Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lögregla rannsakar skotárás á íbúð í Kórahverfi í gær en sjö skotárásir hafa verið gerðar á heimili í hverfinu á síðastliðnum mánuði.

Skotið á íbúð í Kórahverfi á nýársmorgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar skotárás sem gerð var á íbúð í Kórahverfi í gærmorgun. Um er að ræða sjöundu skotárásina á heimili í hverfinu frá því í byrjun desember. 

548 innan­lands­smit

548 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þinghús Suður-Afríku brennur

Mikill eldur brennur nú í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg. Tugir slökkviliðsmanna eru við störf við að slökkva eldinn og mikill, svartur reykur stígur upp frá húsinu.

Mun betra ferðaveður í dag en í gær

Dregið hefur verulega úr vindi á landinu í nótt. Víða er nú norðaustan- eða norðanátt og um 10-18 m/s en þó má búast við hvössum vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. 

Hátt í 900 bílar brenndir á gaml­árs­dag

Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann.

Ekki til skoðunar að stytta ein­angrun meira í bili

Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum.

Tveggja saknað eftir elda í Col­or­ado

Tveggja er saknað eftir gróðurelda sem skekið hafa úthverfi bandarísku borgarinnar Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hundruð heimila hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna þeirra.

Kveðja brosandi baráttumann fyrir mannréttindum

Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskup í Suður Afríku var jarðsunginn í dag. Hanns er minnst um allan heim sem mikils mannréttindafrömuðar en hann lék lykilhlutverk í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku.

„Þurfum að vera mjög á varð­bergi næstu dagana“

Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið.

Forystufólk flokkanna sagðist allt gera mistök

Forystufólk allra flokka viðurkenndi í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær að stjórnmálamenn gerðu mistök eins og annað fólk og ættu að gangast við þeim. Maður ársins að mati fréttastofunnar sagðist deila heiðrinum með fjölda samstarfsfólks.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en metfjöldi greindist smitaður á landamærunum í gær og kona á níræðisaldri lést vegna covid veikinda.

Að­stoðuðu fasta öku­menn á lokaðri heiðinni

Björgunarsveitir víða um land hafa verið kallaðar út í dag vegna veðurs. Meðal annars hefur þurft að tryggja lausa muni og þakplötur og aðstoða ökumenn bíla sem sátu fastir á Öxnadalsheiði.

„Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir ræddi óttann og áhrif hans í samfélagi í nýársávarpi sínu sem hann flutti fyrr í dag. Forsetinn fór þar meðal annars yfir stöðuna í íslensku samfélagi á tímum kórónuveirunnar og sagði að það væri án efa affarasælast að við öll, almenningur, sérfræðingar og stjórnvöld, myndum reyna að viðhalda þeirri einingu sem hafi gefist vel.

Karl­menn lang­flestir ger­enda: Mikil fjölgun of­beldis­brota á árinu

Til­kynningar um of­beldis­brot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Lang­flest of­beldis­brota áttu sér stað á höfuð­borgar­svæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi til­fella of­beldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri.

Sjáðu Krydd­síld í heild sinni

Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær.

Ný­árs­­dagur: Eru skyndi­bita­staðirnir opnir?

Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg

Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins.

Sjá næstu 50 fréttir