Fleiri fréttir

Björguðu trippi úr mýrar­flagi

Betur fór en á horfðist í dag þegar björgunarveitarfólk í Austur-Húnavatnssýslu bjargaði hesti sem hafði fest í mýrarflagi. Eftir talsvert umstang náðist trippið upp og var flutt heim í hús.

Af­stýrðu lokunum hjá al­ríkinu um stundar­sakir

Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld.

Stærsta gjöf sem Reykja­víkur­borg hefur þegið

Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu.

„Ég held að há­karl hafi bitið hann“

Ekki hefur fengist úr því skorið hvað það var sem grandaði hrefnunni sem rak á land á Álftanesi í gær. Leikskólakrakkar sem virtu hvalinn fyrir sér í morgun vörpuðu þó fram ýmsum tilgátum í þeim efnum.

Hafnar full­yrðingum Arons Einars og kannast ekkert við af­skipti

Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér.

Virknin liggur of djúpt til að mæla kviku­hreyfingar

Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Tveir flokkar fá ekki sæti í kjör­bréfa­nefnd

Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjör­bréfa­nefnd Al­þingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endur­talninguna í Norð­vestur­kjör­dæmi. Á­kall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum.

Borgar­ráð sam­þykkir stofnun Jafn­­launa­­stofu

Borgarráð samþykkti í dag einróma að setja á fót sjálfstæða starfseiningu á sviði jafnlaunamála. Starfseiningin ber heitið Jafnlaunastofa og verður einingin sameignarfélag í eigu Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu.

Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur

Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst eftir þekktum rússneskum rannsóknarblaðamanni sem hefur tekið þátt í umfangsmiklum rannsóknum sem beinast gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Roman Dobrokhotov, stofnandi og ritstjóri Insider, er eftirlýstur fyrir að hafa laumað sér yfir landamæri Rússlands og Úkraínu.

Dönskukennari og poppari blandar sér í baráttuna um formann kennara

Heimir Eyvindarson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, hefur boðið fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands. Heimir tilkynnti þetta bréfleiðis til framboðsnefndar KÍ í gærkvöld að því er fram kemur á vef sambandsins.

Of seint fyrir Gústa að að­lagast náttúrunni og sam­búðin versni þegar hann þroskast

„Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“

Á­kærðir fyrir að hafa beitt IKEA-borð­hníf og glasi gegn hvor öðrum

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa veist hvor að öðrum að næturlagi í október í fyrra. Annar maðurinn beitti hinn glerglasi á meðan hinn mundaði borðhníf frá IKEA í slagsmálunum. Báðir eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn hvor öðrum.

Leita enn að íslenskum manni í Svíþjóð

Til stóð að halda áfram leit að íslenskum karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur verið saknað frá því að hann hélt frá landi á sæþotu í Svíþjóð á laugardag. Frændi mannsins segist standa fyrir leit að honum.

Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi

Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar.

Jarð­skjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuð­borginni

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga.

Hræið af stærðarinnar hrefnu­tarfi

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru á Álftanesi það sem af er morgni til að virða fyrir sér hvalhræ sem þar liggur. Hræið er af hrefnutarfi en óljóst er hvað varð honum að bana.

Hefja tökur í geimnum í næstu viku

Þriðjudaginn í næstu viku (5. október) veður geimfara, leikkonu og leikstjóra skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þau munu svo koma sér fyrir í alþjóðlegu geimstöðinni og taka upp kvikmynd. Þá fyrstu sem tekin verður upp í geimnum.

Ökufantur á 210 kílómetra hraða ákærður

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að aka mótorhjóli á 210 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu. Hann er sakaður um að hafa stefnt lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska.

Rann­sókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð

Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju.

Mjög mikil­vægt að nefndin sé hlut­laus

Starfandi for­seti Al­þingis segir mikil­vægt að kjör­bréfa­nefnd njóti trausts og sé hlut­læg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunar­þing­menn eða þing­menn Norð­vestur­kjör­dæmis að taka sæti í nefndinni.

Martwy wieloryb w Álftanes

Na plaży w Álftanes, od rana zaczęło zbierać się wiele osób, które zainteresowały się martwym wielorybem wyrzuconym na brzeg.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við jarðeðlisfræðing um þróunina við Keili en í nótt reið öflugur skjálfti yfir á svæðinu sem fannst um allt Suðvesturhornið.

Sjá næstu 50 fréttir