Fleiri fréttir Kosningastefna kynnt á Sósíalistaþingi Á Sósíalistaþingi sem haldið var í Tjarnarbíói í dag var afgreidd kosningastefnuskrá Sósíalistaflokksins undir kjörorðinu Stórkostlegt samfélag. Stefnan byggir á einstöku tækifæri Íslendinga til að byggja hér upp réttlátt, öruggt og öflugt samfélag byggt á jöfnuði og samkennd. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum. 19.9.2021 20:33 Fékk íslenska einangrun í fimmtugsafmælisgjöf Bandarískur embættismaður frá Flórída eyddi fimmtugsafmælisferð sinni til Íslands á farsóttarhóteli. Hann segir dvölina hafa verið erfiða, einkum vegna matarins og að sér hafi liðið eins og heimilisketti á hótelinu. 19.9.2021 20:20 Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19.9.2021 19:27 Furða sig á að þurfa að greiða löggæslukostnað vegna Bræðslunnar Aðstandendur tónleikanna Bræðslunnar, sem fara fram á Borgarfirði eystri á ári hverju, furða sig á að hafa þurft að greiða rúmlega eina milljón króna í löggæslukostnað frá því að tónleikarnir voru haldnir fyrst árið 2005. 19.9.2021 17:46 Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna. 19.9.2021 17:22 Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19.9.2021 14:40 Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. 19.9.2021 14:04 Þekja hlíðina með stálgirðingum til varnar snjóflóðum Vinna við snjóflóðavarnir hefur verið í fullum gangi í allt sumar fyrir ofan Siglufjörð. Snjóflóðahættan minnti rækilega á sig síðastliðin vetur. 19.9.2021 14:00 Kosningapróf Kjóstu rétt og Vísis: Hver er flokkurinn þinn? Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. september og eflaust fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. Ein leið til að átta sig á því hvaða flokk maður passar vel við er að taka kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt. 19.9.2021 13:52 Áhugaverðir sex mánuðir að baki Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag. 19.9.2021 13:19 Þau bjóða fram krafta sína í Norðvesturkjördæmi Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Norðvesturkjördæmi að þessu sinni og eru í heildina 160 manns að finna á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 19.9.2021 13:01 Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. 19.9.2021 12:32 Leikskóli og grunnskóli á Reyðarfirði lokaðir næstu þrjá daga vegna Covid-smita Leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði og Grunnskóli Reyðarfjarðar verða lokaðir á morgun, mánudag, sem og þriðjudag og miðvikudag vegna Covid-19 smita sem komu upp í bænum. 19.9.2021 12:13 Danski þjóðarflokkurinn: Pia Kjærsgaard útilokar ekki endurkomu í formannsstólinn Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, útilokar ekki að hún muni aftur gera tilkall til forystu flokksins, batni pólitískt gengi hans ekki á næstunni. 19.9.2021 11:31 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19.9.2021 10:01 Kosningabaráttan, málefni aldraðra og menntamál í Sprengisandi Kosningarnar eru í brennidepli í þessum síðasta þætti Sprengisands á Bylgjunni fyrir kosningarnar 25. september. 19.9.2021 10:00 Fámennt og tíðindalítið á mótmælunum í Washington Svo fór sem margan grunaði að mótmælin í Washingtonborg í gær voru fámenn og tíðindalítil. 19.9.2021 09:59 Von á næstu haustlægð í kvöld Í dag er spáð vestan og suðvestan 3 til 10 metrar á sekúndu, skýjað með köflum og stöku skúrum en sunnan 8 til 13 og bjartviðri fram eftir degi á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast austanlands. 19.9.2021 07:51 Olían á ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálaflokkunum Nær allir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram á landsvísu til Alþingiskosninganna eru sammála um að útiloka ætti leit og vinnslu á olíu í íslenskri lögsögu. Aðeins Flokkur fólksins og Miðflokkurinn segjast ekki tilbúnir að slá jarðefnaeldsneytisvinnslu alveg út af borðinu. 19.9.2021 07:30 Vísað út af bráðamóttöku Lögregla hafði afskipti af ölvuðum manni sem reyndi að komast heim til sín. Maðurinn hafði farið húsvillt og var farinn að berja húsið allt að utan til að reyna að komast inn. 19.9.2021 07:30 Mercedes-Benz EQA - Rafjepplingur en klassískur Benz EQA er fimm manna rafjepplingur sem hentar fólki sem hefur fágaðan en einfaldan smekk. Bíllinn er augljóslega Mercedes-Benz, þegar setið er í honum og honum ekið. 19.9.2021 07:01 Fyrrverandi forseti Alsír er allur Tilkynnt var um andlát Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, í gær. Hann varð 84 ára gamall og gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. 18.9.2021 23:31 Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið. 18.9.2021 22:25 Greindur með kvíðakast og sendur heim en reyndist vera með blóðtappa eftir Covid Foreldrar fjórtán ára drengs, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum eftir Covid-19 smit, eru fegnir að ekki fór verr. Þegar þeir leituðu með hann til heilsugæslunnar var drengurinn greindur með kvíðakast og sendur aftur heim. 18.9.2021 18:49 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjórtán ára drengur sem var greindur með kvíðakast á heilsugæslu og sendur aftur heim reyndist vera með blóðtappa í báðum lungum eftir kórónuveirusmit. Foreldrar hans eru fegnir því að ekki fór verr. Við ræðum við drenginn og foreldra hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. 18.9.2021 18:19 Guðni um ásakanir Miðflokksins: „Ljótasti leikur sem ég hef séð“ Tómas Ellert Tómasson, kosningastjóri Miðflokksins ber Guðna Ágústsson og ráðherra í Framsóknarflokknum þungum sökum í grein sem hann ritar á vef Vísis í dag. Guðni sver af sér ásakanirnar og segist ekki eiga svona nokkuð skilið. 18.9.2021 17:40 Gönguleið A að gosstöðvunum lokað Gönguleið A að gosstöðvunum á Fagradalsfjalli hefur verið lokað í öryggisskyni. 18.9.2021 14:30 73 nemendur Ölduselsskóla í sóttkví 73 nemendur í þriðja og fjórða bekk Ölduselsskóla í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að samnemendur greindust með Covid-19 í gær. Þá eru fimm starfsmenn skólans komnir í sóttkví. 18.9.2021 14:26 Grá Esja minnti á að veturinn nálgast Sjá mátti ótvíræð merki þess að haust væri gengið í garð í morgun þegar snjór var kominn í hæsta hluta Esjunnar. 18.9.2021 14:06 Norskur ráðherra: Segir af sér vegna skattaklandurs Kjell Ingolf Ropstad, barna-. fjölskyldu og kirkjumálaráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins (KrF) í Noregi, sagði af sér á blaðamannafundi í morgun eftir að fjölmiðlar höfðu flett ofan af skattamisferli hans. 18.9.2021 13:24 Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. 18.9.2021 13:07 Þau bjóða fram krafta sína í Suðurkjördæmi Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Suðurkjördæmi að þessu sinni og eru í heildina tvö hundruð manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 18.9.2021 13:00 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18.9.2021 12:52 Sekt og tilkynning til barnaverndar vegna ófullnægjandi öryggis ungabarns í bíl Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 300 bifreiðar á leið suður Reykjanesbraut í morgun. Tilgangurinn var eftirlit með ástandi og réttindum ökumanna. 18.9.2021 12:33 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18.9.2021 12:18 Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18.9.2021 12:09 Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að miðskólar yrðu opnaðir á ný eftir mánaðarlangt hlé. Hvergi er minnst á stúlkur í yfirlýsingunni og er talið að stjórnarliðar vilji þar með banna stelpum að sækja miðskóla í landinu. 18.9.2021 12:00 Vilborg Dagbjartsdóttir látin Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, lést á líknardeild Landspítalans, hinn 16. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins. 18.9.2021 10:47 Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18.9.2021 10:26 Heimilisofbeldi og hópslagsmál á borði lögreglu Tæplega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til 05 í nótt. Karlmaður var handtekinn í Laugardal sakaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Var sá vistaður í fangaklefa. 18.9.2021 07:59 Svona vilja flokkarnir draga úr losun og standa við loftslagsskuldbindingar Íslands Orkuskipti og endurheimt votlendis er á meðal þess sem nær allir flokkar í framboði til Alþingis nefna sem helstu loftslagsaðgerðir sínar. Flestir þeirra vilja einnig taka upp einhvers konar hvata og skatta til að styðja grænar lausnir. 18.9.2021 07:31 Mælanleg vinstri sveifla viku fyrir kosningar Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Eykst fylgi Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista milli kannanna á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar töluvert. 18.9.2021 07:29 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17.9.2021 23:57 Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl. 17.9.2021 23:17 Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. 17.9.2021 22:25 Sjá næstu 50 fréttir
Kosningastefna kynnt á Sósíalistaþingi Á Sósíalistaþingi sem haldið var í Tjarnarbíói í dag var afgreidd kosningastefnuskrá Sósíalistaflokksins undir kjörorðinu Stórkostlegt samfélag. Stefnan byggir á einstöku tækifæri Íslendinga til að byggja hér upp réttlátt, öruggt og öflugt samfélag byggt á jöfnuði og samkennd. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum. 19.9.2021 20:33
Fékk íslenska einangrun í fimmtugsafmælisgjöf Bandarískur embættismaður frá Flórída eyddi fimmtugsafmælisferð sinni til Íslands á farsóttarhóteli. Hann segir dvölina hafa verið erfiða, einkum vegna matarins og að sér hafi liðið eins og heimilisketti á hótelinu. 19.9.2021 20:20
Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19.9.2021 19:27
Furða sig á að þurfa að greiða löggæslukostnað vegna Bræðslunnar Aðstandendur tónleikanna Bræðslunnar, sem fara fram á Borgarfirði eystri á ári hverju, furða sig á að hafa þurft að greiða rúmlega eina milljón króna í löggæslukostnað frá því að tónleikarnir voru haldnir fyrst árið 2005. 19.9.2021 17:46
Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna. 19.9.2021 17:22
Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19.9.2021 14:40
Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. 19.9.2021 14:04
Þekja hlíðina með stálgirðingum til varnar snjóflóðum Vinna við snjóflóðavarnir hefur verið í fullum gangi í allt sumar fyrir ofan Siglufjörð. Snjóflóðahættan minnti rækilega á sig síðastliðin vetur. 19.9.2021 14:00
Kosningapróf Kjóstu rétt og Vísis: Hver er flokkurinn þinn? Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. september og eflaust fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. Ein leið til að átta sig á því hvaða flokk maður passar vel við er að taka kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt. 19.9.2021 13:52
Áhugaverðir sex mánuðir að baki Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag. 19.9.2021 13:19
Þau bjóða fram krafta sína í Norðvesturkjördæmi Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Norðvesturkjördæmi að þessu sinni og eru í heildina 160 manns að finna á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 19.9.2021 13:01
Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. 19.9.2021 12:32
Leikskóli og grunnskóli á Reyðarfirði lokaðir næstu þrjá daga vegna Covid-smita Leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði og Grunnskóli Reyðarfjarðar verða lokaðir á morgun, mánudag, sem og þriðjudag og miðvikudag vegna Covid-19 smita sem komu upp í bænum. 19.9.2021 12:13
Danski þjóðarflokkurinn: Pia Kjærsgaard útilokar ekki endurkomu í formannsstólinn Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, útilokar ekki að hún muni aftur gera tilkall til forystu flokksins, batni pólitískt gengi hans ekki á næstunni. 19.9.2021 11:31
Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19.9.2021 10:01
Kosningabaráttan, málefni aldraðra og menntamál í Sprengisandi Kosningarnar eru í brennidepli í þessum síðasta þætti Sprengisands á Bylgjunni fyrir kosningarnar 25. september. 19.9.2021 10:00
Fámennt og tíðindalítið á mótmælunum í Washington Svo fór sem margan grunaði að mótmælin í Washingtonborg í gær voru fámenn og tíðindalítil. 19.9.2021 09:59
Von á næstu haustlægð í kvöld Í dag er spáð vestan og suðvestan 3 til 10 metrar á sekúndu, skýjað með köflum og stöku skúrum en sunnan 8 til 13 og bjartviðri fram eftir degi á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast austanlands. 19.9.2021 07:51
Olían á ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálaflokkunum Nær allir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram á landsvísu til Alþingiskosninganna eru sammála um að útiloka ætti leit og vinnslu á olíu í íslenskri lögsögu. Aðeins Flokkur fólksins og Miðflokkurinn segjast ekki tilbúnir að slá jarðefnaeldsneytisvinnslu alveg út af borðinu. 19.9.2021 07:30
Vísað út af bráðamóttöku Lögregla hafði afskipti af ölvuðum manni sem reyndi að komast heim til sín. Maðurinn hafði farið húsvillt og var farinn að berja húsið allt að utan til að reyna að komast inn. 19.9.2021 07:30
Mercedes-Benz EQA - Rafjepplingur en klassískur Benz EQA er fimm manna rafjepplingur sem hentar fólki sem hefur fágaðan en einfaldan smekk. Bíllinn er augljóslega Mercedes-Benz, þegar setið er í honum og honum ekið. 19.9.2021 07:01
Fyrrverandi forseti Alsír er allur Tilkynnt var um andlát Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, í gær. Hann varð 84 ára gamall og gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. 18.9.2021 23:31
Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið. 18.9.2021 22:25
Greindur með kvíðakast og sendur heim en reyndist vera með blóðtappa eftir Covid Foreldrar fjórtán ára drengs, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum eftir Covid-19 smit, eru fegnir að ekki fór verr. Þegar þeir leituðu með hann til heilsugæslunnar var drengurinn greindur með kvíðakast og sendur aftur heim. 18.9.2021 18:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjórtán ára drengur sem var greindur með kvíðakast á heilsugæslu og sendur aftur heim reyndist vera með blóðtappa í báðum lungum eftir kórónuveirusmit. Foreldrar hans eru fegnir því að ekki fór verr. Við ræðum við drenginn og foreldra hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. 18.9.2021 18:19
Guðni um ásakanir Miðflokksins: „Ljótasti leikur sem ég hef séð“ Tómas Ellert Tómasson, kosningastjóri Miðflokksins ber Guðna Ágústsson og ráðherra í Framsóknarflokknum þungum sökum í grein sem hann ritar á vef Vísis í dag. Guðni sver af sér ásakanirnar og segist ekki eiga svona nokkuð skilið. 18.9.2021 17:40
Gönguleið A að gosstöðvunum lokað Gönguleið A að gosstöðvunum á Fagradalsfjalli hefur verið lokað í öryggisskyni. 18.9.2021 14:30
73 nemendur Ölduselsskóla í sóttkví 73 nemendur í þriðja og fjórða bekk Ölduselsskóla í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að samnemendur greindust með Covid-19 í gær. Þá eru fimm starfsmenn skólans komnir í sóttkví. 18.9.2021 14:26
Grá Esja minnti á að veturinn nálgast Sjá mátti ótvíræð merki þess að haust væri gengið í garð í morgun þegar snjór var kominn í hæsta hluta Esjunnar. 18.9.2021 14:06
Norskur ráðherra: Segir af sér vegna skattaklandurs Kjell Ingolf Ropstad, barna-. fjölskyldu og kirkjumálaráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins (KrF) í Noregi, sagði af sér á blaðamannafundi í morgun eftir að fjölmiðlar höfðu flett ofan af skattamisferli hans. 18.9.2021 13:24
Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. 18.9.2021 13:07
Þau bjóða fram krafta sína í Suðurkjördæmi Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Suðurkjördæmi að þessu sinni og eru í heildina tvö hundruð manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 18.9.2021 13:00
Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18.9.2021 12:52
Sekt og tilkynning til barnaverndar vegna ófullnægjandi öryggis ungabarns í bíl Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 300 bifreiðar á leið suður Reykjanesbraut í morgun. Tilgangurinn var eftirlit með ástandi og réttindum ökumanna. 18.9.2021 12:33
Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18.9.2021 12:18
Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18.9.2021 12:09
Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að miðskólar yrðu opnaðir á ný eftir mánaðarlangt hlé. Hvergi er minnst á stúlkur í yfirlýsingunni og er talið að stjórnarliðar vilji þar með banna stelpum að sækja miðskóla í landinu. 18.9.2021 12:00
Vilborg Dagbjartsdóttir látin Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, lést á líknardeild Landspítalans, hinn 16. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins. 18.9.2021 10:47
Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18.9.2021 10:26
Heimilisofbeldi og hópslagsmál á borði lögreglu Tæplega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til 05 í nótt. Karlmaður var handtekinn í Laugardal sakaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Var sá vistaður í fangaklefa. 18.9.2021 07:59
Svona vilja flokkarnir draga úr losun og standa við loftslagsskuldbindingar Íslands Orkuskipti og endurheimt votlendis er á meðal þess sem nær allir flokkar í framboði til Alþingis nefna sem helstu loftslagsaðgerðir sínar. Flestir þeirra vilja einnig taka upp einhvers konar hvata og skatta til að styðja grænar lausnir. 18.9.2021 07:31
Mælanleg vinstri sveifla viku fyrir kosningar Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Eykst fylgi Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista milli kannanna á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar töluvert. 18.9.2021 07:29
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17.9.2021 23:57
Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl. 17.9.2021 23:17
Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. 17.9.2021 22:25
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent