Fleiri fréttir

Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn

Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni.

Með mikla á­verka eftir hand­töku í Hafnar­firði

Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara.

90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu

Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum.

Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða

Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Farþegar sem koma frá svæðum þar sem nýgengi kórónuveirusmita er 700 eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa þurfa skilyrðislaust að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem fjallað verður um í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Töluvert stærri hópur skikkaður á sóttkvíarhótel

Miðað verður við að farþegum verði án undantekninga skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli, sé nýgengi smita í upprunalandi þeirra yfir 700 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð, sem tekur gildi á þriðjudaginn.

Bóluefnið frá Noregi komið til landsins

Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess.

Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara

Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar.

Inga Lind deilir hart á Njál Trausta

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona gagnrýnir harðlega málflutning Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um ágæti fiskeldis á Austfjörðum.

Lögreglukona látin eftir stunguárás nærri París

Frönsk lögreglukona er látin eftir að árásarmaður vopnaður eggvopni réðst inn á lögreglustöð í bænum Rambouillet, suðvestur af París í dag. Árásarmaðurinn var skotinn og lést á sjúkrahúsi.

Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði

Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu.

Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini.

Enn annað breskt afbrigði greinst hér á landi

Einn einstaklingur greindist með nýtt afbrigði af breska afbrigði kórónuveirunnar. Smitið er rakið saman við smit einstaklings á landamærunum. Afbrigðið hefur ekki greinst áður hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir þetta hafa komið á óvart.

Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir

Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin.

Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera.

Spyrnu­dólgar gera Vestur­bæingum gramt í geði

Teitur Atlason hefur ritað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu opinbert kvörtunarbréf vegna ökufanta sem safnast saman úti á Granda og eru að gera Vesturbæinga gráhærða með látum og háskaakstri.

Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta

Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram.

Hádegisfréttir í beinni útsendingu

Sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minnisblaði þar að lútandi til ráðherra.

Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19

Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku.

Kolbeinn hyggst ekki þiggja fjórða sætið í Suðurkjördæmi

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að þiggja ekki sæti á lista í Suðurkjördæmi. Kolbeinn sóttist eftir því að leiða lista Vinstri grænna í kjördæminu í næstu kosningum en lenti í fjórða sæti í forvalinu á dögunum.

Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið

Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum.

Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu

Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða.

Land Rover Defender kjörinn best hannaði bíll ársins

Land Rover Defender var í vikunni kjörinn best hannaði bíll ársins 2021 (World Car Design of the Year 2021) á árlegri verðlaunahátíð World Car Awards í Toronto sem af sóttvarnarástæðum var send út í streymi á netinu.

Sjá næstu 50 fréttir