Fleiri fréttir Leita karlmanns á sextugsaldri vegna sprengingarinnar í Gautaborg Lögreglan í Gautaborg leitar nú karlmanns á sextugsaldri í tengslum við öfluga sprengingu í fjölbýlishúsi í miðborginni á þriðjudag. Til stóð að bera manninn út úr íbúð sinni í húsinu sama dag. 30.9.2021 10:30 Á þriðja tug tegunda bætast við lista útdauðra dýra Bandaríkin hafa lýst 23 dýrategundir útdauðar, þar á meðal timburdólinn. Vísindamenn segjast hafa gert allt til að reyna að finna fleiri dýr þessara tegunda en ekkert hafi gengið. Ekkert annað sé því í stöðunni en að lýsa þær útdauðar. 30.9.2021 10:28 Sautján sérfræðingar útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ Þetta er í fyrsta sinn sem Landgræðsluskólinn útskrifar nemendur úr sex-mánaða náminu undir merkjum GRÓ. 30.9.2021 10:13 Trúðaskortur leikur Norður-Íra grátt „Það felst mun meira í því að vera trúður en að setja á sig rautt nef og klæða sig í stórar pokabuxur.“ 30.9.2021 10:07 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30.9.2021 10:04 Skoða hvalinn í fjörunni á Álftanesi Nokkur fjöldi fólks hefur gert sér ferð í fjöruna á Álftanesi í morgun til að skoða hvalhræ sem liggur þar í fjörunni. Lögreglan hefur sett gulan borða við hvalinn en fólk fer áhyggjulaust að hvalnum, strýkur honum og lyktar. 30.9.2021 09:48 Að minnsta kosti 116 látnir í fangaóeirðum í Ekvador Að minnsta kosti 116 eru látnir eftir bardaga glæpagengja í Litoral-fangelsinu í borginni Guayaquil í Ekvador. Að minnsta kosti fimm fangar voru afhöfðaðir en aðrir skotnir. Talið er að gengin hafi tengsl við mexíkósk glæpasamtök. 30.9.2021 08:34 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30.9.2021 07:35 Spá hvassviðri eða stormi við Öræfajökul Veðurstofa Íslands spáir hægt vaxandi norðaustanátt í dag, 10 til 15 m/s undir kvöld en 15 itl 23 m/s suðaustanlands. Á austanverðu landinu má gera ráð fyrir rigningu af og til en þurrt verður vestantil. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. 30.9.2021 07:10 Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. 30.9.2021 07:01 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30.9.2021 06:55 Kennir stjórn Donald Trump um yfirtöku talíbana í Afganistan Einn af æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers sagði þingnefnd sem rannsakar nú brottflutning herliðsins frá Afganistan, að yfirtaka landsins af talíbönum og fall stjórnarhersins sé bein afleiðing af samkomulagi sem Trump stjórnin gerði í Doha í febrúar 2020. 30.9.2021 06:45 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30.9.2021 02:17 Hvalreki á Álftanesi Hval hefur rekið á land á Álftanesi og liggur hræið nú í fjöru. Lögreglu var tilkynnt um dýrið seint í dag og verður það skoðað nánar í fyrramálið. 30.9.2021 00:44 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29.9.2021 23:52 Vilja ekki nýjar kosningar í Norðvesturkjördæmi: „Bíttar þetta svo miklu?“ Íbúar í Norðvesturkjördæmi eru fæstir á þeim buxunum að blása eigi til nýrra kosninga eftir að annmarkar á framkvæmd þeirra í kjördæminu komu í ljós. 29.9.2021 22:30 Lést nokkrum dögum eftir hafa fengið röng lyf Kona sem lést á Landakoti síðastliðinn fimmtudag hafði nýlega fengið ranga lyfjagjöf. Landspítalinn segir um mannleg mistök að ræða og telur ekki að orsakasamhengi sé þarna á milli. 29.9.2021 21:58 Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. 29.9.2021 21:22 Debbie Harry var lengi á leiðinni til Íslands Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry segir lengi hafa staðið til að koma til Íslands og langar að halda tónleika hér á næsta ári. Í þetta skipti er hún hins vegar komin vegna sýningar stuttmyndar um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Blondie til Kúbu á RIFF kvikmyndahátíðinni. 29.9.2021 20:30 Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29.9.2021 20:30 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29.9.2021 20:07 Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert. 29.9.2021 19:16 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29.9.2021 18:31 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir enn hægt að koma í veg fyrir að kosningarnar fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29.9.2021 18:09 Gestir á kosningavöku Pírata greindust með Covid-19 Tveir gestir sem sóttu kosningavöku Pírata á kjördag greindust í gær með Covid-19. Smitrakningarteymið hefur haft samband við gesti sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessara tilfella. 29.9.2021 18:06 Fjögurra ára slapp með skrekkinn í hörðum árekstri á Holtavörðuheiðinni Fjögurra ára barn slapp með skrekkinn í hörðum árekstri tveggja bíla á Holtavörðuheiði á sunnudag. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann en þeir voru í bíl sem valt á heiðinni. 29.9.2021 16:56 Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29.9.2021 16:50 YouTube í hart gegn andstæðingum bólusetninga Forsvarsmenn myndbandaveitunnar YouTube hafa ákveðið að fara í hart gegn andstæðingum bólusetninga. Fólk sem dreifir efni þar sem farið er með fleipur um bóluefni og bólusetningar verður bannað og rásum þeirra lokað. Þá verður öllu slíku efni eytt af veitunni. 29.9.2021 16:25 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29.9.2021 15:44 Svona virka innsigli á kjörkössum Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. 29.9.2021 15:38 Stofnandi stórs netöryggisfyrirtækis handtekinn fyrir landráð Stofnandi eins stærsta netöryggisfyrirtækis Rússlands var handtekinn í gær vegna gruns um hann hafi framið landráð. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. 29.9.2021 15:16 Ofbeldismaður sem hótaði að hringja inn sprengjuhótun færi kærasta hans í flug á sér engar málsbætur Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda. 29.9.2021 14:40 Poważne naruszenie prawa wyborczego Wiceprzewodniczący Partii Odrodzenie/ Viðreisn mówi, że przebieg wyborów budzi poważne wątpliwości. 29.9.2021 14:29 Stefnir í spennandi baráttu um nýjan leiðtoga kennara Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, gefur kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Anna María tilkynnti þetta á Facebook í gærkvöld. 29.9.2021 14:00 Símasambandsleysi frestar ölvunarakstursmáli rútubílstjóra Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að fresta beri meðferð máls rútubílstjóra sem ákærður var fyrir ölvunarakstur. Frestunin er tilkomin vegna þess að erfiðlega hefur reynst að ná símasambandi við lykilvitni sem starfar sem fjallaleiðsögumaður. 29.9.2021 13:57 Nýliðastyrkur til uppbyggingar á heimili fyrir barnungar mæður Utanríkisráðuneytið styrkir Heaven Rescue Home í Kenía. 29.9.2021 13:46 Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð. 29.9.2021 13:44 Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29.9.2021 13:01 Tilnefna Andersson sem nýjan formann sænskra Jafnaðarmanna Undirbúningsnefnd á vegum sænskra Jafnaðarmanna hefur tilnefnt fjármálaráðherrann Magdalenu Andersson til að verða næsti formaður flokksins. Framundan er landsþing flokksins í byrjun nóvember þar sem arftaki Stefans Löfven forsætisráðherra verður kjörinn. 29.9.2021 12:54 Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29.9.2021 12:49 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29.9.2021 12:34 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29.9.2021 12:31 Finnst miður að sjá leiðtogana halda grímulausar kosningavökur Sóttvarnalækni finnst miður að sjá leiðtoga landsins standa fyrir kosningavökum þar sem sóttvarnareglur voru ekki virtar. Margir hafa fengið skilaboð eftir að einn greindist smitaður sem sótti kosningavöku Framsóknarflokksins. 29.9.2021 11:59 Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. 29.9.2021 11:52 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en ákveðið hefur verið að greiðslubyrði húsnæðislána megi ekki vera meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum heimilisins. 29.9.2021 11:38 Sjá næstu 50 fréttir
Leita karlmanns á sextugsaldri vegna sprengingarinnar í Gautaborg Lögreglan í Gautaborg leitar nú karlmanns á sextugsaldri í tengslum við öfluga sprengingu í fjölbýlishúsi í miðborginni á þriðjudag. Til stóð að bera manninn út úr íbúð sinni í húsinu sama dag. 30.9.2021 10:30
Á þriðja tug tegunda bætast við lista útdauðra dýra Bandaríkin hafa lýst 23 dýrategundir útdauðar, þar á meðal timburdólinn. Vísindamenn segjast hafa gert allt til að reyna að finna fleiri dýr þessara tegunda en ekkert hafi gengið. Ekkert annað sé því í stöðunni en að lýsa þær útdauðar. 30.9.2021 10:28
Sautján sérfræðingar útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ Þetta er í fyrsta sinn sem Landgræðsluskólinn útskrifar nemendur úr sex-mánaða náminu undir merkjum GRÓ. 30.9.2021 10:13
Trúðaskortur leikur Norður-Íra grátt „Það felst mun meira í því að vera trúður en að setja á sig rautt nef og klæða sig í stórar pokabuxur.“ 30.9.2021 10:07
Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30.9.2021 10:04
Skoða hvalinn í fjörunni á Álftanesi Nokkur fjöldi fólks hefur gert sér ferð í fjöruna á Álftanesi í morgun til að skoða hvalhræ sem liggur þar í fjörunni. Lögreglan hefur sett gulan borða við hvalinn en fólk fer áhyggjulaust að hvalnum, strýkur honum og lyktar. 30.9.2021 09:48
Að minnsta kosti 116 látnir í fangaóeirðum í Ekvador Að minnsta kosti 116 eru látnir eftir bardaga glæpagengja í Litoral-fangelsinu í borginni Guayaquil í Ekvador. Að minnsta kosti fimm fangar voru afhöfðaðir en aðrir skotnir. Talið er að gengin hafi tengsl við mexíkósk glæpasamtök. 30.9.2021 08:34
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30.9.2021 07:35
Spá hvassviðri eða stormi við Öræfajökul Veðurstofa Íslands spáir hægt vaxandi norðaustanátt í dag, 10 til 15 m/s undir kvöld en 15 itl 23 m/s suðaustanlands. Á austanverðu landinu má gera ráð fyrir rigningu af og til en þurrt verður vestantil. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. 30.9.2021 07:10
Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. 30.9.2021 07:01
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30.9.2021 06:55
Kennir stjórn Donald Trump um yfirtöku talíbana í Afganistan Einn af æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers sagði þingnefnd sem rannsakar nú brottflutning herliðsins frá Afganistan, að yfirtaka landsins af talíbönum og fall stjórnarhersins sé bein afleiðing af samkomulagi sem Trump stjórnin gerði í Doha í febrúar 2020. 30.9.2021 06:45
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30.9.2021 02:17
Hvalreki á Álftanesi Hval hefur rekið á land á Álftanesi og liggur hræið nú í fjöru. Lögreglu var tilkynnt um dýrið seint í dag og verður það skoðað nánar í fyrramálið. 30.9.2021 00:44
Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29.9.2021 23:52
Vilja ekki nýjar kosningar í Norðvesturkjördæmi: „Bíttar þetta svo miklu?“ Íbúar í Norðvesturkjördæmi eru fæstir á þeim buxunum að blása eigi til nýrra kosninga eftir að annmarkar á framkvæmd þeirra í kjördæminu komu í ljós. 29.9.2021 22:30
Lést nokkrum dögum eftir hafa fengið röng lyf Kona sem lést á Landakoti síðastliðinn fimmtudag hafði nýlega fengið ranga lyfjagjöf. Landspítalinn segir um mannleg mistök að ræða og telur ekki að orsakasamhengi sé þarna á milli. 29.9.2021 21:58
Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. 29.9.2021 21:22
Debbie Harry var lengi á leiðinni til Íslands Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry segir lengi hafa staðið til að koma til Íslands og langar að halda tónleika hér á næsta ári. Í þetta skipti er hún hins vegar komin vegna sýningar stuttmyndar um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Blondie til Kúbu á RIFF kvikmyndahátíðinni. 29.9.2021 20:30
Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29.9.2021 20:30
Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29.9.2021 20:07
Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert. 29.9.2021 19:16
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29.9.2021 18:31
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir enn hægt að koma í veg fyrir að kosningarnar fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29.9.2021 18:09
Gestir á kosningavöku Pírata greindust með Covid-19 Tveir gestir sem sóttu kosningavöku Pírata á kjördag greindust í gær með Covid-19. Smitrakningarteymið hefur haft samband við gesti sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessara tilfella. 29.9.2021 18:06
Fjögurra ára slapp með skrekkinn í hörðum árekstri á Holtavörðuheiðinni Fjögurra ára barn slapp með skrekkinn í hörðum árekstri tveggja bíla á Holtavörðuheiði á sunnudag. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann en þeir voru í bíl sem valt á heiðinni. 29.9.2021 16:56
Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29.9.2021 16:50
YouTube í hart gegn andstæðingum bólusetninga Forsvarsmenn myndbandaveitunnar YouTube hafa ákveðið að fara í hart gegn andstæðingum bólusetninga. Fólk sem dreifir efni þar sem farið er með fleipur um bóluefni og bólusetningar verður bannað og rásum þeirra lokað. Þá verður öllu slíku efni eytt af veitunni. 29.9.2021 16:25
Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29.9.2021 15:44
Svona virka innsigli á kjörkössum Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. 29.9.2021 15:38
Stofnandi stórs netöryggisfyrirtækis handtekinn fyrir landráð Stofnandi eins stærsta netöryggisfyrirtækis Rússlands var handtekinn í gær vegna gruns um hann hafi framið landráð. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. 29.9.2021 15:16
Ofbeldismaður sem hótaði að hringja inn sprengjuhótun færi kærasta hans í flug á sér engar málsbætur Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda. 29.9.2021 14:40
Poważne naruszenie prawa wyborczego Wiceprzewodniczący Partii Odrodzenie/ Viðreisn mówi, że przebieg wyborów budzi poważne wątpliwości. 29.9.2021 14:29
Stefnir í spennandi baráttu um nýjan leiðtoga kennara Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, gefur kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Anna María tilkynnti þetta á Facebook í gærkvöld. 29.9.2021 14:00
Símasambandsleysi frestar ölvunarakstursmáli rútubílstjóra Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að fresta beri meðferð máls rútubílstjóra sem ákærður var fyrir ölvunarakstur. Frestunin er tilkomin vegna þess að erfiðlega hefur reynst að ná símasambandi við lykilvitni sem starfar sem fjallaleiðsögumaður. 29.9.2021 13:57
Nýliðastyrkur til uppbyggingar á heimili fyrir barnungar mæður Utanríkisráðuneytið styrkir Heaven Rescue Home í Kenía. 29.9.2021 13:46
Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð. 29.9.2021 13:44
Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29.9.2021 13:01
Tilnefna Andersson sem nýjan formann sænskra Jafnaðarmanna Undirbúningsnefnd á vegum sænskra Jafnaðarmanna hefur tilnefnt fjármálaráðherrann Magdalenu Andersson til að verða næsti formaður flokksins. Framundan er landsþing flokksins í byrjun nóvember þar sem arftaki Stefans Löfven forsætisráðherra verður kjörinn. 29.9.2021 12:54
Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29.9.2021 12:49
Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29.9.2021 12:34
Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29.9.2021 12:31
Finnst miður að sjá leiðtogana halda grímulausar kosningavökur Sóttvarnalækni finnst miður að sjá leiðtoga landsins standa fyrir kosningavökum þar sem sóttvarnareglur voru ekki virtar. Margir hafa fengið skilaboð eftir að einn greindist smitaður sem sótti kosningavöku Framsóknarflokksins. 29.9.2021 11:59
Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. 29.9.2021 11:52
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en ákveðið hefur verið að greiðslubyrði húsnæðislána megi ekki vera meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum heimilisins. 29.9.2021 11:38