Fleiri fréttir

Neyðarástandi lýst yfir í Kiev

Borgarstjórinn í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti.

Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns

Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar.

Texas í hart gegn foreldrum transbarna

Ríkisstjóri Texas hefur fyrirskipað starfsmönnum ríkisins að rannsaka mál sem tengjast réttindum og kynleiðréttingaferli transbarna. Texas gæti fetað í fótspor ríkja sem bannað hafa kynleiðréttingar barna.

Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann.

Forseti Úkraínu segir Úkraínumenn standa eina í vörnum landsins

Atkvæðagreiðslu um tillögu Öryggis- og varnamálaráðs Úkraínu um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna hernaðaraðgerða Rússa var slegið á frest í dag eftir víðtæka árás á tölvukerfi landsins. Utanríkisráðherra Lettlands hvetur til enn harðari refsiaðgerða en samþykktar hafa verið. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um úkraínudeiluna í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið.

Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni

Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 

Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns

Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum.

Framlög aukin til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög til stuðnings loftslagsaðgerðum í þróunarríkjum, í samræmi við lokayfirlýsingu COP26 loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Um er að ræða framlög til fjögurra stofnana og sjóða sem eiga það sammerkt að starfa með fátækustu ríkjum heims í baráttu þeirra við loftslagsvána.

Islandia znosi wszystkie obostrzenia

Od piątku, 25 lutego zniesione zostaną wszelkie obostrzenia dotyczące koronawirusa. Nowe zmiany będą obowiązywać zarówno w kraju jak i na granicy.

Fjölskyldur landsins í „hlekkjum afborgana“

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að það sé meðvituð ákvörðun stjórnvalda að stýra ekki húsnæðismarkaðnum og láta frumskógarlögmálið ráða för.

Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag

Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag.

Aflétta öllum takmörkunum á föstudag

Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi.

Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis

Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna.

Meint brot blaða­manna tengjast ekki gögnum sem birtust í um­fjöllun um Sam­herja

Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun.

„Taívan er ekki Úkraína“

Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um boðaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum en ríkisstjórnin hittist á auka ríkisstjórnarfundi klukkan tólf þar sem afléttingar eru til umræðu.

Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa

Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt  og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun.

Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum

Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varaliði hersins til starfa eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það.

186 lík fundist í Petrópolis

Viku eftir að flóð og skriðuföll lögðu brasilísku borgina Petrópolis í rúst er talið að minnst 186 hafi farist í hamförunum. 69 einstaklinga er enn saknað að sögn lögreglu. Sú tala hefur farið lækkandi á seinustu dögum samhliða því að kennsl hafa verið borin á fleiri lík og aðrir fundið ástvini sína heila á húfi.

Bein útsending: Opinn fundur Félags kvenna í sjávarútvegi

Opinn fundur um fjölbreytileika, fjárfestingar og framtíðina í sjávarútvegi fer fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka í dag. Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur yfir til 10:30 og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi. 

Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu

Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu.

Toyota og Yamaha þróa vetnis vél saman

Samstarfinu er ætlað að skila af sér átta strokka, fimm lítra 444 hestafla vetnisvél. Markmiðið er einnig að komast að því hvort vetni sé raunverulegur kostur fyrir brunahreyfilsvélar.

Gaf lög­reglu upp rangt nafn og reyndist próf­laus

Hæst bar í störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu  í nótt að lögregla stöðvaði ökumann á öðrum tímanum sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og að hafa gefið lögreglu rangar upplýsingar þegar hann var spurður um skilríki og nafn.

Morðingjar Arbery eiga yfir höfði sér annan lífstíðardóm

Þrír hvítir karlmenn, sem voru sakfelldir fyrir morðið á hinum 25 ára Ahmaud Arbery í Georgíu, hafa nú verið sakfelldir fyrir hatursglæp en kviðdómur í Brunswick komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir höfðu brotið alríkislög með því að meina Arbery um að ganga um almenningsgötu vegna litarhafts hans.

Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni

Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar.

Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar.

Sjá næstu 50 fréttir