Fleiri fréttir

Fær ekki krónu eftir árekstur við kanínu

Hjólreiðamaðurinn Hlöðver Bernharður Jökulsson hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja bætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyss sem varð er Hlöðver hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum og slasaðist nokkuð. Óhappatilvik var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera.

Nieudana próba wystrzelenia rakiety

Przedstawiciele szkockiej firmy Skyrora ogłosili dziś rano, że w zeszły weekend podjęto próbę wystrzelenia rakiety kosmicznej z Langanes. Jednak próba nie powiodła się i rakieta wylądowała w morzu niedaleko miejsca startu.

Hafa á­hyggjur af illa nærðum ung­mennum

Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum lýsti áhyggjum sínum af föstum og næringu ungmenna í bakþönkum Fréttablaðsins í gær. Í samtali við fréttastofu segir hún mikilvægt að passa venjur barna en það henti þeim illa að vera fastandi. Skólastjórnendur Garðaskóla í Garðabæ segja skólahjúkrunarfræðing hafa tekið eftir slæmum venjum nemenda í reglubundnum skimunum hjá 9. bekk. Þau biðla til foreldra að fylgjast með næringu barna sinna.

Mygla fannst í aðal­byggingu Kárs­nes­skóla við Vallar­gerði

Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði nú á dögunum og hefur tilkynning verið send á foreldra. Myglan kom upp í álmu þar sem fyrsti og þriðji bekkur er til húsa en aðgerðir vegna myglunnar eru nú þegar hafnar. Sex kennslustofur verða rýmdar og voru tvær rýmdar um leið og grunur lék á að um myglu væri að ræða, áður en niðurstöður lágu fyrir.

Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar

Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald.

Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans.

„Þetta er svo mikill hryllingur“

Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 

Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland

Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum.

Leitar skýringa á halla vegna þjónustu við fatlað fólk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi í sameiningu að leita skýringa og lausna vegna fjárhagslegs halla við þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð.

Hvetja Breta til að spara gas og rafmagn í vetur

Orkustofnun Bretlands hvatti landsmenn til þess að spara gas og rafmagn eftir fremsta megni til þess að draga úr hættu á því að grípa þurfi til skammtana og hjálpa til við að lækka verð. Forstjóri stofnunarinnar telur þó ólíklegt að skortur verði á gasi og rafmagni.

Vígamenn tengdir al-Qaeda tóku Afrin í Sýrlandi

Vígamenn öfgahópsins Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, hafa tekið yfir stjórn borgarinnar Afrin í samnefndu héraði í Sýrlandi. HTS er afsprengi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Sýrlandi en vígamennirnir náðu tökum á borginni eftir harða bardaga við meðlimi öfgahópsins Al-Jabha Al-Shamiyyah.

„Inn­limaði“ bíla­stæði rúss­neska ræðis­mannsins

Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega.

Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand

Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda.

Geimskot frá Langanesi misheppnaðist

Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum.

Á­fram búist við að rennsli nái há­marki síð­degis eða í nótt

Sérstæðingar Veðurstofunnar gera enn ráð fyrir að rennsli í Gígjukvísl muni ná hámarki seinnipartinn í dag eða næstu nótt. Rennslið er nú komið í 350 rúmmetra á sekundu og er ráð fyrir gert að það verði 500 rúmmetrar á sekúndu þegar rennslið nær hámarki.

Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa

Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar.

Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu.

Fundu óvænt málm í andrúmslofti glóandi gasrisa

Uppgötvun á málmtegundinni barín í lofthjúpi tveggja fjarlægra fjarreikistjarna kom vísindamönnum í opna skjöldu. Svo þungt frumefni hefur ekki áður fundist í lofthjúpi reikistjörnu og er fundurinn sagður afhjúpa hversu lítið menn vita enn um reikistjörnur í öðrum sólkerfum.

Heiðurs­þing­maður sem lifði af dvöl í Auschwitz situr yfir fyrsta þing­fundi ítalska þingsins

Liliana Segre, 92 ára kona sem lifði af helförina mun sitja yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins eftir nýliðnar kosningar. Segre er heiðursþingmaður á ítalska þinginu og eina manneskja fjölskyldu sinnar sem lifði dvöl í Auschwitz af. Stjórnmálafólk Ítalíu sem hlaut kjör fyrir skömmu hefur verið gagnrýnt fyrir öfgafullar skoðanir og að sýna verkum Mussolini stuðning.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Boðorðin níu, framtíð ASÍ, útlendingamál og eftirnöfn verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Ólafur Ragnar sagður mæra stjórn­visku for­seta al­ræðis­stjórnar

Lofi Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um stjórnvisku Xi Jinping, forseta Kína, var slegið upp á forsíðu enskumælandi dagblaðsins kínverska kommúnistaflokksins í dag. Þar er haft eftir Ólafi Ragnar að honum þyki mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma.

Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans

Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests.

Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu

Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða.

Leigubíll stakkst út í Reykjavíkurtjörn

Engan sakaði þegar leigubíll stakkst ofan í Reykjavíkurtjörn við Fríkirkjuveg í morgun. Ökumaðurinn er sagður hafa misst stjórn á bifreiðinni í hálku.

Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt

Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin.

Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum

Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 

Eigin­kona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum.

MH verður fyrsti skólinn til að inn­leiða að­gerða­á­ætlun í kyn­ferðis­brota­málum

Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 

Fluttur með sjúkrabíl eftir rafskútuslys

Einn varð fluttur með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku í gærkvöldi eftir að hann lenti í umferðaróhappi á rafskútu í Grafarvogi. Maðurinn var illa áttaður aftir óhappið. 

Sögð hafa gert til­raun til þess að myrða sama ný­burann fjórum sinnum

Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016.

Ekki brotleg vegna orðalags um „skæruliðadeildina“

Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands hefur úrskurðað að Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður RÚV, og fréttastofa RÚV, hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins vegna orðalags um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja í frétt á vef RÚV.

Sjá næstu 50 fréttir