Innlent

Áhyggjur af niðurrifi húsa

Margar nýbyggingar við Laugaveg eru gersamlega úr takt við eldri byggð og götumynd þessarar helstu götu borgarinnar að sögn Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-listans. Á fundi borgarráðs í vikunni lýsti Ólafur F. yfir áhyggjum vegna niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg. Hann segir að nýju byggingarnar standi síðan ekki síður auðar en þær sem eldri eru. Á fundinum lagði hann fram fyrirspurn þar sem hann óskar svara við því hversu mörg hús við Laugaveg hafi verið rifin í valdatíð R-listans. Einnig vill hann svör við því hversu mörg hús verði leyft að rífa samkvæmt nýlegum uppbyggingarhugmyndum R-listans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×