Innlent

Góðverk í stað jólaskreytinga

Gimli í Miðleiti. Íbúar sleppa jólaljósunum en styðja í staðinn við fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan.
Gimli í Miðleiti. Íbúar sleppa jólaljósunum en styðja í staðinn við fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan.

Íbúar í húsinu Gimli sem stendur við Miðleiti 5-7 í Reykjavík afréðu, að athuguðu máli, að sleppa því að prýða sameign hússins jólaljósum þetta árið en gefa þess í stað fimmtíu þúsund krónur til hjálpar- og uppbyggingarstarfsins í Pakistan.

"Við fengum upplýsingar um hvað þetta kostaði okkur og ákváðum að gefa frekar peningana til fólksins í Pakistan," segir Birgir Þorgilsson, formaður húsfélagsins og hvetur um leið aðra til að gera slíkt hið sama.

47,5 milljónir króna hafa safnast í söfnun Rauði kross Íslands fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×