Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi 30. apríl 2005 00:01 Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira