Innlent

Aron Pálmi: Nefndinni sent erindi

Stuðningsnefnd Arons Pálma Ágústssonar hefur sent náðunar- og reynslulausnarnefnd Texasfylkis sérstakt erindi þar sem þess er farið á leit að fyrirtaka á máli Arons Pálma verði flýtt, honum veitt ferðafrelsi og leyft að fara til Íslands sem fyrst. Í tilkynningu frá hópnum segir að þar sem engin viðbrögð eða svör hafi enn fengist frá Rick Perry, ríkistjóra í Texas, hafi stuðningingsnefndin ákveðið að senda erindið án tafar. Hópurinn segir það ennfremur vekja aukna bjartsýni í málinu að Perry ætli sér ekki að bjóða sig fram til ríkisstjóra á ný að ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×