Fleiri fréttir Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17.9.2021 23:57 Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl. 17.9.2021 23:17 Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. 17.9.2021 22:25 Mieszkańcy Islandii będą mieć dostęp do bezpłatnych szybkich testów Od 20 września, zakład ubezpieczeń / Sjúkratryggingar Íslands będzie partycypować w kosztach wykonania szybkich testów. Wraz ze zmianą możliwe będzie bezpłatne wykonanie szybkiego testu, niezależnie od celu pobrania próbki. 17.9.2021 21:45 MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema. 17.9.2021 21:29 Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. 17.9.2021 20:01 Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17.9.2021 19:55 Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. 17.9.2021 19:53 Skurðstofur rifnar niður hjá HSS og hæð breytt í legudeild Skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem aldrei hafa verið notaðar fyrir samfélagið í Reykjanesbæ síðast liðinn áratug hafa verið rifnar niður. Húsnæðið verður nýtt til að tvöfalda legurými á spítalanum og bráðamóttakan verður stækkuð mikið. 17.9.2021 19:21 Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17.9.2021 18:56 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30. 17.9.2021 18:16 Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið. 17.9.2021 16:50 SI gapandi hissa vegna milljarða stafræns verkefnis borgarinnar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir borgina þramma með yfirgengilega freklegum hætti inn á viðkvæman samkeppnismarkað. 17.9.2021 16:30 UNICEF afhjúpar táknræna útstillingu fyrir tapaðar skólastundir barna Börn á skólaaldri um allan heim hafa samanlagt orðið af alls 1,8 billjón klukkustundum af kennslu. 17.9.2021 15:20 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17.9.2021 15:01 Þau bjóða fram krafta sína í Reykjavíkurkjördæmi norður Ellefu flokkar bjóða fram til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður að þessu sinni og eru í heildina 242 manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 17.9.2021 14:40 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17.9.2021 14:19 Réttarhöld hafin í milljóna króna skaðabótamáli vegna Ischgl Réttarhöld hófust í dag í Vín þar sem til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brögðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum á borð við Ischgl. Málshefjendur segja hæg viðbrögð hafa orðið til þess að fjöldi fólks fékk Covid-19 og lét í sumum tilfellum lífið. 17.9.2021 14:09 Ný stjórn ungmennaráðs UN Women Hlutverk ungmennaráðs er að fræða og efla ungmenni um málefni kvenna og jafnréttis á í fátækari löndum og á átakasvæðum. 17.9.2021 13:42 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17.9.2021 13:12 Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi. 17.9.2021 13:07 Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni. 17.9.2021 12:12 Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. 17.9.2021 11:54 Einungis um annar hver kjósandi kynnt sér frambjóðendur að ráði Nú þegar um vika er í kosningar hefur um annar hver kjósandi varla kynnt sér frambjóðendur samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Þeir sem hyggjast kjósa Samfylkinguna telja sig hafa kynnt sér frambjóðendur best. 17.9.2021 11:53 Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar. 17.9.2021 11:43 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um gagnrýni fjögurra yfirlækna á Landspítalanum sem eru ekki sáttir við hönnunina á nýju rannsóknarhúsi spítalans. 17.9.2021 11:30 Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17.9.2021 11:13 Tuttugu og fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær Tuttugu og fimm greindust með kórónuveiruna SARS-CoV-19 í gær.354 eru nú í einangrun og 765 í sóttkví. 17.9.2021 11:00 Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17.9.2021 10:05 Bein útsending: Heilbrigði 2025 BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands standa fyrir pallborðsumræðum undir heitinu Heilbrigði 2025 í dag. 17.9.2021 10:01 Kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt: Hver flokkurinn þinn? Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. september og eflaust fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. 17.9.2021 10:00 Hefur áhyggjur af sprengingu í stofni hnúðlaxa Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru. 17.9.2021 09:29 Mögulegt nýtt eldgos reyndist vera tunglið Næturvakt Veðurstofunnar fékk töluvert af tilkynningum í gærkvöld um að mögulegt væri annað eldgos hafið á Reykjanesskaga, nú austan við Fagradalsfjall. 17.9.2021 09:15 Allir á vinnumarkaði verða að framvísa „grænum passa“ Allir einstaklingar á vinnumarkaði á Ítalíu verða að sýna fram á bólusetningu, neikvætt Covid-próf eða vottorð um fyrri sýkingu til að mega mæta til vinnu. Um er að ræða einar hörðustu reglur sinnar tegundar í heiminum. 17.9.2021 09:10 Húsnæðisskorturinn verði vonandi úr sögunni strax á næsta ári Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár. 17.9.2021 09:01 Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. 17.9.2021 08:53 Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. 17.9.2021 08:33 Afstaða efast um lögmæti þess að fangelsa menn á reynslulausn vegna meintra brota Afstaða, félag fanga, hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis fyrir hönd skjólstæðings síns en málið varðar meðal annars efasemdir félagsins um lögmæti þess að senda menn á reynslulausn aftur í fangelsi vegna nýrra brota sem lögregla hefur til rannsóknar. 17.9.2021 08:11 Stjórnarflokkarnir með samtals 44 prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir – Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn – fá samtals 44 prósenta fylgi í nýrri könnun Prósents sem unnin var fyrir Fréttablaðið. 17.9.2021 07:47 Lægð nálgast úr suðaustri Landsmenn mega reikna með vestan- og norðvestan golu í dag og sums staðar vætu, einkum fyrir austan, en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti veður sjö til fjórtán stig yfir daginn, hlýjast austantil og svalast á Vestfjörðum. 17.9.2021 07:24 Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17.9.2021 07:00 Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs. 17.9.2021 07:00 Hyggjast vefja „hershöfðingjann“ í eldvarnateppi Slökkviliðsmenn í Kalíforníu hafa brugðið á það ráð að vefja stærsta tré heims inn í eldvarnateppi til að freista þess að forða því frá skógareldum sem geisa í nágrenninu. 17.9.2021 06:55 Kynjaskráning liðin tíð en hægt að velja úr átta persónufornöfnum Framhaldsskólarnir eru hættir að skrá kyn nemenda og geta þeir nú valið á milli átta persónufornafna í nemendakerfinu Innu. Að sögn konrektors Menntaskólans við Hamrahlíð er aðeins hægt að velja eitt fornafn eins og stendur en þessu verður breytt. 17.9.2021 06:46 Handtóku Covid-smitaðan mann í mjög annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að sóttvarnarhúsi í nótt og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll. 17.9.2021 06:20 Sjá næstu 50 fréttir
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17.9.2021 23:57
Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl. 17.9.2021 23:17
Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. 17.9.2021 22:25
Mieszkańcy Islandii będą mieć dostęp do bezpłatnych szybkich testów Od 20 września, zakład ubezpieczeń / Sjúkratryggingar Íslands będzie partycypować w kosztach wykonania szybkich testów. Wraz ze zmianą możliwe będzie bezpłatne wykonanie szybkiego testu, niezależnie od celu pobrania próbki. 17.9.2021 21:45
MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema. 17.9.2021 21:29
Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. 17.9.2021 20:01
Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17.9.2021 19:55
Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. 17.9.2021 19:53
Skurðstofur rifnar niður hjá HSS og hæð breytt í legudeild Skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem aldrei hafa verið notaðar fyrir samfélagið í Reykjanesbæ síðast liðinn áratug hafa verið rifnar niður. Húsnæðið verður nýtt til að tvöfalda legurými á spítalanum og bráðamóttakan verður stækkuð mikið. 17.9.2021 19:21
Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17.9.2021 18:56
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30. 17.9.2021 18:16
Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið. 17.9.2021 16:50
SI gapandi hissa vegna milljarða stafræns verkefnis borgarinnar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir borgina þramma með yfirgengilega freklegum hætti inn á viðkvæman samkeppnismarkað. 17.9.2021 16:30
UNICEF afhjúpar táknræna útstillingu fyrir tapaðar skólastundir barna Börn á skólaaldri um allan heim hafa samanlagt orðið af alls 1,8 billjón klukkustundum af kennslu. 17.9.2021 15:20
Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17.9.2021 15:01
Þau bjóða fram krafta sína í Reykjavíkurkjördæmi norður Ellefu flokkar bjóða fram til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður að þessu sinni og eru í heildina 242 manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 17.9.2021 14:40
Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17.9.2021 14:19
Réttarhöld hafin í milljóna króna skaðabótamáli vegna Ischgl Réttarhöld hófust í dag í Vín þar sem til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brögðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum á borð við Ischgl. Málshefjendur segja hæg viðbrögð hafa orðið til þess að fjöldi fólks fékk Covid-19 og lét í sumum tilfellum lífið. 17.9.2021 14:09
Ný stjórn ungmennaráðs UN Women Hlutverk ungmennaráðs er að fræða og efla ungmenni um málefni kvenna og jafnréttis á í fátækari löndum og á átakasvæðum. 17.9.2021 13:42
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17.9.2021 13:12
Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi. 17.9.2021 13:07
Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni. 17.9.2021 12:12
Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. 17.9.2021 11:54
Einungis um annar hver kjósandi kynnt sér frambjóðendur að ráði Nú þegar um vika er í kosningar hefur um annar hver kjósandi varla kynnt sér frambjóðendur samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Þeir sem hyggjast kjósa Samfylkinguna telja sig hafa kynnt sér frambjóðendur best. 17.9.2021 11:53
Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar. 17.9.2021 11:43
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um gagnrýni fjögurra yfirlækna á Landspítalanum sem eru ekki sáttir við hönnunina á nýju rannsóknarhúsi spítalans. 17.9.2021 11:30
Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17.9.2021 11:13
Tuttugu og fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær Tuttugu og fimm greindust með kórónuveiruna SARS-CoV-19 í gær.354 eru nú í einangrun og 765 í sóttkví. 17.9.2021 11:00
Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17.9.2021 10:05
Bein útsending: Heilbrigði 2025 BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands standa fyrir pallborðsumræðum undir heitinu Heilbrigði 2025 í dag. 17.9.2021 10:01
Kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt: Hver flokkurinn þinn? Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. september og eflaust fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. 17.9.2021 10:00
Hefur áhyggjur af sprengingu í stofni hnúðlaxa Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru. 17.9.2021 09:29
Mögulegt nýtt eldgos reyndist vera tunglið Næturvakt Veðurstofunnar fékk töluvert af tilkynningum í gærkvöld um að mögulegt væri annað eldgos hafið á Reykjanesskaga, nú austan við Fagradalsfjall. 17.9.2021 09:15
Allir á vinnumarkaði verða að framvísa „grænum passa“ Allir einstaklingar á vinnumarkaði á Ítalíu verða að sýna fram á bólusetningu, neikvætt Covid-próf eða vottorð um fyrri sýkingu til að mega mæta til vinnu. Um er að ræða einar hörðustu reglur sinnar tegundar í heiminum. 17.9.2021 09:10
Húsnæðisskorturinn verði vonandi úr sögunni strax á næsta ári Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár. 17.9.2021 09:01
Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. 17.9.2021 08:53
Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. 17.9.2021 08:33
Afstaða efast um lögmæti þess að fangelsa menn á reynslulausn vegna meintra brota Afstaða, félag fanga, hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis fyrir hönd skjólstæðings síns en málið varðar meðal annars efasemdir félagsins um lögmæti þess að senda menn á reynslulausn aftur í fangelsi vegna nýrra brota sem lögregla hefur til rannsóknar. 17.9.2021 08:11
Stjórnarflokkarnir með samtals 44 prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir – Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn – fá samtals 44 prósenta fylgi í nýrri könnun Prósents sem unnin var fyrir Fréttablaðið. 17.9.2021 07:47
Lægð nálgast úr suðaustri Landsmenn mega reikna með vestan- og norðvestan golu í dag og sums staðar vætu, einkum fyrir austan, en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti veður sjö til fjórtán stig yfir daginn, hlýjast austantil og svalast á Vestfjörðum. 17.9.2021 07:24
Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17.9.2021 07:00
Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs. 17.9.2021 07:00
Hyggjast vefja „hershöfðingjann“ í eldvarnateppi Slökkviliðsmenn í Kalíforníu hafa brugðið á það ráð að vefja stærsta tré heims inn í eldvarnateppi til að freista þess að forða því frá skógareldum sem geisa í nágrenninu. 17.9.2021 06:55
Kynjaskráning liðin tíð en hægt að velja úr átta persónufornöfnum Framhaldsskólarnir eru hættir að skrá kyn nemenda og geta þeir nú valið á milli átta persónufornafna í nemendakerfinu Innu. Að sögn konrektors Menntaskólans við Hamrahlíð er aðeins hægt að velja eitt fornafn eins og stendur en þessu verður breytt. 17.9.2021 06:46
Handtóku Covid-smitaðan mann í mjög annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að sóttvarnarhúsi í nótt og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll. 17.9.2021 06:20