Fleiri fréttir

„Auðvitað eiga menn að mæta sem best“

Frá­farandi odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins segir að hver og einn borgar­full­trúi beri sjálfur á­byrgð á eigin mætingu á borgar­stjórnar­fundi en minnir á mikil­vægi þess að mæta sem best. For­seti borgar­stjórnar bendir á að kosninga­bar­átta falli ekki undir lög­mæt for­föll.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra en Peningastefnunefnd ákvað í morgun að hækka stýrivexti um eitt prósentustig.

Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum

Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls.

Niður­staða við­ræðna um nýja þjóðar­höll kynnt á föstu­dag

Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar.

Birtu myndband af flótta grunaðs morðingja

Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa birt myndband sem sýnir hvernig fangavörður hjálpaði fanga sem er grunaður um morð að sleppa úr fangelsi fyrir helgi. Talið er að þau hafi verið í nánu sambandi.

Vaktin: Gera enn árásir á lestarkerfi Úkraínu

Hvítrússar hófu skyndilega umfangsmiklar hernaðaræfingar í morgun sem þeir segja ætlað að prófa viðbúnað heraflans. Varnarmálaráðuneytið segir nágrannaríkjunum ekki stafa hætt af æfingunum né Evrópu yfirhöfuð.

Ferðavagnar og bifhjól skulu í skoðun í maí

Samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja skulu húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki nú færð til skoðunar í maí. Athygli er vakin á þessu á vef Samgöngustofu.

Kannanir benda til mesta ó­sigurs Sjálf­stæðis­manna í borginni

Kannanir benda til sögu­legs ó­sigurs Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðar­púlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkis­stjórnina minnkar einnig veru­lega.

Sendur lifandi í líkhúsið

Fjórum opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum eftir að aldraður maður á hjúkrunarheimili í Sjanghæ reyndist á lífi, eftir að hann hafði verið settur upp í líkbíl. 

Átta létust eftir landa­drykkju

Átta létust í írönsku borginni Bandar Abbas eftir að hafa drukkið heimabruggað áfengi. Minnst 51 til viðbótar gekkst undir læknishendur vegna áfengiseitrunar og sautján þeirra liggja á gjörgæslu. 

„Stórkostlega alvarleg tíðindi“

Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari.

Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur.

Lýsa helvíti á jörð í Mariupol

Óbreyttir borgarar sem komust frá Mariupol um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Forsætisráðherra Bretlands sagðist sannfærður um sigur Úkraínu í stríðinu við Rússa þegar hann ávarpaði þing landsins í dag.

„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið.

Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Stjórnmálafræðingur rýnir í stöðuna og við skoðum hve margir hafa kosið utan kjörfundar nú þegar ellefu dagar eru til kosninga.

Losun dróst saman en áfram vantar upp í mark­mið Ís­lands

Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19.

Leita að vitni að líkamsárás

Lögreglan á Vestfjörðum leitar að vitni að líkamsárás sem framin var aðfaranótt sunnudags 17. apríl. Málið er til rannsóknar hjá embættinu. 

Hildur ekki mætt á borgar­stjórnar­fund síðan í febrúar

Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni.

Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni

Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu.

Alhvít jörð á Akureyri

Hvít jörð beið Akureyringa og nærsveitunga þegar þeir risu úr rekkju í morgun. Frekari kuldi er í kortunum næstu daga en Akureyringar geta þó huggað sig við að það á að hlýna um og eftir helgi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum rýnum við í stöðuna í baráttunni um borgina í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Sjá næstu 50 fréttir