Fleiri fréttir

Þingi slitið í Japan og kosið fyrir lok mánaðar

Fumio Kishida, nýr forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í dag en hann ætlar að boða til þingkosninga 31. október. Aðeins tíu dagar eru síðan þingið kaus Kishida sem forsætisráðherra en hann segist nú leita að umboði til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd.

Bjart yfir fram eftir degi

Veðurstofa íslands spáir vestlægri átt í dag, 5 til 13 m/s og léttir til. Vaxandi suðvestanátt á norðanverðu landinu síðdegis 13 til 20 m/s í kvöld og dálítilli vætu vestanlands í nótt. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig.

Skikkuð í sóttkví í Bretlandi þrátt fyrir að hún sé fullbólusett

Ung íslensk kona er á meðal fjölda erlendra háskólanema á heimavist í Cambridge á Englandi sem hefur verið settur í sóttkví vegna smits sem kom upp þar. Hún þarf að vera tíu daga í sóttkví þrátt fyrir að hún sé bólusett og breskar reglur segi að bólusettir þurfi ekki að fara í sóttkví í tilvikum sem þessum.

Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum

Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár.

Árásarmaðurinn sagður 37 ára danskur ríkisborgari

Fimm eru látnir og tveir særðir eftir árás bogamanns í bænum Kongsberg í Noregi í gær. Lögregla hefur handtekið 37 ára Dana sem er grunaður um hroðaverkið. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki en mögulega sé um hryðjuverk að ræða.

Ís­lendingur í Kongs­berg sleginn eftir árás boga­mannsins

Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki.

Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari

Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar.

Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi

Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum.

Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk

Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Landspítalinn bíður einnig eftir svörum

Sóttvarnalæknir er ekki eini sem bíður eftir svörum frá Landspítalanum. Forstjóri spítalans segist sjálf þurfa svör við ákveðnum spurningum áður en næstu skref verða tekin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almenn lífsgæði landsmanna vega þyngra en áður við ákvörðun næstu samkomutakmarkana vegna bólusetninga að mati heilbrigðis- og forsætisráðherra. Unnið er að næstu skrefum í átt að afléttingu sóttvarnaaðgerða en sóttvarnalæknir vill fara varlega.

Stal veiði­græjum að and­virði þriggja milljóna

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veiðivörum og íþróttafötum að andvirði rúmra þriggja milljóna króna úr bíl í júní í fyrra. Maðurinn er þá jafnframt sakfelldur fyrir að hafa stolið mat- og snyrtivöru úr Bónus sem alls hefði kostað hann rétt tæpar 5.000 krónur að greiða fyrir.

William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar

Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu.

Vísa til trúnaðar í tengslum við á­bendingu um meint brot

Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Loftslagsmál vega þungt í stjórnar­myndunar­við­ræðum

Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík.

Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín

Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni.

Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt

Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum.

Ellefu hafa kært talningu í Norð­vestur­kjör­dæmi

Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag.

Forsetafrúin spyr: #erukonurtil?

Eliza Reid forsetafrú spyr að því á Facebook í dag hvort konur séu ekki til en tilefnið er myndatexti sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Textinn fylgir mynd af Elizu heilsa Friðriki krónprinsi Danmerkur en forsetafrúarinnar er hvergi getið.

Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs

Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum.

Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði.

Meiri þátt­taka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi

Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 

Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu.

Ljón í vegi raf­væðingar bíla­flota Evrópu og Banda­ríkjanna

Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum.

Co­vid-tölurnar fram­vegis birtar klukkan 13

Tölfræðisíðan covid.is, sem heldur utan um tölfræði um alls sem við kemur kórónuveirusmium, innlögnum á sjúkrahús vegna Covid-19 og fleira, verður framvegis uppfærð klukkan 13 alla virka daga. Síðan hefur til þessa verið uppfærð klukkan 11.

Skatta­mál og lofts­lags­mál helsti á­steytingar­steinninn

Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum.

Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn

Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.

Sjá næstu 50 fréttir