og eru þar með talin utankjörfundaratkvæði. 19.11.2005 18:15
Íhugar að sækjast eftir fyrsta sæti Óskar Bergsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, íhugar að gefa kost á sér í efsta sæti á lista framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en prófkjör flokksins fer fram snemma á næsta ári. Í samtali við NFS sagði Óskar að fjölmargir hefðu komið að máli sig og hvatt hann til að gefa kost á sér, en Óskar starfaði innan Reykjavíkurlistans á árunum 1994-2002. 19.11.2005 17:04
Árásarmaður af skemmtistað gaf sig fram Maðurinn sem réðst á annan mann og skar hann illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt gaf sig fram við lögreglu um hádegisbil í dag. Maðurinn braut glas og lagði til fórnalambsins sem fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. 19.11.2005 16:17
Utanríkisráðherra opnaði listahátíð í Köln Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln í gær. Um er að ræða stærstu og fjölbreyttustu kynningu á íslenskri nútímalist og menningu sem fram hefur farið í Þýskalandi. Kynningin, sem stendur fram í janúar, nær til myndlistar, ljósmyndunar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar og hönnunar en rúmlega 100 íslenskir listamenn eru í Köln og kynna verk sín. 19.11.2005 15:45
Handtekinn vegna fíkniefnasölu Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld mann sem grunaður var um sölu fíkniefna. Við húsleit á heimili hans fundust um 170 grömm af hassi og þá fundust 3 grömm af sams konar fíkniefnum í bifreið mannsins. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja þessi fíkniefni. Málið telst upplýst og var maðurinn frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni. 19.11.2005 15:15
Íbúð og stigagangur fylltust af reyk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á þriðja tímanum vegna hugsanlegs elds í fjölbýlishúsi í vesturbænum. Þegar slökkvilið mætti á vettvang kom í ljós að pottur hafi gleymst á eldavél í einni íbúð hússins. Bæði íbúðin og stigagangur hússins fylltust af reyk en engum varð meint af. Verið er að reykræsta húsið. 19.11.2005 15:07
Blóðbankinn verðlaunaður fyrir góða íslensku Blóðbankinn hlaut í dag verðlaun fyrir góða íslenska auglýsingu á Málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem fram fór í Hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun. Auglýsingin „Ert þú gæðablóð?"“ er hluti af samstarfi Og Vodafone og Blóðbankans. 19.11.2005 15:00
Anna fagnar framboði Björns Inga Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar því að Björn Ingi Hrafnsson skuli bjóða sig fram til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, en hún hefur sjálf lýst því yfir að hún stefni á efsta sæti hjá flokknum fyrir kosningar í vor. Anna segist enn fremur vona að fleiri bjóði sig fram og það skapist áhugi og stemmning fyrir prófkjöri framsóknarmanna á næsta ári. 19.11.2005 14:37
Björn Ingi vill leiða framsóknarmenn í borginni Björn Ingi Hrafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tilkynnti fyrir stundu í beinni útsendingu á NFS að hann hygðist sækjast eftir að leiða lista framsóknarmanna í borginni. 19.11.2005 14:15
Samið um sjúkraflutninga á Akureyri Skrifað var undir tvo samninga um sjúkraflutninga í slökkvistöðinni á Akureyri í morgun. Annars vegar var um að ræða samning við Mýflug um rekstur sjúkraflugs á norðursvæði næstu fimm árin, en það tekur nú til Vestfjarða, Norðurlands og Austfjarða. Hins vegar var gengið frá samningi við Akureyrarbæ um sjúkraflutninga á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri til næstu fjögurra ára. 19.11.2005 13:30
Fjölgað mikið í sjálfstæðisfélaginu í Hafnarfirði fyrir prófkjör Búist er við harðri baráttu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar á næsta ári sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttur bjóða sig fram til fyrsta sætis en alls slást 16 frambjóðendur um átta efstu sætin á lista sjálfstæðismanna. 19.11.2005 12:45
Eldur í gardínum út frá sprittkerti Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsi á Seltjarnarnesi í gærkvöld en þar hafði kviknað í gardínum út frá sprittkerti. Betur fór en á horfðist og höfðu íbúar í húsinu að mestu náð að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eins og gefur að skilja eyðilögðust gardínurnar og þá skemmdust gluggakarmarnir eitthvað auk þess sem nokkurt sót var í íbúðinni. 19.11.2005 12:30
Flytja úr landi ef ekkert breytist Íslensk hátæknifyrirtæki munu flytja starfsemi sína úr landi í stórum stíl ef ekkert verður að gert. Aðstæður hér á landi til reksturs slíkra fyrirtækja eru afar slæmar, meðal annars vegan sveiflna á gengi krónunnar. Þetta segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. 19.11.2005 12:15
Grunaður um að hafa hjólað ölvaður Til kasta lögreglu kom í heldur óvenjulegu máli í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar rákust saman maður á reiðhjóli og bíll við Hverfisgötuna án þess þó að alvarleg slys yrðu á fólki en bíll og hjól skemmdust eitthvað. 19.11.2005 11:45
Lét ófriðlega fyrir utan partí í Grafarvogi Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi í Grafavogi á miðnætti í gær en þar fór fram unglingapartí. Foreldrar veisluhaldarans voru ekki heima og fór partíið úr böndunum þegar maður vopnaður felgulykli og hnífi fór að berja á húsinu þar sem honum var vörnuð innganga í partíið. 19.11.2005 11:15
Þrjú afbrigði tölvuvírusar í dreifingu Að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum svokallaða eru nú í dreifingu á Netinu með tölvupósti. Ormurinn verður virkur við að móttakandi opnar sýkt viðhengi. 19.11.2005 10:45
Skorinn illa á háls á skemmtistað Ráðist var á mann og hann skorinn illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt. Árásarmaðurinn hafði brotið glas og lagði til mannsins en hann fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og voru saumuð tuttugu spor í hálsinn á honum en hann mun þó ekki vera í lífshættu. 19.11.2005 10:30
Harka hlaupin í prófkjörið Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. 19.11.2005 10:08
Heimilislausir á Íslandi Milli 45 og 55 manns eru heimilislausir á hverjum tíma í Reykjavík. Þessir einstaklingar eru flestir einhleypir karlmenn milli þrítugs og fimmtugs. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu samráðshóps um heimilislausa sem gefin var út á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Flestir heimilislausra eru öryrkjar og eiga við stórfelld heilsuvandamál að stríða ásamt áfengis- og vímuefnavanda. Þá eru vísbendingar um að stór hluti þeirra eigi einnig við geðræn vandamál að stríða. 19.11.2005 10:00
Langtímaskuldir Hafnarfjarðar lækka Langtímaskuldir Hafnarfjarðar hafa lækkað um 1,5 milljarða króna samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem lagt var fram í bæjarráði í vikunni. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins, segir í tilkynningu, en fyrstu níu mánuði ársins er 683 milljóna króna afgangur af rekstri bæjarins, en það er sagt umtalsvert betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. 19.11.2005 08:15