Fleiri fréttir

Lítils­háttar skúrir víða um land

Spáð er suðvestan og vestan fimm til tíu metrum á sekúndu í dag og lítilsháttar skúrir víða um land. Suðaustantil á landinu verður hins vegar yfirleitt þurrt og bjart, og það léttir einnig til á Vestfjörðum með morgninum.

Tuttugu hafa tapað 73 milljónum í ástarsvikum á þremur árum

Á síðustu þremur árum hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 20 tilkynningar um svokölluð ástarsvik, þar af 14 frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjárhagslegt tjón svikamálanna nemur samtals um 73 milljónum króna.

BL frumsýnir nýjan Nissan Qashqai

Þriðja kynslóð vinsælas jepplingsins, Nissan Qashqai, er komin í sýningarsal BL við Sævarhöfða og verður hann kynntur formlega á morgun, laugardaginn 11. september milli kl. 12 og 16. Eins og áður er Qashqai í boði með vali um annað hvort framjóladrif eða fjórhjóladrif, en þar líkur má segja samanburðinum við fráfarandi kynslóð enda hefur bíllinn tekið talsverðum breytingum frá fyrri kynslóð. Það á við hvort heldur sem er við útlit bílsins, farþegarými eða tæknibúnað.

Katrín á Selfossi vissi ekki að hún væri listamaður

Það kom Katrínu Þorsteinsdóttur á Selfossi í opna skjöldu fyrir ári síðan þegar hún uppgötvaði að hún gæti málað málverk eins og alvöru listamaður. Hún segist losa alla streitu úr líkamanum þegar hún gleymir sér með málningarpenslana.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað hefur verið um alvarlegar hótanir, í fjölmiðlum í dag, sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hefur sætt. Hann segist óttasleginn í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur og borgarfulltrúar telja ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sínu, en maðurinn var ekki handtekinn. Kristín rýnir í málið og upplýsir okkur um stöðu þess.

Hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í dag.

Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021

Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Eyjafrýnan nú talin í útrýmingarhættu

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) telja nú að eyjafrýnan, sem einnig er nefnd kómódódrekinn, sé í útrýmingarhættu. Spáð er að búsvæði þessarar stærstu eðlutegundar á jörðinni minnki um að minnsta kosti 30% á næstu 45 árum.

Þórólfur vill fara hægt í afléttingar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum.

Maður féll í sjóinn á Granda

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Granda í Reykjavík upp úr hádegi í dag eftir að tilkynning barst um mann sem hafði fallið í sjóinn.

Í fram­boði fyrir tvo flokka í sitt­hvoru kjör­dæminu

Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari í Norðuráli, er í öðru sæti á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Ekki nóg með það heldur er hann einnig í fjórtánda sæti á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þrátt fyrir að vera búsettur á Akranesi og já, í framboði fyrir annan flokk.

Brugðið eftir alvarlegar hótanir

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 

Hóta stjórnar­slitum verði út­göngu­samningnum ekki breytt

Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi.

Getnaðar­varnir verða gjald­frjálsar fyrir franskar konur 25 ára og yngri

Franskar konur upp að 25 ára aldri munu ekki þurfa að greiða fyrir getnaðarvarnir þar í landi frá og með áramótum. Olivier Veran heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta fyrr í dag, en fram kemur í frétt Reuters að áður hafi mörkin fyrir gjaldfrjálsar getnaðarvarnir verið dregin við átján ára aldur.

Bein útsending: Framtíð nýsköpunar

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á málþing sem Alvotech og Háskóli Íslands, í samstarfi við Aztiq, standa í dag. Málþingið fjallar um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar undir yfirskriftinni: Biotechnology: The importance of a relationship between research and industry.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástand sem skapaðist í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðjudag þegar varaborgarfulltrúi Miðflokksins varð fyrir áreiti manns sem grunaður er um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu.

Norður­kóreskt varnar­lið marseraði í hlífðar­búningum

Norður-Kórea fagnaði því að 73 ár eru liðin frá stofnun ríkisins í nótt með skrúðgöngu. Athygli hefur vakið að allir þeirra sem tóku þátt í skrúðgöngunni voru klæddir í appelsínugula hlífðarbúninga en engin flugskeyti voru til sýnis, sem gjarnan eru sýnd á slíkum viðburðum í Norður-Kóreu.

Sló í brýnu milli Gunnars Smára og Sigurðar Hannessonar

Grunnt var á því góða milli Gunnars Smára Egilssonar frambjóðandi Sósíalistaflokksins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins á fundi í gær en ljóst mátti vera að þeir voru að nálgast viðfangsefnið úr sitthvorri áttinni.

Afturkölluðu liprunarbréf vegna ósanninda í umsókn

„Við höfum ítrekað viðurkennt að þarna voru gerð mistök og beðist afsökunar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins, um svokallað „liprunarbréf“ sem ráðuneytið neyddist til að endurkalla.

Sjá næstu 50 fréttir