Fleiri fréttir Sýknaður af 94 milljóna kröfu Fyrrverandi forstjóri Atlanta, Arngrímur Jóhannsson, var sýknaður af 94 milljón króna kröfu norsks eiganda flugfélags í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 7.10.2005 00:01 VÍS sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af 29 milljóna króna bótakröfu þrítugrar konu í gær. 7.10.2005 00:01 Dæmdur fyrir fjársvik Fimmtíu og níu ára gamall maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir fjársvik. 7.10.2005 00:01 Lækkanir að mestu gengnar til baka Verðlækkanir á matvöru á fyrri hluta ársins hafa að stóru hluta gengið til baka, að því er fram kemur á heimasíðu Alþýðusambands Íslands. 7.10.2005 00:01 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir manni sem sakaður er um alvarlega líkamsárás í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, hefur verið framlengt til 2. desember næst komandi. Gæsluvarðhaldsúrkurður yfir honum og tveimur félögum hans rann út í dag og var félögunum tveimur sleppt en krafist lengra gæsluvarðhalds yfir manninum fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem féllst á beiðni lögreglu. 7.10.2005 00:01 Tillögur um viðbrögð samþykktar Mikilvægt er að bráðabirgðarniðurstöður á endurskoðaðrar viðbúnaðaráætlunar, vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu, liggi fyrir sem fyrst. Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag tillögur um viðbrögð og aðgerðir ef fuglaflensufaraldur fer á stað. 7.10.2005 00:01 Þjóðleikhúsið fær mest Lista- og menningarstofnanir fá fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna á fjáraukalögum samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Mest rennur til Þjóðleikhússins, sem fær annars vegar tvö hundruð og fimmtíu milljónir vegna endurbóta og viðhalds, og hins vegar tuttugu og fimm milljónir vegna hallareksturs. 7.10.2005 00:01 Akureyri fær mest úr jöfnunarsjóði Akureyrarkaupstaður fær allra sveitarfélaga mest greitt úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar sjóðsins. 192 milljónir renna til Akureyrar, næst kemur Reykjanesbær með 109 milljónir króna. Þessi tvö sveitarfélög fá því um 300 milljónir króna samanlagt eða þriðjung þess fjár sem jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutar. 7.10.2005 00:01 Vilja sameina Hlíðarnar Nokkrir íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík hafa tekið höndum saman við að vekja athygli á því að Hlíðahverfið er dag orðið að einskonar hverfi smáeyja, sundurskorið af stórum og umferðarþungum stofnæðum með óþolandi umferðarhávaða og hættulegri mengun sem oftsinnis á vetrum fer yfir heilsufarsmörk. 7.10.2005 00:01 Hóta verkfalli ef ekki semst Sjúkraliðar á fimmtán heilbrigðisstofnunum hóta verkfalli ef ekki nást samningar mjög fljótt um kaup þeirra og kjör. Sjúkraliðarnir vinna hjá fyrirtækjum innan raða Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Engir samningar hafa náðst og segja sjúkraliðar að þolinmæði þeirra sé á þrotum. 7.10.2005 00:01 Bóluefni bylting í krabbalækningum Bóluefni gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins er bylting í krabbameinslækningum. Bóluefnið er væntanlegt á markað á næstu mánuðum. Stærsta rannóknarstöð þróunarverkefnisins er hér á landi. 7.10.2005 00:01 Vatnsendaskóli tekinn í notkun Vatnsendaskóli í Kópavogi var formlega tekinn í notkun í dag. Skólastarf er þó þegar hafið og stunda 120 nemendur nám við skólann í fimm bekkjardeildum en búist er við að nemendafjöldi tvöfaldist á næsta skólaári þegar næsta áfanga í byggingu skólans er lokið. 7.10.2005 00:01 Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. 7.10.2005 00:01 Kökudropaþjófur á Siglufirði Bíræfinn innbrotsþjófur fór inn í fjórar íbúðir á Siglurfiði í nótt og gerði bæði rúmrusk og hafði á brott með sér ýmsan varning. Íbúðirnar voru allar ólæstar eins og Siglfirðinga er siður en í einni íbúðinni var hann hrakinn á brott af hundi og í annrri af fatlaðri konu sem gat gefið góða lýsingu á manninum og var hann fljótlega handtekinn. 7.10.2005 00:01 Konum fjölgar í sveitarstjórnum Ef sameining verður samþykkt má búast við að konum fjölgi í sveitarstjórnum. Sameiningarkosningarnar á morgun snerta 96 þúsund manns í 61sveitarfélagi. Dæmin sýna að hlutur kvenna í sveitarstjórnum er meiri í stærri og fjölmennari sveitarfélögum en þeim fámennari. 7.10.2005 00:01 Kosið um sameiningu á morgun Ólíklegt er að Reykjanesbær, Garður og Sandgerði sameinist í eitt bæjarfélag í kosningunum á morgun. Sömu sögu er að segja af Árborg, Hveragerði, Ölfusi, Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og Villingaholtshreppi á Suðurlandi - sem og níu sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns - en fæstir í Mjóafjarðarhreppi, þar sem aðeins eru 38 á kjörskrá. 7.10.2005 00:01 Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. 7.10.2005 00:01 Jón Ólafsson býður sættir Jón Ólafsson er tilbúinn til að sættast við Hannes Hólmstein Gissurarson ef hann biðst afsökunar á ummælum sínum um að Jón hafi auðgast á fíkniefnainnflutningi. Hannes segist hins vegar aðeins hafa verið að segja sannleikann. 7.10.2005 00:01 Lyf við fuglaflensu til fyrir 1/3 Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. 7.10.2005 00:01 Stækkun kostar tæpan milljarð Tæpan milljarð króna kostar að stækka Bláa lónið. Framkvæmdir eru hafnar og er ráðgert að þeim ljúki vorið 2007. 7.10.2005 00:01 Átti 38 þúsund skrár með barnaklám Lögreglan í Reykjavík fann gríðarlegt magn af barnaklámi í tölvu Reykvíkings á fertugsaldri. Hann hafði tengt sig við barnaklámsvefi í Finnlandi og vistað tugþúsundir ljósmynda og hreyfimyndir sem taka tólf klukkustundir í sýningu. > 7.10.2005 00:01 Stokkandarkolla olli kláða Orsök sundmannakláða í Landmannalaugum skýrist. 6.10.2005 06:00 Rækjuveiðar- og vinnsla að hrynja Rækjuveiðar og vinnsla eru að hrynja hér á landi eins og greint var frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Einnig var tilkynnt í gær að fækkað yrði um helming, eða 30 manns, í rækjuvinnslu Strýtu á Akureyri og framvegis yrði unnið þar á einni vakt. 30.9.2005 00:01 Ekki verkfall á hjúkrunarheimilum Félagar í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. 71 prósent greiddu atkvæði með samningnum en rúmlega helmingur þeirra tæplega þrjú hundruð félagsmanna sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þar með er ljóst að ekkert verður af verkfalli á hjúkrunarheimilum og öðrum stofnunum sem nýi samningurinn gildir á. 30.9.2005 00:01 Komu í veg fyrir bruna í Skútuvogi Lögreglu- og slökkviliðsmönnum tókst með snaræði að koma í veg fyrir eldsvoða í lyftarageymslu við Skútuvog í nótt þar sem ofhitnun hafði orðið í rafgeymum. Með því að aftengja allt og kæla geymana var komið í veg fyrir að verr færi. Ekki er vitað hvers vegna geymarnir ofhitnuðu. 30.9.2005 00:01 Borunarkostnaður gæti hækkað mikið Kostnaður Landsvirkjunar af borun ganga fyrir Kárahnjúkavirkjun gæti hækkað um milljarða króna frá því sem samningur fyrirtækisins við Impregilo hljóðaði upp á.<em> Fréttablaðið</em> segir frá þessu í dag og segir vatn og misgengi í jarðlögum vera ástæðuna. Við þetta er því að bæta að einn boranna þriggja hefur ekki verið í notkun svo vikum skiptir. Það er vegna þess að verið er að snúa honum við eftir að hann gat ekki lokið sínum áfanga vegna aðstæðna. Þeim kafla verður lokið með eldri aðferðum. 30.9.2005 00:01 Varað við óveðri á Gemlufallsheiði Vegagerðin varar við við óveðri á Gemlufallsheiði og þá er Hrafnseyrarheiði ófær. Aðrar heiðar á Vestfjörðum er verið að moka. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku og eins eru hálkublettir eða snjóþekja sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. 30.9.2005 00:01 Opna tilboð í eignir og skuldir LL Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun í dag opna tilboð í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins í viðurvist allra bjóðenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Ákveðið var á Alþingi í vor að selja allar eignir sjóðsins og semja um yfirtöku skulda hans, en frá 20. júní síðastliðnum hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast undirbúning sölunnar. 30.9.2005 00:01 Björn sækist eftir 7. sæti Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. 30.9.2005 00:01 Sameiginlegt framboð í Garðabæ Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Garðabæ hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor. Efnt verður til sameiginlegs opins prófkjörs um efstu sæti framboðslistans fyrir janúarlok og verður það bindandi fyrir þrjú efstu sæti listans. 30.9.2005 00:01 Fulltrúar sýslumanns á Fréttablaði Fulltrúar frá Sýslumanninum í Reykjavík komu á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins skömmu fyrir hádegi og lögðu fram lögbann á birtingu gagna að beiðni Jónínu Benediktsdóttur. Lagt var hald á birt og óbirt gögn í tengslum við fréttir blaðsins af samskiptum Jónínu Benediktsdóttur við Styrmi Gunnarsson og fleiri í tenglum við málareksturinn gegn Baugi. 30.9.2005 00:01 Ráðist í jarðgöng undir Óshlíð Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar. 30.9.2005 00:01 Rækjuveiðar og -vinnsla í uppnámi Rækjuveiðar og -vinnsla er að hrynja hér á landi eins og við greindum frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. 30.9.2005 00:01 Framboð verði með minni kostnaði Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi náð samstöðu um að standa við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinu þjóðanna en að það verði gert með minni tilkostnaði. Geir gekk á fund utanríkismálanefndar klukkan ellefu í morgun, til að tilkynna nefndinni um afstöðu sína í málinu en áður hafði málið verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 30.9.2005 00:01 Hafi ekki fengið syndakvittun Stjórnarandstæðingar segja af og frá að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi fengið syndakvittun, þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis kanni ekki að eigin frumkvæði, hvort ráðherra hafi verið vanhæfur þegar kom að sölu Búnaðarbankans. 30.9.2005 00:01 Geta misst allt að 2 mánuði úr Hjartveik börn geta misst allt að tveimur mánuðum á ári úr skóla án þess að þeim sé bætt það upp. Margrét Ragnars, formaður Neistans, segir að það fari eftir skólum hvort börnin fái aukakennslu eða ekki. 30.9.2005 00:01 Hafnaði kröfum beggja aðila Hæstiréttur hefur sýknað Samskip af sjö milljóna króna skaðabótakröfu útgerðarkonu í Ólafsvík og útgerðarkonuna af þriggja milljóna kröfu Samskipa. Samskip fluttu hundrað tonn af frosnum sandsílum til landsins fyrir konuna árið 1999. Deilt var um hvort flytja ætti sílin alla leið til Ólafsvíkur eða aðeins til Reykjavíkur þar sem þau urðu innlyksa á gámasvæði Samskipa næstu þrjú árin. 30.9.2005 00:01 Dæmt til að borga starfsmanni laun Fyrirtækið Norðan heiða á Hvammstanga verður að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Starfsmanninum var sagt upp störfum vorið 2004 og skömmu eftir uppsögnina lét hann af störfum. Hann og yfirmann hans greindi á um hvort starfslokin væru að ósk starfsmannsins eða fyrirtækisins og höfðaði hann mál til að fá greidd laun í uppsagnarfresti. 30.9.2005 00:01 GSM-sambandslaust fyrir vestan Vegna slitins ljósleiðara í Tungudal á Ísafirði er GSM-símasambandslaust á Suðureyri og Flateyri. Einnig eru neyðarsímar í jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiðar óvirkir. Lögreglan á Ísafirði verður með aukið eftirlit í jarðgöngum meðan á viðgerð stendur. 30.9.2005 00:01 Ekki hægt að sjá hver sendi gögn Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri <em>Fréttablaðsins</em>, segir ekki hægt að sjá af tölvupóstum, sem fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík lögðu hald á í hádeginu, hver hefði látið <em>Fréttablaðið</em> hafa þá. Ef svo væri hefði blaðið eytt þeim frekar en að afhenda þá segir Sigurjón. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem <em>Fréttablaðið</em> hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. 30.9.2005 00:01 Mótmælaaðgerðir við Slippstöðina Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri lögðu niður vinnu fyrr í dag og komu í veg fyrir að hráefni sem nota átti við Kárahnjúka yrði flutt frá Slippstöðinni, en með þesu vilja þeir mótmæla því að þeir hafi ekki fengið greidd laun í gær eins og til stóð og ekki heldur í dag. 30.9.2005 00:01 Þekkingarsamfélag í Borgarfirði Borgarbyggð, Borgarfjarðasveit, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf við mótun og þróun þekkingarsamfélags í Borgarfirði. 30.9.2005 00:01 Þorsteinn ritar sögu þingræðis Forsætisnefnd hefur ráðið Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins og síðar sendiherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Tilefnið er að um þessar mundir er öld liðin frá því þingræði var tekið upp á Íslandi. Skipuð hefur verið tveggja manna ritnefnd sem í eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði, og dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík. 30.9.2005 00:01 Komufarþegum fjölgaði um 7,7% Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp átta prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á þessu ári höfðu 534 þúsund farþegar lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun september borið saman við 496 þúsund farþega á síðasta ári sem er 7,7 prósenta aukning. 30.9.2005 00:01 Kjarasamningar felldir í Kópavogi Félagar í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga. Þetta er í annað skipti á rúmum tveimur mánuðum sem félagar fella kjarasamning sem lagður er fyrir þá. 30.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sýknaður af 94 milljóna kröfu Fyrrverandi forstjóri Atlanta, Arngrímur Jóhannsson, var sýknaður af 94 milljón króna kröfu norsks eiganda flugfélags í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 7.10.2005 00:01
VÍS sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af 29 milljóna króna bótakröfu þrítugrar konu í gær. 7.10.2005 00:01
Dæmdur fyrir fjársvik Fimmtíu og níu ára gamall maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir fjársvik. 7.10.2005 00:01
Lækkanir að mestu gengnar til baka Verðlækkanir á matvöru á fyrri hluta ársins hafa að stóru hluta gengið til baka, að því er fram kemur á heimasíðu Alþýðusambands Íslands. 7.10.2005 00:01
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir manni sem sakaður er um alvarlega líkamsárás í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, hefur verið framlengt til 2. desember næst komandi. Gæsluvarðhaldsúrkurður yfir honum og tveimur félögum hans rann út í dag og var félögunum tveimur sleppt en krafist lengra gæsluvarðhalds yfir manninum fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem féllst á beiðni lögreglu. 7.10.2005 00:01
Tillögur um viðbrögð samþykktar Mikilvægt er að bráðabirgðarniðurstöður á endurskoðaðrar viðbúnaðaráætlunar, vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu, liggi fyrir sem fyrst. Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag tillögur um viðbrögð og aðgerðir ef fuglaflensufaraldur fer á stað. 7.10.2005 00:01
Þjóðleikhúsið fær mest Lista- og menningarstofnanir fá fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna á fjáraukalögum samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Mest rennur til Þjóðleikhússins, sem fær annars vegar tvö hundruð og fimmtíu milljónir vegna endurbóta og viðhalds, og hins vegar tuttugu og fimm milljónir vegna hallareksturs. 7.10.2005 00:01
Akureyri fær mest úr jöfnunarsjóði Akureyrarkaupstaður fær allra sveitarfélaga mest greitt úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar sjóðsins. 192 milljónir renna til Akureyrar, næst kemur Reykjanesbær með 109 milljónir króna. Þessi tvö sveitarfélög fá því um 300 milljónir króna samanlagt eða þriðjung þess fjár sem jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutar. 7.10.2005 00:01
Vilja sameina Hlíðarnar Nokkrir íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík hafa tekið höndum saman við að vekja athygli á því að Hlíðahverfið er dag orðið að einskonar hverfi smáeyja, sundurskorið af stórum og umferðarþungum stofnæðum með óþolandi umferðarhávaða og hættulegri mengun sem oftsinnis á vetrum fer yfir heilsufarsmörk. 7.10.2005 00:01
Hóta verkfalli ef ekki semst Sjúkraliðar á fimmtán heilbrigðisstofnunum hóta verkfalli ef ekki nást samningar mjög fljótt um kaup þeirra og kjör. Sjúkraliðarnir vinna hjá fyrirtækjum innan raða Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Engir samningar hafa náðst og segja sjúkraliðar að þolinmæði þeirra sé á þrotum. 7.10.2005 00:01
Bóluefni bylting í krabbalækningum Bóluefni gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins er bylting í krabbameinslækningum. Bóluefnið er væntanlegt á markað á næstu mánuðum. Stærsta rannóknarstöð þróunarverkefnisins er hér á landi. 7.10.2005 00:01
Vatnsendaskóli tekinn í notkun Vatnsendaskóli í Kópavogi var formlega tekinn í notkun í dag. Skólastarf er þó þegar hafið og stunda 120 nemendur nám við skólann í fimm bekkjardeildum en búist er við að nemendafjöldi tvöfaldist á næsta skólaári þegar næsta áfanga í byggingu skólans er lokið. 7.10.2005 00:01
Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. 7.10.2005 00:01
Kökudropaþjófur á Siglufirði Bíræfinn innbrotsþjófur fór inn í fjórar íbúðir á Siglurfiði í nótt og gerði bæði rúmrusk og hafði á brott með sér ýmsan varning. Íbúðirnar voru allar ólæstar eins og Siglfirðinga er siður en í einni íbúðinni var hann hrakinn á brott af hundi og í annrri af fatlaðri konu sem gat gefið góða lýsingu á manninum og var hann fljótlega handtekinn. 7.10.2005 00:01
Konum fjölgar í sveitarstjórnum Ef sameining verður samþykkt má búast við að konum fjölgi í sveitarstjórnum. Sameiningarkosningarnar á morgun snerta 96 þúsund manns í 61sveitarfélagi. Dæmin sýna að hlutur kvenna í sveitarstjórnum er meiri í stærri og fjölmennari sveitarfélögum en þeim fámennari. 7.10.2005 00:01
Kosið um sameiningu á morgun Ólíklegt er að Reykjanesbær, Garður og Sandgerði sameinist í eitt bæjarfélag í kosningunum á morgun. Sömu sögu er að segja af Árborg, Hveragerði, Ölfusi, Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og Villingaholtshreppi á Suðurlandi - sem og níu sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns - en fæstir í Mjóafjarðarhreppi, þar sem aðeins eru 38 á kjörskrá. 7.10.2005 00:01
Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. 7.10.2005 00:01
Jón Ólafsson býður sættir Jón Ólafsson er tilbúinn til að sættast við Hannes Hólmstein Gissurarson ef hann biðst afsökunar á ummælum sínum um að Jón hafi auðgast á fíkniefnainnflutningi. Hannes segist hins vegar aðeins hafa verið að segja sannleikann. 7.10.2005 00:01
Lyf við fuglaflensu til fyrir 1/3 Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. 7.10.2005 00:01
Stækkun kostar tæpan milljarð Tæpan milljarð króna kostar að stækka Bláa lónið. Framkvæmdir eru hafnar og er ráðgert að þeim ljúki vorið 2007. 7.10.2005 00:01
Átti 38 þúsund skrár með barnaklám Lögreglan í Reykjavík fann gríðarlegt magn af barnaklámi í tölvu Reykvíkings á fertugsaldri. Hann hafði tengt sig við barnaklámsvefi í Finnlandi og vistað tugþúsundir ljósmynda og hreyfimyndir sem taka tólf klukkustundir í sýningu. > 7.10.2005 00:01
Rækjuveiðar- og vinnsla að hrynja Rækjuveiðar og vinnsla eru að hrynja hér á landi eins og greint var frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Einnig var tilkynnt í gær að fækkað yrði um helming, eða 30 manns, í rækjuvinnslu Strýtu á Akureyri og framvegis yrði unnið þar á einni vakt. 30.9.2005 00:01
Ekki verkfall á hjúkrunarheimilum Félagar í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. 71 prósent greiddu atkvæði með samningnum en rúmlega helmingur þeirra tæplega þrjú hundruð félagsmanna sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þar með er ljóst að ekkert verður af verkfalli á hjúkrunarheimilum og öðrum stofnunum sem nýi samningurinn gildir á. 30.9.2005 00:01
Komu í veg fyrir bruna í Skútuvogi Lögreglu- og slökkviliðsmönnum tókst með snaræði að koma í veg fyrir eldsvoða í lyftarageymslu við Skútuvog í nótt þar sem ofhitnun hafði orðið í rafgeymum. Með því að aftengja allt og kæla geymana var komið í veg fyrir að verr færi. Ekki er vitað hvers vegna geymarnir ofhitnuðu. 30.9.2005 00:01
Borunarkostnaður gæti hækkað mikið Kostnaður Landsvirkjunar af borun ganga fyrir Kárahnjúkavirkjun gæti hækkað um milljarða króna frá því sem samningur fyrirtækisins við Impregilo hljóðaði upp á.<em> Fréttablaðið</em> segir frá þessu í dag og segir vatn og misgengi í jarðlögum vera ástæðuna. Við þetta er því að bæta að einn boranna þriggja hefur ekki verið í notkun svo vikum skiptir. Það er vegna þess að verið er að snúa honum við eftir að hann gat ekki lokið sínum áfanga vegna aðstæðna. Þeim kafla verður lokið með eldri aðferðum. 30.9.2005 00:01
Varað við óveðri á Gemlufallsheiði Vegagerðin varar við við óveðri á Gemlufallsheiði og þá er Hrafnseyrarheiði ófær. Aðrar heiðar á Vestfjörðum er verið að moka. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku og eins eru hálkublettir eða snjóþekja sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. 30.9.2005 00:01
Opna tilboð í eignir og skuldir LL Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun í dag opna tilboð í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins í viðurvist allra bjóðenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Ákveðið var á Alþingi í vor að selja allar eignir sjóðsins og semja um yfirtöku skulda hans, en frá 20. júní síðastliðnum hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast undirbúning sölunnar. 30.9.2005 00:01
Björn sækist eftir 7. sæti Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. 30.9.2005 00:01
Sameiginlegt framboð í Garðabæ Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Garðabæ hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor. Efnt verður til sameiginlegs opins prófkjörs um efstu sæti framboðslistans fyrir janúarlok og verður það bindandi fyrir þrjú efstu sæti listans. 30.9.2005 00:01
Fulltrúar sýslumanns á Fréttablaði Fulltrúar frá Sýslumanninum í Reykjavík komu á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins skömmu fyrir hádegi og lögðu fram lögbann á birtingu gagna að beiðni Jónínu Benediktsdóttur. Lagt var hald á birt og óbirt gögn í tengslum við fréttir blaðsins af samskiptum Jónínu Benediktsdóttur við Styrmi Gunnarsson og fleiri í tenglum við málareksturinn gegn Baugi. 30.9.2005 00:01
Ráðist í jarðgöng undir Óshlíð Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar. 30.9.2005 00:01
Rækjuveiðar og -vinnsla í uppnámi Rækjuveiðar og -vinnsla er að hrynja hér á landi eins og við greindum frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. 30.9.2005 00:01
Framboð verði með minni kostnaði Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi náð samstöðu um að standa við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinu þjóðanna en að það verði gert með minni tilkostnaði. Geir gekk á fund utanríkismálanefndar klukkan ellefu í morgun, til að tilkynna nefndinni um afstöðu sína í málinu en áður hafði málið verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 30.9.2005 00:01
Hafi ekki fengið syndakvittun Stjórnarandstæðingar segja af og frá að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi fengið syndakvittun, þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis kanni ekki að eigin frumkvæði, hvort ráðherra hafi verið vanhæfur þegar kom að sölu Búnaðarbankans. 30.9.2005 00:01
Geta misst allt að 2 mánuði úr Hjartveik börn geta misst allt að tveimur mánuðum á ári úr skóla án þess að þeim sé bætt það upp. Margrét Ragnars, formaður Neistans, segir að það fari eftir skólum hvort börnin fái aukakennslu eða ekki. 30.9.2005 00:01
Hafnaði kröfum beggja aðila Hæstiréttur hefur sýknað Samskip af sjö milljóna króna skaðabótakröfu útgerðarkonu í Ólafsvík og útgerðarkonuna af þriggja milljóna kröfu Samskipa. Samskip fluttu hundrað tonn af frosnum sandsílum til landsins fyrir konuna árið 1999. Deilt var um hvort flytja ætti sílin alla leið til Ólafsvíkur eða aðeins til Reykjavíkur þar sem þau urðu innlyksa á gámasvæði Samskipa næstu þrjú árin. 30.9.2005 00:01
Dæmt til að borga starfsmanni laun Fyrirtækið Norðan heiða á Hvammstanga verður að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Starfsmanninum var sagt upp störfum vorið 2004 og skömmu eftir uppsögnina lét hann af störfum. Hann og yfirmann hans greindi á um hvort starfslokin væru að ósk starfsmannsins eða fyrirtækisins og höfðaði hann mál til að fá greidd laun í uppsagnarfresti. 30.9.2005 00:01
GSM-sambandslaust fyrir vestan Vegna slitins ljósleiðara í Tungudal á Ísafirði er GSM-símasambandslaust á Suðureyri og Flateyri. Einnig eru neyðarsímar í jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiðar óvirkir. Lögreglan á Ísafirði verður með aukið eftirlit í jarðgöngum meðan á viðgerð stendur. 30.9.2005 00:01
Ekki hægt að sjá hver sendi gögn Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri <em>Fréttablaðsins</em>, segir ekki hægt að sjá af tölvupóstum, sem fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík lögðu hald á í hádeginu, hver hefði látið <em>Fréttablaðið</em> hafa þá. Ef svo væri hefði blaðið eytt þeim frekar en að afhenda þá segir Sigurjón. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem <em>Fréttablaðið</em> hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. 30.9.2005 00:01
Mótmælaaðgerðir við Slippstöðina Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri lögðu niður vinnu fyrr í dag og komu í veg fyrir að hráefni sem nota átti við Kárahnjúka yrði flutt frá Slippstöðinni, en með þesu vilja þeir mótmæla því að þeir hafi ekki fengið greidd laun í gær eins og til stóð og ekki heldur í dag. 30.9.2005 00:01
Þekkingarsamfélag í Borgarfirði Borgarbyggð, Borgarfjarðasveit, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf við mótun og þróun þekkingarsamfélags í Borgarfirði. 30.9.2005 00:01
Þorsteinn ritar sögu þingræðis Forsætisnefnd hefur ráðið Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins og síðar sendiherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Tilefnið er að um þessar mundir er öld liðin frá því þingræði var tekið upp á Íslandi. Skipuð hefur verið tveggja manna ritnefnd sem í eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði, og dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík. 30.9.2005 00:01
Komufarþegum fjölgaði um 7,7% Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp átta prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á þessu ári höfðu 534 þúsund farþegar lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun september borið saman við 496 þúsund farþega á síðasta ári sem er 7,7 prósenta aukning. 30.9.2005 00:01
Kjarasamningar felldir í Kópavogi Félagar í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga. Þetta er í annað skipti á rúmum tveimur mánuðum sem félagar fella kjarasamning sem lagður er fyrir þá. 30.9.2005 00:01