Fleiri fréttir

Stór­bruni í timbur­húsa­hverfi í Suð­austur-Noregi

Tugir slökkviliðsmanna börðust við mikinn eld í þremur timburhúsum í bænum Kragerø í suðaustanverðum Noregi í alla nótt. Þeir náðu loks tökum á eldinum nú í morgun og hættan á enn stærri bruna sögð liðin hjá.

Andófsfólk sent úr landi og svipt ríkisborgararétti

Á þriðja hundrað fangelsaðra stjórnarandstæðinga voru send til Bandaríkjanna frá Níkaragva fyrr í þessum mánuði. Daniel Ortega, forseti, lét jafnframt svipta andófsfólkið ríkisborgararétti. Sérfræðingar telja það brot á alþjóðalögum.

Kveikt í rusli fyrir framan hús í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn.

Réðst á sam­fanga og skallaði fanga­vörð á Hólms­heiði

Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega.

Sex­tíu milljónir á ári fyrir nætur­strætó

Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. 

Stór­sér á Vestur­bænum eftir skemmdar­varginn

Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar.

Fé­lags­dómur verði snar í snúningum

Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir að gera megi ráð fyrir að Félagsdómur kveði upp dóm í máli sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins í vikunni. Verkbann tekur að öllu óbreyttu gildi hinn 2. mars næstkomandi.

Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær

Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 

Spennufíklar geri sig klára fyrir sviflínurnar úr Kömbunum

Spennufíklar geta nú látið sig fara að hlakka til því nú styttist óðum í að hægt verði að renna sér í tveimur sviflínum úr kömbum niður að þjónustuhúsinu Reykjadal við Hveragerði. Á næsta ári verðu svo opnuð sleðabraut á sömu leið.

Al­þýðu­sam­band Ís­lands stefnir SA vegna verk­banns

Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að stefna SA fyrir Félagsdómi til þess að fá boðað verkbann gegn félagsfólki Eflingar ógilt. Alþýðusambandið telur að ákvörðun um verkbann sé ógild. Málið verður þingfest á mánudaginn.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnvöld eiga ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups.

Met­dagur í gær en tuttugu metrar í kortunum

Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun.

Réttinda­laus ók lyftara á bíl

Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði.

Sund­föt leyfð í nektar­ný­lendu

Hæstiréttur Spánar hefur bannað húsfélagi nektarnýlendu á Suður-Spáni að meina fólki í sundfötum aðgang að sundlaugum hverfisins. Dómararnir telja bannið brot á jafnræðisreglunni. Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum.

Ekkert sam­komu­lag um Úkraínu á fundi G20-ríkja

Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag.

Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf

Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 

„Ef að sam­fé­lagið fer að stöðvast þá verða stjórn­völd að grípa inn í“

Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand.

Þúsundir meintra glæpa­manna flutt í risa­fangelsi

Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum.

170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn

Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu.

Ekkert leyndar­mál að ný miðlunar­til­laga sé í vinnslu

Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kjaramál verða fyrirferðamikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA liggur enn undir feldi eftir vendingar í kjaramálum í Pallborðinu á Vísi. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að boða nýjan fund. Framkvæmdastjóri SA og formaður Eflingar segjast tilbúin til að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að stjórnvöld stígi inn í deiluna að svo stöddu.

Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands

Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór.

Skoða að byggja göngu­brú yfir Hvít­ár­gljúfur við Gull­foss

Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 

Stormur á Norðurlandi og varað við grjóthruni

Í dag er spáð sunnan hvassviðri og stormi norðvestantil á andinu, einkum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum framan af degi. Vegagerðin varar við grjóthruni og brotholum á vegum.

Læknar tækju aldrei þátt í rann­sóknum á föngum

Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur.

„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“

Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“

Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi

Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn.

Hætta við að breyta bókunum

Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp.

Flúðu hörmungar í heima­landinu: „Stríðið hófst í raun og veru árið 2014“

Þrír Úkraínumenn sem hafa sest að hér á landi eftir að innrás Rússa hófst segja stöðuna í heimalandinu áfram erfiða. Þau þakka fyrir stuðning Íslendinga og segjast hafa fengið góðar móttökur, þó flóttinn hafi falið í sér ýmsar fórnir. Öll segjast þau elska heimalandið og eru fullviss um sigur Úkraínu en það muni taka tíma. Ein sem kom upprunalega frá Donbas bendir á að stríðið hafi í raun staðið yfir í níu ár.

„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“

Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær.

„Ég held að það sendi boltann til lög­gjafans“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu.

Munu aldrei gefa föngum hug­víkkandi efni án sam­þykkis allra

Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast.

Móðir í fangelsi eftir for­sjár­deilu

Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. 

Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar.

Brúnni lokað og bræður læstir inni

Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi.

Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt

Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á.

Wraca weekendowa nocna komunikacja miejska

W najbliższą sobotę, 25 lutego, do Reykjavíku wróci nocna komunikacja miejska. Zgodnie z rozkładem autobusy będą kursować na czterech trasach, a każda będzie miała swój początek w centrum miasta.

Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum.

Senda björgunar­skip til Al­þjóð­legu geim­stöðvarinnar

Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir