Fleiri fréttir

Kallað á viðamiklar breytingar

Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi.

Lærðu lítið af hörmungum stríðsins

Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni.

Valdafíknin enn til staðar

Biskup Íslands boðaði til samkirkjulegrar bænastundar í Hallgrímskirkju í dag. Fulltrúar rómversk-kaþólskra, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og prestur af Keflavíkurflugvelli tóku þátt í athöfninni auk rabbía. Þá flutti utanríkisráðherra ávarp.

Út af geðdeild og rændi bílum

Ungur karlmaður, nýkominn af geðdeild Landsspítalans, stofnaði lífi vegfarenda í hættu um hádegisbil í gær. Hann rændi tveimur bílum með því að ógna ökumönnum þeirra.

Mjótt á mununum í formannskjöri

Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að Ingibjörgu.

Sjónvarpsstöð enska boltans

Enski boltinn mun ekki trufla dagskrá Skjás eins næsta vetur því stofnuð verður sérstök áskriftarstöð tileinkuð honum á breiðbandinu.

Hjálpa á veiku fólki

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, segir slys á borð við að fólki sé hleypt of snemma út af geðdeild allt of tíð. Hann bendir á að nýju úrræði fyrir erfiðustu sjúklingana hafi verið komið á fót á Kleppsspítala og það eigi að nota.

Iðgjöld lækkuð með ökuritum

Innan skamms mun ökumönnum verða gert kleift að lækka iðgjöld ökutækja sinna með notkun svokallaðra svartra kassa. Svarti kassinn er ökuriti sem skráir meðal annars hraða, aksturlag og staðsetningu ökutækis.

Aukaverkanir sjaldgæfar

Aukaverkanir af bólusetningum eru sjaldgæfar og langtum minni en aukaverkanir af þeim sjúkdómum sem bólusett er gegn, segir sérfræðingur hjá Landlækni. Þá bendi ekkert til að samsett bólusetning gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt valdi einhverfu, eins og haldið hefur verið fram.

Ingibjörg með meira fylgi en Össur

Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í gæer er lítill munur á fylgi Össurar og Ingibjargar Sólrúnar þegar tekið er mið af öllum svöurm. Össun nýtur hins vegar bara stuðnings um fjórðungs þeirra sem segjast kjósa Samfylkingunna.

Ungmenni gripin með kannabisefni

Þrjú ungmenni á tvítugsaldri voru tekin með lítið magn af kanabisefni í Hveragerði um miðnætti í nótt. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi var fólkið flutt í fangageymslur lögreglunnar þar sem það gisti. Skýrsla verður tekin af því nú í morgunsárið og mun rannsókna á málinu fara fram í dag.

Á 180 km hraða á Kringlumýrarbraut

Maður var stöðvaður á mótorhjóli sínu á 180 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í Reykjavík um tvöleytið í nótt en hámarkshraði á þeirri götu er aðeins 80 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og segir lögreglan manninn verða ákærðan og að hann fái að öllum líkindum háa sekt, en hversu há hún verður fer eftir ferli mannsins í umferðinni til þessa.

Kynna íslenska eldhúsið ytra

Er íslenska eldhúsið næsta útflutningsafurð Íslendinga? Íslenskir matreiðslumenn vinna nú að verkefni sem ber þetta nafn og gengur út á að hefja íslenskt eldhús til vegs og virðingar. Markmiðið er að nota gott hráefni og eftir atvikum hráefni úr villtri náttúru og viðhafa vandaða matreiðslu en rík áhersla er lögð á hreinleika afurða.

Áform FL Group hafi mikla þýðingu

Það hefði gríðarlega þýðingu fyrir atvinnustarfsemi á Suðurnesjum og framtíð alþjóðaflugvallarins í Keflavík ef FL Group lætur verða af áformum um eigin innflutning á flugvélaeldsneyti, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Hvít jörð á Húsavík

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru komnir á fullt í vorverkunum enda er þetta tíminn sem starfsmenn borgar og bæja hirða poka með garðaúrgangi sem fólk setur út fyrir lóðamörk. Í Reykjavík var farið að bjóða þessa þjónustu í gær og verður hún í boði til 7. maí. Á Húsavík bíða menn hins vegar með vorverkin því þar var jörð hvít þegar menn vöknuðu í morgun.

Funda um ofbeldi á þriðjudag

Akureyringar ætla ekki að láta mótmæli gegn ofbeldi og fíkniefnum í bænum í gær nægja því boðað hefur verið til borgarafundar í Ketilshúsinu á þriðjudaginn kemur þar sem ræða á hvernig hægt sé að draga út eða stöðva það ofbeldi og þann vímuefnavanda sem fréttir hafa borist af að undanförnu.

Vatnið verði í eigu þjóðarinnar

Stjórn BSRB ætlar að leggja til við stjórnarskrárnefnd að það verði bundið í stjórnarskrá lýðveldisins að vatnið í landinu verði í eigu þjóðarinnar og að aðgangur að drykkjarvatni verði talinn mannréttindi. Stjórnin hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að stjórnarskrárbreytingu þar sem kveðið er á um þetta.

Meiddist lítillega í veltu

Jeppi ók út af við Ingólfshvoll í Ölfusi um fjögurleytið í dag og valt í kjölfarið. Einn maður var í bílnum og samkvæmt lögreglunni á Selfossi var hann fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl.

Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi

Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið.

Ríkið standi aðeins að Rás 1

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, kemst ansi nálægt því að taka undir með þeim félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum sem vilja selja Ríkisútvarpið í pistli á heimasíðu sinni í dag. „Þróunin á fjölmiðlamarkaði og sérstaklega innan ríkisútvarpsins er smátt og smátt að sannfæra mig um, að ríkið eigi í mesta lagi að láta við það eitt sitja að standa fjárhagslega (með framlagi á fjárlögum) að baki rás 1.“

Erla bæjarstjóri í Stykkishólmi

Óli Jón Gunnarsson hættir sem bæjarstjóri í Stykkishólmi 1. ágúst. Stefnt er að því að Erla Friðriksdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, taki við starfinu.

Reykskynjari bjargaði Dalvíkingi

Reykskynjari bjargaði lífi tæplega þrítugs karlmanns þegar eldur kom upp á heimili hans á Dalvík í nótt. Nágranni hans tilkynnti lögreglunni um eldinn og þegar lögreglan kom á staðinn var íbúinn, sem var einn í húsinu, að stökkva út um glugga á annarri hæð. Slölkkvilið var fljótt á staðinn og gekk slökkvistarf vel, en húsið er mikið skemmt.

Keypti íbúð á Reyðarfirði

Karl Heimir Búason seldi íbúðina sína á Eskifirði í haust og hefur nú keypt þriggja herbergja 90 fermetra íbúð á sjöundu hæð í blokk á Reyðarfirði fyrir 14 milljónir króna. Hann fær íbúðina afhenta um miðjan júní.

Bjartsýn og opna tískuverslun

Jóna Björg Óskarsdóttir og maður hennar, Víglundur Jón Gunnarsson, hafa opnað tískuverslunina Pex í Molanum á Reyðarfirði. Þau hafa rekið aðra tískuverslun í Neskaupstað í 15 ár.

Í Molanum í annað sinn

Árni Magnússon gerði sér ferð frá Eskifirði til að versla í Krónunni á Reyðarfirði fyrir helgina. Þetta var í annað sinn sem hann kom í Molann en hann var í hópi þeirra sem komu fyrir rúmlega viku síðan þegar verslunarmiðstöðin var opnuð. Árna leist mjög vel á verslun Krónunnar í Molanum, fyrst og fremst vöruúrvalið og verðið.

Steypuvinnan að hefjast

Prufusteypa á einingum í byggingu álverksmiðjunnar fyrir austan stóð yfir í einingaverksmiðju BM Vallár á Reyðarfirði í síðustu viku og hefst steypuvinnan á fullu í næstu viku.

Hitaveita á Eskifirði

Verið er að leggja hitaveitu á Eskifirði og verða fyrstu húsin tengd í júní.

Kantbitar steyptir í Reyðarfirði

Búið er að negla niður 380 metra stálþil í nýju höfninni í Reyðarfirði. Verið er að steypa kantbitana á það og á því verki að vera lokið 1. júlí.

Fyrsti malbikunaráfangi kominn

Fyrsti malbikunaráfanganum í göngunum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar var lokið í síðustu viku. Þar með hafa 40 prósent af göngunum verið malbikuð frá endanum Fáskrúðsfjarðar megin.

Meningókokkum C útrýmt

Tekist hefur að útrýma meningókokkum C á Íslandi hjá fólki undir tvítugu en bakterían veldur meðal annars heilahimnubólgu og hefur kostað fjölda mannslífa. Þetta er árangur bólusetningar sem hófst fyrir tveimur og hálfu ári. Með bólusetningunni hefur tekist að bjarga fjölda mannslífa.

Íbúar andvígir háhýsi í Túnum

Íbúar við Sóltún, Mánatún og Borgartún í Reykjavík eru ekki sáttir við fyrirhugaða byggingu 12 hæða íbúðarhúsnæðis í hverfinu, sem þeir segja stinga í stúf við aðrar byggingar þar.

Sjóbrotsmaður klárar túrinn

"Ég er hvergi banginn þótt illa hafi farið síðast," segir Kjartan Jakob Hauksson sem hyggst nú klára siglingu sína umhverfis landið. Fyrir tveimur árum gerði hann síðustu tilraun en henni lauk með brotlendingu í Rekavík norður af Bolungarvík en þá hafði hann siglt frá Reykjavík

Urðað fyrir utan Sorpu

"Við erum að finna allt mögulegt fyrir utan stöðina þegar við komum í vinnuna," segir Andrés Garðarsson starfsmaður Sorpustöðvarinnar í Seljahverfi. Þegar hann kom til vinnu sinnar í fyrradag beið hans þrjúhundruð fermetra teppi sem óprúttnir menn höfðu skilið þar eftir til að komast hjá útgjöldum.

Tekinn á 180

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í fyrrinótt ökumann á bifhjóli þar sem hann ók á 180 kílómetra hraða eftir Kringlumýrarbraut en þar er leyfilegur hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Hann má búast við ökuleyfissviptingu og háum sektum.

Heppinn að vera á lífi

"Ég vaknaði við reykskynjarann en þar sem hann hafði kvöldið áður vakið mig af tilefnislausu ætlaði ég bara að slökkva á honum," segir Teitur Haraldsson íbúi hússins á Dalvík sem brann í fyrrinótt. "Svo gat ég bara ekki dregið að mér andan og þá var mér ljóst hvernig var."

Þrír eiga hlutabréf

Þingmenn Vinstri-grænna hafa birt lista yfir eignir sínar á heimasíðu sinni. Þrír þeirra eiga hlutabréf.

Reykvíkingar sinntu vorverkum

Reykvíkingar voru duglegir við að taka til í görðunum sínum í dag enda veðrið gott þó hitinn hafi ekki verið mikill.

Endur í KEA-hretinu

"Þetta er bara hið árlega KEA-hret," sagði lögreglan á Ólafsfirði um snjóinn sem kyngdi niður í gær. Til frekari útskýringa standa margir Norðlendingar í þeirri trú að það snjói alltaf þegar KEA heldur vorfund sinn.

Mótmælir sköttum á orkufyrirtæki

Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að fara að leggja tekju- og eignaskatt á orkufyrirtæki, eins og nú liggja fyrir í stjórnarfrumvarpi, myndu leiða til hækkunar á raforkuverði, heitu vatni og vatnsgjaldi til almennings, að mati borgarráðs. Ráðið mótmælti þessum fyrirætlunum ríkisins einróma á fundi sínum í gær og benti meðal annars á að skipulagsbreytingar stjórnvalda á raforkumarkaði hafi nú þegar leitt til hækkunar á raforkuverði.

Vilja veiða við strendur jarða

Samtök eigenda jarða, sem eiga land að sjó, ætla að höfða mál gegn ríkinu þar sem þeir ætla að krefjast réttar til að fá að veiða við strendur sínar eins og þeir hafa haft rétt til öldum saman. Tilefnið er dómur Hæstaréttar í vikunni þar sem hann dæmdi mann í 400 þúsund króna sekt og til að skila andvirði aflans fyrir að hafa veitt án leyfis til veiða í atvinnuskyni og þar með utan kvótakerfisins, en maðurinn hafði leyfi bónda til veiðanna.

Sofnaði undir stýri og ók út af

Ökumaður slapp með skrámur þegar bíll hans flaug út af veginum í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og skall svo harkalega niður að hluti hjólabúnaðarins sópaðist undan honum. Bensínleiðsla rofnaði líka þannig að eldur kom upp í bílnum en ökumaður flutningabíls sem kom að gat slökkt eldinn með handslökkvitæki. Að sögn lögreglu sofnaði ökumaðurinn undir stýri en hann var að koma austan af Fjörðum eftir að hafa unnið fá því snemma í gærmorgun og síðan lagt upp í þennan langa akstur.

Meiddist í vélhjólaslysi

Kona hlaut slæma byltu þegar hún missti stjórn á mótorhjóli sínu og ók út af þjóðveginum á móts við Tannastaði undir austurhlíðum Ingólfsfjalls síðdegis í gær. Hún var flutt á Landsspítalann til aðhlynningar og rannsóknar. Ekki er vitað um tildrög slyssins og ekki er talið að konan hafi verið á óeðlilega miklum hraða.

Hard Rock í Kringlunni lokað

Veitingastaðnum Hard Rock í Kringlunni verður lokað eftir rúman mánuð og var starfsfólkinu tilkynnt um uppsögn í gærkvöldi. Það þótti nokkur viðburður þegar staðurinn var opnaður fyrir átján árum en að undanförnu hefur hann farið halloka í samkeppninni við aðra veitingastaði á svæðinu.

Mikill munur á þjónustugjöldum

Verðmunur á þjónustu fasteignasala við sölu á íbúðum getur hlaupið á hundruðum þúsunda og hvetja Neytendasamtökin fólk til að kynna sér verðskrár fasteignasalanna fyrir fram og gera bindandi samninga við þá.

Vanskil minnka hjá Félagsbústöðum

Vanskil skjólstæðinga Félagsbústaða hafa minnkað um rúm tuttugu prósent frá árinu 1997. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur ástæðuna vera betri innheimtu og að skjólstæðingar sjái sér ekki annað stætt en að standa í skilum.

Sjá næstu 50 fréttir