Fleiri fréttir

Bifhjólaslys í Ártúnsbrekku

Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust í umferðarslysi í Ártúnsbrekkunni nú á fjórða tímanum. Bæði voru flutt á slysavarðsstofu. Umferð um Ártúnsbrekkuna tafðist til vesturs á meðan verið var að gera að sárum fólksins og koma því í sjúkrabíl og koma bifhjólinu af veginum.

25 manns sagt upp í Stykkishólmi

Tuttugu og fimm manns hefur verið sagt upp störfum hjá rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Fyrirtækið mun hætta rækjuvinnslu sinni frá og með næstu áramótum. Ástæða lokunarinnar er, samkvæmt fréttatilkynningu, langvarandi óhagstæð ytri skilyrði í rækjuvinnslu.

Þurfti að draga skipið til hafnar

Akureyrin EA, áður Guðbjörg ÍS, festi trollið í skrúfunni á Vestfjarðamiðum í morgun í vonskuveðri og draga þurfti skipið til hafnar. Baldvin Þorsteinsson EA kom á vettvang og sá um að draga Akureyrina inn í Skutulsfjörðinn og svo kom fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson og dró Akureyrina síðasta spölinn inn í Ísafjarðarhöfn.

Var rétt yfir 30 kílómetra hraða

Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september var á 17 sjómílna hraða þegar hann sigldi á Skarfasker, en það jafngildir tæplega 31 kílómetra hraða á klukkustund.

Fleiri ætla í bótamál

Heldur hefur fjölgað í hópi útgerðarfélaga sem hyggjast sækja bætur fyrir dómi vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Einungis eitt félag hefur þó enn lýst þeirri fyrirætlan sinni opinberlega, en það er Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði.

Framkvæmdastjórinn svarar ekki

Fréttastofan hefur reynt að ná í framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri í dag, vegna aðgerða starfsmanna sem brugðu á það ráð að loka Slippstöðinni vegna vangoldinna launa, en án árangurs. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur hvorki verið óskað eftir aðkomu þeirra að málinu né Sýslumanns.

BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins

Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á <em>Fréttablaðinu</em> um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum.

Innflutningurinn hefur tvöfaldast

Innflutningur á dýrum sem notuð eru við tilraunir hefur snaraukist á síðustu árum. Ólíkt því sem gerist í nágrannalöndunum hafa dýraverndunarsinnar ekki beint spjótum sínum að íslenskum tilraunastofum enda gilda mjög strangar reglur um meðferð dýranna.

Tjáningarfrelsi eða persónuvernd?

Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd.

70 iðnaðarmenn fá niðurgang

Um sjötíu iðnaðarmenn á Grundartanga veiktust af matareitrun aðfaranótt fimmtudags eftir að hafa borðað svínagúllas á miðvikudag. Sumir voru svo illa haldnir að þeir treystu sér ekki í vinnuna daginn eftir. "Það kom upp sýking, en það er ekkert komið úr rannsóknum enn hvað þetta var. Áður en við vitum nákvæmlega hvað þetta er getum við ekki fullyrt eitt eða neitt," segir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

200 leigubílar niðri á bryggju

Nær allur leigubílafloti Reykjavíkur var kallaður út í eitt og sama verkefnið í dag þegar tvö þúsund og fjögur hundruð manna skemmtiferðaskip lagði að bryggju í Reykjavík. Hátt í tvö hundruð leigubílar voru sendir á kajann, auk fjölda langferðabíla, til að ferja fólkið í landi.

Bessastaðir orðnir bleikir

Bessastaðir voru lýstir upp í bleikum lit í kvöld og munu vera það til mánudagsmorguns. Þetta er gert í tilefni af því að í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, sjötta árið í röð, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.>

Blaðamenn mótmæla

Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælti í gær aðgerðum sýslumannsins í Reykjavík þegar hann fór inn á fréttastofu Fréttablaðsins og krafðist þess að fá afhent gögn. "Ég held það séu afar fáir, ef nokkrir, blaðamenn á Íslandi sem er ekki misboðið við þessa gjörð sýslumanns, einfaldlega vegna þess að það er verið að vega að störfum okkar, íslenskum fjölmiðlum og tjáningarfrelsinu," segir Jóhann Hlíðar Harðarson varaformaður Blaðamannafélagsins.

Jarðgöng til Bolungarvíkur

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að ráðist verði þegar í stað í undirbúning jarðgangagerðar undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar.

Arfavitlaus hagstjórn

"Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Fyrirtæki sem byggja afkomu sína á erlendri mynt líða fyrir hátt gengi krónunnar og hækkandi stýrivexti. Gengi krónunnar styrkist enn og Seðlabankinn hefur tilkynnt um hækkun stýrivaxta á þriðjudag.

Lögbann á fréttir úr tölvupósti

Sýslumaðurinn í Reykjavík setur lögbann á birtingu tölvupósts Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hefur haft undir höndum. Aðför að rit- og málfrelsi, segir fréttaritstjóri Fréttablaðsins. Skýrt brot á lögum, segir lögmaður Jónínu.

Morgublaðið brýtur eigin reglu

Í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í gær segir að það sé brot á lögum að birta tölvupóstssamskipti einstaklinga. Morgunblaðið hefur þó að minnsta kosti tvívegis birt einkapóst einstaklinga án þeirra samþykkis.

Borgarbúar skipuleggja Vatnsmýrina

Á morgun gefst Reykvíkingum færi á að hafa bein áhrif á skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Búið er að setja upp upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur þar sem borgarbúar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Hvernig mat fá börnin okkar?

Hvernig matur er í boði fyrir börnin okkar í mötuneytum grunnskólanna? Lýðheilsustöð kannar nú málið. Menn telja þó enga þörf á að banna óhollustu eins og gert hefur verið í Bretlandi.

Vill átta milljarða fasteignafélag

Fasteignafélag í eigu Sigurjóns Sighvatssonar mun ef samningar nást þar um kaupa meirihluta í dönsku fasteignafélagi sem á um 150 íbúðir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingarland í Kaupmannahöfn.

Valgerður þingaði með Jónínu Ben.

Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Valgerður segist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra.

Samkeppnishæfi Íslands eykst

Ísland er nú í sjöunda sæti í samanburði Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar á samkeppnishæfi þjóða og hefur hækkað um þrjú sæti frá árinu 2004. Athyglisvert er að í 10 efstu sætunum eru allar Norðurlandaþjóðirnar. Við mat á samkeppnishæfi er litið annars vegar á forsendur framtíðarhagvaxtar og hins vegar núverandi grundvöll verðmætasköpunar.

Bræla víða við strendur landsins

Bræla er víðast hvar við strendur landsins og sárafá skip á sjó. Nokkrir bátar, sem héldu í róður frá Norðurlandi í morgun, sneru við vegna óveðurs og spáin er afleit þegar líður á daginn. Ekki er vitað um nein óhöpp á sjónum þrátt fyrir veðrið.

Fiskistofa flutt í Hafnarfjörð

Eitt síðasta verk Árna Mathiesen, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð. Fiskistofa hefur verið staðsett í Höfn við Ingólfsstræti frá 1992 og þar starfa 94 starfsmennn auk 33 veiðieftirlitsmanna. Fyrir utan höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði eru einnig starfrækt útibú á Ísafirði og Akureyri.

Tókst ekki að semja um kolmunna

Samningamenn Rússa, Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Evrópusambandslandanna náðu ekki samkomulagi um skiptingu kolmunnakvótans á milli ríkjanna á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Enn krefjast þjóðirnar samanlagt yfir hundrað prósenta af því magni sem vísindamenn telja ráðlegt að veiða úr stofninum árlega.

Fosshótel sýknað af kröfum banka

Kaupþing banki tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sem höfðað var gegn Fosshótel ehf. Kaupþing banki krafðist þess að Fosshótel greiddi leiguskuld að upphæð 1,8 milljónir krónur. Greindi deilendur á um eðli og formgerð húsaleigusamnings og var öllum kröfum Kaupþings banka um leiguskuld hafnað og Fosshótel sýknað af öllum kröfum og málskostnaður milli aðila felldur niður.

Bætur vegna rangs flatarmáls húss

Íslenska ríkið var í gær dæmt til þess að greiða fyrirtækinu Löngustétt rúmar sjö milljónir króna í skaðabætur og 700 þúsund í málskostnað. Forsaga málsins er sú að Langastétt fékk húseignina Eldshöfða 9 af Fjarðartorgi við gjaldþrotaskipti þess, sem þá hafði nýlega keypt eignina af ríkinu.

Víða hált á vegum

Hálka er á heiðum og sums staðar einnig á láglendi á Norðurlandi og snjóþekja með ströndinni á Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Fróðarheiði og Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku. Hálka og hálkublettir eru á vestfirskum fjallavegum og einhver hálka á velflestum heiðum á Norðaustur- og Austurlandi.

SUS gagnrýnir Heimdall

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, virðast komin í hár saman vegna þings SUS sem fram fer í Stykkishólmi um helgina. Í ályktun sem stjórn SUS sendi frá sér í dag lýsir hún furðu sinni á þeim vinnubrögðum stjórnar Heimdallar við val á fulltrúum á þingið og segir forystumenn Heimdallar hafa synjað mörgum af virkustu meðlimum ungliðahreyfingarinnar um sæti sem aðalfulltrúar á þinginu.

Íbúðaverð yfir meðallagi Evrópu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu virðist vera komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Þá býr rífur meirihluti landsmanna í eigin húsnæði ólíkt því sem gerist í Sviss.

Reynt áfram að ná samkomulagi

Ekki náðist samkomulag fjölda strandríkja við Atlantshaf um skiptingu á kolmunnakvótanum á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Reynt verður áfram til þrautar að ná samkomulagi.

Skúta sé enn á Grænlandshafi

Talið er að skútan Vamos sem lenti í sjávarháska á þriðjudag þar sem einn áhafnarmeðlimur lést og öðrum var bjargað sé enn á reki á Grænlandshafi. Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar er á eftirlitsflugi á því svæði sem talið er að skútan sé en þó er ekki um eiginlega leit að ræða. Slökkt er á neyðarsendi skútunnar svo illmögulegt er að staðsetja hana nákvæmlega.

Látið verði af tortryggni

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu.

Ekki strengir um lengri veg

Háspennustrengir verða aldrei lagðir í jörð um lengri veg þótt vera megi að það verði gert á stuttum köflum, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Bæði er kostnaðurinn of mikill og svo fylgja því ýmis vandamál sem ekki fylgja loftlínum og möstrum.

Fiskistofa flytur í Hafnarfjörð

Eitt síðasta verk Árna Mathiesen fráfarandi sjávarútvegsráðherra var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð.

Skiptiaðstöðu vanti á karlasalerni

Á Íslandi er greinilega ekki gert ráð fyrir að karlmenn skipti á börnum á ferðalögum þar sem í ljós hefur komið að aðeins einn söluskáli við þjóðveg eitt býður upp á slíka aðstöðu á karlasnyrtingu, það er veitingaskálinn á Brú í Hrútafirði - og er búið að vera í mörg ár.

Seldu til fagfjárfesta í BNA

Íslandsbanki gekk í dag frá samningi um skuldabréfaútgáfur fyrir rúmlega 1 milljarð bandaríkjadollara, sem jafngildir um 66 milljörðum íslenskra króna. Um 40% útgáfanna voru seld til bandarískra langtímafjárfesta og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur banki selur skuldabréf til bandarískra fagfjárfesta.

Mótmæla uppsögnum á Siglufirði

Bæjarráð Siglufjarðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Símans að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Siglufirði og segja upp tveimur starfsmönnum í ályktun sem ráðið sendir frá sér í dag. Þar er bent á að á tímum geti Siglufjörður verið einangraður staður og gríðarlega mikilvægt sé að á staðnum séu aðilar sem geta sinnt fyrirtækjum og einstaklingum varðandi fjarskiptamál.

Samþykktu kjarasamning

Nýr kjarasamningur milli SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og SFH - Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SFR. Talning atkvæða fór fram síðastliðinn mánudag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 56%. Já sögðu 71% en nei sögðu 28%.

Kringlan stækkuð

Hafist hefur verið handa við byggingu 1.700 fermetra viðbótar við suðurbyggingu Kringlunnar. Í vor opnar verslunin NEXT svokallaða „flaggskipsverslun" á tveimur hæðum í þessu húsnæði en NEXT hefur nú um 1.000 fermetra til umráða í Kringlunni.

Þorsteinn J. ráðinn til 365

Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur hafið störf hjá 365 ljósvakamiðlum. Hann mun bæði starfa við þáttinn Ísland í dag og þáttagerð á Fréttastöðinni sem verið er að setja á laggirnar. Þorsteinn starfaði um árabil á Stöð 2 áður en hann sneri sér að heimildamyndagerð og öðrum tengdum verkum.

Sakarefni hafa fyrnst

Hluti sakarefna í málum Lífeyrissjóðs Austurlands hefur fyrnst í meðförum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á síðustu mánuðum, samkvæmt svörum embættisins til fjögurra sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði Austurlands sem kærðu fyrrverandi stjórn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólöglega meðferð á fjármunum sjóðsins.

Búist við stormi

Búist er við stormi sunnan- og vestan til á landinu í kvöld og miðhálendinu í nótt og á morgun. Einnig má búast við mjög sterkum vindhviðum á stöku stað, svo sem Kjalarnesi, Hafnarfjalli og víða við suðurströndina. Veðurstofan segir ástæðu til að vara ökumenn við sem leið eiga um þessa staði.

Baugsmál: Búið að skipa dómara

Fimm dómarar munu fjalla um Baugsmálið þegar frávísun Héraðsdóms í málinu verður tekin fyrir í Hæstarétti. Dómararnir eru Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Fimm dómarar í Baugsmáli

Hæstiréttur hefur þegar hafið skoðun á því hvort frávísun héraðsdóms í Baugsmálinu svokallaða sé réttmæt. Forseti Hæstaréttar hefur ákveðið að fimm dómarar muni dæma í kærumálinu varðandi ákvörðun héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá öllum fjörutíu ákæruliðum í Baugsmálinu svokallaða.

Sjá næstu 50 fréttir