Heimsmarkmiðin

Verkefni SOS framlengd í Eþíópíu og Sómalíu

Heimsljós
Vatnstankur tekinn í notkun í Eþíópíu.
Vatnstankur tekinn í notkun í Eþíópíu. SOS

Rúm­ar 44 millj­ón­ir styrkupp­hæð­ar­inn­ar renna í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye í Eþí­óp­íu.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu að framlengja verkefni sem samtökin hafa unnið að, síðustu þrjú árin í Eþíópíu og Sómalíu. Annar vegar er um að ræða verkefni á sviði fjölskyldueflingar og hins vegar atvinnueflingu ungmenna. Alls nemur styrkur ráðuneytisins við framlengingu verkefnanna rúmlega 136 milljónum króna en mótframlag SOS nemur rúmlega 34 milljónum króna sem fjármagnað er með framlögum styrktaraðila.

Rúm­ar 44 millj­ón­ir styrkupp­hæð­ar­inn­ar renna í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye í Eþí­óp­íu. „Þar hjálp­um við barna­fjöl­skyld­um í sára­fá­tækt að standa á eig­in fót­um með því mark­miði að þær verði sjálf­bær­ar. Þannig drög­um við úr hætt­unni á að­skiln­aði og efl­um for­eldr­ana svo þeir geti hugs­að um börn­in og þau stund­að nám,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna.

Verk­efnið hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en hefur nú verið fram­lengt út des­em­ber 2023. „Á þessu svæði hjálp­um við 560 for­eldr­um og 1562 börn­um þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyld­urn­ar út­skrif­ist úr fjöl­skyldu­efl­ing­unni og til að há­marka ár­ang­ur­inn ákváð­um við að fram­lengja verk­efn­ið um tvö ár. Hætt er við að mik­il vinna hefði far­ið í súg­inn ef við hefð­um lát­ið stað­ar num­ið nú í árs­lok,“ segir Hans Steinar.

Árið 2018 hófst verk­efnið „At­vinnu­hjálp unga fólks­ins“ í Moga­dis­hu í Sómal­íu og Har­geisa í Sómalílandi en þar er at­vinnu­leysi ungs fólks um 70 prósent. „Sómal­ía og Sómalí­land telj­ast óör­ugg lönd þar sem hryðju­verka­hóp­ar hafa lengi unn­ið gegn friði og ör­yggi. Slík­ir hóp­ar reyna meðal annars að höfða til at­vinnu­lausra ung­menna og því er verk­efn­ið okk­ar mik­il­vægt í þeirri við­leitni að örva efna­hag­inn og vinna að heil­brigð­um upp­gangi og friði í lönd­un­um tveim­ur,“ segir Hans Steinar.

Ár­ang­ur verk­efn­is­ins er það góð­ur hing­að til, að sögn Hans, að ákveð­ið var að fram­lengja það um þrjú ár, til ársloka 2024.

Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.