Fleiri fréttir

Sprengisandur í beinni útsendingu

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað

Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði.

Árásirnar sýni að Rússum sé ekki treystandi

Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um villimennsku í kjölfar árása á hafnir Odessa, sem gerðar voru örfáum klukkutímum eftir undirritun samnings um útflutning á korni frá landinu. 

Mikið um slagsmál í nótt

Lögreglu barst fjöldinn allur af tilkynningum um slagsmál og líkamsárásir í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Alls er minnst á sex líkamsárásir í tilkynningu frá lögreglu í morgun, jafnt í miðbænum sem og í úthverfum.

Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu

Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama.

Gleðin alls­ráðandi í Ólafs­vík

Gleðin var allsráðandi á Hinseginhátíð Vesturlands sem fór fram í Ólafsvík í dag. Þar var að sjálfsögðu gengin gleðiganga líkt og tíðkast á sambærilegri hátíð sem haldin er í Reykjavík ár hvert.

Barn féll fimm­tán metra út um glugga á fjöl­býlis­húsi

Ungt barn féll út um glugga á fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt dagbók lögreglu var fallhæðin um fimmtán metrar en ekki kemur fram hver nákvæmur aldur barnsins er. Barnið var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar en er ekki með alvarlegt beinbrot. Innvortis meiðsli eru til skoðunar.

Flug­vél nauð­lenti í Tungudal

Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir.

Druslu­gangan haldin í tíunda sinn

Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi.

Synjað um líknardauða

Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína.

Önnur beinagrindin sem finnst í heilu lagi

Bein nokkurra hermanna sem féllu í orrustunni við Waterloo árið 1815 hafa nú fundist. Fundurinn er talinn stórmerkilegur enda bardaginn einn sá sögulegasti í Evrópu á síðustu öldum en hann markaði endalok Napóleonsstyrjaldanna.

Á­gætis ferða­veður um helgina

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ágætis ferðaveður vera um helgina, hægur vindur verði á landinu en skin og skúrir einkenni helgina. Leifar hitabylgjunnar sem hefur geisað í Evrópu skili sér ekki hingað, að minnsta kosti ekki næstu vikuna.

Al­var­legt um­ferðar­slys við Hval­fjarðar­göng

Ökumaður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Sjónarvottur segir ökumanninn hafa kastast tíu metra frá slysstað í kjölfar árekstursins en bíllinn á að hafa flogið upp í loftið við höggið.

Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina

Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson.

Sparkaði í dyraverði og lögreglumenn

Óskað eftir aðstoð lögreglu að á skemmtistað í miðbænum vegna tveggja einstaklinga sem voru til vandræða. Annar einstaklingurinn handtekinn en hann er gurnaður um að hafa sparkað bæði í dyraverði og lögreglumenn en einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Framkvæmdastjóri Volkswagen Group hættir

Herbert Diess, framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af því 1. september næstkomandi. Næsti framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar verður Oliver Blume, núverandi framkvæmdastjóri Porsche.

Segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu

Toria Nuland, starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu og láti rússneskar fjölskyldur ættleiða þau. Hún segir Rússa hafa alls rænt allt að þúsund börnum.

Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn

Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið.

Bann­on sekur um van­virðingu gegn þinginu

Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir