Fleiri fréttir

Árleg vorhreinsun í borginni hafin

Árleg vorhreinsun í Reykjavík hófst í dag og stendur hún til 7. maí. Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða á ferðinni þessa daga og munu fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Nánari upplýsingar um vorhreinsunina er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar á slóðinni <em>rvk.is/fs</em>.

Ber ekki ábyrgð á skráningum

Kosningastjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem býður sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta undanfarna daga af skráningum í Samfylkinguna í tengslum við formannsslaginn. Þar segir:<strong> „</strong>Vegna frétta í fjölmiðlum undanfarna daga af umdeildum skráningum í Samfylkinguna vill kosningarstjórn Ingibjargar Sólrúnar taka fram að þessar skráningar komu ekki í gegnum okkar kosningamiðstöð.

Unnið að slitum Húsfélags alþýðu

Félagsfundur Húsfélags alþýðu samþykkti að fela tveimur lögfræðingum að móta tillögur sem laga starfsemi félagsins að áliti kærunefndar um fjöleignahús og lögum um þau.

Vill breytingar á fyrningarfresti

Jónína Bjartmarz alþingismaður vill afnema eða lengja verulega fyrningarfrest í alvarlegri kynferðisbrotum gegn börnum. Hún telur að huga þurfi að breytingum á fyrningarfrumvarpinu sem allsherjarnefnd hefur nú til meðferðar. </font /></b />

Ekki lengra gengið í aðhaldi

Háskólaráð og deildarforsetar við Háskóla Íslands telja að til þess að skólinn geti áfram staðið undir þeim kröfum og væntingum sem til hans séu gerðar verði ekki gengið lengra í aðhaldi og sparnaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun Háskóla Íslands vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina.

Ver hagsmuni sína í kjölfar dóms

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir ljóst að Síminn muni verja hagsmuni sína í framhaldi af Hæstaréttardómi yfir þremur sakborningum í Landssímamálinu sem féll í gær. Lögfræðingar fyrirtækisins eru nú að kanna málið en eftir að dómur féll í héraðsdómi á síðasta ári segir hún grunn hafa verið lagðan að bótaskyldu.

Sundabraut í útboð 2007

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að ef allt gengur að óskum verði hægt að bjóða Sundabraut út síðla árs 2007. Þetta kom fram í máli ráðherrans á borgarafundi á Akranesi í fyrrakvöld.

Lögregla leitar innbrotsþjófa

Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja innbrotsþjófa sem staðnir voru að verki við innbrot í einbýlishús í Seljahverfi um klukkan hálfþrjú í dag. Húsráðandi kom að mönnunum sem tóku til fótanna með það þýfi sem þeir höfðu þegar tekið, skartgripi þar á meðal. Lögreglan hefur nú þegar fundið þýfið sem þjófarnir höfðu falið við ruslatunnu í sömu götu og þeir frömdu innbrotið.

Tíu sveitarfélög undir eftirliti

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent tíu sveitarfélögum boð um samning um fjárstyrk vegna fjárhagsvanda. Byggist þetta á reglum sem samþykktar voru í tengslum við sérstakt 200 milljóna króna framlag ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Tók áminningu til baka

Ólína Þorvarðardóttir, skólastjóri Menntaskólans á Ísafirði, segir dómssátt hafa náðst í máli sem komið var fyrir Héraðsdóm Vestfjarða, en enskukennari við skólann höfðaði mál gegn Menntaskólanum á Ísafirði. Enskukennarinn ítrekaði afsökunarbeiðni og í framhaldinu felldi Ólína áminningu úr gildi sem hún hafði veitt kennaranum vegna yfirferðar á prófum.

Fækkað um helming hjá varnarliðinu

Hermönnum á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um ríflega helming frá 1990. Þá voru tæplega 3300 hermenn staðsettir hérlendis en þeir voru um 1450 í byrjun þessa árs. Íslenskum starfsmönnum varnarliðsins fækkaði um 38 af hundraði á sama tíma, úr 1086 í 674.

Súrrealískt ástand

Gríðarleg bjartsýni ríkir í Fjarðabyggð nú þegar framkvæmdirnar eru þar í fullum gangi en ástandið er auðvitað ekki "eðlilegt". Stríður straumur er af þungavinnuflutningum um bæinn á hverjum degi. Fasteignaviðskipti hafa aldrei við blómlegri og samkeppni er í matvöruverslun.

Kanna skaðabótamál í Símamáli

Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar.

Fóru yfir skiptingu vegafjár

Áhugi þingmanna höfuðborgarsvæðisins á vegamálum virðist hafa vaknað. Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þeirra á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, svo og leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mættu allir á skrifstofu vegamálastjóra í dag til að fara yfir skiptingu vegafjár á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölmenni mótmælti ofbeldi

Um eitt þúsund manns komu saman á Akureyri í dag til að mótmæla auknu ofbeldi. Ofbeldi var sýnt rauða spjaldið og segir einn skipuleggjenda að atburðir eins og orðið hafa í bænum að undanförnu, verði ekki liðnir. Bæjarstjórinn fagnar þessu átaki og segir fólk komið með upp í kok af ofbeldi.

Harmar aðild að hrottalegri árás

Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki.

Þjófur fúlsar við græjum

Brotist var inn í og kveikt í bifreið í Höfðahverfi í Reykjavík aðfaranótt föstudags. Þjófurinn reif úr græjurnar og fúlsaði svo við þeim.

Axlarbrot á Hellu

Talið er að maður um tvítugt hafi axlarbrotnað þegar hann féll við á stóru og þungu bifhjóli innanbæjar á Hellu um klukkan níu í gærmorgun. Lögreglan á Hvolsvelli sagði að maðurinn hefði verið fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Blásið á athugasemdir dómara

Umfjöllun fjölmiðla kann að hafa þrýst á um að máli var áfrýjað. Hæstiréttur taldi mann ekki eiga sér málsbætur fyrir að berja eiginkonu sína. Héraðsdómur tók áður fram að hún hefði reitt hann til reiði.

Grásleppuveiðarnar ólöglegar

Hæstiréttur staðfesti í vikunni fyrri dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá því í september sl. yfir manni á Ströndum fyrir ólöglegar grásleppuveiðar. Sá vildi meina að hann hefði heimild til veiða í netlögum jarðarinnar og leyfi landeigenda fyrir veiðunum.

Vill sérstök heimilisofbeldislög

Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður telur nýfallinn dóm Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um að misþyrma eiginkonu sinni sýna að hér vanti sérstaka löggjöf um heimilisofbeldi. Árásin var felld undir minniháttar líkamsárás og dæmt eftir því.

Norðmönnum hótað málshöfðun

Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu.

Mælir með áfrýjun tóbaksdóms

Lögmaður tóbaksframleiðandans JT International og Sölva Óskarssonar í tóbaksversluninni Björk mælir með áfrýjun á nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu tóbaksvara og umfjöllun um tóbak.

Telur ÁTVR brjóta áfengislög

Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður telur að séu niðurstöður nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu og umfjöllun um tóbaks heimfærðar upp á áfengislöggjöfina megi draga þá ályktun að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brjóti þá löggjöf.

Vill að ákvörðun verði endurskoðuð

Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir utanríkisráðherra, og hvetur til þess að hrundið verði þeirri ákvörðun að synja þeim sem særðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl um bætur frá Tryggingastofnun.

Egg verður að vera boðið

Það er ekki hægt að biðja einhvern um egg til frjóvgunar, það verður að vera boðið, segir Anna Þorvaldsdóttir, sem þarf á eggi frá annarri konu að halda til að geta eignast barn. Fjöldi eggjagjafa hefur aukist lítillega síðan tæknifrjóvgunarstofan Art Medica hóf að bjóða gjöfunum greiðslu, en biðlistarnir eru enn langir.

Ný samkeppnislög fyrir þinghlé

Ný samkeppnislög verða keyrð í gegn og lögfest fyrir sumarfrí Alþingis. Þetta varð ljóst í dag þegar stjórnarmeirihlutinn afgreiddi frumvarpið úr þingnefnd.

Friðargæslumenn aldrei í fríi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra telur að íslensku friðargæsluliðarnir, sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í fyrra, eigi rétt á bótum. <font face="Helv"></font>

Hótel Borg verður Keahótel

Hótel Borg er orðið sjötta hótelið í keðju Keahótela ehf. sem hefur undirritað leigusamning við Hótel Borg ehf. um rekstur hótelsins til fimmtán ára.

Kona lést í bílveltu

Rúmlega fimmtug kona lést þegar bíll sem hún ók fór út af og valt nokkrum sinnum á Upphéraðsvegi um einn kílómetra frá Egilsstöðum á leiðinni inn í Hallormsstað á tíunda tímanum á þriðjudagskvöldið. Bremsuför á vettvangi benda til þess að konan hafi misst stjórn á bílnum en að öðru leyti eru tildrög slyssins ókunn. Konan var ein í bílnum.

Sauðfé fjölgar í Garðabæ

Sauðfé hefur fækkað í Kópavogi og Hafnarfirði, en því hefur heldur fjölgað í Garðabæ og á Álftanesi, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðiseftirliti svæðisins. Ekki er þó hægt að segja að stórbúunum sé fyrir að fara á þessu svæði.

Siglingaverndarreglur of strangar

Samtök atvinnulífsins telja að reglur um svonefnda siglingavernd, sem innleiddar voru hér á landi í kjölfar hryðjuverkaárasanna í Bandaríkjunum árið 2001, séu mun strangari hér á landi en víðast annars staðar og sömuleiðis kostnaður við að framfylgja þeim.

Má kjósa í formannskjörinu

Steingrímur Sævarr Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, öðlaðist óvænt kosningarétt í formannskjöri Samfylkingarinnar.

Friðargæsluliðarnir fá ekki bætur

Íslensku friðargæsluliðarnir, sem særðust í sprengjuárás í Kjúklingstræti í Kabúl í Afganistan í fyrra, fá ekki bætur frá Tryggingastofnun. Ástæðan er sú að þeir voru ekki í vinnunni þegar ráðist var á þá. Einn friðargæsluliðanna segist hafa talið sig vera í vinnunni alla dvölina.

Viðskipti ferðamanna minnka um 10%

Viðskipti erlendra ferðamanna á svonefndum Tax Free kjörum, þar sem virðisaukaskattur fæst endurgeiddur, minnkuðu um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um tuttugu prósent á sama tímabili.

Önnur alvarleg líkamsárás

Lögreglan á Akureyri hefur lokið rannsókn á líkamsárás þar sem sautján ára piltur var lokkaður upp í bíl og lokaður í farangursgeymslu þar sem ráðist var á hann með ofbeldi. Árásarmennirnir óku með piltinn út út Akureyrarbæ og hann sleginn þar sem hann lá í myrkri farangursgeymslunni, auk þess sem honum var ógnað með kúbeini.

Eldur í Framheimilinu

Unnið er að slökkvistarfi í Framheimilinu í Safamýri en nú fyrir skömmu logaði eldur í útvegg og í hluta af þaki hússins. Mikill viðbúnaður er á staðnum en ekki er talið að fólk sé í hættu vegna þessa.

Búið að slökkva eldinn

Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í Framheimilinu við Safamýri síðdegis. Eldurinn logaði í útvegg og í hluta af þaki hússins. Mikill viðbúnaður var á staðnum en fólk var ekki í hættu. Talið er að kviknað hafi í út frá vinnu við tjörupappalagningu.

Greiðslubyrði af íbúðum hækkar

"Greiðslubyrði af húsnæðislánum ætti að hækka miðað við spárnar og húseigendur munu finna fyrir því," segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, vegna spár efnahagsskrifstofu Fjármálaráðuneytisins um horfur í efnahagsmálum næstu misserin.

Marijúana í togara í Hafnarfirði

Tollgæslan og lögreglan í Hafnarfirði fundu tæplega fimm grömm af marijúana við leit í færeyskum togara sem lá að bryggju við Óseyrarbryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Eins fundust tól til neyslu kannabisefna.

Dómur í stórum málum

Nú klukkan fjögur mun Hæstiréttur kveða upp dóma í tveimur af helstu málum undanfarinna missera hér á landi: annars vegar Landssímamálinu svokallaða og hins vegar Líkfundarmálinu.

Hæstiréttur mildaði dómana

Hæstiréttur mildaði dómana yfir sakborningunum þremur í Landssímamálinu rétt í þessu. Árni Þór Vigfússon var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar Kristjánsson í 18 mánuði. Báðir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi síðastliðið sumar.

Dómur í líkfundarmáli óbreyttur

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms yfir sakborningunum þremur í Líkfundarmálinu svokallaða fyrir stundu. Þeir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm í héraði á síðasta ári.

Söluþóknun fasteignasala breytileg

Söluþóknun sú er fasteignasalar taka við sölu eigna er mjög breytileg samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin og Húseigendafélagið stóðu fyrir. Þóknunin er miðuð við söluverð íbúðar og er lægst 0.75 prósent en hæst 2.9 prósent og getur því munað tugum eða hundruðum þúsunda eftir því hvar eignin er seld.

Óttast að sé verið að tefja málið

"Ég óttast að það sé verið að tefja málið, fyrst í allsherjarnefnd og síðar uppi í ráðuneyti," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður um frumvarp sem hann hefur lagt fram um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri.

Sjá næstu 50 fréttir