Verkefni SOS framlengd í Eþíópíu og Sómalíu Heimsljós 9. september 2021 14:40 Vatnstankur tekinn í notkun í Eþíópíu. SOS Rúmar 44 milljónir styrkupphæðarinnar renna í fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye í Eþíópíu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu að framlengja verkefni sem samtökin hafa unnið að, síðustu þrjú árin í Eþíópíu og Sómalíu. Annar vegar er um að ræða verkefni á sviði fjölskyldueflingar og hins vegar atvinnueflingu ungmenna. Alls nemur styrkur ráðuneytisins við framlengingu verkefnanna rúmlega 136 milljónum króna en mótframlag SOS nemur rúmlega 34 milljónum króna sem fjármagnað er með framlögum styrktaraðila. Rúmar 44 milljónir styrkupphæðarinnar renna í fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye í Eþíópíu. „Þar hjálpum við barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum með því markmiði að þær verði sjálfbærar. Þannig drögum við úr hættunni á aðskilnaði og eflum foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin og þau stundað nám,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna. Verkefnið hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en hefur nú verið framlengt út desember 2023. „Á þessu svæði hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyldurnar útskrifist úr fjölskyldueflingunni og til að hámarka árangurinn ákváðum við að framlengja verkefnið um tvö ár. Hætt er við að mikil vinna hefði farið í súginn ef við hefðum látið staðar numið nú í árslok,“ segir Hans Steinar. Árið 2018 hófst verkefnið „Atvinnuhjálp unga fólksins“ í Mogadishu í Sómalíu og Hargeisa í Sómalílandi en þar er atvinnuleysi ungs fólks um 70 prósent. „Sómalía og Sómalíland teljast óörugg lönd þar sem hryðjuverkahópar hafa lengi unnið gegn friði og öryggi. Slíkir hópar reyna meðal annars að höfða til atvinnulausra ungmenna og því er verkefnið okkar mikilvægt í þeirri viðleitni að örva efnahaginn og vinna að heilbrigðum uppgangi og friði í löndunum tveimur,“ segir Hans Steinar. Árangur verkefnisins er það góður hingað til, að sögn Hans, að ákveðið var að framlengja það um þrjú ár, til ársloka 2024. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Kona réðst að sjö ára dreng við Smáraskóla Innlent Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Innlent Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Innlent Hafa „góða hugmynd“ hvar og hvenær stúlkunni var ráðinn bani Innlent „Það er ódýrast og best og fljótlegast að kála þessum dýrum“ Innlent Sýndi lögreglu löngutöng og var ekinn út af Innlent Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Innlent „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Innlent Fundu lík karlmanns í Reynisfjalli Innlent Fjórir í bílnum en enginn við stýrið Innlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu að framlengja verkefni sem samtökin hafa unnið að, síðustu þrjú árin í Eþíópíu og Sómalíu. Annar vegar er um að ræða verkefni á sviði fjölskyldueflingar og hins vegar atvinnueflingu ungmenna. Alls nemur styrkur ráðuneytisins við framlengingu verkefnanna rúmlega 136 milljónum króna en mótframlag SOS nemur rúmlega 34 milljónum króna sem fjármagnað er með framlögum styrktaraðila. Rúmar 44 milljónir styrkupphæðarinnar renna í fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye í Eþíópíu. „Þar hjálpum við barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum með því markmiði að þær verði sjálfbærar. Þannig drögum við úr hættunni á aðskilnaði og eflum foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin og þau stundað nám,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna. Verkefnið hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en hefur nú verið framlengt út desember 2023. „Á þessu svæði hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyldurnar útskrifist úr fjölskyldueflingunni og til að hámarka árangurinn ákváðum við að framlengja verkefnið um tvö ár. Hætt er við að mikil vinna hefði farið í súginn ef við hefðum látið staðar numið nú í árslok,“ segir Hans Steinar. Árið 2018 hófst verkefnið „Atvinnuhjálp unga fólksins“ í Mogadishu í Sómalíu og Hargeisa í Sómalílandi en þar er atvinnuleysi ungs fólks um 70 prósent. „Sómalía og Sómalíland teljast óörugg lönd þar sem hryðjuverkahópar hafa lengi unnið gegn friði og öryggi. Slíkir hópar reyna meðal annars að höfða til atvinnulausra ungmenna og því er verkefnið okkar mikilvægt í þeirri viðleitni að örva efnahaginn og vinna að heilbrigðum uppgangi og friði í löndunum tveimur,“ segir Hans Steinar. Árangur verkefnisins er það góður hingað til, að sögn Hans, að ákveðið var að framlengja það um þrjú ár, til ársloka 2024. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Kona réðst að sjö ára dreng við Smáraskóla Innlent Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Innlent Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Innlent Hafa „góða hugmynd“ hvar og hvenær stúlkunni var ráðinn bani Innlent „Það er ódýrast og best og fljótlegast að kála þessum dýrum“ Innlent Sýndi lögreglu löngutöng og var ekinn út af Innlent Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Innlent „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Innlent Fundu lík karlmanns í Reynisfjalli Innlent Fjórir í bílnum en enginn við stýrið Innlent