Fleiri fréttir Minnst 52 látin eftir eldsvoða í Bangladess Eldur kviknaði í matvælaverksmiðju í Bangladess í gær. Talið er að hluti fórnarlambanna hafi verið læstur inni í verksmiðjunni. 9.7.2021 23:04 FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. 9.7.2021 21:52 Vegurinn um Vatnsskarð opinn á ný Búið er að opna veginn um Vatnsskarð að fullu eftir að honum var lokað vegna slyss fyrr í kvöld þegar bifreið stóð alelda á veginum. 9.7.2021 21:49 Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9.7.2021 21:31 Alelda bifreið í Vatnsskarði Eldur logaði í bíl í Vatnsskarði á áttunda tímanum í kvöld. Þetta má sjá í myndbandi sem fulltrúi fréttastofu náði á svæðinu. 9.7.2021 20:11 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9.7.2021 20:00 Fréttin hefur verið tekin úr birtingu Fréttin hefur verið tekin úr birtingu með vísan til ritstjórnarstefnu Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 9.7.2021 19:50 Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9.7.2021 19:01 Manni bjargað úr sjálfheldu við Hengifoss Björgunarsveitarfólk frá Egilsstöðum hefur bjargað manninum sem var í sjálfheldu við Hengifoss. 9.7.2021 18:38 Miður sín og biðst afsökunar fyrir hönd Handlæknastöðvarinnar Stjórnarformaður handlæknastöðvarinnar er miður sín yfir máli læknis sem sviptur var læknaleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða. Samstarfsmenn hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli. Hann biðst afsökunar fyrir hönd stöðvarinnar. 9.7.2021 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um mál læknis á Handlæknastöðinni sem var sviptur réttindum sínum eftir að hafa gert fjölda ónauðsynlegra aðgerða á ennisholum og nefi sjúklinga sinna. Stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar segir starfsfólk í áfalli og biðst afsökunar. 9.7.2021 18:20 Enn fækkar í þjóðkirkjunni Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár fækkaði meðlimum Þjóðkirkjunnar um 75 á tímabilinu 1. desember 2020 - 1. júlí 2021. Ásatrúarfélagið bætti við sig flestum meðlimum. 9.7.2021 18:20 Hannes skoðar úrskurðinn með lögmönnum sínum Hannes Hjartarson, háls, nef- og eyrnalæknirinn sem sviptur var starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, ætla ekki að tjá sig um efni úrskurðar heilbrigðisráðuneytisins eða málið að öðru leyti. 9.7.2021 17:23 4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. 9.7.2021 16:51 Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9.7.2021 16:27 Reyna að bjarga manni úr sjálfheldu við Hengifoss Maður lenti í sjálfheldu við Hengifoss í dag og eru björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni á Egilsstöðum á leið að svæðinu. 9.7.2021 16:25 Spurningakeppni í Mangochi Árleg spurningakeppni er skipulögð af menntaskrifstofu Mangochi-héraðs sem nýtur stuðnings og fjármagns frá Íslandi. 9.7.2021 15:58 Segir reynslusögu af Ingó: „Konur sem stíga fram eru settar í opinbera hakkavél“ Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur sem hún birti á Facebook á þriðjudag hefur vakið mikla athygli en í honum opinberar hún samskipti sín við Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. 9.7.2021 15:57 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9.7.2021 15:48 Engin bilun varð í vélarbúnaði flugvélarinnar sem hrapaði Níu fórust í flugslysi í Örebro í Svíþjóð í gær. Umfangsmikil rannsókn um orsakir og aðdraganda slyssins stendur nú yfir en samkvæmt gögnum sem sænska ríkisútvarpið hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að bilun í vélinni hafi valdið því að hún hrapaði. 9.7.2021 14:54 Leita manns sem vann fjórfaldan lottópott Maðurinn sem vann fjórfaldan óskiptan lottópott þann 12. júní síðastliðinn er enn ófundinn. Vinningurinn hljómar upp á 54,5 milljónir króna. 9.7.2021 13:28 Couzens játar að hafa myrt Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur játað að hafa myrt Söruh Everard í mars síðastliðnum Couzens rændi Everard, þegar hún var að ganga heim frá vini sínum í Clapham þann 3. mars, áður en hann keyrði með hana í burt á bíl sem hann hafði tekið á leigu. 9.7.2021 13:01 Grábjörn dró konu úr tjaldi og drap hana Grábjörn dró konu út úr tjaldi hennar í bænum Ovando í Montana og banaði henni í vikunni. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekki tekist að finna og fella björninn. Konan hét Leah Davis Lokan og var 65 ára gömul. Hún var í hópi hjólreiðamanna sem var á ferð um svæðið. 9.7.2021 12:46 Ritstjóri Vb vísar meintri kvenfyrirlitningu á bug Trausti Hafliðason ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fullyrðingar um að konur séu gagnrýndar frekar en karlar í skoðanapistlum blaðsins eiga ekki við rök að styðjast. 9.7.2021 12:02 Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9.7.2021 12:01 Íslendingar liggja á línunni til Egilsstaða Síminn hjá Hótel Eddu á Egilsstöðum hefur verið róðglóandi í veðurblíðunni síðustu daga, að sögn hótelstjóra. Hann segir að nær fullt sé á hótelinu nú um helgina og að bókanir í sumar séu orðnar á pari við það sem var fyrir heimsfaraldur. 9.7.2021 11:47 Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9.7.2021 11:46 Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9.7.2021 11:41 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður áfram fjallað um mál læknisins sem sviptur var lækningaleyfinu fyrir að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir á sjúklingum sínum, meðal annars á börnum. 9.7.2021 11:34 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9.7.2021 11:09 Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma. 9.7.2021 11:08 Sænskt par dæmt fyrir 181 nauðgun gegn barni Sænskt par var í morgun sakfellt fyrir að hafa ítrekað nauðgað og misnotað tvö börn og að hafa átt og framleitt gríðarlegt magn af barnaklámi. Konan var dæmd í átta og hálfs árs fangelsi en maðurinn var dæmdur í 13 ára og sex mánaða fangelsi. 9.7.2021 11:00 Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. 9.7.2021 10:21 Heimilisofbeldi í Englandi eykst um 38 prósent þegar enska liðið tapar Umfangsmikil herferð gegn heimilisofbeldi hefur farið af stað í Englandi vegna þátttöku Englands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Englandi hefur gengið nokkuð vel í keppninni og mun leika til úrslita gegn Ítalíu á mótinu á sunnudaginn næsta. 9.7.2021 10:16 Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9.7.2021 09:54 Sendiherrann kallaður heim án tafar eftir að frúin löðrungar í annað sinn Sendiherra Belgíu í Seúl hefur verið kallaður heim „án tafar“ eftir að eiginkona hans réðist að almennum borgara í annað sinn á fjórum mánuðum. Peter Lescouhier átti að snúa til Belgíu seinna í mánuðinum vegna fyrra atviksins en hefur nú verið skipað að fljúga heim hið fyrsta. 9.7.2021 09:05 Búa sig undir aðra hitabylgju vestanhafs Íbúar og ráðamenn vesturstrandar Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir aðra hitabylgju um helgina. Stutt er síðan hitamet voru slegin víðsvegar um norðvesturströnd Bandaríkjanna og vesturströnd Kanada í gífurlegra öflugri hitabylgju sem banaði hundruð manna. 9.7.2021 09:04 Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9.7.2021 08:36 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9.7.2021 08:35 Fjórar konur á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins mun leiða listann áfram í kjördæminu en þetta er þá annað kjörtímabilið sem hann leiðir lista flokksins í kjördæminu. 9.7.2021 08:16 Sækja um að gefa þriðja skammtinn ári eftir seinni skammtinn Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur sótt eftir leyfi fyrir því að gefa þriðja skammtinn af Covid-19 bóluefni sínu. Pfizer segir að frumniðurstöður rannsókna bendi til að mótefni hjá fólki fimm- til tífaldist eftir þriðja skammtinn. 9.7.2021 07:48 Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9.7.2021 07:43 Tókst að stafsetja „querimonious“ og „solidungulate“ Hin 14 ára Zaila Avant-garde er fyrsta svarta bandaríska ungmennið sem vinnur hina víðfrægu Scripps-stafsetningarkeppni. Avant-garde, sem er frá New Orleans í Louisiana, sigraði með því að stafa orðið „murraya“, sem er trjátegund sem vex í hitabeltinu. 9.7.2021 07:36 Hlýjast á Austurlandi um helgina Ætli einhverjir landsmenn að ferðast um helgina munu þeir líklegast halda austur á land þar sem blíðskaparveður hefur verið undanfarna daga og verður áfram. Allvíða verður sól austantil og í kring um 20°C, eða meira, í innsveitum um helgina. 9.7.2021 07:22 Risapandan ekki lengur í útrýmingarhættu Kínversk stjórnvöld segja risapönduna ekki lengur í bráðri útrýmingarhættu en stofninn sé enn viðkvæmur. Fjöldi villtra risapanda hefur nú náð 1.800. 9.7.2021 07:05 Sjá næstu 50 fréttir
Minnst 52 látin eftir eldsvoða í Bangladess Eldur kviknaði í matvælaverksmiðju í Bangladess í gær. Talið er að hluti fórnarlambanna hafi verið læstur inni í verksmiðjunni. 9.7.2021 23:04
FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. 9.7.2021 21:52
Vegurinn um Vatnsskarð opinn á ný Búið er að opna veginn um Vatnsskarð að fullu eftir að honum var lokað vegna slyss fyrr í kvöld þegar bifreið stóð alelda á veginum. 9.7.2021 21:49
Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9.7.2021 21:31
Alelda bifreið í Vatnsskarði Eldur logaði í bíl í Vatnsskarði á áttunda tímanum í kvöld. Þetta má sjá í myndbandi sem fulltrúi fréttastofu náði á svæðinu. 9.7.2021 20:11
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9.7.2021 20:00
Fréttin hefur verið tekin úr birtingu Fréttin hefur verið tekin úr birtingu með vísan til ritstjórnarstefnu Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 9.7.2021 19:50
Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9.7.2021 19:01
Manni bjargað úr sjálfheldu við Hengifoss Björgunarsveitarfólk frá Egilsstöðum hefur bjargað manninum sem var í sjálfheldu við Hengifoss. 9.7.2021 18:38
Miður sín og biðst afsökunar fyrir hönd Handlæknastöðvarinnar Stjórnarformaður handlæknastöðvarinnar er miður sín yfir máli læknis sem sviptur var læknaleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða. Samstarfsmenn hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli. Hann biðst afsökunar fyrir hönd stöðvarinnar. 9.7.2021 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um mál læknis á Handlæknastöðinni sem var sviptur réttindum sínum eftir að hafa gert fjölda ónauðsynlegra aðgerða á ennisholum og nefi sjúklinga sinna. Stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar segir starfsfólk í áfalli og biðst afsökunar. 9.7.2021 18:20
Enn fækkar í þjóðkirkjunni Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár fækkaði meðlimum Þjóðkirkjunnar um 75 á tímabilinu 1. desember 2020 - 1. júlí 2021. Ásatrúarfélagið bætti við sig flestum meðlimum. 9.7.2021 18:20
Hannes skoðar úrskurðinn með lögmönnum sínum Hannes Hjartarson, háls, nef- og eyrnalæknirinn sem sviptur var starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, ætla ekki að tjá sig um efni úrskurðar heilbrigðisráðuneytisins eða málið að öðru leyti. 9.7.2021 17:23
4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. 9.7.2021 16:51
Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9.7.2021 16:27
Reyna að bjarga manni úr sjálfheldu við Hengifoss Maður lenti í sjálfheldu við Hengifoss í dag og eru björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni á Egilsstöðum á leið að svæðinu. 9.7.2021 16:25
Spurningakeppni í Mangochi Árleg spurningakeppni er skipulögð af menntaskrifstofu Mangochi-héraðs sem nýtur stuðnings og fjármagns frá Íslandi. 9.7.2021 15:58
Segir reynslusögu af Ingó: „Konur sem stíga fram eru settar í opinbera hakkavél“ Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur sem hún birti á Facebook á þriðjudag hefur vakið mikla athygli en í honum opinberar hún samskipti sín við Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. 9.7.2021 15:57
Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9.7.2021 15:48
Engin bilun varð í vélarbúnaði flugvélarinnar sem hrapaði Níu fórust í flugslysi í Örebro í Svíþjóð í gær. Umfangsmikil rannsókn um orsakir og aðdraganda slyssins stendur nú yfir en samkvæmt gögnum sem sænska ríkisútvarpið hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að bilun í vélinni hafi valdið því að hún hrapaði. 9.7.2021 14:54
Leita manns sem vann fjórfaldan lottópott Maðurinn sem vann fjórfaldan óskiptan lottópott þann 12. júní síðastliðinn er enn ófundinn. Vinningurinn hljómar upp á 54,5 milljónir króna. 9.7.2021 13:28
Couzens játar að hafa myrt Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur játað að hafa myrt Söruh Everard í mars síðastliðnum Couzens rændi Everard, þegar hún var að ganga heim frá vini sínum í Clapham þann 3. mars, áður en hann keyrði með hana í burt á bíl sem hann hafði tekið á leigu. 9.7.2021 13:01
Grábjörn dró konu úr tjaldi og drap hana Grábjörn dró konu út úr tjaldi hennar í bænum Ovando í Montana og banaði henni í vikunni. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekki tekist að finna og fella björninn. Konan hét Leah Davis Lokan og var 65 ára gömul. Hún var í hópi hjólreiðamanna sem var á ferð um svæðið. 9.7.2021 12:46
Ritstjóri Vb vísar meintri kvenfyrirlitningu á bug Trausti Hafliðason ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fullyrðingar um að konur séu gagnrýndar frekar en karlar í skoðanapistlum blaðsins eiga ekki við rök að styðjast. 9.7.2021 12:02
Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9.7.2021 12:01
Íslendingar liggja á línunni til Egilsstaða Síminn hjá Hótel Eddu á Egilsstöðum hefur verið róðglóandi í veðurblíðunni síðustu daga, að sögn hótelstjóra. Hann segir að nær fullt sé á hótelinu nú um helgina og að bókanir í sumar séu orðnar á pari við það sem var fyrir heimsfaraldur. 9.7.2021 11:47
Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9.7.2021 11:46
Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9.7.2021 11:41
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður áfram fjallað um mál læknisins sem sviptur var lækningaleyfinu fyrir að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir á sjúklingum sínum, meðal annars á börnum. 9.7.2021 11:34
Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9.7.2021 11:09
Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma. 9.7.2021 11:08
Sænskt par dæmt fyrir 181 nauðgun gegn barni Sænskt par var í morgun sakfellt fyrir að hafa ítrekað nauðgað og misnotað tvö börn og að hafa átt og framleitt gríðarlegt magn af barnaklámi. Konan var dæmd í átta og hálfs árs fangelsi en maðurinn var dæmdur í 13 ára og sex mánaða fangelsi. 9.7.2021 11:00
Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. 9.7.2021 10:21
Heimilisofbeldi í Englandi eykst um 38 prósent þegar enska liðið tapar Umfangsmikil herferð gegn heimilisofbeldi hefur farið af stað í Englandi vegna þátttöku Englands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Englandi hefur gengið nokkuð vel í keppninni og mun leika til úrslita gegn Ítalíu á mótinu á sunnudaginn næsta. 9.7.2021 10:16
Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9.7.2021 09:54
Sendiherrann kallaður heim án tafar eftir að frúin löðrungar í annað sinn Sendiherra Belgíu í Seúl hefur verið kallaður heim „án tafar“ eftir að eiginkona hans réðist að almennum borgara í annað sinn á fjórum mánuðum. Peter Lescouhier átti að snúa til Belgíu seinna í mánuðinum vegna fyrra atviksins en hefur nú verið skipað að fljúga heim hið fyrsta. 9.7.2021 09:05
Búa sig undir aðra hitabylgju vestanhafs Íbúar og ráðamenn vesturstrandar Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir aðra hitabylgju um helgina. Stutt er síðan hitamet voru slegin víðsvegar um norðvesturströnd Bandaríkjanna og vesturströnd Kanada í gífurlegra öflugri hitabylgju sem banaði hundruð manna. 9.7.2021 09:04
Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9.7.2021 08:36
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9.7.2021 08:35
Fjórar konur á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins mun leiða listann áfram í kjördæminu en þetta er þá annað kjörtímabilið sem hann leiðir lista flokksins í kjördæminu. 9.7.2021 08:16
Sækja um að gefa þriðja skammtinn ári eftir seinni skammtinn Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur sótt eftir leyfi fyrir því að gefa þriðja skammtinn af Covid-19 bóluefni sínu. Pfizer segir að frumniðurstöður rannsókna bendi til að mótefni hjá fólki fimm- til tífaldist eftir þriðja skammtinn. 9.7.2021 07:48
Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9.7.2021 07:43
Tókst að stafsetja „querimonious“ og „solidungulate“ Hin 14 ára Zaila Avant-garde er fyrsta svarta bandaríska ungmennið sem vinnur hina víðfrægu Scripps-stafsetningarkeppni. Avant-garde, sem er frá New Orleans í Louisiana, sigraði með því að stafa orðið „murraya“, sem er trjátegund sem vex í hitabeltinu. 9.7.2021 07:36
Hlýjast á Austurlandi um helgina Ætli einhverjir landsmenn að ferðast um helgina munu þeir líklegast halda austur á land þar sem blíðskaparveður hefur verið undanfarna daga og verður áfram. Allvíða verður sól austantil og í kring um 20°C, eða meira, í innsveitum um helgina. 9.7.2021 07:22
Risapandan ekki lengur í útrýmingarhættu Kínversk stjórnvöld segja risapönduna ekki lengur í bráðri útrýmingarhættu en stofninn sé enn viðkvæmur. Fjöldi villtra risapanda hefur nú náð 1.800. 9.7.2021 07:05