Ársfundi hvalveiðiráðsins lokið 24. júní 2005 00:01 Ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lauk í gær í Ulsan í Suður-Kóreu án þess að heimilaðar yrðu hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Hvalveiðibann hefur nú staðið í hartnær tvo áratugi en Íslendingar hafa að undanförnu stundað vísindaveiðar á hrefnu. Íslenska sendinefndin telur að fyrirsjáanlegt sé að hvalveiðar verði ekki hafnar í nánustu framtíð og að fundurinn hafi því valdið verulegum vonbrigðum. Allar tillögur sem lagðar voru fram á þinginu í anda þess að atvinnuhvalveiðar yrðu hafnar að nýju voru felldar. Japanar lögðu ítrekað fram tillögur um ýmis málefni en allar tillögurnar voru felldar. Tillaga Danmerkur í gær um að stjórnkerfi fyrir hvalveiðar yrði endurskoðað var einnig felld. Gunnlaugur Konráðsson hrefnuveiðimaður, sem hóf fyrst hrefnuveiðar árið 1968, segir að niðurstaðan á fundinum hafi verið eins og hann hafi búist við. "Þetta er bara vitleysingasamkoma. Þarna eru menn sem hafa það að atvinnu að koma í veg fyrir að hvalveiðiráðið gegni sínu hlutverki og að menn geti fjallað þar um mál á málefnanlegum grundvelli. Ástralir hafa gífurleg áhrif á þinginu og mótmæla hvalveiðum ítrekað. Þeir drepa síðan sjálfir hundruð þúsunda kengúra á hverju ári og blikna ekki," segir Gunnlaugur. Hann segir mikið af hval í íslenskri landhelgi og ekkert sé því til fyrirstöðu að veiða dýrin. "Á það hefur verið bent að við séum með svo villimannslegar veiðar. Ég veit ekki hvernig aðrar veiðar eru, en ég sé ekki að hvalveiðar séu eitthvað öðruvísi. Kjarni málsins er sá að við eigum að hefja veiðar hér strax og hætta að velta fyrir okkur hvað öðrum finnst. Við getum veitt okkar hvali innan okkar landhelgi og því fyrr sem við hefjum þær veiðar, því betra," segir Gunnlaugur. Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lauk í gær í Ulsan í Suður-Kóreu án þess að heimilaðar yrðu hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Hvalveiðibann hefur nú staðið í hartnær tvo áratugi en Íslendingar hafa að undanförnu stundað vísindaveiðar á hrefnu. Íslenska sendinefndin telur að fyrirsjáanlegt sé að hvalveiðar verði ekki hafnar í nánustu framtíð og að fundurinn hafi því valdið verulegum vonbrigðum. Allar tillögur sem lagðar voru fram á þinginu í anda þess að atvinnuhvalveiðar yrðu hafnar að nýju voru felldar. Japanar lögðu ítrekað fram tillögur um ýmis málefni en allar tillögurnar voru felldar. Tillaga Danmerkur í gær um að stjórnkerfi fyrir hvalveiðar yrði endurskoðað var einnig felld. Gunnlaugur Konráðsson hrefnuveiðimaður, sem hóf fyrst hrefnuveiðar árið 1968, segir að niðurstaðan á fundinum hafi verið eins og hann hafi búist við. "Þetta er bara vitleysingasamkoma. Þarna eru menn sem hafa það að atvinnu að koma í veg fyrir að hvalveiðiráðið gegni sínu hlutverki og að menn geti fjallað þar um mál á málefnanlegum grundvelli. Ástralir hafa gífurleg áhrif á þinginu og mótmæla hvalveiðum ítrekað. Þeir drepa síðan sjálfir hundruð þúsunda kengúra á hverju ári og blikna ekki," segir Gunnlaugur. Hann segir mikið af hval í íslenskri landhelgi og ekkert sé því til fyrirstöðu að veiða dýrin. "Á það hefur verið bent að við séum með svo villimannslegar veiðar. Ég veit ekki hvernig aðrar veiðar eru, en ég sé ekki að hvalveiðar séu eitthvað öðruvísi. Kjarni málsins er sá að við eigum að hefja veiðar hér strax og hætta að velta fyrir okkur hvað öðrum finnst. Við getum veitt okkar hvali innan okkar landhelgi og því fyrr sem við hefjum þær veiðar, því betra," segir Gunnlaugur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira