Fleiri fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á óveðrinu sem nú gengur yfir landið en björgunarsveitir hafa þegar verið kallaðar út á Vestfjörðum og á Vopnafirði vegna lausra muna sem hafa verið að fjúka.

Kanna hvort sprengju hafi verið komið fyrir í Gautaborg

Lögreglan í Gautaborg rannsakar nú hvort að sprengju kunni að hafa verið komið fyrir við fjölbýlishús þar sem mikil sprenging varð snemma í morgun. Fjórir íbúar hússins eru alvarlega slasaðir en að minnsta kosti sextán voru fluttir á sjúkrahús.

Davíð og Hannes glað­hlakka­legir vegna rýrrar upp­skeru Gunnars Smára

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing.

Bandaríkin skrefinu nær vanskilum

Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni.

32 greindust með kórónu­veiruna í gær

32 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 44 prósent. Átján voru utan sóttkvíar, eða 56 prósent.

Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráð­herra­bú­staðnum

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin.

Búinn að kæra kosningarnar til lög­reglunnar

Karl Gauti Hjalta­son hefur sent kæru til lög­reglunnar á Vestur­landi vegna fram­kvæmdar kosningar í Norð­vestur­kjör­dæmi. Sam­kvæmt upp­lýsingum frétta­stofu hefur lög­reglan á Vestur­landi mót­tekið kæruna.

Eldflaugareldsneyti lýsti upp himininn í gærkvöldi

Margir virðast hafa orðið varir við ljósagang yfir landinu í gærkvöldi. Þar var á ferðinni eldsneyti frá eldflaug sem skotið var á loft með gervitungl í gærdag, að sögn Sævars Helga Bragasonar, ritstjóra Stjörnufræðivefsins.

Hver er þessi Olaf Scholz?

Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum.

Spá ofsa­veðri norð­vestan­til og við­varanir í gildi á stærstum hluta landsins

Spáð er norðvestanhríð norðan- og vestanlands í dag, en stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og rok eða jafnvel ofsaveður við Breiðafjörð. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og gilda fram á kvöld. Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir víða annars staðar.

Lét öllum illum látum á slysa­deild

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mjög æstan mann á slysadeild Landspítalans. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Skot­svæðinu í Álfs­nesi lokað fyrir­vara­laust

Skotfélagi Reykjavíkur var í dag gert að stöðva alla starfsemi á skotvelli félagsins í Álfsnesi þegar í stað. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum.

Ekkert at­huga­vert við talningu í Suð­vestur­kjör­dæmi

Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær.

Kýr sem heitir Kartöfluupptökuvél

Skrauta, Blíða, Rósa, Gola, Skessa, Búkolla, Perla, Toppa, Rauðka, Katla og Blíða. Allt eru þetta nöfn á kúm en nú er búið að taka saman lista yfir algengustu nöfn núlifandi kúa.

Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel

Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel.

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Útilokar að einhver hafi komist í kjörgögnin

Eigendur Hótels Borgarness telja afar ósennilegt að nokkur hafi getað átt við óinnsigluð kjörgögn sem skilin voru eftir í læstum veislusal af yfirkjörstjórn. Myndavélar séu við alla útganga salarins. Formaður yfirkjörstjórnar segir öruggt að enginn hafi farið inn í salinn meðan hann og aðrir í kjörstjórninni brugðu sér frá. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Algjör óvissa ríkir um hvenær endanleg úrslit Alþingiskosninganna liggja fyrir eftir endurtalningu atkvæða og kæru vegna framkvæmdar kosninganna. Forsætisráðherra leggur á það áherslu að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa.

Ó­vissu­stigi al­manna­varna lýst yfir vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.

Lífs­kjar­a­samn­ing­ur­inn lif­ir enn

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands ætla ekki að segja upp lífskjarasamningnum svokallaða. Hann mun því halda gildi sinn út samningstímann og renna út þann 1. nóvember á næsta ári.

Eggi kastað í Macron

Mótmælandi kastaði eggi í Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Samhliða því kallaði hann: „Viva la revolution“ eða „lengi lifi byltingin“. Eggið brotnaði ekki heldur skoppaði af öxl forsetans.

Þórir til Búdapest að bjarga flóttafólki í sjávarháska

Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, mun næstu tvo mánuði vera í bakvarðasveit björgunarskipsins Ocean Viking, sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Þar segir að skipið hafi það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.

„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa.

Góður árangur Framsóknar hafi áhrif

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag.

Ólíklegt að allt verði eins og það var

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil.

Sjá næstu 50 fréttir