Fleiri fréttir

Sjúkra­húsið á Akur­eyri sett á ó­vissu­stig

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið sett á óvissustig, sem kemur til vegna mönnunarvanda á gjörgæsludeild sem og skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum öllum. Gjörgæsludeild spítalans er ekki talin í stakk búin til að taka við fleiri sjúklingum eins og staðan er nú.

Sér­stakt hve áköf um­ræðan um laun sveitar­stjóra sé orðin

Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi.

Automatyczny sklep osiedlowy

W Garðabær otwarto w tym tygodniu pierwszy w kraju, w pełni automatyczny sklep osiedlowy. Sklep będzie czynny 24 godziny na dobę, każdego dnia w roku.

Helgi segir sér þyki vænt um sam­kyn­hneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins.

Vitnis­burður stað­festi að­gerðar­leysi Trump

Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna.

Land­læg veiru­skita af völdum kórónu­veiru

Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur staðfest að landlæg veiruskitu í kúm hér á landi sé af völdum „Bovcov“ eða nautgripakórónuveiru. Í vor gekk veiruskita á kúabúum víða um land og lá grunur að um nautgripakórónuveiru væri að ræða. Með raðgreiningu úr sýni frá kúabúi á Norðurlandi hefur það nú verið staðfest.

Skrifa undir samning um út­flutning korns frá Úkraínu

Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu  föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim.

Land­græðsla hag­kvæmasta lofts­lags­að­gerðin

Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin.

Alpine kynnir rafdrifna blæjuútgáfu af A110

Franski sportbílaframleiðandinn Alpine, sem er í eigu Renault hefur kynnt til sögunnar hreinan rafblæjubíl sem er byggður á A110 bíl framleiðandans, sem til þessa hefur verið knúinn áfram af bensínmótor. Rafdrifna útgáfan mun bera nafnið A110 E-ternité

Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi

„Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu.

Við­tal við veður­fræðing eins og úr kvik­mynd

Þann 14. júlí síðastliðinn kom veðurfræðingurinn John Hammond fram í fréttatíma GB News í Bretlandi og sagði komandi hitabylgju hættulega. Fréttakona GB News, Bev Turner sagði veðurfræðinga gjarnan neikvæða gagnvart veðrinu. Myndband af viðtalinu líkist atriði úr kvikmynd.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður gagnrýnir að stjórnvöld saki hælisleitendur um að ljúga til um kynhneigð og hafni þeim um hæli á þeim forsendum. Nýfallinn sé dómur í slíku máli sem slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins.

Hefja at­hugun á starf­semi tveggja vöggu­stofa

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.

Biden með Covid

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum.

Senda dróna, fallbyssur og eldflaugar til Úkraínu

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, opinberaði í morgun að Bretar ætli að senda mikið magn vopna til Úkraínu á komandi vikum. Þar á meðal skotfæri, dróna, fallbyssur og eldflaugar til að granda skriðdrekum.

"Celem jest aby dzieci były dziećmi"

Nauczyciel, który od kilku miesięcy pracował z dziećmi ukraińskich uchodźców, próbuje teraz sfinansować dla nich letni kurs, sprzedając książkę. Celem kursu jest, aby dzieci były dziećmi.

Uppgötvuðu elstu stjörnu­þoku sem hefur sést

James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Samfylkingarinnar sem segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga.

Elsti karl­kyns panda­björn sögunnar dauður

Pandabjörninn An An var svæfður í morgun í dýragarðinum Ocean Park í Hong Kong. Engin karlkyns pandabjörn hefur lifað lengur en An An svo vitað sé en hann náði 35 ára aldri.

Rússar skrúfa frá gasinu

Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna.

Risa kýr í smíðum í Eyjafirði

Risa kýr er nú í smíðum á Kristnesi í Eyjafirði en það er hún Edda, sem er þrír metrar á hæð og fimm metra löng, smíðuð úr tveimur tonnum af járni. Edda verður til sýnis í Eyjafirði þegar smíði hennar verður lokið.

Mario Draghi segir af sér

Ítalski forsætisráðherrann Mario Draghi hefur endanlega staðfest afsögn sína í kjölfar þess að þrír lykilflokkar í stjórnarsamstarfinu sneru við honum baki.

Ís­land aftur fyrsta flokks í bar­áttunni gegn man­sali

Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug.

Sjá næstu 50 fréttir