Fleiri fréttir

Facebook þarf að afhenda gögn um þjóðarmorð á róhingjum

Alríkisdómari í Bandaríkjunum skipaði samfélagsmiðlarisanum Facebook að gera opinber gögn um reikninga sem tengdust þjóðarmorði á róhingjum í Búrma en var lokað. Skammaði hann Facebook fyrir að afhenda ekki alþjóðlegum rannsakendum gögnin.

Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna

Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma.

Stjórnar­myndunar­við­ræður í fullum gangi í Noregi

Þrír flokkra af vinstri væng og miðju norskra stjórnmála koma saman til síns fyrsta fundar til að ræða mögulega stjórnarmyndun í dag. Framtíð olíuiðnaðarins, skattamál og samskiptin við Evrópusambandið eru talin helstu ágreiningsmál flokkanna.

Segir Ís­lendinga lata að taka Strætó

Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær.

Loft­mengun enn hættu­legri en talið var

Loftmengun er enn hættulegri en áður var talið. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sem hefur nú lækkað heilsuverndarmörk nokkurra helstu mengunarvalda.

Bætir í suð­austan­áttina og rigning sunnan- og vestan­til

Það bætir í suðaustanáttina með morgninum, átta til fimmtán metrum á sekúndu, og má reikna með rigningu bæði sunnan- og vestantil. Þurrt verður að mestu um landið norðanvert fram undir kvöld og sums staðar slydda á fjallvegum.

Stjórnarflokkarnir með 43 prósent samkvæmt nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20 prósenta fylgi í nýrri könnun sem rannsóknafyrirtækið Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun blaðsins en er þó enn stærsti flokkur landsins.

82 prósent 2.655 ákærðra karlar

Af þeim 2.655 einstaklingum sem sættu ákæru í fyrra voru 2.168 karlar, eða 82 prósent. Alls komu 9.132 mál til meðferðar hjá ákæruvaldinu en um er að ræða 5,1 prósent fækkun frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkissaksóknara.

Al­ríkis­lög­reglan leitar að unnusta Petito

Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani.

Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar

Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar.

Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur

Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð.

Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju

Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna.

Framtíð lífskjarasamningsins ræðst eftir helgi

Forseti ASÍ segir vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki staðið við gefin loforð vegna lífskjarasamninganna. Einhugur sé þó innan ASÍ um að samningum verði ekki sagt upp þrátt fyrir að forsendur séu brostnar. Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun eftir helgi.

Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur

Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála.

R. Kel­ly mun ekki bera vitni í eigin máli

Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bruni Miðgarðskirkjunnar í Grímsey verður í brennidepli í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímseyingar eru í áfalli en hafa fullan hug á að endurreisa kirkjuna.

Vinstri sveiflan snýst við

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist nokkuð á undanfarinni viku samkvæmt nýrri könnun MMR fyrir Morgunblaðið og mbl.is sem kynnt var í dag. Fylgi flokksins hefur aukist um 1,5 prósent síðan á föstudaginn í síðustu viku en vinstri flokkar virðast hafa misst dampinn miðað við síðustu könnun MMR.

Komu í sjúkraflugi frá Tenerife

Allar konurnar fimm sem slösuðust þann 12. september síðastliðinn á spænsku eyjunni Tenerife þegar pálmatré féll á þær eru komnar heim. Tvær þeirra liggja nú á Landspítalanum með alvarleg meiðsl víða um líkamann. 

Báðir grunuðu í hópnauðgunarmáli sæta farbanni

Landsréttur hefur einnig staðfest farbann yfir hinum manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Munu þeir báðir sæta farbanni til 11. nóvember.

Uppsögn í framhaldi af tilkynningu um einelti

Guðrúnu Jónsdóttur, safnstjóra hjá Safnahúsi Borgarfjarðar, hefur verið sagt upp störfum eftir fimmtán ár í starfi. Guðrún greinir frá uppsögninni á Facebook sem hún segir koma í beinu framhaldi af því að hún hafi lagt fram kvörtun um einelti á hendur sveitarstjóranum í Borgarbyggð.

Enn einn slagurinn um skuldaþak með yfirvofandi hættu á vanskilum

Ekkert samkomulag hefur enn náðst á Bandaríkjaþingi um fjárlög eða nauðsynlega hækkun skuldaþaks ríkissjóðs þegar innan við tvær vikur eru þar til núverandi fjárlagaári lýkur. Bandaríski ríkissjóðurinn gæti jafnframt endað í vanskilum í næsta mánuði sem er talið geta haft afleiðingar sem jafnast á við fjármálahrunið árið 2008.

Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur.

Að kaupa raf­magns­hjól ein besta á­kvörðun sem hann hefur tekið

Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó.

Lögreglan rannsakar andlát í Sky Lagoon

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar andlát sem varð í Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. 

Hálka á götum höfuð­borgarinnar

Svo virðist sem veturinn komi snemma þetta árið og hafa einhverjir ökumenn orðið varir við hálku á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Stelpur rokka áfram í Tógó

Rokkbúðirnar voru fyrst haldnar árið 2016 og hafa frá þeim tíma verið árlegur viðburður í tógósku tónlistarlífi.

Sjá næstu 50 fréttir