Innlent

Óvissa um framhaldið

Jóna Hrönn Bolladóttir tekur við starfi sóknarprests í Garðabæ og Álftanesi þann 1. desember og lætur þá af störfum sem miðborgarprestur og segir því verkefni að ljúka.

"Þetta var tilraunaverkefni," segir hún. "Og kirkjan getur ekki vikið sér undan þessu verkefni, það er hlutverk kirkjunnar að standa með þeim sem eru félagslega mest einangraðir." Halldór Reynisson hjá Biskupsstofu segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna um framhald embættisins. "Hins vegar er mikill áhugi innan kirkjunnar á að þeim störfum sem miðborgarprestur hefur sinnt verði haldið áfram. Hvort áfram verði miðborgarprestur eða þessum verkefnum verði dreift á fleiri aðila verður að koma í ljós," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×